Alþýðublaðið - 04.03.1966, Blaðsíða 16
OG NÚ á Katla að fara að gjósa
upplýsir Tíminn og hefur frétt
ina eftir draumspökum og sann
orðum manni. Sönnunin fyrir þess
um atburði er auðvitað draumur
og eins og í öllum draumum sem
mark er takandi á þótti dreym
andanum hann standa úti í þessu
tilfelli einhversstaðar á Rangár
völlum og leit liann mikinn
dökkva norður af Eyjafjallajökli
og sá eldblossa á himni.
Ráðning draumsins er einföld.
Katla á að fara að gjósa. Síðan
veltir greinarhöfundur fyrir sér
hvort nokkuð mark sé takandi á
draumum og kemst að þeirri nið
urstöðu að óliætt sé að taka mark
á spádómi draumamannsins um
Kötlugosið^ því sama mann hafi
dreymt fyrir ólátunum í Surti áð
ur en hann varð til. En spádóm
um sem þessum fylgir ávalit sú
sönnun á ispádómsgáfu viðkomandi
að hann liafi séð fyrir hluti sem
þegar eru komnir fram, en svo
sem ekkert verið að halda því á
lofti, fyrr en atburðurinn er orð
inn staðreynd.
Annars ætti þessi merka spá-
sögn ei að koma áhugamönnum um
náttúruhamfarir á óvart því jarð
fræðingar eru búnir að spá Kötlu
gosi á hverju ári undanfarin ár
og á hverju vori þegar eðlilegur
vöxtur hleypur x Skeiðará eru öll
blöð yfirfull af spádómum um nýtt
Kötlugos og þykjast ekki þurfa
draumspeki til.
Staðreyndin er að íslendingar
trúa á drauma, drauga og yfirnátt
úrlega spádóma og þj'kir merk
ara fréttaefni að karl dreymi eld
gos heldur .en ef jarðfræðingur
spáir sama atburði. Vísindalegar
rannsóknir eiga ekki upp á pall
borðið hjá okkur og sjálfsagt er
að tortryggja sérfræðilegar athug
anir á hverju sviði.
Hvaða íslendingur mundi til
dæmis viðufkenna kinnroðalaust
að liann legði trúnað á forsögn
menntaðra hagfræðinga um efna
hagsmál? Eða hvort trúa má rann
sóknum verkfræðinga um ísingu
í Þjórsá? Og hver leggur eyrun
við guðfræðilegum útskýringum
á kristinni trú?
Nei, en að rabba við framliðna
á miðilsfundi hjá kerlingu í Vest
urbænum með tilheyrandi sálma
söng, dimmu rauðu ljósi úti í
horni og draugastemningu. Það
gegnir öðru máli. Og engum stekk
ur bros þótt bann sé lagt við að
sprengja upp kletta sem allir vita
að eru híbýli álfa. Þe^sar stað
reyndir skil.ium við. Ekki alls fyr
ir löngu sagði grafalvarlegur próf
essor við Háskólann frá þeirri
reynslu sinni í útvarpi, að hann
liefði leikið við liuldufólksbörn í
æsku sem bjuggu í grjóti rétt
hjá heimili hans, og tryði jafnt
á þau og liérvist framliðinna.
Enginn hefur mótmælt þessari*
staðhæfingu prófessorsins, enda
ekki ástæða til. En öruggt er að
mundi þessi sami maður láta þá
fásinnu út úr sér að Egill Skalla
Auövitað dreymdi spekinginn, að eyja mvrndi rísa úr hafi sunnan íslands.
grímsson hefði kannski verið orð
inn fjögurra ára en ekki þriggja
þegar hann orti sitt fyrsta kvæði,
sem tfrægt er orðið, mundi áreiii
anlega fjöldi manna geisast fram
á ritvöllinn og kveða þessa ó-
svífni í kútinn,
Annars ættum við að hagnýta
betur forspár draumspekinga og
kaffikorgskerlinga en gert er.
Væri ekki miklu betra að láta
þetta fólk segja fyrir um fiski
göngur, en að hafa fjölda fiski
fræðinga á launum og með allt
sitt hafurtask og rándýra leið-
angra. Og mikið ómak mundi það
spara stjórnmálamönnum að vita
hvernig næstu kosningar fara með
góðum fyrirvara.
Og er ekki tími til kominn að
hafa eitthvað gagn af þessu góða
sambandi sem við höfum alltaf
við framliðna. Hvernig væri nú að
fara að spyrja þá einhverra skyn
samlegra spurninga en ekki ein
göngu um hvernig þeir hafi það og
taka við skilaboðum frá þeim
að þeir biðji að lieilsa þessum
og þessum.
Fjöldi manna leggur á sig mikið
erfiði við rannsóknir á sögu og
ýmsum atburðum sem skeð hafa
á liðnum öldum. Skortur á heim
ildum gerir þessa vinnu oft er
fiða og niðurstöður einatt vafa
samar. Væri ekki nær að spjalla
við fólkið sem uppi var á tiltekn
um tímum gegnum miðla og fá
staðreyndirnar svart á hvítu.
Merkur fræðimaður liefur skrif
að heila bók og sannað að ísland
ihafi verið albyggt þegar Norð
menn komu hingað. Aðrir merk
ir fræðimenn telja þetta fásinnu
og svo er rifist og rifist um hvor
ir hafi rétt fyrir sér, og eytt í
það mikilli orku og prentsvertu
Hvers vegna ekki bara að panta
samband við fólkið og spyr.ia það
að þessu og fá úr því skorið í eitt
skipti fyrir öll hvort landið var
albyggt fyrir árið 800, svo að
dæmi sé tekið. Svo mætti líka •
spyrja fólkið að því hvar því hefði
verið holað niður þegar yfir lauk
og þá mætti grafa þar niður og
fornleifafræðingar ekki vera komti
ir upp á tilviljanakennda kuml-
fundi stórvirkra vinnuvéla. Hafi
kristnir írar búið hér áður en
hundheiðnir Norðmenn námu land
er áreiðanlegt að Þeir hafa skilið
eftir sig stóra kirkjugarða því slík
ir grafreitir fylgja ávallt búselu
kristinhfc manna enj heíiðingjar
urða nái út um holt og hæðir og
eru kuml þeirra því ávallt ein sér.
og erfitt að finna þau. Væri ekki
meiri fengur að fá tilvísun á
kirkjugarða með mörg hundruð
'beinagrindum til uppgreftrunar
og rannsókna og frekari sannana
fyrir sögulegum staðreyndum.
Svona gætu kuklið og vísindin
unnið saman og byggt hvort ann
að upp. "i !
— Þú vogar þér ekki að draga þetta viðbjóðs- — Ætlið þið að borga hvort i
lega dýr upp í bátinn .... sínu lagi?
VWVW\UWWWWWWVVW%VVVVVWW\W WWWWWWMVWWMWWMWWMWW
Kallinn er að velta því fyr
Ir sér, hvort allir þeir, sem
hafa óflekkað mannorð séu
ekki kærulausir. . . .
Mér hlýnaði um hjarta-
ræturnar þegar ég sá mynd
af henni Menju á Einarsstöð
um, en það er heztn kýr
Iandsins og mjólkaði 7742
kg. 1963. En þá mundi ég eft
ir smjörfje linu, og þar með
var draun.urinn búinn. . ,
í grein sinni hér á síðunni
í dag ræðir Ólafur E, Stef
ánsson ráðunautur um hugs
anlegar breytingar í fram-
leiðsluháttum laridbúnaðar-
ins, einkum með það í huga
að hægt verði að hafa fleiri
og betri kjöttegundir á boríí
stólum. . . .
Morgunblaðið