Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 5
GÓÐVILD OG SAMHJÁLP Aðalsmerki sannrar jafnaðarstefnu Einn fyrsti íslenzki rithöfundurinn, sem varð fyrir áhrifum af jafnaðarstefnunni, Gestur Pálsson, birli fyrir um það bil áttatíu árum stutta smásögu, sem telja rná meðal perlna í íslehzkum bákmenntum, söguna um Hans Vögg, líf hans og dauða. Hans Vöggur hafði 'verið vatnskarl í Reykjavík, nær því svo lengi sem menn mundu eftir og raulaði alltaf sömu vísuna með sama laginu, þegar hann var bidnn að pósta vatnið upp í föturnar sínar úr póstinum í Áðalstræti og gekk af stað: Vöggur karlinn vatnar borg; Vögg þó flestir gleyma. Enga gleði, enga sorg á hans líf að geymct. „Vinnukonurnar í húsum þeim, sem Hans bar vatn til, skoðuðu hann eins og nokkurskonar lægri veru, sem ekki væri orðum eyðandi við”, segir Gestur í sögunni. „Þær köstxcðu til hans matarbita eftir skip- un húsmóðurinnar. Hann tók við, þakkaði fyrir og borðaði þegjandi. Húsbeendurnir borguðu honum vatnsburðinn á vissum tímum. Svo var öllum við- skiptum hans við heiminn lokið, að undanteknum hestum og götustrákum.” Lýsing Gests Pálssonar á Hans Vögg cr ein fyrsta lýsing ísl. raunsæisbókmennta á olnbogabarninu á Is- landi, á verkamanninum, sem vann verk sitt af trú- mennsku, nauðsynlegt verk, sem enginn gat verið án, e-i hlaut lítil laun og naut lítillar virðingœr og engum var hlýtt til, — nema hestum og götustrákum. Þannig var íslenzkt þjóðfélag fyrir síðustu aldamót. íslend- ingar voru þjóð örsnauðra bænda og fiskimanna. Höfðingjarnir, sem betur máttu sín, voru margir hverjir hrokafullir og liíu niður á almúgann. En nú gerðust stórir atburðir í íslandssögu. Fyrir 70—80 árum hófst hér á landi gagngerari bylting í atvinnumálum og fjármálum en saga nokkurs annars nágrannalands kann frá að greina á jafnskömmum tima. Ef það, sem gerzt hefur á íslandi í efnahags málum á undanförnum sjö til átta áratugum, hefði gerzt með þjóð, sem verið hefði jafnmargar milljón- ir að tölu og Islendingar hafa verið þúsundir, þá væri það veraldarsaga. Á örfáum áratugum hefur bláfátæku bændaþjóðfélagi verið breytt í vel efnað iðnaðarríki. Um síðustu aldamót voru íslendingar án efa snauðust þjóða í Vestur-Evrópu. Nti eru þeir í hópi þeirra, sem búa við bezt lífskjör. Tækni og verkmenning tuttugustu aldar hafa gert Islendingum kleift að efna til örra framfara á skömm- um tíma. Þeim tókst það vegna þess, að þótt þeir hefðu verið blásnauðir í aldir, höfðu þeir aldrei glatað menningu sinni. Alþýðumenntun hafði aldrei dáið út á íslandi í allri fátæktinni. Það var því mennt- uð alþýða og vel viti borin, sem hóf tæknibyltinguna á tuttugustu öld og skapaði hinn skjótfengna ávöxt. Hans Vöggur rauláði vísu fýrir fnunni sér við vinnu sína, góða vísu. En sú mikla saga, sem gerzt hefur á íslandi á þess- ari öld. er ekki aðeins fólgin í þeim, vefklegú fram- förum, sem orðið hafa. íslenzkt þjóoféiag er ekki aðeins bjargálna. Það he.fur einnig orðið velferðár- riki. Ekki aðeins vainspósturinn er horfinn, heldur olnbogabarnið, sem Gestur Pálssón lýsti með þess- um orðum: „Nii var hann kominn yfir jimmtugt, var langleit- ur og toginleitur, óliðlegur í vexti og lotinn í herð- um, eins og flestir vatnskarlar verða af því að lita alltaf niðnr fyr.ir■ sig til þess að gá að, hvort ekki hellist úr fötunum. Og með aldrjnum var göngulag hans orðíð hið sama, hvort hann hélt á vatnsfötunum eða ekki. Þecjar 'hánn' gékk í kirkjuna .á sunnudög- um, — eti það'gefði liann álltaf, —; þá "gekk hann lot- inn í herðum, álútur og hélt frá sér handleggjunum, eins og hann bæri vatnsfötur i báðum höndum”. Samtímis tæknibyltingunni barst jáfnaðarstcfnan til íslands. Hugsjónin um að rétta hlut hins fátæka og snauða, hins réttlausa og lítilsvirta, vann hug og hjarta margra manna. Og hin kúgaða stétt batzt sám- töknm um að sækja rétt sinn og efla hag 'sinn. Hún fann, að hún var voldug og sterk, og hún hafði tekið höndum saman. Fyrir réttum fimmtíu árum stofn- GYLFI Þ. GISLASON. ISæða ©yífi Gísf®s®nar, menntaítiéfaráðherra, á SO ára afmælSshátí© A!» þýðuflokkeins á Hótel Sögu M. márz ISSS. uðu íslenzkir jafnaðarmenn og ve.rkalýðssinnar fyrstu heildarsamtök sín á ísíandi, Alþýðuflokkinn og Alþýðu- samband íslands. Með þeim atburði var skorin upp herör í islenzkum stjórnmálum og félagsmálum í báráttu fyrir góðri afkomu vinnandi rtianna, jöfnuði og öryggi fyrir frelsi og mannréttindum þeim til handa, jöfnum sXdXyrðum til menntunar, fyrir því bræðralagi, sem gerir lífið gott og göfugt. Síðan Alþýðuflokkurinn hóf baráttu sína fyrir rétt- um fimmtíu árum, hafa ótrúlegar framjarvr orðið í íslenzXcum atvirínu og félágsmálum. Engan' hefði þá órað fyrir, að jafnmikið niundi á vinnast á hálfri öld. Auðvitað er ekki allt gott, sem síðan hefur gerzt, AlþýðufXolcknAim eða verkaXýðshreyfingunni að þakka. Árangurinn er fyrst og'fremst að þakka sameiginlegu átaki allrar þjóðarinnar, allra stétt.a, lærðra og leikra, ungra og gamáXXa. En á engan mnn þó hallað, þótt ég segi, að í sögunni- af íslenzkum framjörum, af is- lenzkum umbótum á sioústú. fimmtíu árum er þáttur AXþýðufXokksins glæsile.gur. Þær eru ficrðuXegá inarg- ar, hugmyndirnar um nýjar réttarbætur, auknar hags- bætur, meira öryggi, betri menningu, sem átt. hafa upplöXc sín í AXþýðuflokknum og smám sáman náð frani að ganga. Fyrir þetta skulum við þákka braut- ryðjendunum, öXXum þeim, sem í upphafi Xögðu hönd á plóginn, öllum, sem i hálfa öld hafa unnið Al- þýðujXokknum og vieð því Xagt traustustu og beztu hórnsteina í þá þjóðféXagsbycjgingu, sein er nú heim- kynni okkar íslendinga. - - - En tíminn nemur ekki staðar. Fyrstu fimmtíu ár- in í sögu AXþýðufXokksins eru liðin. Öunur lcoma á eftir. Enginn veit, hvað þau bera í slcauti sínu. OXckur og þeim, sem á eftir koma, ber helg sXcylda til þess að haXda áfram baráttunni fyrir freXsi og rétti, hagsæld og hamingju. Þegar AlþýðufXokkurinn hóf göngu sína fyrir fimmtiu árum, var fátæktin stærst vandamála, og réttleysi lítilsmagnans, umkomuXeysi olnbogabarnsins. AXXt þetta hefur breytzt. Nú kom- umst við ÖXX sómasamlega af. Verkamaðurinn og sjó- maðurinn, iðnaðarmaðurinn og bóndinn njóta virð- ingar í starfi sínu, þjóðféXagið hefur viðurkennt skyláur sínar við gamalt fólk og börn, þeir, sem eru sjúkir eða stancla mcð einhverjúm hætti höXXum fæti í lífsbaráttunni, eiga rétt á sjálfsa.gðri aðstoð samfé- Xagsins, aXXir eiga jafnan rétt til menntunar. Auð- vitað sXcortir enn mikið á, að við höfum náð eins Xa.agt á öllum þessum brautum og við kjósum. Þess vegna bíða okkar mörg og stór verkefni. En við erum á réttri leið að þessu leyti. Og vísindi og tæXcni eiga enn eftir að færa okkur nýjar framfarir og nýja velmegún á næstu círum og áratugum og munu auð- velda okXcur að gera þjóðféXagið betra og réttXátará. Einmitt nú, á hálfrar aldar afmæXi AXþýðufXoklcs- ins, á fimmtíu ára afmæli fXokks íslenzkra jafnaðar- manna, langar mig til þess að minna á og undirstrika, hvér hlýtur ávallt að vera og verða kjarninn í allri baráttu jafnaðarmanna í stjórnmálum og félagsmál- um. Auðvitað er aúkin velmegun mikilvæg. Auðvitað er bætt ménntún mikiXs virði. Auðvitað eru betri og stærri skip, nýjar og fulXkomnari verksmiðjur og þægilegri og gXæsiXegri búðir æskiXegar. En einú meg- um við aldrei gleyma. Allar verða framfarirnar að vera í þeim anda, sem verið hefur aðalsincrki' jafn- aðarstefmmnar frá því að hún fæddist í brjósti hinna beztu manna sem hugsjón um frelsi og réttXæti, um samúð og samhjálp. Amiars verður árangurinn ekki• sá, sem þeir vildu, að Xxann yrði. í sögu Gests PáXssonar um Hans Vögg segir: „Engum clatt í hug, að vert væri að reyna að Jcynn• ast -honum, þekkja hann cða þíða burt klakann, sem frosinn var utan um þessa vatnskarlssál eins og föt- urnfir hans á vetrardegi. Nei, það datt engum í hug, sízt af öllum Hans sjálfum. Vaninn var orðinn eðXi Xians. En hefði noXckur mátt líta inn í sál hans, mundi hann að líkindum hafa komizt að raun um, að hún fyrir innan kXaXcann var orðin eins lcreppt af vatns- burðinum og hendurnar hans. En hestarnir i Reykjavík vissu það betur en aXlir menn, að þrátt fyrir aXXan vanans klaka var sálin - hans Vöggs ekki orðin eins köld og hendurnar. Það er sorgleg sjón að sjcí útigangshestana í -Reykjavik á veturna. Þeir hrekjast um fjöruna eða göturnar, skin- horaðir, þyrstir og athvarfsXausir. Enginn slciptir sér hið minnsta af þeim, og enginn veit jafnvel, Xiver. á pú. í storminum og byljunum híma þeir nötrandi undir Xiúsveggjunum eða láta fyrir berast á berswæði, hálfdauðir úr sulti og lcuXda. - - f - Þessa hesta tók Hans Vöggur að sér. Hann vatnaði öllum, sem hann ncíði í, kXappaði þeini og klóraði undir eyrunum og setti upp við þá Xangar hróXcaræður, sem enginn skilcli neitt í nema hann og þeir. Af þcssu varð hann svo ástsæll í þeirra hóp, að þeir stun<% v.m fylgdu honum eftir fiokkum saman uni -götúrndr^ AXdrei var Hans lcátari eða ánægðari én, þegar svo Framliaid áÝ.’stiöu. ' & ALÞÝÐUBLAÐIO 1966 12. marz 5 í*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.