Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 3
Myndir fró hófínu í Hótel Sögu i gærkvefdi Myndirnar á þessari síðu eru allar teknar á hinu velheppnaða hófi Alþýðuflokksfélaganna í gær, er þau fögnuðu fimmtíu ára afmæli flokks ins. Gestir flokksins voru þeir Peter Mohr Dam frá Færeyjum, Dinesen frá Noregi og Carthy frá Bretlandi. Keykjavík, EG. — SÍÐAN Alþýðuflokkurinn hóf baráttu sína fyrir réttum fimmtíu árum, hafa ótrúlega framfarír orðið í íslenzkum atvinnu og félagsmálum. Engan hefði þá órað fyrir, að jafnmikið mundi vinnast á hálfri öld. Á þessa leið mælti Gylfi Þ. Gíslason, mennta málaráðherra, varaformaður Alþýðuflokksins, í ræðu sinni í fimm- tíu ára afmælishófi flokksins að Hótel Sögu í gærkveldi. Var liófið geysifjölsótt, gestir eins margir og húsrúm frekast leyfði og fagnaðurinn . alla staði hinn ánægjulegasti. Veizlustjóri var Benedikt Gröndal alþingismaður og ritari Alþýðuflokksins. — Auðvitað er ekki, allt gott, sem síðan hefur gerzt Alþýðu- flokknum eða verkalýðshreyf- ingunni að þakka, sagði Gylfi ennfremur í ræðu sinni. Árangur- inn er fyrst og fremst að þakka sameiginlegu átaki allrar þjóðar- innar, allra stétta, lærðra og leikra, ungra og gamalla. En á engan mun þó hallað, þótt ég segi, að í sögunni af íslenzkum framförum af íslenzkum umbótum á síðustu fimmtíu árum, er þátt- ur Alþýðuflokksins glæsilegur. Þær eru furðulega margar hug- myndirnar um nýjar réttarbætur, auknar hagsbætur, meira öryggi, betri menningu, sem átt hafa upp- tök sín í Alþýðuflokknum, — og smám saman náð fram að ganga. Ræða Gylfa er birt í heild á öðrum stað hér f blaðinu í dag. Afmælishátíðin hófst með borð- haldi kl. 19,30 og voru borð eins mörg og rúmuðust í liúsinu, en eftir borðhaldið bættust allmarg- ir gestir við. Þarna var miðstjórn flokksins, framkvæmdastjórn, er- lendir gestir, fjöldi Alþýðuflokks- fólks úr Reykjavík og nærliggj- andi byggðarlögum og sömuleiðis flokksfólk utan af landi hingað komið til að sitja hátíðafund flokksstjórnar í tilefni afmælisins. í hófinu sungu einsöng og tví- söng óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðjónsson, einnig var almennur fjöldasöngur og sung in ættjarðarlög undir stjórn Guð- .mundar Jónssonar. Þá fluttu leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason gamanþátt, — og gerðu menn hinn bezta róm að. Eftir að skemmtiatriðum og borðhaldi lauk var dans stiginn til klukkan tvö eftir miðnætti. Eins og fyrr segir, fór þessi fyrsti hluti afmælishátíðarinnar mjög glæsilega fram, svo á betra var varla kosið. í dag hefst klukk- an 13,30 í Iðnó hátíðarfundur, þar sem Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráð- herra mun flytja aðalræðuna, er- lendir gestir munu flytja kveðjur, forseti SUJ, Sigurður Guðmunds- son flytur ávarp og flutt verða frumort ljóð. r , ) I I »• V ALÞÝÐUBLAÐIÐ1966 12. marz

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.