Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 4
KUatJArar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — RltatJíSmarfuU. trúl: ElBur GuBnaaon. — Slmar: H900-14903 — Auglýalngaaiml: 1490«. ASaetur AlþýCuhúalO vlO Hverflagötu, Reykjavlk. — PrentamlOJa AlþýOu j blaOalna. — Aakrfftargjald kr. 95.00 — I lausasölu kr. 5.00 clntaklO. Utgefandl AlþýOuflokkurfnzL DANS OG KÚLUSPIL ÞEGAR RÆTT ER um „vandamál æskufólks“ í hinu íslenzka velferðarríki, er venjulega átt við tóm- stundir þess. Er það tímanna tákn, að höfuðvandi ungu kynslóðarinnar skuli ekki vera að afla sér menntunar, finna atvinnu eða koma fjárhagslega undir sig fótunum. Vandinn er, hvað gera eigi við tómstundirnar — án þess að um neyzlu áfengis sé að ræða. Þessi vandi er alvarlegur, af því að unglingar geta valdið sjálfum sér og öðrum varanlegu tjóni, ef þeir misnota áfengið. Þess vegna er mikils virði fyrir þjóðfélagið, að komið sé upp aðstöðu til skemmtunar og hvíldar, þar sem áfengistízkan er ekki ríkjandi, eins og hún virðist vera í danssölum. Fyrir nokkrum árum var talað um æskulýðshöll, sem reisa átti fyrir stórfé, og átti hún að leysa þetta vandamál í eitt skipti fyrir öll. Sem betur fer var horíið frá þeirri hugmynd, en gjarna hefði mátt veita meiri athygli tillögum, sem Alþýðuflokks- rnenn fluttu ár eftir ár í borgarstjórn Reykjavíkur þess efnis, að komið væri upp tómstundaheimilum í úthverfunum. Það gætu verið minni byggingar, og ihætti jafnvel nota húsnæði, sem fyrir er. Þar gæti -verið miðstöð margvíslegs félagslífs, sem núverandi samtök æskunnar án efa fengjust til að skipuleggja. Rétt er að athuga, hvort ekki er fleira en fcndur eða dans, sem stytt gæti æskufólki stundir. Kemur •þá til hugar, að kúluspil (bowling) nýtur mikilla vin - sælda erlendis. gefur stúlkum og piltum sameiginlega keppni og góða skemmtun í hollu umhverfi, þar sem Víndrykkja á ekki við og yrði hverjum þeim til -skammar, sem blandaði henni í leikinn. Enda þótt komið verði upp nýjum þáttum í skemmtanalíf unga fólksins, er engin ástæða til að foragta dansleiki. Er von að fólk undrist, þegar ekki er hægt að fá eitt samkomuhús fyrir vínlausa ungl- ingadansleiki í Reykjavíkurborg, þar sem skemmti Staðir eru reistir fyrir tugi milljóna á ári hverju. ■Verður að gera félagslegar ráðstafanir í þessu análi, því einkaframtakið hefur lítinn áhuga á að selja pylsur og gos, ef það getur komizt í brenni vínsverzlun við hina neyzlufrekari árganga þjóðar innar. [Mál þetta hefur oft verið mikið rætt FYRIR KOSNINGAR til bæjar- og borgarstjórna. Þá hafa komið fram ýmsar merkar tillögur og áhugi verið ■almennur, Nú væri rétt að láta málið ekki niður falla eftir kosningar, en leita inn á nýjar brautir um lausn þess, lausn sem er í anda unglinganna, því annars dugir hún ekki. 4 15. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ í öllum stærðum fyrir svart, hvítt og lit. Agfa Isopan Iss Góff filma fyrir svart/hvítar myndir teknar í slæmu veffri effa viff léleg Ijósaskilvrffi Agfacolor CN 17 Universal filma fyrír lit- og svart/hvítar myndir Agfacolor CT 18 Skuggamyndafilman sem farlð hefur sigurför um allan heim Filmur í ferffalagiff. 50 ára reynsla við framleiðslu heimsins fullkomnustu höggdeyfa MONROE — MATIC, SUPER DUTY og SUPER 500. Einnig fram og aftur LOAD-LEVELER (Með gormum). Höfum þessa frábæru höggdeyfa ávallt fyrirliggjandi í flestar tegundir bifreiða. <><><><><><><><><x>o<><><x><><><><><><>c<><><><><><>o<><><>a ir Um Keflavíkurveginn og prentvilfupúkann. ★ Innheimta afnotagjalds af útvarpi. ic Verðlaun fyrir skilvísi. ic Óeðlilega mikil hækkun á gjaldinu. OOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOj ÞAU MISTÖK urffu í pistli niínum í gær aff í staffinn fyrir fyrirsögninai „Útnesjakari skrif ar um Keflavikurveginn“, stóff: Útnesjakarl skrifar um Keflavik ursjónvarpiff“. Versti óvinur ininn frá fyrstu tíff til þessa dags er sá erkidjöfull, sem kallaffur er á gælumáli, prentviliupúkinn. Hann kemur alltaf aff mér áð ó- vörum og jafnvel þegar ég á sízt Von á honum eins og í gær þegar ég hafði skrifaff fyrirsögnina skil merkilega. Annars bar bréfiff þess ótvírætt vitni um hvaff var fjali aff svo aff prentvillupúkanum tókst ekki aff valda stórslysi í þetta sinn. ÉG FÆ Æ ofan í æ kvartanir undan liarðneskjulegri innheimtu aðferð útvarpsins. Ég hef aldrei orffið var við þetta og stafar það líkast til af því að mér hefur allt af tekizt að borga fyrir gjald- daga, en sumir eiga erfitt með það og ekki pízt gamalt fólk, sem hefur lítið fyrir sig að leggja, jafn vel ekki annað en ellistyrkinn. Annars er það rétt, að innheimtu menn verða að sýna kurteisi eins og annað fólk. Þeir geta fram fytgt reglum sínum fyrir því og verið trúir í starfi. Um þessi mál fékk ég eftirfarandi bréf nýlega. STÍGUR SKRIFAR: „Þegar ég heyrði auglýsingu útvarpsins um upphæð útvarpsgjaldsins, sem nú á að greiða, þá kom mér í hug Víða kemur verðbólgan við, enda ekki óeðlilegt. En ég efaðist um að afnotagjaldið þyrfti að hækka um 13,5%. Ég tel að afnotagjald ið beri að hafa svo Iágt sem mögu legt er, af því að þetta er nefskatt ur, en ekki skattur, sem lagður er á eftir efnum og ástæðum, og kemur því harðast niður á tekju litlu fólki. EFTIR ÞVÍ SEM heyrzt hefur í auglýsingum útvarpsins má skilja svo að afnotagjöld. fyrri ára séu ógreidd hjá einhverjum hlu^tend um, er tekin skulu með lögtaki. Væri fróðlegt að vita hve mikil brögð væru að slíkum vanskilum. Nú hefur mér komið til hugar að rétt væri að gefa eftir 5% af áfnotagjaldinu ef það væri að fullu gíeitt fyrir apríllok. Það gætu heltið verðláun fyrir skil vísi. Það hefur átt sér stað, að gef ið hefur verið eftir af útsvörum allt að 10% éf greitt er fyrir ákveðinn tima.“ ÞESSAR TILLÖGUR eru nokk uð góðar. Það er betra að gefa afslátt til að verðlauna skilvísi heldur en að leggja á dráttarvexti vegna óskilsemi. Annars vil ég ein dregið leggja það til, að gamal menni njóti afsláttar á útvarps gjaldi. Svo er það líka hart að sami maður skuli borga tvöfalt gjald ef hann á bifreið. Manni er leyft að hafa eins mörg tæki inn anhúss og maður vill, en ef mað ur á bíl með útvarpstæki þá verð ur maður einnig að borga fyrir það. Þetta þekkist ekki annarS staðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.