Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 4
Rttatjór&r: Gylíl Gröndai (4b.) o* Benedlkt Gröndal. — Rltstí'ómarfull. trúl: KlBur GuBnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýalngaslml: 1490«. ASsetur AlþýBuhúslB vlÐ Hverflsgötu, Keykjavík. — PrentsmlBja AlþýBu blsBslns. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklO. Utgefandl AlþýBuflokkurlnh. Albýóusamband fimmfugt ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS er 50 ára í dag. Það var stofnað í Bárubúð í Reykjavík 12. marz 1916. Þótti sá fundur verkalýðsforingja og jafn- aðarma’nna ekki mikill viðburður, að minnsta •kosti var hans ekki getið í fréttablöðum bæjarins. En hálf öld hefur sýnt, hve sögulegur atburður þar gerðist. í dag er Alþýðusamband íslands orðið að vold- ugum heildarsamtökum, sem hafa innan sinna vé- banda meginþorra íslenzkra launþega. Þessi samtök hafa í fimm áratugi haft forustu í baráttu íslenzkr ar alþýðu fyrir sanngjörnum hlut af vaxandi þjóð- arframleiðslu, fyrir betri kjörum og betra lífi. Verð- ur ekki annað sagt, en ótrúlegar breytingar hafi orðið á lífskjörum fólksins síðan 1916, enda eru þau ríki veraldar fá, þar sem velmegun er jafn mikil og almenn, þar sem öryggi hvers og eins er jafn vel tryggt eða frelsi einstaklinganna stendur jafn föstum fótum og hér. Allt þetta má að verulegu leyti þakka starfi Alþýðusambands íslands og hinnar pólitísku systurhreyfingar þess, Alþýðuflokksins. Alþýðusambandið hefur átt við ýmsa erfiðleika að stríða, þó engan eins hættulegan og pólitíska sundrungu. Því miður hafa flokkadeilur oft á tíð- um dregið úr mætti sambandsins til að vinna alþýð •unni gagn. Ber að vona, að framundan sé meiri fé- lagslegur þroski, svo að þróunin verði farsælli að þessu Jeyti. Alþýðublaðið þakkar Alþýðusambandinu langa samferð og óskar því allra heilla á fimmtugsafmæl- inu. A fmæliskveðjur ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur notað fimmtugsafmæli Alþýðuflokksins sem tilefni til að líta yfir farinn veg, ræða atburði liðinna ára og reyna að benda á, hvað læra megi af reynslunni. Ekki er við að búast, að allir séu sammála þessum hugleiðingum, og vissulega væri ánægjulegt, ef þær leiddu til um- ræðna. Þjóðviljinn og Tíminn virðast una þessum af- m.ælisþönkum Alþýðublaðsins illa. í gær birtu bæði þessi blöð hinn versta skæting í garð Alþýðuflokks- ips, og var þó árás Þjóðviljans sýnu verri. Ritstjóri þéss blaðs, sem kallar sig Austra, hefur oft verið viðskotajllur í garð Alþýðuflokksins, en sjaldan eins og í þessari afmæliskveðju. Tímarnir breytast og njie'nninúr með, en komm.únistar hafa sýnilega ekk ert kerli Qg, engu gleymt. Skyldi þet.ta ekki emmj,tt vera -áúi^ða þess, að þeir eru margklofinn, hpign andi flokkur í dag? 4 12. -marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Draumur fólks og veruleiki ÞEBAR ÉG VAR BARN a« aldri var enginn ellistyrkur tii, engin sjúkrahjálp, engar fjölskyldúbæt ur, enginn öryrkjastyrkur, enginn stuðningur við húsnæðislaust fólk, engar slysabætur, engar dánarbæt ur( yfirleitt ekki nein þjóðfélags leg hjálp. Það var aðeins ein leið ef allt um þraut: að leita sveit arstyrks. Þá var það næstum því jafnmikið afbrot, að fara á sveit ina, og að stunda sauðaþjófnað. Munurinn var aðeins sá, að sauða þjófar voru dæmdir lögformlega en sveitarlimur var sviptur öll um mannréttindum án dóms og laga. GAMALMENNI voru fjölmenn í þeim hópi, en þar voru líka menn á góðum aldri, foreldtar með mikla ómegð og eða veikindi á öðru hvoru þeirra. Ekkjurnar voru margar og það fylgdi mannrétt indasviptingunni, að heimilunum var tvírtrað, börnin boðin niður en móðirin réðst í vinnumennsku með það yngsta eða tvö þau yngstu. Ég hef hlustað á þúsund sögur af ævi þessa fólks. ÞEGAR ÉG VAR BARN A« I aldri var verkalýðshreyfingin að , myndast. Vísir hennar ákaflega i veikur og smár. Allir helztu mátt- arstólpar þjóðfélagsins litu á hana sem félagsskap afbrotamanna og beittu hana vopnum samkvæmt þeirrj skoðun. Þeir sem gerðust svo djarfir að tala máli hennar varu sviptir vinnu, reikningum lokað í .verzlunum, jafnvel neitað að ferma börn þeirra. Þá var verkamaðurinn réttlaus og sjómað urinn og verkakonan, allir sem ekkj áttu fasteign. GEGN ÖLLU þessu reis Al- þýðuflokkurinn. Fyrir öllu þessu barðist íhaldið. Hann reis með fólkinu í baráttu þess fyrir nýj um tímum, breyttu þjóðfélagi, fyr ir mannréttindum, mannúð og líkn. Gegn ölium þessum baráttu málum barðist. íhaldið, gerði allt sem í bes« valdi stóð til bess að halda því ástandi, sem ríkt hafði En bað lét undan síga, Aibvðu flokkurinn ruddi leiðina, hinir urðu nauðugir viijugir að fyigja í slóðina. HVERS VEGNA? Vegna bess, að stefna Alþýðflokksins var stefna nýs tíma, sem var að koma yfir þjóðina. Vegna þess( áð Alþýðu flokkurinn túlkaði í einu og öllu drauma fólksins. Og þeir hlutu að sigra. Þetta er eins og ævintýri. Ég lief verið í Alþýðuflokknum í 47 ár af hálfrar aldar ævi hans, og ég hef haft tækifæri til þess að fylgjast mjög vel með. Draum arnir hafa rætzt og þróunin helij ur áfram.: Nú síðast taka allip flokkar einum rómi undir tillögu Alþýðuflokksins um líeyrissjóð handa öllum landsmönnum. ALÞÝÐUFLOKKURINN er ekki stór flokkur að höfðatölu, en han1* ’er stór og voldugur í sögunni og verður æ stærri eftir því sem tím ar líða. Maður spyr ekki að lokum að stærð fylkingarinnar heldur af rekum og starfi. Hann hefur orð- ið að ganga gegnum margvísleg ar þrengingar alveg eins og flest albýðuheimili, en hann hefur aldrei skort kiark eða framtak. Þeir sém hafa sundrað fylk- ingum hans, hafa alltaf haft rangt fyrir sér. Það sann- ar revnslan. S.iónarmið Alþýðu- flokksins hafa reynzt rétt í öllu Framhaid á 15. «íðu. Norourlandasiglingar mjs Heklu 1966 Frá Reykjavík 11/6 25/6 9/7 23/7 6/8 20/8 3/9 Til/frá Þóra|höfn. 13/6 27/6 11/7 25/7 8/8 22/8 5/9 Til-frá Bergen 14/6 28/6 12/7 26/7 9/8 23/8 6/9 Til Khöín 16/6 30/6 14/7 28/7 11/8 25/8 8/9 Frá Khöfn 17/6 1/7 15/7 29/7 12/8 26/8 9/9 Til/frá Kristansand 18/6 2/7 16/7 30/7 13/8 27/8 10/9 Til/frá Þórshöfn 20/6 4/7 18/7 1/8 15/8 29/8 12/9 Til Reykjavíkur 22/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 14/9 Umboðsmenn : C. K. Hansen, Amaliegade 35, Köbenhavn X. Símn. Hansen. Sími: Central 72. F. Reinhardt & Co., Venstre Strandgade 12, Kristiansand S. Sími. Hard. Sími: Central 15540. C. A. Gundersen A/S, Kjöbmandsstuen, Bryggen, Bergen. Símn. „Cagsped“. Sími: 17650. Hans Jakob Johannesen, Thorshvn. Símn. Ha'nsjacco. Sími: 1835. Athugið, hvort þessar ferðir ekki henta yður vegna fólks eða vöru- flutninga. Hringferðir mjs Esju sumarið 1966 Frá Reykjavík mi. 1/6. fö 10/6, má. 20/6, mi. 29/6, fö. 8/7, má. 18/7, mi. 27/7, fö. 5/8, má. 15/8, mi. 24/8, fö. 2/9, má. 12/9. Svo sem sjá má eru ferðir þessar á 9—10 daga fresti yfir sumarið, og tekur hver ca. 7 daga. Komið er á ca. 25 hafnir í hverri ferð og venjulega er boðin þátttaka í kynnisferðum upp á Fljótsdalshérað og Mývatnssiveit. Nefndar hringferðir veita óvenjulega góð tækifæri til kynna af landi og þjóð á skömmum tíma, og er það samróma álit flestra innlendra og erlendra farþega, sem reynt hafa. Skipaútgerð ríkisins REYKJAVÍK . Sími 17650

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.