Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 11
Haukar komu á óvart,
sigruðu Fram 20 :18
Valsmerm unnir KR 25:21
- en leikurinn var lélegur
ÞAU ÓVÆNTU úrslit urðu í .1
deild Islandsmótsins í handknatt-
leik í fyrrakvöld, að Haukar sigr-
uðu Reykjavíkurmeistara Fram
með 20 mörkum gegn 18 í mjög
skemmtilegum og spennandi leik.
Var sigur Hauka fyllilega verð-
skuldaður, þeir höfðu forystuna
viest allan leikinn og voru greini
lega sterkari aðilinn. Valur sigr-
aði KR með 25 mörkum gegn
21. Er nú augljóst, að fallbarátt-
an stendur milli KR og Ármanns
en Haukar og Valur eru úr fall-
hættu.
★ Haukar - Fram 20:18 (10:9).
Asgeir Þorsteinsson skoraði
fyrsta mark Hauka í leiknum viS
Fram og eftir 15 mínútur var stað-
an 4 gegn 1 fyrir Hafnarfjarðar-
liðið. Þegar tæpar tíu mínútur
voru fram að leikhléi var mun-
FH 7 6 0 1 156:140 12
Fram 8 6 0 2 211:172 12
Valur 8 4 0 4 190:202 8
Haukar 9 4 0 5 202:203 8
Árm. 7 2 0 5 163:187 4
KR 9 2 0 7 186:204 • 4
urinn fimm mörk, Haukum í vil
— 9 gegn 4.
Fram náði nú allgóðum leik-
kafla, Þorsteinn Björnsson varði
m. a. vítakast og Reykjavíkur-
meistararnir minnka bilið í eitt,
þegar dómarinn flautaði fyrri hálf
leik af — 10:9.
Síðari hálfleikur var geysilega
spennandi. Stefán Jónsson, hinn
snjalli línuspilari Hauka skoraði
fyrsta mark eftir hlé, en Fram
tókst þó fljótlega að jafna metin
— 12 gegn 12. Haukar náðu þó
aftur tveggja marka forskoti 15
gegn 13 en 8 mín. fýrir leikslok
iafnaði Fram og Gunnlaugur færði
Fram forystu úr vítakasti, 17:16.
Var nú almennt búizt við, að Fram
myndi tryggja sér sigurinn, en
það var öðru nær. Gunnlaugur
sendi boltann til Ásgeirs vegna
mistaka og hann jafnaði og Matt-
hías bætti öðru marlci við. Sigurð-
ur Einarsson jafnaði fyrir Fram
og spenningurinn náði hámarki.
“5+efán Jónsson átti síðasta orðið í
l.eiknum og skoraði tvö siðustu
mörkin og sigur Hauka, 20:18, var
staðreynd.
Lið Hauka sýndi ágætan leik.
Sérstaklega er línuspil liðsins á-
gætt. Stefán Jónsson vakti mikla
athygli, en einnig áttu Mattias
og Ásgeir góðan leik og Logi varði
mjög vel.
Hjá Fram voru Gunnlaugur og
Þorsteinn beztir, en Guðjón var
slappur, enda ekkert æft síðustu
vikurnar.
Dómari var Björn Kristjónsson.
★ Valur-KR 25:21 (13:17).
Valsmenn byrjuðu leikinn vel og
skoruðu þrjú fyrstu mörkin og síð-
an sást 5-1 fyrir Val. Jón Breið-
fjörð varði mjög vel í upphafi, en
Hermann skoraði fjögur af fimm
fyrstu mörkum fyrir Val. KR-ing-
ar minnkuðu muninn í 2 mörk um
tíma, en þegar nálgaðist hlé sýndu
Valsmenn mjöig góðan leik og
náðu sex marka forskoti,' 13:7.
Síðari liálfleikur var jafnari, en
sigur Vals var aldrei í verulegri
hættu og sex mín. fyrir leikslok
munaði aðeins þremur mörkum,
20 gegn 17. Valsmenn skoruðu þá
nokkur mörk og tryggðu sigurinn.
Leikur þessi var yfirleitt lélegur,
en sigur Vals verðskuldaður yfir
ósamstilltu og slöppu KR-Iiði, það
vantaði neistann í KR-liðið.
Dómari var Magnús Pétursson.
Firmakeppni í
badminton á
Akranesi í dag
FIRMAKEPPNI í badminton, sú
fyrsta í röðinni, fer fram á Akra-
nesi í dag og hefst kl. 15,30 í í-
þróttahúsinu: Mikill áhugi er fyrir
badminton á Akranesi og alls eru
20 fyrirtæki með í keppninni í
dag.
Skólamót í frjáls-
íþróttum á morgun
SKÓLAMÓTIÐ í frjálsum í-
þróttum 1966 fer fram í íþrótta-
húsi Háskólans á sunnudaginn. —
Þátttaka er mjög góð í mótinu eða
á 3. hundrað og mun aldrei hafa
verið svo mikil.
Mótið hefst kl. 2 á keppni sveina
og stúlkna, en kl. 4 keppa drengir,
unglingar og fullorðnir. í flokki
sveina og stúlkna eru 70 keppend-
ur í hvorum flokki, en á annað
hundrað í hinum flokkunum þrem-
ur.
Benedikt Jakobsson, aðalforustu
maður skólamótsins bað íþróttasíð-
una að koma þeim óskum til í-
þróttakennara nemendanna að
þeir komi til mótsins og aðstoði
við framkvæmd þess.
Ásgeir Þorsteinsson skorar fyrir Hauka, Gunnlaugur og Þorsteinn
eru til varnar.
Kaupmannahafnarliðið SISU
varð Danmerkurmeistari í
körfuknattleik 1966. ÍR-ingur-
inn Þorsteinn Hallgrímsson lék
með liðinu í vetur, en hann
dvelur ytra við verkfræðinám.
í Ekstrabladet nýlega er skýrt
frá því, að Þorsteinn sé bezti
maður liðsins og án hans hefði
SISU ekki orðið danskur meist
ari. Myndin hér til hliðar birt-
ist í blaðinu og segir í texta
hennar m. a. að Hallgrímsson
sér hér í fullkomnu, já næstum
ótrúlega fullkomnu jafnvægi.
Fingur hans snerti körfuna, en
boltinn sé á leið niður eins og
þroskaður ávöxtur.
MtMHMMtHWMMMMtMMMtMWMWWIMHMMMHtUUUHt
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 26. marz 1966