Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.03.1966, Blaðsíða 7
ÞINGFLOKKUR Alþýðu- flokksins 1966 — Fremri röð, talið frá vinstri: — Benedikt Gröndal, 5. þing- niaður Vesturlandskjör- dæmis; Emil Jónsson, 2. þingmað- Ur Reykjaneskjördæmis; Gylfi Þ. Gíslason, 6. þingmaður Reykvík- !nga. — Aftari röð, frá vinstri: Sigurður Ingimundarson, 1. lands- kjörinn þingmaður; Eggert G. Þor- steinsson, 12. þingmaður Reyk- víkinga; Jón Þorsteinsson, 9. landskjörinn þingmaður; Birgir FSnnsson, 2. landskjörinn þing- maður og Friðjón Skarphéðins- son, 4. landskjörinn þingmaður. ÞING- FLOKKUR OG FRAM- I lT r " Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins 1966. — FremriJ röð, talið frá vinstri: Óskar Hallgrímsson, Eggertf G Þorsteinsson, formaður framkvæmdastjórnar; Jóna M. Guðjónsdóttir, Emil Jónsson. — Aftari röð, frá vinstri: Benedikt Gröndal, Jón Sigurðsson, Baldvin Jónsson, Erlendur Vilhjálmsson og Gylfi Þ. Gíslason. mmmmm :::: -- ><;:• ;-:••••,. ~ JAFNAÐARSTEFNA Framliald af 5. síðu bar undir. Hann raulaði þá vísuna sína nokkru hærra en venjulegt var, vaggaði dálítið meira út í hlið- arnar og var brosleitur út undir eyru. Líkt var farið sambúð hans við götustrákana. Það gekk sú saga um Hans, að þegar hann var nýorðinn vatnskarl, hefðu götustrákarnir farið að hfekkja hann og erta eins og hina vatnskarlana og vatnskerlingarn- ar. Þeir lcöstuðu í hann snjókúlum, heltu úr fötunum fyrir honum og kölluðu efíir honum ýms háðsyrði. Hans tók öllu þessu með mestu stillingu. Og einu sinni, þegar ertingarnar og fúkyrðin keyrðu fram úr hófi, sagði hann ofur rólega: „Þetta gerir ekkert til, blessuð börnin þurfa að leika sér”. Þó undarlegt kunni að virðast, sljákkaði í strákum, og smátt og smátt hættu þeir alveg að erta Hans gamla. Og eftir ekki alllangan tíma lcom þar, að það var skoðað hinn mesti ódrengskapur að gera nokkuð á hluta hans. Hitt kom oft fyrir, að hann væri tekinn til þess að koma sáttum eða stundarfriði á milli götustrákanna og hinna imtnskarlanna og vatnskerlinganna. Og þó hann hefði enga amtnumnsskipun til þessara starfa, varð honum þó meira ágengt en flestum sáttanefnd- armönnum mundi hafa orðið”. Svo mörg eru þa.u orð í sögunni. Hans Vöggur var olnbogabarn síns tíma. Hann var kaldur og hrjáður. En í sgl hans bjó sú hlýja, sú góðvild, sú samúð með mönnum og málleysingjum og sú elska til allra þeirra, er standa höllum fæti eða eru á villigötum, sem er innsti kjarni allra hugsjóna jafnaðarstefminnar. Vonandi á hvert nýtt ár'um alla framtíð eftir að færa íslenzkri þjóð nýjar framfarir, meiri velmegun, aukið réttlæti, glæstari menningu En allt á þetta þó að þjóna því, að maðurinn verði göfugri og farsælli en hann var. Þess vegna. verðvr sóknin fram á við að heyjast undir merkjum mannúðar og bræðralags, virðingar fyrir einstaklingnum, kærleika til alls, sem lifir. Þess vegna verðum við að læra af Hans Vögg, hugarþeli hans og hjartalagi. Við höfum sigrazt á eymdinni og armóðnum, sem setti svip á lífsbaráttu hans. En sig- urvonir okkar í eilífri baráttu fyrir frelsi og réttlæti eru tengdar því, að við tileinkum okkur þá afstöðu, sem setti svip sinn á sálarlif hans, — það hugarfar góðmldar og þann vilja til- samhjálpar, sem er aðals- merki sannrar og hreinnar jafnaðarstefnu. Megi gæfa íslenzkrar alþýðu, gjörvallrar íslenzkrar . þjóðar, reynast slík. að hún sæki á komandi árum fram undir slíku merki. Það er afmælisósk min til Alþýðuflokksins og allra Alþýðufloliksmanna, nú á hálfrar aldar afmæli flokksins, að honum megi auðn- ast að stuðla að því með stefnu sinni og starfi, að íslenzkt þjóðfélag, islenzkt þjóðlif beri í sívaxandi mæli srApmót. þessara hugsjóna. ALÞYBUBLAÐIÐ - 1966 12. marz

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.