Alþýðublaðið - 27.04.1966, Qupperneq 5
Björgvin Guðmunsson, viðskiptafræðingur:
Athugun Reykjavíkurborgar staöfestir að of lítið er byggt af litlum fbúðum
Sú hefur orðið þróunin hér
á landi eins og í flestum öðrum
löndum, að giftingaraldurinn
hefur stöðugt færzt niður. Það
er orðið mjög algengt, að ungt
fólk gangi í hjónaband um tví-
tugt og vilji þá stofna heimili.
Þessi þróun hefur skapað mik-
ið vandamál. þ.e. húsnæðis-
skort unga fólksins, sem er að
hefja búskap. Þetta fólk hefur
engin efni á því að eignast eða
taka á leigu stórar íbúðir. Það
leitar að litlum íbúðum, en því
miður er lítið af slíkum íbúð
um á markaðnum og þess
vegna skapast vandamálið.
Mörg ung hjón byrja að búa
inni í íbúðum hjá foreldrum
eða tengdaforeldrum vegna
þe*s að þau hafa ekki getað
fengið íbúðir við sitt hæfi.
Slíkt er neyðarráðstöfun, sem
blessast aldrei til lengdar.
Unga fólkið vill vera út af fyr
ir sig og það þarf að vera út
af fyrir sig.
Það er unnt að nefna mörg
dæmi um það vandræðaástand,
sem ríkir í húsnæðismálum
unga fólksins. Ég skal láta eitt
dæmi nægja.
Ung hjón hófu að leita að
tveggja herberga íbúð í Reykja
VÍk. Þau áttu nokkrar krónur
í banka og hugðust kaupa 2ja
herbergja íbúð, tilbúna undir
tréverk eða fokhelda, sem þau
gætu síðan unnið við að full-
gera. Þau fóru é hverja fast-
eignasöluna eftir aðra. Það var
nóg til af 4ra og 5 herbergja
íbúðum. Og nokkuð var einnig
um 3ja herbergja ibúðir en
2ja herbergja íbúðir fyrirfund
ust varla fremur en glóandi
gull. Nokkrar rándýrar, fullgerg
ar 2ja herbergia íbúðir buðust
en hvorki fokheldar né tilbún
ar undir tréverk. Eftir mikla
og árangursiausa leit i Reykja
vík urðu þessi ungu hjón að
fara til Hafnarfiarðar. Þar
fengu þau loks 2ia herbergja
íbúð, (ilbúna undir tréverk á
skanlegu verði. Munu mörg
fleiri dæmi um það. að ungt
fólk hafi orðið að fara úr
Reykjavík til Kópavogs eða
Hafnarfiarðar vegna húsnæðis
vandræða í höfuðstaðnum.
Á fundj borgarstjórnar
Reykjavíkur Í6. maf 1963 gerði
ég húsnæífisvandamál unga
fólksins í Revkiavfk að umtals
efni. La^ði ég þá fram svohljóð
andi tillögu:
„Borgarstfórn Reykjavíkur
telur. að (i’finnanlega skorti í
borginni )i*Þ>r ndf'rar íbúðir
fyrir efnalítið unct fóik, sem
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. apríl 1966 ^
er að byrja búskap. Telur borg
arstjórnin nauðsynlegt að úr
þessu verði bætt með byggingu
lítilla íbúða, sem unnt væri að
selja eða leigja með góðum
kjörum ungum hjónum, sem
eru að stofna heimili.
Borgarstjórnin felur borgar-
stjóra og borgarráði að kanna
hve mörg ný heimili eru stofn
uð í Reykjavík á ári hverju og
hversu mikll þörf er á því, að
borgarfélagið aðstoði við
lausn húsnæðisvandamála ungs
fólks, sem er að byrja búskap.“
Síðari hluti tillögunnar var
samþykktur með breyttngu, er
Þór Vilhjálmsson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, hafði
flutt tillögu um. Gerði borgar
stjórnin samkvæmt þeirri til-
lögu svofellda ályktun:
„Borgarstjórnin ályktar
að fela borgarx-áði að láta
fara fram athugun til að
leiða í ljóss hvernig ástatt
er um húsnæðismál ungs
fólks í Reykjavík, sem er
að hefja búskap.“
Athugun þessari er nú fyrir
nokkru lokið og var skýrsla
um hana lögð fram á fundi
borgarstjórnar í marz s.l. Kem
ur þar í ljós þáð, er ég hafði
haldið fram á fundi borgar-
stjórnar 16. maí 1963, að til-
finnanlega skorti í borginni
litlar íbúðir. í skýrslunni er
frá því skýrt, að aðeins hafi
verið reistar 125 litlar íbúðir
á tímabilinu 1956 — 1965 til jafn
Björgvin Guðmuntlsson
aðar á ári en á sama tímabili
hafa hjónavígslur í Reykjavík
verið 645 talsins á ári.
Hér fer á eftir kafli úr
skýrslu Reykjavíkurborgar um
þetta mál:
„Borgarhagfræðingi var fal
ið að gera athugun þessa í
samráði við skrifstofustjóra
félags- og fræðslumála (nú fé-
lagsmálastjóra) og húsnæðis-
fulltrúa. Það kom fljótlega í
ljós, að þessir aðilap- höfðu
ekki þau gögn undir höndum,
sem byggja mætti þessa athug
un á. í samráði við borgar-
stjóra var þá haft samband við
við Björgvin Guðmundsson,
borgax-fulltrúa. Kom fram að
aðaláhugamál hans var að
koma því frarn^ að á vegum
borgarinnar væri lögð áherzla
á byggingu tveggja herbergja
íbúða. Vai'ðandi framkvæmd
athugunarinnar drap hann á,
að- fróðlegt væri að athuga
fjölda nýrra íbúða af þessari
stærð og fjölda hjónavígslna
ív Reykjavík. Síðan var haft
samband við Þór Vilhjálms-
son, borgai’fulltrúa. Kvað hann
það h^Ba verið forsendu af
sinni hálfu fyrir flutningi brevt
ingartillögunnar, sem áður er
nefnd, að athugunina mætti
byggja á upplýsingum, sem fyr
ir lægju í gögnum um aðal-
manntalið, sem tekið var 1.
desember 1960.
Hinn 21. nóvember 1963
sendi borgarhagfi-æðingur borg
arstjóra bráðabirgðarskýrslu
um mál þetta. Var þar greint
frá þeim atriðum, sem Björg
vin Guðmuiids on hafði vikið
að, en síðan á það bent, að
ekki virtist unnt að komast
nær málinu nema með því að
gera sérstakar ráðstafanir til
að ná sambandi vig það fólk,
sem um er að ræða. í samráði
við borgarstjóra var síðan á-
kveðið að kanna, hvaða aðferð
ir kæmu til greina í þvi sam-
bandi, svo og að leitast við að
finna nýjar leiðir til að fram-
kvæma könnunina á viðaminni
hátt. Um þetta hefur síðan
verið fjallað, haldnir fundir
ýmissa borgarstarfsmanna og
haft samband við Hagstofu ís-
lands og fleiri aðila.
í viðræðum við starfsmenn
Hagstofu íslands kom fram, að
úrvinnslu gagna um aðalmann
talið 1960 hefur af ýmsum á-
stæðum seinkað verulega. Síð-
an hefur- hagstofan upplýst, að
ekki sé unnt að viima úr þess-
um gögnum þær upplýsingar,
sem þarf vegna þeirrar könnun
ar, sem hér er um að ræða.
Hér á eftir verða raktar þær
upplý ingar, sem fengizt hafa
eftir öðrum leiðum:
Fjöldi hjónavígslna og nýrra
tveggja herbergja íbúða.
Við athugun hefur komið í
ljós , að þessar tölur eru sem
hér segir (miðað við búsetu
eftir giftingu):
Ár,smeðaltöl 1956—1965
Hjónavígslur 645
Nýjar 1 og 2 herb. íbúðir 125
Nýjar íbúðir alls 689
Hjónavígslur pr. 1000
íbúa, Reykjavík 8,9
Sama, allt landið (ea.) 8,0
1 og 2 herb. íbúðir í %
af hjónavíg'lum 19,4
Á árunum 1951—1960 voru
á öllu lándinu 72% allra brúð
guma undir 30 ára aldri.”
Enda þótt athugun hagfræði
deildar Revkjavíkurbr^sar á
húsnæðismálum ungs fólks í
höfuðborginni hafi hvergi nærri
verið næailega víðtæk, enda
erfið í framkvæmd, staðfestir
hún algerlega að of lítið er
Framliald á 10. síðu.