Alþýðublaðið - 06.04.1966, Qupperneq 10
j
I'
í
i
J
I
i
I
t
k
}
é
OPNA
Framhald úr opnu.
geðsjúklings. Sannleikurinn er sá
að vísu, að kærleikur nánustu ást
vina er að jafnaði svo mikill, að
þeir taka þetta að sér fram í
rauðan dauðann. Og jafnan er
skáldað í því hráksvaldinu, að ein
hverjir séu til, sem séu fúsir til
að taka á sig byrðarnar og fórna
sjálfum sér, lífi og kröftum.
SYND OG SJÚKDÓMUR.
Sjálfsagt eru allir sammála um,
að ofdrykkjan sé bæði synd og
sjúkdómur, — raunar ekki eini
sjúkdómurinn, sem orsakast af
syndum mannanna, ef út í það er
farið, en engu auðveldari við-
fangs fyrir það. — jafnvel þeir
menn. sem viiia umfram allt hafa
vín sem víðast á boðstólnum, og
sem flestar tegundir, og svo auð
velt að fá það sem mögulegt er,
— þeir láta í ljósi áhuga á því, að
eitthvað sé gert fvrir þá Vesalinga
sem orðið hafa snillineunni að bráð
Þessir raerm, bar á meðal margir
sómamenn á almennan mælikvarða
eru eins og stríðsmannaflokkur.
sem lesrgur jarðsnrengjur á akra
og enai, en hefir þó ekkert á
móti því að Rauði krossinn líkni
þeim. sem saerast, ef heir eru
þá ekki að fulln sundirtættir. Kn
þessir ágætu menn virðast aldrei
geta séð. að bað sem beir kalla
hófdrvkkiu eigi neinn bátt í því
að fiöbra ofdrvVkiocíúklingum í
landinu. Þvert á móti hafa allar
ráðstafanir. sem gerðar bafa ver
ið af hálfu bessara manna til að
hafa áfengi á boðstólum. — verið
gerðar til að „ráða bót á böli
di-ykkiuskaparins.“ Á bernzkuár
um mínum var áfengisbann á ís
landi, sama sem ekkert drukkið
en fáeinir menn reyndu að brugga
áfengi með mjög frumstæðum tækj
um og aðfeyðum. Dálítið var smygl
að. Þá sögðu hófdrykkju-postularn
ir: ..Þetta heimabrugg er óhollt,
og það er miklu betra fyrir þjóð
ina að fá hin léttu spönsku borð
vín. Þá hætta menn að smygla
og af þeim verður enginn fullur.
Þeir fengu spönsku vínin. Eftir
dálítinn tima kvað við sama hróp
ið og áður: „Þetta er óhoUt fyrir
heilsu þjóðarinnar. Menn þamba
þessi léttu vín sér til óbóta. Ef
vínin væru dálítið sterkari, kæmi
engum í hug að drekka nema lít
ið eitt í einu.“ Svo komu sterku
vínin, og viti menn heimabruggið
sem falið var fyrrum í fjóshaugun
um, það er að vísu horfið en það
liggur við að það þurfi að rífa
innan úr haffærum skipum til
að hafa hendur i hári hetjunnar,
sem af hafinu kemur, — og get
ur ekki lifað heiðarlega af laun
um sínum, þegar á land er stigið.
En hinar fornu hugsjónir vín-
dýrkunar lifa enn, og jafnvel inni
á hinu háa Alþingi eru menn að
ráðgera að bæta nú úr áfengis-
vandræðunum með því að fram-
leiða áfengt öl ofan á allt, sem
fyrir er. Og ef ég á að segja eins
og er, held ég að þessum háttvirtu
alþingism önnum sé alveg óhætt að
samþykkja hvað scm er í þessu
tilliti, þvi að vesaldómur almenn
ings gatgnvart stjórnmálaflokkun
um er orðinn svo mikill, að fólkið
kýs hvað sem flokksstjórnirnar
rétta að þeim. Og það verffa víst
ekki margir, sem verða látnir
gjalda þess eða njóta við kosn
ingarnar, hvaffa afstöffu þeir hafa
í bindindismálum. Ég man þá tíð
að almenningsálitið á íslandi var
orðið svo eindregið með vín-
bindindi, að meira segja snobbar
arnir voru farnir að vilja vera
þ'eim megin. En snobbararnir eru
svo sem kunnugt er, eins konar
veðurvitar gagnvart straumum og
stefnum. — Þeir finna á sér, hvaða
málstaður á sem stendur sterkust
ítök í þjóðinni. Og það er mis
HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA
Fæst í næstu búð
Salt
CEREBOSf
HANDHÆGU BLÁU
DÓSUNUM.
skilningur, ef fólk heldur, að
æskan sé sekust og hana megi
dæma harðast. Það eru ekki ungl
ingarnir, sem stjórna borðsiðum í
veizlum hér í Reykjavík, — en
það er blindur maður, sem ekki
kemur auga á, að í samkvæmislíf
inu erum vér bindindismenn
hreint og beint taldir undirmáls-
fólk. Það kemur fyrir, að gestur
sem er bindindismaður, verður að
gera eitt af tvennu, að ganga eft
ir því sjálfur að fá eitthvað óá-
fengt og drekka eða fara neim, án
þess að fá nokkrar góðgerðir í
veizlunni, sem honum var boðið í
með miklum tignarbrag. Og þegar
ég lít yfir farinn veg, liðinna ára,
allt frá mínum bernskudögum^ er
það ef til vill eitt, sem stingur mig
meira en flest annað. Það eru
mennirnir, sem eitt sinn voru ung
ir, og áttu eld hugsjónanna, —
vilja til að skipa sér ákveðið og
eindregið í flokk bindindismanna
en hafa með fullorðnisárunum svik
ið sínar æskuhugsjónir, hrotið
bindindisheit sín, og geta ekki
stillt sig um að dindlast aftan í
höfðingjum bófdrykkjunnar.
Þessir menn eru fínt fólk, aldr
ei skágengnir. Þeir eru margir fyr
irmyndarmenn, enda| eru þetta
mennirnir sem æskan tekur til
fyrirmyndar, þegar byrjað er að
drekka.
HELVÍTI ALLT í
KRING.
ekki aðeins grátur hinna seku,
heldur flæða tár saklausra barna
og umkomulítilla gamalmcnna.
Ég veit vel, að mikill fjöldi vín
manna getur sagt sem svo, að það
sé svo sjaldan, sem þeir neyti
víns, að þeir geti ekki talið sína
eigin víndýrkun skaðlega fyrir
þjóðina. En þeir þurfa ekki allir
að vera stórir, gígarnir, sem spúa
eidinum yfir byggðir landsins, né
heldur þurfa þeir að gjósa dag
lega til að eyðileggja svo mikið
af grænum engjum, að marga
mannsaldra þurfi til að rækta að
nýju. Kæmir Þú að brennandi
húsi; myndir þú talinn sekur, þótt
þú gerðir ekki nema að kasta
einum litlum hrandi inn í bálið
H1 að auka bað eða halda bví við.
Og þeir eru raunar til, sem ættu
að þakka guði fyrir, að þeir eru
ekki meiri áhrifamenn en beir eru.
En enginn mun samt vera svo
aumur að hann hlióti ekki að
bera einhverja ábyrgð á því, hvort
lífið er meðbræðrum hans himna
ríki eða helvíti. Fordæmið hefir
ávallt eitthvað að segja. Þess
vegna er rétt að íhuga eina ritn
ineargrein enn, sem giidi hefur í
þessu sambandi. Þegar Páll post
uli skrifaði söfnuðinum í Róma
borg, vissi hann, að sumt fólk
innan safnaðarins taldj kjöt van
öeilagt, ef það var af fórnardýrum
hinn heiðnu mustera. Páll sagði
að guðs ríki væri ekki matur og
drykkur, heldur réttlæti, friður og
fögnuður í heilögum anda. En liann
vildi samt að menn tækju tillit
til annarra. „Það er rétt að eta
hvorki kjöt né drekka vín né
ffjöra neitt, sem bróðir þinn stei(
ir sig á" (Róm. 14, 21.) Hér er
það andi kærleikans, sem á að
segja fyrir verkum. Segjum, að
þú sjálfur getir drukkið vín, án
þess að þér verði meint af. En er
til of mikils mælst, að þú takir
tillit til allra hinna mörgu, sem
eru veikir fyrir. og gerr-t bintl
indismaður þeii'ra vegna. Því að
sá einn, sem er alger b!ndindis-
maður, er í þeirri aðstöðu, að
enginn drekkur áfengi að hans
fordæmi. Fyrir því þarf lífið ekki
að verða snauðara að gleði, held
ur þvert á móti. Sálmar og lof
söngvar í hiörtum mannanna og
þökkin til guSs verður síður en
svo minni. Anðvitað á hað einnig
við um oss hindindismpnn. að guðs
ríki er eklci matur og drvkkur, og
guðsríki er ekki heldur fullkom
ið í o~s, þó að vér höfnum áfong
um drykkium. En guðsríkið er
réttlæti, eleði. friður og fögnuð
ur i heilögum anda. — og þar á
því einnig að vera tillit til þeirra
mörgu, sem eru í hættu staddir
vesna áfene:síns hara wnhyggju-
fvrir þeim sem lifa — Að minnsta
kosti ættum vpr að hlnsta í ein
lægni á orð textans: . Verið því
ekki óskvnsamír. hpid’ir reynið
að skiija, hver sé vilji Drottins."
Amcn.
Kæru vinir — p- bott-> ofstæki.
Eru sjónarmið mín of einstreng
ingsleg, of þröng? Þekki ég ef
til vill mannlífið of lítið til þess
»ð eeta dæmt um þetta? Er svona
mikil alvara á ferðum í raun og
vera? Mið langar ekki til að hafa
nokkurn mann fyrir rangri sök
En ég er ekki sá eini, sem hefi
tækifæri til að horfa á bálköst
kvalanna loga allt í kringum oss
í þessu landi, og í þessum bæ.
Meistari Jón var gjarn á að hóta
tilheyrendum sínum helvíti og
kvölum annars heims. Það kemur
mér ekki í hug að gera. En ég hið
yður að líta í kringum yður og
sjá, hvernig helvíti brennur allt
í krinsrum yður, hér á jörðinni,
í hví umhverfi, sem vér höfum
fyrir augum vorum daglega. Hér
er bæði grátur og gnírtran tanna,
HÍP Sigtún HÍP
Árshátíðin er í kvöld kl. 8,30
Dansað til kl. 2
$
Hljómsveit Hauks Morthens,
Matur framr. frá kl. 7. Matargestir ga'nga
fyrir. með borðpantanir.
Fjölmennið. Nefmdin.
1,0 6. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ