Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir siá'asfliána nótf SAIGON. — Herforingjastjórnin í Saigon lét í gær undan kröfum búddai rúarmanna og féllst á a« lialda frjálsar kosningar til ftjórnlaga þings innan þriggja til fimm mánaða, en ekki hefur verið ákveðið hvenær herforingjastjórnin fer frá völdum. Leið togar búddatrúarmanna í Saigon liafa fagnað ákvörðun stjórnar- ínnar og miklar kröfugöngur, sem boðaðar höfðu verið í borginni í gær breyttust í sigurgöngu. En vafasamt er talið hvort búdda- trúarmenn í Dan Nang og Hué telji stjórnina hafa gengið nógu langi. Þeir vílja að stjórnin segi af sér eins fljótt og auðið er. BAGDAÐ: — Útgöngubann rikti í Bagdad í gær og yfir- \'öldin í írak fyrirskipuðu þjóðarsorg í einn mánuð vegna frá- falls Adul Salem Arifs forseta, sem týndi lífi þegar þyrla hans hrapaði í giiurlegum sandstormi skammt frá bænum Basra í fyrrakvöld. Abdul Kaham Al-Bazzas forsætisráðherra gegnir for- setastörfum unz nýr forseti hefur verið kosinn. BEIRA: — Hafnarstjórinn í Beira lagði hald á olíuflutn- ingaskipið „Joanna V”, sem nú er ríkisfangslaust, fyrir hönd Þortúgölsku stjórnarinnar í gær. „Joanna V” var upphaflega grískt skip, en fyrir nokkrum dögum var það skrásett í Panama og í fyrradag svipti Panamastjórn skipið skrásetningarnúmeri sínu þar eð Iþað reyndi að rjúfa olíubannið á Rliodesíu. Góðar heimildir í Prctoria herma, að „Manuella” fari sennilega frá Durban til Rotíerdam á morgun með olíufarm sinn, sem talið var a@ ætti að fara til Rhodesíu. f PARÍ3: — Hinn vinstrisinnaði stjórnarandstöðuleiðtogi Ftancois Mitterand gagnrýndi NATO-stefnu de Gaulles forseta þingi í gær. Hann játaði, að þörf væri á vissum breytingum í\ skipuiagi NATO eftir 17 ára feril, en franska stjórnin hefði kom- íð eínræðislega fram og ekki bent á aðra stefnu. Hann neitaði |jvii að sameiginlegar varnir væru hættulegar á friðartímum og kailaði NATO-stefnu stjórnarinnar „Maginotlínu franska kjarn- ftrkúheraflans. HELSINGFORS: — Stjórn borgarflokkanna undir forystu íohannesar Vo.olainens afhenti lausnarbeiðni sína í gær og þegar :|nngið hafði kosið leiðtoga jafnaðarmanna, Rafael Paasio þingfor- Beta, hófust viðræður um stjórnarmyndun fyrir alvöru. Stjórn Virclainens situr áfram við völd til bráðabirgða. NAIRCJBI: — Varaforseti Kenya, Odinga Odinga, liefur fcagt sig úr stjórnarflokknum, KANU. Hann hefur átt í deilum við ICenyatta forseta og a@ra ráðherra stjórnarinnar. Nýlega var hann eviptur varaforsetastarfi í KANU. MOSKVU: — Fyrrverandi aðalfulltrúi Rússa á afvopnunar- ♦'áðstefnunni ? Genf Semjon Tsarapkin verður bráðlega skipaður eeúdiherra í Vestur-Þýzkalandi samkvæmt góðum heimildum. Hann Íekur við af Aodrei Smirnov. PEKING: — „Alþýðudagblaðið” sagði í gær, að ný endur- Rkpðunarhreyfing kunni a@ rísa upp meðal menntamanna i Kína ftg fá lykilaðstöðu í stjórn ríkisins eins og uppi var á teningnum ( Sóvétríkjunum í valdatíð Krústjovs STOKKHÓLMI: — Felix von Lucner, sem kallaður var „sædjöfullinn”, lézt í Málmey í fyrradag, 85 ára að aldri Áref íraksfor fórst í flugslysi Bagdad, 14 apríl (Ntb-Reuter) Útgöngubann ríkti í Bagdad í dag og yjirvöldin í írak fyrirskip- uðu þjóðarsorg í einn mánuð ve.gna fráfalls Abdul Salams Ar- efs forseta, sem týndi lífínu þegar þyrla hans hrapaði í gífurlegum sandstormi skammt frá bænum Basra í gærkvöldi. Ellefu manns biðu bana í flug- slysinu, þeirra á meðal innanrík- isráðherann, Latif Al-Darraji hers- höfðingi, Mastapha Abdullah iðn- aðarmálaráðherra og landsstjórinn í Baby-héraði. Þeir voru í eftirlits ferð á Basra-svæðinu og þyrla þeirra var nýlögð af stað frá þorp- inu Al-Ournah þegar fárviðri skall á. Nokkrum mínútum síðar til- kynnti flugmaðurinn að hann sæi ekki út úr þyrlunni. Eftir það heyrðist ekkert frá þyrlunni. Tvær aðrar þyrlur, sem voru í fylgd með forsetanum, komust aftur til A1 Qurnah. í tilkynningu frá stjórninni seg ir, að Abdul Raham Al-Bazzas for sætisráðherra muni gegna störf- um forsetans unz nýr þjóðhöfðingi hefur verið kosinn Samkvæmt stjórnarskrá íraks á að kjósa nýjan forseta innan sjö daga og verður hann að hljóta tvo þriðju atkvæða í stjórninni og þjóðvarnarráðinu. Arif forseti var 45 ára gamall og atvinnuhermaður. Hann gat sér góðan orðstír í Palestínustríðinu Abdul Salam Arif 1948 þegar hann stjórnaði vel- heppnaðri herferð íraksmanna gegn hersveitum ísraelsmanna. Hann var einn helzti forvígismað- Framhald á 15. síðu. Góður af li við Breiðafiörð Ólafsvík — ÓÁ — GbG. „Þeir skemmta sér í Röstinni“,‘ segir fréttamaður okkar i Ólafs vík, um leið og hann minnir á, að nafnið geti bæði átt við skemmtistað einn ágætan fyrir mannfólklð, auk hins gamalkunna samkomustaðar þorska og annarra góðfiska í Brúninni. Og víst hefur verið fjör í Brún inni að undanförnu, svo og víð Mitterand gagn rýnir de Gaulle París , 14. apríl (Ntb-Reuter) Hinn vinstrisinnaði stjórnárand- stöðuleiðt.ogi, Francois Mitterand, réðist í dag á stefnu deg Gaulles forseta í málefnum NATO á þingi í dag. Hann játaði, að vissar breyt ingar á skipulagi NATO væru nauð synlegar eftir 17 ára feril, en franslca stjórnin hefði komið ein- ræðislega fram og ,ekki bent á neina aðra leið Mitterand hafnaði þeirri rök- semd stjórnarinnar, að sameigin- legar varnir væru hættulegar á friðartímum. Hann kallaði stefnu stjórnarinnar í málefnum Atlants- liafsbandalagsins „Maginotlínu Framhald á 15. síðu Seldu mest Vilhjálmur Ragnarsson Kjartan Jónsson og Anna Að alsteinsdóttir seldu langflest merki Rauða krossins í ár, og fengu því ö'kudagsverð- launin, fallega bók, að laun um. Kjartan og Anna eru ekki nýliðar við að aðstoða Rauða kiossinn, - þau lilutu öskudagsverðlaunin einnig í fyrra. Vilhjálmur fékk þau í þriðja sinn í ár. Rauði kross inn þakkar öllum þeim fjölda barna. sem ætíð hafa . , verið boðin og búin að hjálpa félaginu. WWHWWWMMWMMMWW ar á Breiðafirði, því aflabrögð hafa verið með ágætum. Þannig kom Valafellið með 26 tonn í gær og fleiri bátar fengu góðan reit ing. Handfæraveiðar eru að hefj ast, og ef að líkum lætur, eykst þá fjörið til muna. Heldur hefur verið lítill tíml til að sinna menningarmálunum á Ólafsvík yfir vertíðina. Þó er nú verið að sýna aftur leikritið ,,Öld ur“ eftir Jakob Jónsson, en það var sýnt fyrr í vetur. Og vert er að minnast á hinn almenna skák- áliuga, sem ríkir í plássinu. í Ó1 afsvík er starfandi skákfélag og þrjú mót hafa verið haldin í vet ur: haustmót, firmakeppni og meiptaramót. Skákmeistari Ólafs víkur varð Jafet Sigurðsson, en hann varð einnig hraðskákmeist ari. Sæluviku lýkur á laugardag Sauðárkrókur MB — GbG. Eins og kunnugt er af fréttum stendur Sæluvikan yfir á Sauðár króki. Á liverju kvöldi er boðið upp á fjölbreytta skemmtiskrá: Leikfélag Sauðárkróks sýnir Skálholt, leikstjóri er Kári Jóns ^son, verkakvennafélagið Aldan sér um sýningar á Grænu lyftunni og karlakórar syngja: Karlakórinn Heimir og karla kór Bólstaðar hlíðarhrepps. Hljómsv. Hauks Þor steinssonar leikur fyrir dansi á hverju kvöldi. Sæluvikunni lýkur á laugardagskvöld, en þá er jafn framt er búizt við mestri aðsókn. SPD og SED h alda hmd Bonn, 14. apríl (Ntb-Reuter) Stjórn jafnaðrmannaflokks Vest- ur-Þýzkalands, (SPD), hefur ákveð ið að taka þátt í umræðufundi með fulltrúum austur-þýzka komm únistaflokksins (SED) í Karl- Marx Stadt , Austur-Þýzkalandi Framhald á 15. síðu 2 15. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.