Alþýðublaðið - 23.03.1966, Page 3

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. marz 1966 3_. Færeyingar landa síld á Eskifirði Eskifirði. — MB-GO. FÆREYSKA skipið Goðanes, | sem er 400 tonn að stærð, kom í nótt af síldarmiðunum við Fær- eyjar með 2300 tunnur af síld, sem fara í bræðslu í verksmiðjunni hér. Verksmiðjan fékk leyfi til að leigja færeysk skip til síldveiða til næstu mánaðamóta. Sk'ipstjórinn, sem héiti’r Ey- steinn Dalgaard,- segir að mikil síld sé um 40 mílur suðvébtuí af eyjunum, en veður hefur verið vont að undanförnu og ekki hægt að athafna sig við veiðarnar. Jón Kjartansson frá Eskifirði er á þess um slóðum, en hefur ekki fengið síld ennþá. ísborgin er hér að lesta efni í nýju síldarverksmiðjuna, en fram kvæmdir við hana ganga vel. Þá var Litlafellið væntanlegt í gær- kvölði til að taka 300 tonn af lýsi og er þá öll framteiðsla síðasta árs farin frá Eskifirði. Tvær myndir eftir Sölva Heigason boðnar upp SÆMUNDUR TÓMASSON, Spítalastíg 3, sem var formaður á einum teinæringnum frá Grindavík, sem bjargað var í þessu óveðri, hefur sent Slysa- varnafélagi íslands kr. 2.000.00, að gjöf til að minnast þessa at- burðar og í minningu og þakklæt- isskyni við Guðbjart Ólafsson fyrrverandi forseta Slysavarnafé- lagsins, sem bjargaði 38 sjómönn- um frá Grindavík þennan dag. Sæmundur hefur iðulega minnzt þessa atburðar með fjárgjöfum til Slysavarnafélagsins á undan- gengnum árum. í bréfi sem hann lét fylgja gjöfinni og dagsett er ,,í dag hefði Guðbjartur Ólafs- son orðið 77 ára. Tveimur dögum eftir afmælisdaginn hans, er hann 21. þ.m. segir liann m. a.: varð 27 ára, en við erum jafn- aldrar, þá bar fundum okkar fyrst saman. Þá var hann skipstjóri á Rutter „Ester” frá Reykjavík, en ég var formaður á tíu manna fari frá Grindavík. Fundum okkar bar fyrst saman 24. marz 1916 klukk- an 5 síðdegis þrjár sjómílur suð- austur af Reykjanesi í ofviðri með sjódrifi, byl og hörkufrosti í á- landsvindi, ég var sá þriðji í röð- inni, fjórða skipið kom strax á eftir mér. Við vorum 38 menn úr Grinda- vík, sem þá leituðum til hans í vanda okkar. Svo giftusamlega tókst til hjá Guðbjarti, og hinum ágætu mönnum hans, við þær svo mjög erfiðu aðstæður, að allir mennirnir komust um borð svo ekkert minnsta mein varð að, þó voru þarna menn á öllum aldrl frá 16—43 ára. Við dvöldum svo á Ester í rétta þrjá sólarhringa vegna veðurs. — Loks var okkur skilað til Grinda- víkur án þess að nokkuð yrði að, allir frískir og heilir á lífi og lim- um við heimkomuna. Það var dá- samlegt og mikið björgunarafrek, við þær mjög svo erfiðu aðstæður.; Við þessar aðstæður hófust kynni okkar jafnaldranna sem varð að' góðri vináttu meðan báðir lifðu. Að endingu vil ég svo þakka: Slysavarnafélaginu fyrir mikil óg gæfurík störf á liðnum árum óg óska því allra heilla og þlessunar' um alla framtíð.” * Stjórn Slysavarnafélags íslands'» sendir þessum aldna sjógarpi sín- j ar allra beztu þakklætiskveðjur' með þeim óskum að ævikvöldiðl verði hönum blítt og fagurt. í Ein af myndunum eftir Kjarval, Stapafell. Mynd in er máluð með vatnslitum og tússi á pappír. Reykjavík----EG. — Meirihlnti allsherjamefndar neðri deildar mælir með þvi, að frumvarpið um hægri handar akst ur verði samþykkt óbreytt, sagrffi Birgir Finnsson (A) er hann hafði framsögu fyrir meirihlutann við aðra nmræðu málsins í gær. Birgir reifgð; helztu efnisatriði málsins og sagði, að því lengur sem þessi breyting væri dregin því dýrári mundi hún verða okkur og sá skattur, sem leggja ætti á bifreiðaeigendur til að standa :straum af kostnaði gæti vart kall azt mikill eða þungbær. Skúli Guðmundsson (F) talaði af hálfu minnihluta nefndarinnar sem leggur til að ákvæðin um skatt til að stnnda straum af framkvæmdinni verði felld niður og styðii annars málið. Einn nefnd ar manna. Óskar Leví (S) var fjar HOTEL SAGA EKKISELD Á SÍÐASTA Búnaðarþingi, sem lauk 18. þessa mánaðar bar einn af þingfulltrúum upp þá tillögu, að samtök bænda seldu Hótel Sögu. Alþýðublaðinu hafa borizt yfir- lýsingar frá stjórn Stéttarsam- bands bænda og stjórn Búnaðarfé- lags íslands vegna þessarar til- lögu Búnaðarþingsfulltrúans. Þar sem báðar yfirlýsingarnar eru svo samhljóða verður látið duga að birta aðra þeirra, sem er svohljóff- andi: „Stjórn • Búnaðarfélags fslands leyfir sér hér með, að gefnu til- efni, að lýsa yfir því, að tillaga sú, sem borin var fram af einum búnaðarþingsfulltrúa á síðasta Búnaðarþingi, er lauk 18. þ. m. um sölu á Hótel Sögu, var flutt án Framhald á 15. síffu Stór fjárveiting vegna Vietnam WASHINGTON, 22. marz (NTB Reuter). — Öldungadeild Banda ríkjaþings samþykkti í dag meff 92 atkvæffum gegu tveimur 94 milljarffa dollara aukafjárveit- ingu vegna Vietnamstríffsins. Fénu verffur aff mestu leyti var iff til aff fjölga í herliði Banda ríkjamanna í Suffur-Vietnam, út vega fleiri vopn og reisa fleiri herstöffvar. Tæpur fjórðungur fjárveiting arinnar er hins vegar efnahags aðstoð, aðallega við Suður-Viet nam en einnig lönd S Rómönsku Framhald á 14. síffu yrði samþykkt. Aftakaveður á Akureyrí Akureyri. — GS. AFTAKAVEÐUR skall á hér á Akureyri um þrjú leytið í dag. og mestan hluta dagsins hefur verið iðulaus stórhríð og varla séð út úr augum. Lögregla varð að fylgja börnum heim úr skólum og færð á götum í bænum var orðin mjög slæm, því mikið hafði skafið í traðir. Hingað inn flúði einn>bátur, Stígandi, frá Ólafsfirði og einnig kom Björgvin frá Dalvík hingað vegna veðurofsa. Það slys varð í dag í hinni nýju kjötmiðstöð, sem KEA er að láta byggja, að planki féll i höfuð manni, sem þar var að vinna. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús, en meiðsli hans voru ókunn. Reykjavík — GO. Meðal mynda á listaverka uppboði Sigurðar Benediktsson ar, sem haldið verður á Hótel Sögu í dag eru tvær myndir eft ir Sölva Helgason. Á annarri þeirra eru tvær sjálfsmyndir og á hinni eru stafir og flúr. Á bakhlíð beggja myndanna eru ritsmíðar með hendi Sölva. Alls verða boðin upp um 50 listaverk, þar af 12 eftir Kjar val. Meðal þeirra er mjög stór mynd af Heklu, máluð árið 1947 — 1965. Myndin er 165x 276 sm. að stærð. Listamaður inn kallar hana heyþurrk eftir Heklugos. Ein vatnslitamynd eftir Ás grím Jónsson verður á uppboð inu^ og tvær olíumyndir eftir Þórarin B. Þorláksson Þá verður boðin upp stór sjávar mynd eftir Gunnlaug Scheving. Er hún 200 x 260 cm. að stærð og nefnist í vondum sjó. Alls verða boðnar upp mynd ir eftir 26 listamenn. Fyrir ut an þá sem fyrr eru nefndir eru meðal þeirra Jón Helga son biskup, Magnús Jónsson prófessor, Sverrir Haraldsson Jón Þorleifsson. Gunnlaugur Blöndal og Kristín Jónsdóttir. Myndimar eru til sýnis í dag til kl. 4 síðdegis, en uppboðið hefst kl. 5 . eMMHHHUMHHMMHMWMtHWMMIMtllMMWMIMWWMIHHMMMMMMMHHMMHHV. BJÖRGUNAR FJÖGURRA SKIPSHAFNA i í GRINDAVÍKURSJÓ MINNZT Á MORGUN

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.