Alþýðublaðið - 13.04.1966, Side 8
að 200 landskikum, og hefur ver-
ið stefnt að því að flytja hinar
11 milljónir þeldökkra «4 nna,
sem í Suður-Afríku búa, til þess-
ara afm'örkuðu svæða, sem eru
aðeins 13% af flatarmáli lands-
ins. Að öðru leyti skuli landið
vera algerlega á valdi hvítra
manna.
★ SULTARLAUN
Til þessa hefur þriðjungi allra
þeldökkra íbúa Suður-Afríku ver
ið komið fyrir á hinum afmörkuðu
svæðum, en þar er aðeins 32%
alls jarðnæðis ræktanlegt. Land-
búnaðurinn er eini atvinnuvegur
inn, sem hægt er að stunda á
þessum |landskikum. Þar er eng-
inn iðnúður og fjárfestingar rík-
isins nona aðeins 120 milljónum
króna ájári. Hins vegar nema fjár
festinear ríkisins á vfirráðasvæð-
um hvífra manna 750 milljónum
króna á ári.
Árslaón meðalfjölskvldu á svæð
um blökkumanna nema 4800 krón-
um samkvæmt opinberum, suður-
afrískum skýrslum. Þetta er 2.040
krónum minna en áætlað er að
meðalfiölskylda þurfi til að flevta
fram lífinu. Og auk þess. fæst um
það bil helmingur tekna meðal-
Svörtu blettirnir á kortinu sýna þau svæði, sem hvíti minni-
hlutinn hefur úthlutað svarta meirihlutanum. Þetta eru einhver fá-
tækustu landbúnaðarsvæði Suður-Afríku.
fjölskyldu með því, að einn eða
fleiri fjölskyldumeðlimir yfirgefa
fjölskylduna og fá sér atvinnu á
yfirráðasvæði hvítu íbúanna.
Verkamenn frá svæðum blökku
manna og þeir tveir þriðju hlutar
innfæddu íbúanna, sem ekki rúm
ast fyrir á hinum ómerkilegu
land kikum, sem stjórnin úthlutar
blökkumönnum, búa við sífellda
kúgun lögreglunnar á yfirráða-
svæði hvítu íbúanna.
★ FRÁSÖGN SJÓNARVOTTS
Hér fer á eftir lýsing frá suður-
afrísku fangelsi. Fangelsin eru sí
fellt fyllt með innfæddum mönn
um. Á einu ári voru 384 þús. inn-
fæddir dæmdir fyrir það eitt að
brjóta „vegabréfslögin“ svoköll-
uðu. Frásögnin er eftir hvítan
andstæðing st.iórnarinnar, sem
fangelsaður var af pólitískum á-
stæðum:
— Föstudaginn 15. júní 1962
kom ég inn í skrifstofuna í North
End-fangelsi i Port Elisabeth. Ég
sá lítinn. horaðan bú~kmann
standa holdvotan í stuttbuxum og
rauðri skyrtu. Hann skalf af kulda.
Caasens fangavörður skipaði hon
um að fá sér kalt steypibað. Ég
spurðí einn af afrísku föngunum
hvað komið hefði fyrir. Hann sagði
að þetta væri í fjórða sinn sem
fangavörðurinn skipaði manninum
að fá sér steypibað utandyra í
kuldanum, án þess að fá honum
nokkuð til að þurrka sér með, og
létj hann síðan standa hríðskjálf-
andi í votum fötunum í skrifstof-
unni. Að stundarfjórðungi liðn-
um stóð Claasens á fætur. lamdi
hann af alefli í magann svo að
hann hneig niður. Hann þreif
hann á fætur og barði hann
hvað eftir annað í andlitið. Ann
ar fangavörður sat við skrifborð
og hló. Á gólfinu stóð fata með
skítugu vatni, sem gólfið hafði
verið þvegið með. Claaessens hélt
í fasturna á litla manninum og
dýfði höfðinu niður í fötuna. Síð
an dró hann hann upp aftur. setti
hann á stól og lét sem hann ætl-
aði að yfirheyra hann
Hinir réttlausu í Suður-Afríku
verða að þola pyntingar og morð.
Ef skotvopn finnst í fórum svert
ingja er honum hegnt með lífláti.
Hvítir menn mega fá sér öll vopn,
sem þá langar í.
Aðskilnaður kynþáttanna hefst með börnun um. Bekkir eru aðeins fyrir hvíta.
KASTLJÓS
HEILÞJOD
„EXNKAGATA - AÐGANGUIt
BANNAÐUR," stóð á skilti, sem
Barnard bóndi hafði komið fyrir
á veginum sem lá framhjá bæ
hans. Simon Thakisi lét sem
hann sæi ekki skiltið og gekk eftir
götunni. En honum hefndist
grimmilega fyrir þessa yfirsjón
sína. Barnard bóndi sá til hans,
skipaði honum að nema staðar,
réðist á hann með höggum og
barsmíðum svo að hann féll í göt
!una og sparkaði í hann hvað eft
ir annað unz hann gaf upp önd
ina. Síðan fleygði Barnhard bóndi
Jíkinu í Virginíufljót. Simon Tha
kisi var fjórtán ára gamall.
Virginíufljót rennur gegnum
!Óraníuhérað í Suður-Afríku. Á
skiltinu við götu Barnards bónda
stóð sem sé, að einungis þeldökk
um mönnum væri bannaður að-
gangur. Simon Thakisi var þel-
dökkur.
Ýmsir mundu segja, að Barn-
ard bóndi væri geðveikur. En
(hann er eins andlega heilbrigður
og nágrannar hans og landar, hin
ir hvítu íbúar Suður-Afríku. Þetta
geta menn séð svart á hvítu í
réttarbók.
Barnard bóndi var nefnilega
leiddur fyrir rétt, gefið að sök að
hafa ráðið Simon Thakisi bana,
og hann var dæmdur. Dómur landa
hans var 3.000 króna sekt.
★ GEÐVEIKI?
Þannig er mannslífið metið und
ir apartheid-kerfinu, sem hvítir
menn í Suður-Afríku hafa komið
á. Það er engu líkara en að heil
þjóð sé vitfirrt.
Stundum brýzt geðveiki fram
þegar sjúklingurinn kiknar undir
ytra álagi. Dæmi þessa má finna
í sögunni. Á árunum eftir heims
styrjöldina fyrri kiknuðu Þjóðverj
ar undir hinni ægilegu neyð, sem
fylgdi í kjölfar hins mikla hildar-
leiks. Afleiðingin varð sú, að vit-
firringurinn Hitler komst til
valda og skipulagðar ofsóknir
voru hafnar gegn Gyðingum.
Franska stjórnarbyltingin, sem var
upphafið á sigurgöngu lýðræðis-
íns í Evrópu, brauzt út eftir margra
ára kúgun aðal= og konungs svo
að hún breyttist í gengdarlaus
morð.
I .Álagið sem hinir hvítu íbúar
S-Afríku eru að kikna undir á
þinnig rót sína að rekja til bvlt-
ingar, bvltingarinnar í Afríku.
Jafnréttishugsiónin hefur ger-
breytt Afríkukortinu. Gamlar ný
Aðskilnaður kynþáttanna hefst
með börnunum. Blökkumennirnir
eru bak við gaddavír.
lendur urðu að nýjum ríkjum,
næstum því í hverjum mánuði.
En í Suður-Afríku bjuggu 3
milljónir hvítra manna, sem höfðu
byggt tilveru sína á því að arð-
ræna 11 milljónir þeldökkra íbúa
landsins og gert það svo lengi að
þeir gátu ekki hugcað sér að
flytjast til ættlandsins — því að
Suður-Afríka var þeirra eina heim
ili. Þörfin á að arðræna svertingj
ana hafði aukizt hröðum skref-
um: Iðnaðurinn blómgaðist, en á-
stæðan til þess var sú að hann
gat fengið vinnuafl, sem greitt var
sultarkaup.
Kröfurnar um frelsi og jafnrétti
mættu gífurlegri andspyrnu. Ný
,,herraþjóð“ varð til. Apartheid —
aðskilnaður kynþáttanna — varð
kjörorðið. Reynt hefur verið að
hrinda þes'ari stefnu í fram-
kvæmd allar götur síðan 1950. Og
neyðin í Suður-Afríku hefur sí-
fellt aukizt.
í fljótu bragðí virðist apartheid
vera sakleysislegt hugtak. Því er
haldið fram, að þar sem menning
hvítra manna og svartra sé svo
gerólík geti þeir ekki lifað hlið
við hlið og þess vegna verði kyn
þættirnir að lifa á aðskildum
svæðum.
En hvemig er þetta í reynd?
Svertingjum hefur verið úthlut
3 13. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ