Alþýðublaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 3
Bárour Danielssort í úfvarpsumræðum í gærkveldi: ★ Undanfariö kjörtímabil hefur borgarstjórn Reykjavík- ur haft til unvráða um það bil 2127 milljónir króna, sagði Bárður Daníelsson verkfræð- ingur og arkitekt í útvarps- umræðunum í gær, en Bárður skipar fjórða sætið á lista Al- þýðuflokksins í Rcykjavík. — Þetta jafngildir því, sagði Bárður, aö allt kjörtímabilið hafi borgarstjórn haft til ráð- stöfunar eina og hálfa milljón króna á dag og eru þá tekjur borgarfyrirtækja ótaldar. Bárð ur ræddi aðallega skipulags- málin, og kom mjög margt at- hyglisvert fram í ræðu hans, sem birt verður í heild hér í blaðinu á morgun. Hér fara á eftir nokkur af þeim atriðum, sem Bárður drap á: ★ Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins lét undir höfuð leggj- ast að hugsa fyrir framtíðar- höfn fyrir t borgina fyrr en 1958. Þá var án alls undirbún- ings ráðgert að byggja Eng- eyjarhöfn og vörugeymsluhús og fleira byggt í grennd við þá fyrirhuguðu höfn. Þetta mál var gert að mikilli kosn- ingabombu. Þegar málið var athugað kom i Ijós, að þctta var allt að því óframkvæmanlegt, og var þá ákveðið að byggja höfn í Vatnagörðum. Þessi skipulagslegu mistök urðu dýr. ★ Krirtglumýrarbraut var ætlað að tengja Laugarnes- höfnina við umferðaræðar borgarinnar; hún mun í fram- tíðinni aðallega tengja veitinga húsið Klúbbinn við umheiminn Bárður Daníelsson Töfraheímurínn Tívolí, fomsölurnar í Fiolstræde, hdfmeyjan ó Löngu- línu og baSshöndin Bellevue . . ALLT E R AÐ FINNA í KAUPMANN AHO'FN FLUCFÉLAG ÍSLANDS ICELANDAIR FERÐIR VIKULEGA TIL KAUPMANNAHAFNAR en stórkostlegt vandamál verð- ur að tengja hið nýja hafnar- svæði umferðaræðum borgar- innar. ★ Óstjórn Sjálfstæðis- manna í skipulagsmálum á eftir að kosta borgara Reykja- vikur hundruð milljóna króna, þegar til þess kemur að fram- kvæma hið nýja aðalskipulag, sagði Bárður og benti á, að þar er meðal annars gert ráð fyrir að rífa mörg tiltölulega ný- byggð hús við Miklubraut, og að samkvæmt skipulaginu eigi Flókagatan að ganga í gegnum. læknahúsið Domus Medica. ★ 1957 var samþykkt í borgarstjórn að byggja ráðhús við Tjörnina, 20 þúsund rúm- metra að stærð. í meðförum hefur húsið stækkað upp í 38 þúsund rúmmetra, eða hér um bil um helming. Verður það því á stærð við Hótel Sögu. Bárður sagði, að þessi stækk- un hússins og tilkoma hins nýja miðbæjar við Kringlumýr arbraut hefðu gjörsamlega breytt öllum forsendum þess- arar ákvörðunar frá 1957, og kvaðst hann telja að borgar- stjórn hefði gert stóra skyssu með því að láta undir höfuð leggjast að taka þessi ákvörð- un til endurskoðunar árið 1962, þegar ákveðið var að byggja hinn nýja miðbæ. ★ Bárður lagði til að byggt yrði lítiö ráðhús í miðbænum gamla, þar sem fundir borgar- stjórnar færu fram og aðstaða yrði til gestamóttöku. í nýja miðbænum yrði svo byggt skrif stofuhúsnæði fyrir borgina. — Eins og fyrr segir, verður ræða Bárður birt í heild hér í blað- inu á morgun. Mæðradagurinn er é fSmmtiidagl Mæðradagurinn verður há- tíðlegur haldinn næstkomandi fimmtudag og þá ber öllum lands- ins karlmönnum skylda til að kaupa Mæðrablómið, — og stjana við sínar ektakvinnur. Kaup blómsins eru í rauninni langmik- ilvægust, því að ágóðanum af sölu þeirra verður varið til þess að létta ofurlítið líf einstæðra mæðra, og veita þeim verðskuld- aða hvíld frá stritinu. Mæðrastyrksnefnd hefur und- anfarin tíu ár rekið slíkt hvíldar- heimili að Hlaðgerðarkoti í Mos- fellssveit, og síðastliðið sumar dvöldust þar fimmtíu og þrjár mæður með alls hundrað þrjátíu og fimm börn. í upphafi var skipt í þrjá hópa, en mikil aðsókn hef- ur valdið því að nú verður að skipta i fjóra, og er dvalartíminn fimmtán til sextán dagar fyrir hvern hóp. Og dvölin er mæðr- unum og börnum þeirra alger- lega kostnaðarlaus. Þessi aukna aðsókn hefur m. a. leitt til þess að í sumar verður liafin bygging á viðbótarálmu sem í verður stór stofa og sex íbúðarherbergi og eru það þá alls átján mæður sem geta notið dvalar þar í cinu. Síð- asta vika sumarsins, Sæluvikan svonefnda er svo fyrir einstæðar konur, sem eiga engan að, og nýtur hún ekki síðri vinsælda. Eins og endranær hefst starfsemin að Hlaðgerðarkoti fljótlega eftir , 17. júni, svo að pantanir þurfa að fara að berast. Og munið þiðf nú þegar ykkur verður boðin litla * rauða rósin næstkomandi fimmtUi dag, að hún hjálpar til að létta 1 undir með þeim sem mest eig^Vr það skilið. *;5 Útvarpsumræður j í Hafnarfirðí Útvarpsumræður um bæjarm; 1 Hafnarfjarðar fara fram mií - vikudaginn 18. þ. m. kl. 8 síð<. Útvarpað verður á miðbylgj i 1510 k/sec. eða 198,7 metrun . Röð flokkanna er: G, H, A, B og IJ.: Þ®ir hafa haft eina og hálfa milljón á dag: ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. maí 1968 3^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.