Alþýðublaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 4
BttaUðrar: Gytfl Gröndal (Ab.) o* Benedlkt Gröndal. — Rltstí5m*rfull- trúl: Eigur Guönaaon. — Slmar: 14900-14303 — Auglýalngaslml: 14806. Aösetur AlþýöuhúalB vlB Hverflsgötu, Reykjavlk. — Prentsmlöja AlþýBu bUOslnfl. — Aflkrlftargjald kr. 95.00 — t lausasölu kr. 6.00 elntaklO. Utgefandl AJþýÖuflokkurlnrl. Súpan í Síðumú/a ÍSLENDINGAR stæra sig oft af því, að þjóð- =félag þeirra sé lýðræðislegt, mannúðlegt og standi jframarlega í félagsmálum. En svo virðist ekki vera iá öllum sviðum. í gær birti Alþýðublaðið viðtal við framkvæmdastjóra áhugamannafélagsins Verndar, ;Pál Gröndal, og segir hann, að við séum hálfa öld á ;eftir í fangelsismálum. Sem dæmi mætti nefna lýsingar framkvæmda- stjórans á því, sem gerist í fangelsinu við Síðumúla í Reykjavík. Hann segir: „Almenningur gerir sér ekki ljósa grein fyrir því, hvað gerist í Síðumúla. Þaðan útskrifast sumir einstaklingar nokkur hundruð sinnum á ári. Iiér er ekki prentvillupúki á ferðinni, — ég endurtek — nokkur hundruð sinnum á ári, án þess að eiga sér inokkuð annað heimili. Fyrir jólin í vetur fór full- trúi Verndar á fund lögreglustjóra í því skvni að tkanna, hvað gera mætti til endurbóta á ríkjandi ástandi. Lögreglustjóri tók erindinu mjög alúðlega, ■en vísaði annars málinu til borgarlæknis eða við- komandi ráðuneytis. Til þess að sýna framtaksvilja jsinn í verki fóru samtökin þess á leit við Iögreglu- jstjóra, að Vernd fengi að gefa næturgestum í Síðu inúla einhverja næringu, því að flestir þeirra, sem gista þar oftast, koma þangað næringarlausir og fara þaðan næringarlausir út í sama drykkjuskapinn. Og enn sýndi lÖgreglustjóri skilning á áhuga Verndar Og gaf umsvifalaust leyfi til bráðabirgða til þess að reyna þetta. Rétt fyrir jólin og þangað til nú hafa þeir, sem orðið hafa að gista Síðumúla um nætur, átt þess kost að þiggja heita súpu, brauðsneið og vítamín, éður en þeir eru teknir til yfirheyrslu. Vernd hefur séð um og kostað afhendingu á þessari morgunhress- ingu.“ „Við gerum okkur ljóst“, sagði framkvæmdastjór inn ennfremur, „að þessi framkvæmd er ekki annað en lítill skyndiplástur á svöðusár og hefur ef til vill ekkert lækningar- eða endurhæfingargildi út af fyrir sig, en við trúum því, að í kjölfarið sigli aðrar Og þýðingarmeiri framkvæmdir. Ef þetta verður öðr- Um til örvunar, þá hefur mikið á unnizt.“ Það kemur án efa almenningi á óvart, að menn, sem eru fangelsaðir fyrir ölvun og settir í Síðumúla, skuli ekki hingað til hafa fengið vott eða þurrt að jnorgni, er þeir voru dregnir til yfirheyrzlu og í flestum atvikum látnir lausir. Þurfti áhugafólk eins og það, sem stendur að Vernd, til að láta sig svona mál skipta og beita sér fyrir sjálfsögðum um- bófum......... Verkefni virðast óþrjótandi á þessu sviði og það fólk, sem sýnir þeim áhuga, á skilinn fyllsta stuðning þjóðfélagsins við störf sín. 4 27. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HINIR VANDLÁTU VELJA Radionette búðin Aðalstræti 18 sími 16995 Útvarpsvirki Laugarness Hrísateigi 47 Baldur Jónsson s.f. (Hverfisgötu 37 Stapafell h.f. Keflavik Kaupfélag Suðurnesja 'Grindavík Húsgagnaverzl. Akranesa Búslóð h.f. Skipholti 19. EINAR FARESTVEIT & CO HF. Vesturgötu 2 — Sími 16995. + Syggðin sækir austur á bóginn. -£• Garðhúsin og garðarnir hverfa. + Var Einar Benediktsson skáld Reykjavíkur? ic Hann var skáld þjóðarinnar ailrar. BYGGÐIN SÆKIR austur á hóg inn og nálgast óðum Rauðavatn. Verið er að ryðja um koli garð- húsum og ræktuðum görðum, sem fóik hefur unnið að á síðastliðn- um árum og trúi ég ekki öðru en mörgm manninm súrni í aug um um leið og hann sér rifrildis isveitirnar ryðja húsum beirra um koll og stáltennur grafast í garð ana þeirra og ýta ræktunarmold inni, sem oft hefur gefiff þeim göð'a uppskeru, í fjallháa liauga. EN EKKI DUGIR um að sakast. Fólkið flytur inn á garðlöndin. Geysimiklar húsasamstæður rísa upp og er unnið svo að segja dag og nótt. Sagt er, að þegar á næsta sumri muni um fimm þúsundir manna eiga þarna heima. Um það dreymdi mann varla fýrlr 10 árum Skyldi nokkúrn jafn vel þá hafa dreymt um það að glæsilegt hverfi nýrra stórbygginga mundi rísa upp í Kringlumýrinni? Eða þá_ að nokkrum mundi detta f hug aff fara að kalla hana Mið bæinn? En svona er alt breyting um undirorpið. G. H. SKRÍFAR: „Reykjavíkur skáldið Einar Benediktsson". Svo mælti borgarstiórinn í hátíðar- ræðú f.vrir nokkru. FÍestir eru nú dregnir í dilk Reykjavíkur, f.vrst Einar Benediktsson er þar kominn. Margir munp samt sem áður telia E.B. þióðskáld ís- Iendinga fyrst og fremst, jafn- framt bví sem hann var að viscu marki heimsborgaralega sinnað skáld. í FIMM Ijóðabókum Einars Ben ediktssonar hef ég ekki fundið nema briú lióð, sem helguð eru Reykjavík. Jónas Jóngsson segir í bók dnni: Einar Benediktsson Lióð hans og líf. Revkiavík 1955. „Honum þótti of fábreytt líf í höfuðborg, sem átti að verða stór og rík, en var fátæk og lítil. Einar Benediktsson gerði ráð fyrir tvennskonar aðstöðu, sem full- nægði honum betur en Reykjavík. Annars vegar hin íslenzka sveit, með friði og einangrun dreifbýlis ins. Hins vegar heimsborgin með seiðmagni straumkastsins í mestu þéttbyggð mannanna. OG NOKKRU FYRR segir Jón as: „Reykjavík var honum of lítil og of þröng. Jafnaldrar hans og skólabræður, embættismenn lands ins í bænum, áttu ekki við hann sálufélag.“ Enda munu góðborgar ar Reykjavíkur ekki hafa gert sór tíðar reisur til Einars eftir að hallir hans hrundu og hann ótti orðið fárra kosta völ. í SÖMU MBL. .grein segir frá því, að borgarstjóri hafi minnzt sérstaklega rannsókna Jóns Helga sonar biskups á sögu Reykjavíkur og var það vissulega maklegt. Við sama tækifæri hlaut Árni Óla viðurkenningu fyrir sitt mikla starf á sama vettvangi. Hinsvegar saknaði ég þess, að sjá Klemenz ar Jónsconar þar hvergi við get- ið, en hann skrifaði þó fyrstur manna samfellda sögu Reykjavík ur í tveim vænum bindum (Rvík. 1929). Ég vænti þess, að Kl. Jóns sonar hafi verið minnzt, þótt það hafi farið fram hjá mér. Starfsstúlka óskast að Sjúkrahúsi Hvítabandsins. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 13744. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Kona óskast Kona óskast í eldhús Kópavogshælis 4 tíma á dag. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 41502 og á staðnum. Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.