Alþýðublaðið - 04.03.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.03.1966, Blaðsíða 8
PARÍSARTÍZKAN í ár er enn meira tileinkuS ungum stúlkum en nokkru ‘sinni áður — vafalaust til lítillar ánægju fyrir þær, sem eldri eru. Pilsin eru með trapísu eða A-línu og eru sannkölluð skólastúlkupils. Og öll tízkuhúsin hafa sameinazt um það, að stytta pilsin ískyggilega mikið. Þess vegna eiga tízkusýningardömurn- ar að vera með langa og granna fætur, og nota skó með breiðri tá og litlum hælum. Hárgreiðsl- an er ýmist sítt, slétt hár, sem nær of.in á herðar eða stutt hár, rennislétt. Allt þetta hefur þau á- hrif, að hinar glæsilegu sýningar- stúlkur virðast stórar skólastúlk- ur, sem hafa vaxið allt of fljótt, þær eru tágrannar og það er eins og krafizt er, að þær séu. Hvern- ig skyldu venjulegar konur með pundin á réttum stöðum líta út, ef þessi tízka verður alls ráðandi? Þá er vonandi, að þær eigi stóran, góðan spegil til að spegla sig í frá hvirfli til iJja, áður en þær hætta sér út á götu. j Hvers vegna verður Parísartízk- i an alltaf fyrir yngri og yngri stúlkur? Allir, sem framleiða og selja föt, berjast um að græða nóg. Ef fólk keypti ekki meiri föt en það þyrfti til að klæða af sér kulda, myndu öll tízkuhúsin verða gjaldþrota. Og það eru ungu stúlkurnar, sem hafa mest af pen- ingum til að eyða í föt. Heima hjá sér hafa þær, ef til vill, aðgang að peningum, sem foreldrum þeirra hefur tekizt að nurla saman. Þess vegna hafa þær oft engan áhuga á að spara. Þær eru líka oft óör- uggar með sjálfar sig, og láta oft ginnast af glæsilegum auglýsing- um og gylliboðum, og í þeim er oft lögð áherzla á það, að sú, sem klæðir sig samkvæmt tízkunni öðl- ist ósjálfrátt mikið sjálfsöryggi. Fyrirtæki þau, sem framleiða fatnað fyrir þær ungu, eru sífellt á höttunum eftir að finna eitthvað nýtt, sem getur vakið almennar vinsældir. Verðið á módelfötunum sjálfum hefur ekkert að segja, það er hægt að framleiða eftir þeim nokkur þúsund eftirlíkingar, sem eru alveg jafn vinsælar. Tízkufrömuðurnir í París, sem stöðugt berjast við að auka efna- hag sinn, sjá auðvitað gróðamögu- leika á því að geta komið með módelfatnað, sem fataframleið- endur, sem framleiða í fjöldafram- leiðslu, eru ánægðir með. Áður var eina markmið tízkufrömuð- anna að gera föt fyrir auðugar konur. Og áður voru það þær, sem réðu og höfðu áhrif á tízkuna. í dag víkur málinu öðru vísi við. Stöðugt fleiri tízkumeistarar, sér- staklega þeir yngri, reyna að gera föt sín vinsæl hjá fataframleið- endum, sem framleiða í fjölda- framleiðslu. Þess vegna er París- artízkan nú oft mjög furðuleg. — Sum fötin eru beinlínis hjákát- leg, sjá má undarlegustu litasam- setningar og mynztur, svo að næstum sker í augun. Og í sam- ræmi við tíðarandann eru það slík föt, sem mestar vinsældir hljóta. En aðeins eimir þó eftir af fornri tíð og enn eru gerð í París föt úr góðum, sígildum efnum, smekk- Ieg föt, sem hæfa öllum konum, en eru ekki aðeins fyrir þær yngstu. Það er eins og tízkuhúsin séu orðin úrkynjuð að vissu leyti. — Teiknárar þeirra hafa ekki þá dirfsku, sem það veitir að vera fremstur. Þeir teikna fyrir þær ungu, án þess í raun og veru að koma fram með neitt nýtt. Þeir stytta pilsin um nokkra senti- nietra, — þeir flytja mitti kjól- anna — milda litina og móta tízk una eftir því, hverjir fara helzt eftir henni. Og hverjar eru afleiðingarnar? Stöðugt fleiri fúlltrúar frá litlum fatafyrirtækjum, sem vilja gæði vörunnar, fara vonsviknir heim frá París og neyðast til að fá aðrar hugmyndir að fatnaði sín- um, því að þeir finna ekkert nýtt í París. Á heimsmarkaðinum er það mjög áberandi, að fólk sækist eft- ir sérkennilegum og óvenjulegum vörum, frá ýmsum löndum, og því hefur París nú fengið keppinauta, þar sem eru tízkuhús í öðrum stór- borgum. Hvernig eru svo tízkujöt Parísar í dag? Kjólarnir eru eins og skóla- stúlkukjólar nieð A-línu, saumar eru gjarnan undir brjóstum eða yfir mjaðmir, og þar eru höfð mjó belti. Eelti eru ekki höfð um mittið. Kápurnar eru litlar og beinar. Einnig með frakkasniði. Sumar eru eins og listamannaskikkjur, rykktar undir berustykki. (Frá Di- or, Patou, Venet). Hálfsíðar káp- ur sjást einnig. Dragtirnar eru með mjög stutt- um jökkum eða jökkum, sem ná niður á mjaðmir. Pilsin eru út- sniðin. Allmikið sést af „hermanna- jökkum.” Síðir jakkar eru notaðir við síðbuxur. „Geometrisk” snið og sterkar Jitasamsetningar eru enn notuð, en þó hefur komið meiri mýkt Framliald á 10. síðu. Táningafatnaður frá Ted Laþidus. 8 4. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ j |j KONAN OG HEIMILIÐ Ritstjóri: Anna K- Brynjúlfsdóttir ÍVær í hvítuin og svörtum hægri er með víðum „lúðui

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.