Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 11
i t=Ritstióri Örn Eidsson IsSand - Frakkland 15:16 Sundmót Ármanns háð 27. apríl Sundmót Ármanns verður lialá ið í Sundhöll Reykjavíkur mið- vikudaginn 27. apríl. Keppt verð* ur í eftirtöldum greinum: 100 m. skriðs. karla (bikarsund) 200 m. bringus. karla (bikarsund) 100 m. baksund karla 200 m. fjórs. kvenna (bikarsund) 200 m. bringusund kvenna 100 m. skriðsund stúlkna 50 m. skriðs. drengja (bikarsund*) 50 m. flugsund sveina 3x100 m. þrísund kvenna 4x50 m. fjórs. karla (bikarsundí) Þátttökutilkynningar berist tð Siggeirs Siggeirssonar, Grettisgöta* 92, sími 10565, fyrir föstudagim> 22. apríl 1966. n| Stjórnin nj, :/rs ' 8ti 8® Steinþórsmótið S háð á sunnudag Steinþórsmótið sem er flokka- keppni í svigi fer fram í Hamrá- gili á sunnudaginn og hefst kl. 2, Nafnakall verður kl. 1. í fyrakvöld sigraði Real Madrid Inter í Evrópubikarkeppninni J knattspyrnu með 1 marki gega engu. Leikurinn fór fram í Mad- rid. Inter sigraði í Ewópukeppa inni í fyrra. Er nokkur furöa þó Gunnlaugur horfi spurnaraugum á franska ,,dómarann Reykjavík og varnar- liðsmenn í kvöld Föstudagur, 15. apríl. í kvöld kl. 8,15 fer fram að Há- logalandi leikur í körfuknattleik milli Reykjavíkurúrvals og Banda- ríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Þetta er þriðja árið, sem keppni þessi fer fram og hefur Reykjavík urúrvalið sigrað tvisvar sinnum. í kvöld fer fram fimmti og síð- asti leikur þessa keppnistímabils. Leikar standa þannig, að hvort lið hefur unnið tvo leiki. Er hér um hreinan úrslitaleik að ræða. Vafalaust má því búazt við tví- sýnum leik. i Reykjavíkurúrvalið er þannig skipað: --- Hólmsteinn Sigurðsson ÍR Einar Bollason, KR Gunnar Gunnarsson, KR Kolbeinn Pálsson, KR Kristinn Stefánsson, KR Einar Matthíasson, KFR Óláfur Thorlacius, KFR Birgir Ö. Birgis, Á Hallgrímur Gunnarsson, Á Er þetta sama lið og sigraði Dani i Polar Cup um páskana. Körfuknattleiksunnendur eru hvattir til að koma og sjá fjörugan og skemmtilegan leik. Á undan leik þessum fer fram úrslitaleikur íslandsmótsins í II. fl. karla milli Ármanns og KR. Birgir Bförnsson á ieið í gegnum vörn Frakka en er stöðvaður illlega Franskur dómari sigraði ísl. liðið Síðasti landsleikurinn og jafn- framt sá lélegasti, sem leikinn var í íþróttahöllinni í vetur fór fram í gærkvöldi, þá léku Frakkar gegn 'landsliði okkar. Þegar leikurinn hófst sáu áhorfendur að dómarinn, sem dæma átti var íslenzkur. Hann es Sigurðsson. Ástæðan var sú að sænski dómarinn var tepptur í Glasgow. Var þá tekið það ráð að íslenskur dómari skyldi dæma fyrri hálfleik, en franskur hinn síðari. Hannes stóð sig vel en hinn franski sýndi okkur hvernig ekki á að dæma, enda létu áhorf endur hann óspart heyra álit sitt á dómum hans. Það er erfitt að kingja þeirri staðreynd að hafa tapað fyrir Frökkum, ekki sízt fyrir þá sök að Frakkar eru taldir eiga það lé- legasta landslið, er komist hefur í úrslitakeppni HM næsta vetur. Getur þessi leikur kannski haft þau áhrif að íslenzka landsliðið1 komist ekki í þá keppni, eigi sér stað forföll hjá öðrum þjóðum. ★ Fyri hálfleikur 9:8 ísland byrjar með knöttinn og sóknin endar með skoti Ingólfs í frönsku vörnina, Frakkar ná hörku upphlaupi, en eru stöðvaðir. Á 3 mín. skorar Sellenet fyrir Frakka og svo að segja á sömu mínútu skorar Jean-Pierre 2:0. Skömmu síðar er Hörður hindraður illilega Hannes dæmir víti og Gunnlaugur skorar. Frakkar eiga skot í stöng, íslendingar sækja og Hörður skor ar laglega 2:2 Mín. síðar skorar Stefán Sandholt af línu, en Ric- hard jafnar eftir að hafa leikið á Gunnlaug úti í horni. Nú kemur Geir inn á og skorar strax með snöggu langskoti. Portes jafnar úr hröðu upphlaupi. Þá skorar Stefán Jónsson af línu og mín. síðar Geir með lágskoti. Hinn hávaxni Brunet skorar með langskoti í þverslá og inn, og á sömu mín. jafnar Sellenet 6:6. Frakkar komast yfir á 20. mín. er Silvestro skorar lag- lega, en Stefán Jónsson jafnar úr sendingu frá Gunnlaugi. Á 24. mín. er dæmt víti á Frakka, en Gunn- laugur lætur markvörðinn verja hjá sér. Næsta mark er franskt, en Hörður jafnar og á síðustu mín. er Hörður enn í dauðafæri en er hindraður og víti dæmt og úr því skorar Gunnlaugur örugg- lega. Þannig Iauk betri helming þessa leiks með sigri íslands 9:8, en ósköpin voru eftir. ic Síðari hálfleikur 6:8 Strax á fyrstu mín. jafna Frakk arnir og og komast yfir á 3. mín. og var Lambert að verki í bæði skiptin. Hermann jafnar með fall egu langskoti. Næstu þrjú voru ís lenzk og komu öll frá Gunnlaugi eftir allgóðan samleik fyrir fram- an vörn Frakkanna. Það er undar- legt, en manni finnst eins og Gunnlaugur geti þetta miklu oftar en raun ber vitni um, en hvað um það á 7. mín. stóðu leikar 13:10 fyrir ísland, en þá kemur algjör- lega dauður punktur í ísl. liðið og Frakkar jafna á þrernur mín. Þá skorar Geir með fallegu lang- skoti, en Portes jafnar. Á 14. mín. skorar svo Ingólfur meS fallegu langskoti niðri og leikar standa 15:14 fyrir landann. En hvað skeð ur nú? Þær 16 mín, sem eftir eru af leiknum skora íslendingar ekkert mark og eru jafnvel Iireint ekkert nálægt því að skora. Þann tíma sitja þeir á varamannabekkn um Sig Einarsson, Hermann, Geir og Hörður. Það verður að teljast furðuleg ráðstöfun hjá landsliðs- bjálfara að skipta ekki einhverjum þessara manna inn á, þegar svo illa gekk. Hermann og Geir eru þó þeir leikmenn, sem eru kannski hættu legastir andstæðingunum vegna hinna snöggu skota sinna, auk þess sem Hörður hafði sýnt stórgóðan leik í fyrri háifleik. Auk þessa lék franski dómarinn okkur grátt með fáránlegum dómum sínum, er oft voru svo furðulegir að orð fá ekki lýst. Oft var það þannig að hrein og bein hlutdrægni virtist ráða dómum hans og hefur þetta visulega haft einhver áhrif á strák ana. En eins og áður segir skoruðu íslendingar ekkert mark síðustu 16 Framh. á 14 siðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. apríl 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.