Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 2
•eimsfréttir f..........siáasfliána nótf ★ SAIGON: Nguyen Chang Thi hershöfðingi. sem vikið var úc starfi sínu sem yfirmað herfylkis í norðurhluta Suður-Viet- nam í fyrradag þar eð hann hefur þrjózkast við að hlýða fyrirskip -tinum st.iórnarinnar, átti í gær að halda til Quang Nggi og fá stjórn -tierfylkisins hendur eftirmanni sínum, en i þess stað var hann um kyrrt í Saigon. Thi herforingi er sakaður um tilraun til aö gera herstjórnarumdæmi sitt, sem liggur að Laos og Norður Vietnam, að sjálfstæðu ríki, og nýtur hann mikils fylgis meðal ungra liðsforingja og Búddatrúarmanna. MOSKVU: „Pravda“ hermdi í gær, að aðalritara kommún- fistaflokksins í Armeníu hefði verið vikið úr embætti og fengið að- Btoðarráðlierraembætti í raftækniráðuneytinu í Moskvu og hefur tiokkurinn fyrirskipað baráttu gegn borgaralegu hugkerfi og þjóð emisstefnu í Aimeníu. Erfiðleikarnir í armenska flokknum komu 6 Ijós á þingi er haldið var í síðustu viku til undirbúnings 23. þingi sovézka kommúnistaflokksins í Moskvu í lok mánaðarins og sak aði hinn nýi aðalritari, Anton Kosjinjan fyrirrennara sinn um afglöp er hefðu haft neikvæð áhrif á þjálfun flokksmanna og að vissu marki á málefni Armeníulýðveldisins. Ungt fólk hafi orð- Sð fyrir áhrifum af röngum meginreglum er Armenía mimitist jþess í apríl í fyrra að 50 ár voru liðin síðan Tyrkir myrtu 1.500. 000 Armena. * PENKING: Margir hafa beðið hana í gífurlegum jarðskj'álfta & þéttbýlu svæði í Norður-Kína. Tseng Chan innanríkisráð- > tierra stjórnar umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Engar upp •lýsingar 'hafa borizt um manntjón eða eignatjón, en talið er að' jarðskjáíftinn hafi átt upptök sín á svæðinu umhverfis borg ina Singtai, sem hefur um 100.000 íbúa. DAKARTA: Stúdentar í Djakarta efndu enn til mótmæla- aögerða í gær, þrettánda daginn í röð, og ráðherrar urffu að ferff- ast í þyrlum til fundar við Sukarno forseta, sem lýsti því yfir, «ð þeir sem honum væru ósammála yrðu reknir úr stjórninni. -€>essi fyrsti fundur hinnar endurskipulögðu stjórnar stóð í að- eiús 20 minútur og hafði orðið að fresta honum vegna hinna ofsafengnu mótmælaaðgerða. Reiffi stúdenta beinist enn sem tfyrr gegn Kínverjum, sem hafa varað Indónesíustjórn við því, aff óeirðirnar geti spillt sambúð landanna. 'BRÍÍSSEL: Heimildir í belgíska utanríkisráðuneytinu tfiérma, að iiugsanlegt sé að tillaga Frakka um að aðalstöðvar ♦íATO verði ftuttar fhá ‘París verði tekin til athugunar á næst- unni. Frétt um, að brezka stjórnin muni leggja til að aðalstöðvarn «r verði fluttir til 'Brussel kemur Belgum ekki á óvart. Fastaráð -tfNrATO hélt fúnd um málið í gær. Erhard kanzlari ráðfærði sig við ráðherra sína og þingleiðtoga og brezka stjórnin ráðgast við síjórnir NATO-landanna um tillögu De Gaulles. -segir Dinesen, verkamálaráðherra Dana Reykjavík, — EG. Einn af erlendu gestunum, sem liingað eru komnir í tilefni 50 ára afmælis Alþýðuflokksins er Erling Dinesen verkamálaráö- lierra Danmerkur. Alþýðublaðið náði snöggvast tali af honum í gærmorgun, en liann kom hingað til lands á föstudagskvöld. Talið barst að sjálfsögðu strax að dönsku bæja- og sveitastjórn- arkosningunum, en þar töpuðu Jafnaðarmenn nokkru fylgi. — Við vorum nokkurn veginn vissir um að SF flokkur Aksels Larsens mundi vinna talsvert á í þessum kosningum, einkum í stærri bæjunum, sagði Dinesen. — Gömlu flokkarnir fjórir voru búnir að koma sér saman um til lögur til lausnar vandanum í liús næðismálum, sérstaklega hvað á hrærir leiguíbúðimar, og gegn þessum tillögum barðist flokkur Larsens ákaft og tókst að vinna talsvert fylgi á þeim forsendum. — í aðalatriðum gera þessar nýju tillögur ráð fvrir, að hver leiguíbúð verði metin að nýju, og leigan ákveðin I samræmi við matið. Þetta mun hafa það í för með sér að hægt og hægt næstu árin mun leigan á gömlu íbúðun- um hækka nokkuð en leigan á nýju fbúðunum lækka. Er því liér -nokkurs konar verðiöfnun á ferð inni. Þetta liefur það m. a. í för með sér að mun 'betra lielldar- skipulagi verður unnt að koma á í þessum efnum, og nauðsynl. var að gera einhverjar ráðstafanir, því gömlu húsaleigulögin áttu að falla úr gildi um mitt næsta ár. SF menn börðust af mikilli hörku gegn þessum tillögum, og Gallup skoðanakannanir nokkru fyrir kosningar sýndu að þeir mundu ííklega vinna nokkuð á og vor um við því viðbúnir nokkru tapi. En við erum þeirrar skoðunar, að 'þessi atkvæði komi aftur, því það mál sem barizt var um, er enn á frumstigi og aðeins heildarstefn an mótuð, eftir er svo að setja margvíslega löggjöf um nánari á kvæði. Fylgistap okkar í Kaup mannahöfn var 2,5% og við reikn um með að fá 80—90% þeirra at kvæða aftur. Og minna má á, sagði Dinesen, að í þingkosning unum 1964 bættum við við okkur áttatiu þúsund atkvæðum, þótt samstarfsflokkur okkar í stjórn tap aði og við yrðum því að mynda minnihluta stjórn. — Hvenær urðuð þér ráðherra? — Ég hef verið ráðherra siðan 1963. Undir ráðuneyti mitt heyrir öll löggjöf um atvinnumál, atvinnu leysisstyrki, orlofsmál, vinnurétt- Framhald á 15. slðu. sdí' Alþjóðaþing í Stokk- hólmi í maímánuði Rætt við Albert Carthy Reykjavík — EG. í maí verður lialdið í Stokk fiólmi- þing Alþjóðasambands jafn affarmanna, Socialist Iníernational fifagöi Albert Carthy, affalritari sam •xandsins, er Alþýðublaðið ræddi við-hann í gær. Carthy er hingað tfcominn til að vera viðstaddur há tfiffahöldin í tilefni fimmtíu ára af anælis! Alþýðuflnkksins. — Þessi þing eru haldin þriðja tfivertiór, sagði hann, og á þing -tfnu í ár mun athyglin sérstaklega tföeinast að þróunarlöndunum svo -i'tfcöJIuðu og framkvæmd og við #nngj lýðræðislegrar jafnaðar- etefnu þar. +-Við vonumst til að á þcssari ráðstefnu gerist níu jafnaðar- mannaflokkar aðilar að alþjóða- sambandinu, en þá verða í því rúm lega fimmtíu flokkar með um það bii 13 milljón meðlimi. Þessir níu flokkar, sem væntanlega ganga í sambandið eru flestir úr þróunar löndum Afríku og Suður-Amer- íku, og fimm þcirra fara með völd í ríkisstjórnum annað hvort einir eða í samsteypustjórnum. — Hvað er álitið að margir einstaklingar séu í flokkunum, er standa að Alþjóðasambandi jafnað armanna? — í síðustu frjálsu kosningum fengu jafnaðarmannaflokkarnir innan okkar vébanda um 68 milljón ir atkvæða, og mun það fremur vanreiknað en ofreiknað. — Jafnaðarmannaflokkarnir hafa breytzt talsvert frá upphafi hélt Carthy áfram, í fyrstu voru beir áróðursflokkar, ef svo má seeia. þeir yildu giörbreyta flest.u sem þá var við lvði og voru ekki a'Isstaðar að minnsta kosti udd teknir af stundarvandamálum. Nú befur þetta breytzt. .Tnfnaðarmenn bafa áunnið mjög mikið og nú beinist athyglin framar öðru að þeim sérstöku vandamálum, sem við er að glíma í dag, húsnæðis og atvinnumálum, alm. vclmeg- Framhald á 15. sítfu. 2 12. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.