Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. marz 1986 - 46. árg. - 59. tbl. - VERÐ: 5 KR. Frá afmælishófimi í gærkveldi: Emil Jónsson og Albert Carthy. BJWWWtWmWVWWWWWWWWMWW MWWWVWWWWWWWWWWWMWWWM FYLGIRIT í TILEFNIAFMÆLISINS í DAG FYLGIR Alþýðublaðinu sérstakt rit í tilefhi af fimmtíu ára afmæli Alþýðuflokks- ins, sem er í dag. Ritið er í litlu broti, prentað á góðan pappír og frágangur allur hinn vand- aðasti. Efni þess eru greinar um Alþýðuflokk inn og málefni hans bæði fyrr og síðar. Höf- undar ritsins eru: Emil Jónsson, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Har- aldur Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Bene- dikt Gröndal og fleiri. Sitthvað fleira ^fni er í ritinu, sem er rækilega myndskreytt. .j r HMMUMMMMWMMMIMMMHMMUHMMV4 RWWWWWWiWMWVWVWWIWWM ALÞÝÐUFLOKKURINN og Alþýðusamband ís- lands eru 50 ára í dag. Stofnfundur þessara samtaka, sem voru þá ein og sama félagsheildin, var haldinn í Báruhúsinu í Reykjavík 12. marz, 1916. Sótu þann fund 22 fulltrúar frá sjö verkalýðsfélögum: Verkamannafélaginu Dagsbrún, Verkakvennafélaginu Framsókn, Hásetafélagi Reykjavíkur, Hinu íslenzka prentarafélagi, Bókbandssveinafélagi Reykjavíkur, Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði og Hásetafé lagi Hafnarfjarðar. Stofnfundur þessi hafði átt sér nokkurn aðdraganda. Haustið 1915 samþykktu reykvísku félögin fimm að skipa tvo menn hvert í nefnd til að undirbúa stofnun lands- samtaka verkalýðsfélaganna. Hélt nefndin allmarga fundi um vet- urinn. Það kom fram þegar í störfum þessarar undirbúningsnefndar, að henni var ætlað annað og meira en að undirbúa stofnun faglegs verkalýðssambands. í nóvember 1915 hófust innan nefndarinnar umræður um bæjarstjórnarkosn- ingar, sem fram undan voru í Reykjavík, og fór svo, að ,,sam- bandslaganefnd” ákvað að hafa lista í kjöri. Var kosið 31. jan- úar og vann listinn mikinn sigur og óvæntan, fékk þrjá menn kjörna, þá Jörund Brynjólfsson, Ágúst Jósefsson prentara og Kristján V. Guðmundsson verka- mann. Af þessu má ráða, að hreyfing- in var frá öndverðu tviþætt, enda þótt samtökin væru aðeins ein. Síðar var komið upp verlcamála- ráði og stjórnmálaráði innan Al- þýðusambandsins og 1930 var fjárhagur aðskilinn milli þessara deilda. Árið 1940 var loks skilið á milli og Alþýðusambandið varð hreint verkalýðssamband. en Al- þýðuflokkurinn hreinn stjórn- málaflokkur. í fyrstu stjórn Alþýðusam- bandsins voru þessir kjörnir: Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti, Ólafur Friðriksson, annar íorseti, Helgi Björnsson, gjaldkeri og Jón Baldvinsson, ritari. í vara- stjórn voru kjörnir: Þorleifur Gunnarsson, Jónas Jónsson frá Hriflu og Davíð Kristjár.sson. Á fyrsta fundinum var sam- þykkt svofelld tillaga: „Þeir, sem kosnir verða í stjórnina, mega á meðan þeir eiga saéti í stjórn ekki í neinu öðru pólitísku félagi vera.” Sýnir þessi samþykkt bet- ur en nokkuð annað, hvers konar samtök frumherjarnir voru að stofna. Framhald á 15. síðu Hátíðafundur í dag í DAG kl. 1,30 e. h. hefst hátíðarfund ur í Iðnó í tilefni af fimmtíu ára af- mæli Alþýðuflokksins. Dagskrá fundar ins verður á þessa leið: Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, flytur ræðu, Gunnar Eyjólfsson les upp. Ávörp erlendra gesta: Albert Carthy framkvæmdastjóri Alþjóðasambands jafnað armanna, Erling Dinesen, verkamála ráðherra Danmerkur og Peter Mohr Dam, formaður jafnaðarmannaflokks Færeyja. Sr. Sigurður Einarsson flyt- ur frumort Ijóð. Ávarp: Forseti Samhands ungra jafnaðarmanna, Sigurður Guðmundsson. Ragnar Jóhannesson cand. mag. flytur frumort ljóð. Emil, Dam, Dinesen, Carthy,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.