Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 5
Árni Magnússon Fæddur 7. ágúst, 1886. — Dáinn 19. marz, 1966. í dag verður Árni Magnússon, bóndi í Landakoti í Sandgerði jarðsunginn frá Hvalsneskirkju. Árni var fæddur 7. ágúst, 1886. Foreldrar hans voru hjónin Magn- ús Eyjólfsson og kona hans Vilborg Berentsdóttir. Þau hjón Magnús og Vilborg bjuggu fyrst að Sól- heimum í Mýrdal, en þá jörð áttu þau að hálfu. Þaðan fluttu þau til Sandgerðis og settust að í bæ, sem Nýibær hét, með þeim kom sonur þeirra er Sigurður hét, en þrjú börn höfðu þau misst fyrir austan, áður en þau fluttu að Sandgerði. Sigurður sonur þeirra drukknaði nokkrum árum síðar. Eftir stutta veru í Nýjabæ fluttu þau Eyjólfur og Vilborg að Krókskoti í Sand- gerðishverfi og bjuggu þar til dauðadags, þar eignuðust þau 5 börn, sem öil náðu fullorðins aldri, og urðu velmetið dugnaðar fólk, af þeim var Árni elztur og eru nú eftir á lífi aðeins tvö af þeim systkinum, Berent bóndi í Krókskoti og Steinunn búsett í Reykjavík. Uppvaxtarár Árna liðu á svipað- an hátt og hjá öðru fátæku alþýðu- fólki á þeim tímum. Uppfræðsla og menntun af skornum skammti og áður en barnsskónum var slitið varð hver einstaklingur að taka þátt í störfum þeim, sem til féllu hverju sinni, til öflunar lífsviður- væris. Hugur Árna hneigðist fljótt að sjómennsku og barn að aldri byrj- aði hann að róa á opnum bátum og strax að lokinni fermingu réðist hann á fiskiskútu og tók sér það vandasama verk, að vera mat- sveinn og tókst honum að leysa það starf af hendi. Árni var rúmlega 14 ára gamall þegar faðir hans dó og stóð þá móð ir hans ein uppi með börnin og hefur eflaust litið döprum augum ,á framtíðina. Þá komu fyrst í ljós mannkostir Árna. Þá fann hin sorg mædda roskna velgerða heiðurs- kona að hún stóð ekki ein í bar- áttunni, þar sem sonurinn ungi stóð henni við liiið og fórnaði öll- um stundum til að létta byrðar hennar og oft mun hún hafa minnzt þess í sambandi við venzla fólk sitt, live annt hann lét sér um hana óg veitti henni þann stuðning sem nægði til þess að framfleyta heimilinu og ala upp börnin. Skömmu eftir andlát föður síns gerðist Árni formaður á áttæringi, sem móðir hans gerði út í félagi við Einar Sveinbjörnsson bónda Arni Magnússon. og útvegsmann í Sandgerði. Kom þá fljótt í ljós að Árni var góður aflamaður, lipur og hagsýnn stjórn ari. Útgerðin gekk vel og afkoma heimilisins var tryggð. Eftir að vélbátaútgerð hófst í Sandgerði tók Árni fljótlega að sér skipstjórn á vélbátum. Lánað- ist honum það einnig með ágætum. Hann aflaði vel og var að öðru leyti lánsamur skipstjóri. Það-var ekki á allra færi að stunda sjó á vetrar vertíðum frá Sandgerði á litlum bátum. Miðnessjórinn var þá ekki síður en nú hættulegur og ef eitthvað útaf bar á þeim slóðum var voðinn vís og fékk margur sjó- maðurinn á því að kenna. En Árni treysti á handleiðslu guðs og taldi sig á áþreifanlegan hátt hafa í ríkum mæli orðið hennar aðnjót- andi á þeim stundum sem liættur steðjuðu að og honum tókst með SKARPAR GEFA BEZTAR 1R óskiljanlegum hætti að forða skipi og mönnum frá bráðum voða. Árni var glæsimenni í sjón, hár og beinvaxinn, ljós yfirlitum með eldsnör augu, fjörmikill og lífs- glaður, frjálsmannlegur í fasi og framkomu. Talið var hér um slóðir að sá maður væri dauður, sem ekki gæti brosað í návist og félagsskap við Árna í Landakoti. Árni kvæntist konu að nafni Arndís Björnsdóttir og byrjuðu þau búskap í Flankastaðakoti í Mið neshreppi og bjuggu þau þar um skeið en síðar keyptu þau jörðina Landakot í Sandgerðishverfi og fluttu þangað. Þau byggðu þar myndarlegt og vandað íbúðarhús fyrir sig og börn sín. Áður en Árni kvæntist eignaðist hann eina dótt- ur, Sveinbjörgu að nafni. Hún er búsett í Reykjavík, gift Einari Eggertssyni. Árni og Arndís eignuðust 3 börn, sem öll komust til fullorðins ára: Sigurbjörn búsettan í Reykjavík. Magneu, sem giftist til Siglufjarð- ar, er nú látin og Arnar, sem drukknaði haustið 1940 með m.s. Eggert, sem fórst þá með öllum mannskap í Miðnessjó. Arndís kona Árna andaðist árið 1919. Var það að vonum mikið áfall fyrir Árna. Þá réði hann til sín konu, sem hét Sigríður Júlíana Magnús- dóttir, til þess að annast bú og börn. Kom brátt í ljós að þar hafði I Árni verið heppinn í vali og fór svo að þau giftust og bjuggu sam- an þar til Sigríður andaðist hinn 7. júlí 1961. Árni og Sigríður eign- uðust 6 börn: Bergljótu, sem dó á fyrsta ári. Ástu, búsetta í Kefla- vík, gift Bjarna Jónssyni trésmið. Óskar. skipstjóra búsettan í Landa- koti. kvær.tan Önnu Sigurðardótt- ur. Einar, flu.gmann og útgerðar- stjóra, búsettan í Reykjavík, kvænt an Maríu Bergmann. Sigríði bú- setta í Sandgeiði og Árna vél- stjóra búsettan i Landakoti, kvænt an Halldóru Þorvaldsdóttur. Eftir að Árni dró sig í hlé frá sjómennskunni stundaði liann landbúr.að. Hann ræktaði tún sitt og færði út. Fór vel með gripi sína og var sívakandi yfir velferð heimilisins. Árni var fróður mað- ur og minnugur. og í alla staði vel gefinn. Hann fylgdist vel meðlands málum og fagnaði öllum framför- um, sem gerðar voru. Þó alveg sérstaklega þeirri þróun, sem orð- ið hefir á sjávarútvegsmálum og öiyggismálum sjómanna. sem geislaði af andliti hans, þegar vélbáturinn ,,Árni Magnússon”, sem hann og börn hans létu smíða, renndi að byrEgiu í Sand'?erði í f.vrsta sinn, árið 1963. Þá sagði hann við mig. ,,Nú væri gaman að vera ungur”. Ég hygg að Árni hafi verið trú- aður maður og marka ég það af bví. að þegar Sandgerðiskauptún yar skinulant var gert ráð fvrir að kirkja yrði reist á einhverjum fegursta blettinum í túni lians. Bletti, sem hann hafði með eigin Frumháld á 10. síð'u. Heimsmeistari í prjónaskap Konan á niyndinni heitir Maria Landers og er liúsmóðir í Westfalen í Vestur-Þýzkalanni. Á einu ári hefur hún prjónaá' 320 peysur ásamt húfum. sokkum, vettlingum og fleiru. Hún hefur sem sagt prjónað úr eins miklu garni og sést í kring- um liana á myndinni, og með því hefur hún slegið' heimsmetið' í prjónaskap, sem enska liúsmóðirin Gvven Metthevvman átti. • • Klúbburinn Oruggur akstui stofnaður í Skaftafellssýslu SL. laugardag boðuðu Sam- vinnutryggingar til fundar i Gistihúsi Kaupfélags Skaftfell- iiiga að Vík í Mýrdal með þeim bifreiðaeigendum, sem höfðu hlot- ið viðurkenningu fyrirtækisins fyr ir öruggan akstur í 5 og 10 ár. Félagsmálafulltrúi trygginganna, Baldvin Þ. Kristjánssón, setti fund inn með ávarpi og kvaddi til fundarstjórnar Stefán Ármann Þórðarson, umboðsmann Sam- vinnutrygginga hjá kaupfélaginu, en fundarritari var Ragnar Þor- steinsson, bóndi á Höfðabrekku. Þorsteinn Bjarnason frá Aðal- skrifstofunni afhenti nýjum bif- reiðaeigendum viðurkenningar- merki fyrir öruggan akstur, en félagsmáiafulitrúinn hafði fram- | sögu um umferðaröryggismál og ! afskipti Samvir.r.utrygginga af I þeim. A0 loknum fjörugum um- "æðimi var stofnaður „Klúbbur- i inn Öruggur Akstur” í Vestur- ; Skafíafellssýslu með aðsetur í I Vík. Lög voru samþykkt og þess- ! ir menn kosnir í stjórn: Reynir Ragnarsson, bóndi að Reynisbrekku, formaður. Tómas Gíslason, bóndi á Mel- I iióR ritari. j Árni Jónsson, bóndi í Hrífu- I nesi, meðstjórnandi. I Varastjórn skipa: Böðvar Jónsson, bóndi í Norð- urhjáleigu. Óskar Jóhannesson, bóndi í ! Á.si, Dyrhólahreppi. Sigurður Gunnarsson, bifvéla- virki, Vík í Mýrdal. í fundarhléi voru frambornar kaffiveitingar í boði Samvinnu- trygginga, og að lokum var sýnd mjög athyglisverð umferðar-liB kvikmynd, sænsk. Áhugi og eindrægni ríkti a fundinum og gerðu fundarmenn sér góðar vonir um framtíðarstarf semi hins nýstofnaða klúbbs, og bentu á, að verkcfni væru ærin. Helga hæst í Reykjavík Reyk-javík. — GO. j ÞEIR bátar, sem leggja upp afla sinn í Vesturhöfninni i Reykjavík höfðu í gær fengið sanv tals 4388 tonn. Aflahæstur er Helga RE 49 með 463 tonn eftir 9 sjóferðir, þar næst kemur svo Ásþór með 348 tonn, Húni II. með 333,8 tonn, Svanur með 320,9 og Sigurvon með 316,8 tonn. Flébi bátar eru ekki með yfir 300 tonn. Tekið skal fram, að í heildar- tölunni er ekki talinn sá afli, söní veginn hefur verið á voginni yið gömlu verbúðabryggjurnar og ejckj er heldur reiknað með loðnu. 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. marz 1966 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.