Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 7
KASTLJOS ; / Portúgalskir fallhlífaliðar kveðja áður en beir halda til poitúgölsku nýlendanna að berjast gegn upp- rtisnarmönnum. ÓFRIÐARBELTX liggur þvert yfir Afríku frá Angola í vestri til Mozambique í austri, en milli þess ara tveggja portúgölsku nýlenclna liggur Rhodesía. íbúar Angola og Mosambique hafa gert uppreisn gegn kúgurum sínum, en Portúgal ar búa sjálfir við ófrelsi í landi sínu og ekki þykir ósennilegt að uppreisnin í nýlendunum leiði til upreisnar heima fyrir gegn ein- ræðiststjórn Salazars. Portúgalar voru fyrsta þjóðin í Evrópu sem lagði undir sig stór ar nýlendur í öðrum heimsálfum. Margt bendir til þess, að þeir verði einnig síðasta nýlenduþjóð- in. Portúgalar, sem eru 9,6 millj. og standa flestum þjóðum Evrópu að baki á öllum sviðum, halda 13,5 milljónum íbúa nýlendna sinna í Afríku á enn lægra menn ingarstigi. Uppreisnin í Angola hefur stað ið árum saman, en þótt uppreisn- in í Mosambique eigi sér ekki eins langa sögu getur liún orðið ennþá hættulegri yfirráðum Portú gala. Uppreisnin í Angola hófst 1954 þegar Kikongo-þjóðin átti að velja sér nýjan konung. Tveir menn voru í kjöri, annar kaþólskur en hinn mótmælendatrúar. Kaþólsk trú hafði staðið traustum fótum í heimkynnum Kikongo-manna síð an konungur þeirra játaðist undir kaþólska trú árið sem Kólumbus fann Ameríku, en á þessari öld hafa brezkir og bandarískir trú- boðar snúið mörgum blökkumönn um til mótmælendatrúar. Mótmælendur voru staðráðnir í að koma því til leiðar, að einn úr þeirra hópi tæki við konungdómi. Konungsefni þeirra var Holdcn Robertu, skrifstofumaður, sem hlotið hafði nokkra menntun, að minnsta kosti meiri mennt- un en flestir blökkumenn í Angola. Til að búa hann undir hið vandasama starf vár hann sendur til Ghana að afia sér framhaldsmenntunar. En þar tók Roberto aftur sinnaskiptum, trúar áhuginn varð að víkja fyrir bylt- ingareldmóði, og hann gerðist á- kafur fylgismaður hinnar afrísku byltingarstefnu, sem breiddist eins ög eldur í sinu um alla Afríku á þessum nrum. Ijegar Roberto sneri aftur til Angola að taka við konungdómi sagði hann furðu lostnum stuðnings mönnum sínum, að hann hefði engan áhuga á því að gerast ætt- bálkakonungur. Ættbálkar og kon ungsríki yrðu að víkja fyrir mál- stað hinnar nýju Afríku. Hann kom af stað uppreisn gegn Portú- gölum, sem hafa neyðzt til að senda sífellt fleiri hersveitir til Angola. í janúar 1961 hlaut hann stuðn ing annarra mótspyrnuhreyfinga, sem liöfðu lireiðrað um sig í bæj unum. Portúgalska leynilögreglan, PIDE hafði handtekið leiðtoga hreyfing arinnar. Þegar Galvao höfuðsmað ur rændi farþegaskipinu „Santa Maria” eins og frægt er orðið var orðrómur á kreiki um að ferð hans væri heitið til Luanda í Angola. Erlendir blaðamenn flykktust þang að og þetta notfærðu uppreisnai’- menn sér og gerðu dirfskufulla árás á fangelsið, þar sem leiðtog ar hreyfingarinnar voru hafðir í haldi. Margir biðu bana í árásinni en athygli heimsins beindist að baráttu gegtí undirokun, sem Port úgalar höfðu haldið leyndri. ★ LÍKT OG VIETCONG Margir bardagar hafa verið háð ir í Mosambique, en í svipinn bendir allt til þess að þeir séu að fjara út. Fjölmennt herlið hefur brotið alla mótspyrnu á bak aftur í bæjunum og það eru eingöngu tkæruliðasveitir Kikongo-manna, sem enn veita viðnám í norður- hluta landsins. Portúgalar verja 40% þjóðar- tekna sinna til styrjaldaraðgerð- anna í Afríku og ungir Portúgal- ar verða að gegna herþjónustu í allt að fjögur ár. Þetta stafar ekki hvað sízt af andspyrnunni í Mos- ambique. Fréttirnar af átökunum þar eru af skornum skammti. Portúgalar halda því fram að einu átökin sem eigi sér stað séu skærur við „vopn aða flokka” er geri herhlaup inn í landið frá nágrannaríkjunum. En andcpyrnuhreyfingin í Mosam bique gefur aðra mynd af ástand inu. Andspyrnuhreyfingjn starf- aði uphaflega sem löglegur stjórn málaflokkur, en hún var bönnuð 1963. Þegar hreyfingin breyttist í ncðanjarðarhreyfingu voru með limir hennar 150.000. Um hreyfinguna er þetta að segja. Aðalstöðvar hennar eru í Tanzaníu og er starfsemi hreyf- ingarinnar þrautskipulögð. Að ýmsu leyti minnir starfsemi henn ar á baráttu Víetcong. Leiðtogar hennar eru menntamenn, aðferð irnar eru miðaðar við skæruhern að og hreyfingin skiptist í hern aðarlega og stjórnmálalega deild. Ef Portúgalar eru hraktir af ein- hverju svæði tekur andspyrnu- hreyfingin við stjórninni sendir þangað lækna, hjúkrunarkonur og fleira menntað fólk. Portúgalar kalla Mozambique, sem er 2300 ferkílómetra að flatar máli og nær 5—800 kílómetra inn í landið frá strönd Austur-Afríku, „hluta af Portúgal” og segia að íbúar nýlendunnar nióti iafnrétt is á við „aðra Portúgala." En stjórn Portúgala í Mozambiaue pr óhugnanleg. Sumir ganga svo langt að halda því fram, að brælahaid sé aðalatvinnuvegurinn. Áður fyrr var nauðungarvinna almenn í Mos ambiaue og þótt hún hafi verið bönnuð er hún látin viðganga t í stórum stíl. Handtaka má hvern bann. =em ekki starfar í þiónustu Evrónu- manns eða sönnur getur fært á ástar tekjur, og hegna honum með sex mánaða nauðungarvin^ju. Þannig fæst vinnuafl til opinbepr.a framkvæmda eða á hinum stór,U plantekrum. Vinnumenn piapt- ekrueigendanna eru jafnvel verra settir en þrælar. Þrælahaldarar hafa hag af því að þrælar þeirra séu vinnufærir en plantekrueig- endur liugsa um það eitt að hafa -em mest upp úr hinu ódýra vinnu afli áður en hegningartimanum lýkur og þá er hægt að útvega nýja fanga. Þeir sem ekki eru handteknir fyrir að liafa enga atvinnu verða aff fá sér atvinnu gegn nauðungar skilmálum. Á plantekrunum í N- Mozanbique fá karlar 6 krónur, konur 4,50 og börn 3 krónur i dag laun. Fagmenntaður verkamaður í Suður-Mosambique fær 750 krón ur í mánaðariaun. eða fiórðung bess sem portúgalskur verkamað ur fær fyrir sömu vinnu. Og kaunmáttur launanna er ekki mik ill. Eitt kíló af svkri ko=tar 9 kr„ eitt. kíló af hrísgrjónum 12 krónur. í Suður-Mozambiaue er skinn laeður víðtækur útflutnineur á vinnuafli tíi gullnáma í Suður- Framhald á 10. síðu. Ættbálkastríðsmenn í Angola íefa sig í skæruhernaði. Nikonomenn veita I’ortúgölum enn viðnám í norðurhluta Angola, en alvar legustu bardagarnir geisa í Mozaiíibique. ALÞVÐUBLAÐIÐ - 15. apríl 1966 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.