Alþýðublaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 9
TVÆR TILLÚGUR um landbúnaðarmálin ÞESSA dagana fjallar Alþingi um frumvarp um verðlagningu landbúnaðarafurða o. fl. Var það undirbúið af sérstakri nefnd, sem sett var á laggirnar eftir að Al- þýöusambandið klauf sexmanna- nefndina s.l. haust. Ssemundur Ólafsson hefur lengi verið einn af fulltríium neytenda í sexmannanefnd, og hann átti sæti í undirbúningsnefnd hinnar nýju löggjafar. Bar hann fram í nefndinni tvær breytingatillögur, sem báðar fjalla um veigamiklar Miðar þessara mála. Fyrri tillagan, sem ríkisstjórn- in féllst á og felldi inn í frum- varpið, var á þá lund, að kaup bóndans eigi að miða við kaup- taxta annarra stétta, en ekki við aflahlut sjómanna né ákvæðis- vinnu verkamanna eða sjómanna. Um þetta mál segir Sæmundur í, greinargerð: „Samkvæmt 4. grein framleiðslu ráðslaganna skal „söluverð land- búnaðarvara á innlendum markaði miðast við það, a.ð heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekj- ur annarra vinnandi stétta.” Hið almenna orðalag greinarinnar gef- ur sex manna nefndinni mikið svigrúm í ákvörðun launaliðarins, en honum hefur frá upphafi verið skipt í „Laun bónda” og „Laun verkafólks hans.” Á fyrstu starfs- árum sínum ákvað sex manna nefnd bóndanum 2730 vinnustund- ir á ári með almennum kauptaxta Dagsbrúnar án orlofs eins og hann var í lok verðlagsársins. Viðmiðunarbúið var þá miklu minna heldur en það viðmiðunar- bú, sem síðast var notað við verð- lagninguna. Árið 1949 og jafnan síðan hefur Hagstofa íslands reikn að út launaúrtak giftra manna úr „öðrum vinnandi stéttum” þ. e. verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna stéttunum í Reykjavík, kaupstöðunum og nokkrum kaup- túnum. Meðan eftirspurn eftir vinnuafli var minni en framboðið á vinnu- markaðnum, voru niðurstöður úr- taksins oftast lægri heldur en tímakaupsútreikningurinn. Árið 1957 og síðar tók sex manna nefnd þann kost að semja um kaup- gjaldslið grundvallarins með hlið- sjón af úrtaksniðurstöðunum og tímakaupsútreikningnum. Árið 1961 náði sex manna nefnd ekki samkomulagi um verðlagsgrund- völl og fór málið því til yfirnefnd- ar. Meiri hluti yfirnefndar ákvað kaup bóndans í samræmi við launaúrtakið úr Reykjavík f.vrir árið 1960 og færði það fram sam- kvæmt breytingu Dagsbrúnar- kaups frá haustinu 1960 til hausts- ihs 1961, en Reykjavíkur-úrtakið var þá nokkru lægra en landsúr- takið. Einar Gíslason, sem þá var fulltrúi neytenda í yfirnefnd, mót- mælti því, að kaup bóndans væri ákveðið á þennan hátt og lét bóka eftirfarandi: „Fulltrúi néytenda mótmæiir hverri hækkun á launalið bónd- ans, sem ekki er hægt að rekja til taxtahækkunar hjá öðrum vinn- andi stéttum eða til aukins vinnu- magns bóndans vegna stækkaðs bús.” Með bókun þessari markaði Einar Gíslason afstöðu fulltrúa neytenda í sex manna nefnd til ákvörðunar á kaupi bóndans í verðlagsgrundvellinum. Árið 1963 kom verðlagningin aftur fyrir yfirnefnd og var kaup bóndans þá ákveðið á líkan hátt og árið 1961 gegn andstöðu full- trúa neytenda í nefndinni, Sæ- mundar Ólafssonar, sem lét bóka eftirfarandi: „Fulltrúi neytenda mótmælir þeirri aðferð, sem þessi upphæð er fundin eftir (þ. e. kaup bóndans) og vísar til bókunar fulltrúa neytenda í yfir- nefnd haustið 1961 þar um.” Af framansögðu er ljóst, að full- trúar neytenda hafa ávallt verið mjög andvígir því að ákveða launa lið verðiagsgrundvallarins í s’am- ræmi við launaúrtak Hagstofu ís- lands. Það er ekki réttmætt að hækka kaup bænda vegna þess, að við- miðunarstéttirnar hafa lengt vinnudag sinn úr hófi, eða vegna þess, að einhver hluti manna úr viðmiöunarstéttunum taki laun samkvæmt ákvæðisvinnu, sem gef- ur þeim því aðeins hærri laun heldur en umsamið tímakaup, að þeir ráði yfir mjög mikilli verk- tækni og þjálfun og vinni með miklum vinnuhraða. Árstekjur hlutasjómanna eru mjög misjafn- ar og veltur þar á ýmsu um fjár- bagsafkomuna allt frá lágri kaup- tryggingu upp í mjög háar árs- tekjur einstök ár. Hlutasjómenn hafa ótakmarkaðan vinnutíma, þegar vel aflast og óþægilegt líf og aðbúð. Tímabundin velgengni fiskimanna, sem leggja líf sitt og heilsu að veði í æðisgengnu kapplilaupi um aflann, oft við tví- sýnar og erfiðar aðstæður, getur ekki gefið þeim þjóðfélagsþegnum sem hafa sig á þurru, minnsta rétt til launahækkana. Við búreksturinn verður bónd- inn og verkafólk hans að vinna ákveðinn vinnustundafjölda á ári. Þessi nefnd leggur til að bætt verði öll aðstáða til upplýsinga- söfnunar með það fyrir augum, að sex manna nefnd gefist kostur á að starfa á haldbetri grundvelli hér eftii' en hingað til. Bætt úpp- lýsingasöfnun á meðal annars að auðvelda ákvörðun um vinnu- magnsþörf við framleiðslu búvöru. Ágreiningsefnin í sex manna nefnd munu vissulega verða mörg á næstu árum og er því brýn nauð- syn að löggjafinn skeri úr um það, hvort „laun bóndans” eigi að ákvarða á grundvelli skatt- framtalsupplýsinga um árstekjur viðmiðunarstéttanna eða hvort miða beri við, að bóndinn og verka fólk hans beri úr býtum kaup, tíma- eða vikukaup, sem sambæri- legt er við kaup annarra vinn- andi stétta. Það er ástæða til að benda á, að verðíagsákvörðun landbúnaðar- vöru, miðað við bú af tiltekinni stærð (vísitölubú), er í eðli sínu sanibærilegt við ákvörðun ákvæð- isvinnutaxta. Á sama hátt og á- kvæðisvinnumanninum er tryggt umsamið tímakaup fyrir tiltekin afköst á tíma, fyrir múrhúðun á tilteknum fleti, o. s. frv., þá er bóndanum tryggt ákveðið kaup miðað við framleiðslu á tilteknum íjölda mjólkurlítra o. s. frv. Að vísu er málið nokkuð flókn- ara, þegar ákveða skal verðlag á búvörum, því þá þarf einnig áð á- ætla annan rekstrarkostnað en Sæmundur Ólafsson vinnuframlagið, en grundvallar- sjónarmið eru þau sömu. Af þessu leiðir að viðmiðunin á að vera kauptaxtar viðmiðunarstéttanna, en ekki breytilegar árstekjur þeirra vegna lengri eða styttri vinnutíma, vegna ákvæðisvinnu einstakra manna í úrtakinu eðá vegna mismunandi góðra aflaára.” ★ TAKMÖRKUN ÚTFLUTNINGS- UPPBÓTA. Síðari tillaga Sæmundar Ólafs- sonar, sem ekki náði fram að ganga að þessu sinni, var enn tak- mörkun á hinum miklu (220 milljóna) útflutningsuppbótum landbúnaðarins. Tiilagan var á þessa leið : ,,í stað orðanna „Útflutningi landbúnaðarvara” komi: „útflutn- ingi sauðfjár- og nautgripa- afurða”, — og í stað orðanna „heildarverð- mæti landbúnaðarframleiðslunn- ar” komi: „heildarverðmæti sauð- fjár- og nautgripaal'urða fram- leiðslunnar.” Við greinina bætist: Ekki skal greiða meira en 100% útflutningsuppbætur fyrir hverja sérgreinda vörutegund. Útflutn- ingsuppbætur fyrir sérgreinda vörutegund, sem hærri eru en 100 %' fyrir j’firstandandi verðiagsár, skal lækka í fimm jöfnum áföng- Framhald á 10. siðu. Vélvirkjar, aðstoðarmenn Landssmiðjan óskar eftir að ráða nú beg- ar vélvirkja eða aðstoðarmenn í vélvirkjun. Upplýsingar gefur yfirverkstjórinn. LANDSMIÐJAN Grindavík Til sölu verkstæðishús í Grindavík. Húsið er byggt úr steinsteypu, 126 m2/ að stærð á einni hæð. Upplýsingar í síma nr. 8040 í Grindavík. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús og borðstofu Kleppsspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38160 og á staðnum milli kl. 9 og 16 dag- lega. . 'í/ Skrifstofa ríkisspítalanna. Frá Byggingavörusölu SÍS við Grandaveg GÖLLUÐ BAÐKÖR. Seld verða gölluð baðkör í dag og næstu daga. Sími 22648. Hjúkrunarkona óskast í skurðstofu Sjúkrahúss Hvítabands- ins. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 13744. Reykjavík 26. 4. 1966 Sjúkrahusnefnd Reykjavíkur Stúlkö óskast strax til afgreiðslustarfa á flugbarnum á Reykja- víkurflugvelli. Tvískipt vakt. Upplýsingar hjá starfsmannahaldi Flugfélagsins í síma 16600. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. apríl 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.