Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 8
ræðir við Jón Axel Pétursson ÞÁ VAR ENGIN VINNULÖGI Jón Axel Pétursson gegndi fyrstur starfi framkvæmda stjóra Alþýðuflokksins og' Al- þýðusambandsins, en hann hafði þetta starf með höndum frá 1936 til 1938. Þá hafði Jón verið formaður verkamálaráðs frá 1934, og hafði hann niikil afskipti af kjarabaráttunni í því starfi. Þetta voru ólgu'ím ar á ýmsan veg, og enn höfðu. ekki allir atvinnurekendur sætt sig við verkalýðsfélögin. Gekk því stundum á ýmsu eins og nærri má geta. ; — Verkamálaráð vár kosíð af’A-1 þýðusambandsþingi og var það jafnframt í stjórn Alþýðuflokks ins og Alþýðusambandsins, sagði Jón, er hann rifjaði upp ýmislegt frá þe sum árum í- samtali við Alþýðublaðið fyrir nokkrum dög um. Ráðið hafði með verkalýðs mál að gera, en á þessum tíma var verkalýðsfélögunum að fjölga mjög og verkafólk var að vakna til vitundar um samtakamátt sinn og aukin stétfarmeðvitund. var nú að koma til sögunnar. Oft von. erf iðar fæðingarhríðir hiá félögun”m og stundum var meira að seeía erfitt að fá skilning á því. að verkafólkið ætti rétt til bess að stofna félög til verndar hagsmun um sínum. Á þessu tímabili fjölgaði verka lýðsfélögunum ört og verkefnin júkust, og það varð ljóst fljót lega eftir 1934, að það gat ekki gengið að hafa ekki fastan starfs mánn til að veita forstöðu málum Alþýðuflokksins og verkalýðs- hrpyfingarinnar. Kosningarnar 1934 voru Alþýðu flokknum miög hagstæðar. og var það fyr.t og fremst vegna mál- efnalegs ágætis stefnu flokksins og eins vegna þess, að óhemju mik il vinna var lögð í að skipuleggja þéssar kosningar. meiri en nokkru sinni áður er mér óhætt að segja. Þrátt fyrir bennan góða kor-ninga sigur var ýmislegt, sem á bjátaði. F.iárhagsvandræði voru nokkur, og var megin orsök þess. að giöid in til flokksins. og sambandsins voþu alltof lág. Atvinnulevsi var og| bví ekki hægt um vik að hækka giÖldin. En hvað um bað. bá varð safnt úr. að ég tæki betta rtarf að; mér um skeið. bví út.ilokað var a3 nokkur maður gæti lengur sirint þessu eingöngu í tómstund um. imv’visfiTWiAR VINNUDEILUR -j- Hvað er þér minnisstæðast frá i bes-um árum? 4- Margt mætt; víst til tína. en starf hiitt var aðaliegá fólgið í því'að aðc+nða verkalýðsfélögin við lausn ýmissa vandamála, aðstoða við stofnun nýrra félaga, og hjálpa þeim eftir getu yfir erfiðasta hjall ann, og síðast en ekki sízt að stjórna vinnudeilum, — og þeim mörgum harðvítugum. — Þú hefur þá líklega ekki ver ið sérlega vel séður af öllum at vinnurekendum? — Aldeilis ekki. Það var líka hluti af starfi mínu að leitast við að hafa samband við flokksmenn og flokksfélög víða um landið, en sú hlið starfsins kann nú stund um að hafa mætt afgangi, því hitt -■vaFt'ífríáfrekt. Það er ekki rétt að segja, að starfið hafi verið tví skipt, því í rauninni miðaði þetta allt að því einu og sama, vexti og viðgangi Alþýðuflokksfns. Á þessum árum skeði ýmislegt sem maður aldrei gleymir. Til dæmis, þegar verið var að stofna verkalýðsfélag í Keflavík, garna deilunni við SÍS, Sogsdeilunni og vinnudeilu hú-gagnasmiða, sem stóð í fleiri mánuði. í Keflavík var barizt um það, hvort verkafólkið þar mætti stofna verkalýðsfélag eðg ekki. Keflvískt verkafólk taldi sig ekki aðeins hafa rétt til að stofna félag, lield ur skyldu, en atvinnurekendur voru á öðru máli. Gekk svo langt að forystumenn í sambandi við fé lagsstofnunina voru fluttir með valdi til Reykjavíkur af andstæð- ingum félagsstofnunarinnar. Og það einkennilega skeði, að söku- dólgarnir, sem stóðu fyrir þessum ofbeldisverkum, héldu beint á fund þáverandi dómsmálaráðherra Jónasar Jónssonar frá Hriflu, og í stað þess, að þeim væri stefnt fyrir lög og rétt, fengu þeir að halda leiðar sinnar eins og ekkert hcfði í skorizt. — Það var oft mikill vandi á höndum á þessum árum, því þá var engin vinnulöggjöf til, og rétt og skyldur urðu menn þá stund um að búa til eftir þvi, sem við átti á hverjum stað. Vöntun á vinnulöggjöf kom okk ur oft afar illa, einkum þegar í hlut áttu harðsvíraðir andstæðing ar. Það jók á erfiðleika okkar, að atvinnuleysi var víða og oft átti verkafólkið á hættu að missa vinnuria við það eitt að ganga í verkalýðsfélag. Ofhe'dinu, sem framið var í Kefla'ú’k. svaraði revkvísk albýða með því að setja bann á afgreiðslu varnings til Keflavíkur. Brautryðj endurnir, sem fluttir voru tll Jón Baldvinsson g 12. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Reykjavíkuj- með valdi, voru sum ir hverjir nýfluttir til Keflavík ur, og ekki fóru þeir allir suður aftur. Það var haft í hótunum við þá um að þeir yrðu ekki látnir í friði. Starf þeirra var mjög gagn legt og markaði tímamót. í Kefla vík var síðar stofnað öflugt verka lýðs- og sjómannafélag sem starf að hefur vel og verið samtökunum mikill styrkur frá upphafi. + GARNADEILAN OG SOGSDEILAN VIÐ HÖJGAARD & SCHULZ. Önnur söguleg vinnudeila, sem ég aldrei mun gleyma, var garna deiian svokallaða, og sló þá í rimmu milli SÍS annarsvegar og verkakvennafélag-ins Framsóknar hinsvegar. Konurnar í Framsókn dirfðust að fara fram á það við SÍS að fá samninga um kjörin í Garnastöðinni fyrir þær konur sem þar unnu. og að þær fengju greitt sania kaup og konurnar sem störfuðu hiá Kveldúlfi og AUiance os öðrnm stóratvinnurek endum hér í bænum. Eftir margra mánaða þóf og við ræður. sem ekki báru nokkurn árangur, var ákveðið að boða vinnu stöðvun í Garnactöðinni. Á þess um tímum var. öðruvíst litið á vinnustöðvanir. en nú er gert. Þá var þetta oftast kallað ofbeldi. eða eitthvað enn þá verra. og stundum var hægt að fá fólk til að vinna þrátt fyrir vinnustöðv unina. fólk. sem ekki skildi til- gang samtakanna og það værj í rauninni að vinna gegn siálfu sér með því að standa við hlið at- vinnurekandans. Það var svo einn skammdegis morgun eftir að vinnustöðvun hafði verið tilkynnt, að farið var inn í Garnastöð snemma morg uns. í fararbroddi voru verka- kvennafélagskonurnar. Þar man ég meðal annars eftir Jónfnu Jón atansdóttur, Jóhönnu Egilsdóttur Sigríði Ólafsdóttur, Herdísi Sím onardóttur og fleiri voru víst í hópnum. Karlmennirnir í liðinu voru Héðinn Valdimarsson, Sig- urður Ólaf=son og ég. Þegar við gengum þarna inn eftir var veð ur stillt, en fljúgandi hálka, svo við lá að maður skrikaði í hverju spori. Nú þegar við komum að húsinu þá voru þar allar dyr harðlæstar en talsvert af fólki var inni að vinna. Það kvisaðist næsta flótt, hvað þarna var að ?ke, og ekki leið á löngu þangað til þarna hafði drifið að fjölda fólks úr verkalýðs stétt. Man ég þar í 'hópnum cftir þeim Ólafi Friðrikssyni og Guð- jóni Benediktssyni. Þótt dyr væru læstar, kom umst við inn með því að leggjast sæmilega þungt á eina hurð, og þegar inn var komið, stöðvuðum við alla vinnu. Viðbrögð þeirra sem þarna réðu ríkjuny voru að kalla á lögregluna sér til aðstoð ar. Nokkrir lögregluþjónar komu á staðinn, en munu strax liafa gert sér ljóst, að við ofurefli var að etja og gerðu þeir því ekki nokk urn skapaðan hlut, heldur létu okkur með öllu afskiptalaus, þótt ef til villi hafi réttm-inn! ekki allur verið okkar megin eins og löggjöfinni var þá liátfað. Tilganginum náðum við. Fólk ið hætti áð vinna og fór heim. En áður en til þess kom. böfðum við nokkur lokazt inn; í húsinu, og þeir samherjar okkar, sem fyr ir utan biðu vissu ekki hvað okk ur leið. eða hver árangurinn hefði orðið. Þegar bá tók að lengja eft ir okkur, var brugðið á það ráð að brjóta glugga syðst í húsinu og þar fóru allmargir inn. Þeir von) farnir að halda, að við hefð um b”ðið lægri hlut, en svo var ekki. því vel fór á með okkur og þeim sem deilt var við þarna inni. Þessi liðsauki reyndist því óbarfur. Okkur bótti niiður að hafa valdið spiöllum, bví ávallt vakti fvrir okkur að vinna engin slík verk hvorki á mönnum né mannvirkjum. Okkur láðist að láta vaka yfir húsinu næstu nótt eftir að þetta skeði en þá um nóttina notuðu ein hverjir óþokkar tækifærið til að læðast inn í Garnastöðina, og skrúfa þar frá vatnskrönum svo að vatn flæddi um öll gólf. Varð af þessu nokkurt tjón, bæði á salti og ýmsu öðru. Þannig komu kommúnistar stundum á bakið á okkur í vinnudeilum og með þess um verkum gerðu þeir verkalýðs samtökin óvinsæl, því auðvitað var okkur kennt um allt saman. Samningar tókust svo um síðir í garnadeilunni fyrir forgöngu beztu manna úr Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, enda var augljóst mál, sem ekki hefði átt að þurfa að deila um, að fyrir- tæki SÍS greiddu verkafólki sama kaup og aðrir atvinnurekendur í Reykjavík. — Deilan við dönsku verktak ana. sem reisa skyldu orkuverið við Sogið var mjög harðvítug, en hún endaði með fullkomnum sigri verkalýðsfélaganna og hið erlcnda fyrirtæki varð að greiða verka- mönnum, iðnaðarmönnum og bíl- stjórum kaup eftir samningí, sem þar um var gerður. Vannst þar mikill sigur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.