Alþýðublaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 2
Sigur æskunnar og
framtíöarinnar
Kapphlaup
Það eru margir önnum
kafnir þessa dagana. Þeir eru
þaö að minnsta kosti verka-
mennirnir, sem eru að vinna
við nýju útisundlaugina í Laug
ardal. Þeir eru í kapphlaupi
við tímann, þvi vafalaust verð-
ur laugin vígð, eða „merkum
áfanga náð’’ áður en kosið verð
ur á sunnudag.
Borgarstjórinn er líka önn-
um kafinn. Hann vígir og vigir
og hefur varla við. Slökkvistöð
í gær, barnaheimili í dag,
borgarsjúkrahús á morgun og
svo ef til viU suridlaug hinn
daginn.
Allar eru þessar framkvæmd
ir góðra gjalda. verðar, þótt
sumar séu seint á ferðinni, og
búnar að vera lengi í deigl-
unni.
Er það ekkl undarleg tilvilj-
un, að þær skuli allar vera að
komast á lokastig, eða verða
fullbúnar í vikunni fyrir kosn-
ngar? Tilviljun er það varla.
Með öðrum orðum, annað hvort
hafa framkvæmdír verið dregn-
ar á langlnn af ásettu ráði,
eða þeim hraðað með óhófleg-
um tiVkostnaðl til þess eins að
þær gætu fallið inn i áróðurs-
herferð borgarstjórnarmelri-
lilutans á heppilegum tíma. —
Eitthvað hlýtur næturvinnan
og eftirvinnan að kosta borg-
arbúa aukalega.
Þótt unnið sc dag og nótt
fyrir kosningar afsakar það
ekki sleifarlag undanfarinna
ára. Nú er vígt og vígt, en Uk-
lega taka vígslumenn sér «r-
lega hvíld eftir kosningar, —
þangað til næst verður kosið.
Þá verður á ný byrjað að vígja.
MWWMWW^MMWMMMWWMWMWWWMMMMWMIWMIWWÍ
LONDON: 62.500 farmenn á brezka verzlunarflotanum hófu
viðtækt verkfail í gær og mun það hafa alvarleg áhrif á brezk-
an útflutning og innflutning. Þetta er fyrsta farmannaverkfall
í Bretlandi i 55 ár og hófst það á miðnætti á mánudag. í gær-
fcvöldi hélt Wilson forsætisráðherra ræðu í útvarp og sjón-
varp og skoraði á brezkar húsmæður að forðast hamstur, enda
■geti slíkt leitt til skorts á nauðsynjavörum á sumum stöðum.
i
i 'SAIGON: Leiðtogar búddatrúarmanna í Suður-Yíetnam
( koruðu í gær á stjórn Nguyen Cao Ky marskálk að seg.ia af
íeér. í Da Naug hefur mótþrói hluta herliðsins |bar verið bæld
ur niður og féllu 10 menn í þeim átökum um lielgina. Búdda-
miinkar í bænum hóta að brenna sig til bana ef stjórnarher-
Bveitir hætta ekki aðgerðum. í Saigon hefur vinna stöðvazt
vegna verkfalis óg Vietcong stóð í gær fyrir fjölda hryðju-
> erka í borginni.
ACCRA: Stjórnin í Ghana hefur gefið út handtökutilskip-
gegn Kwame Nkrumali fyrrverandi forseta og sent hana til
60 landa. Dr. Nkrumah hefur dvalizt í Conakry, höfuðborg
Guineu, síðan byltingin varð gerð í Ghana 24. febrúar. Sekou
ÍFouré, forssti Guineu, hefur lieitið að veita Nkrumah alla
nauðsynlega aðstoð til að komast aftur til valda.
OPEKING: Kínverski kommúnistaflokkurinn gaf í skyn í gær,
að barátta sr sem ráðgerð er gegn kunnum rithöfundum verði
áð baráttu sú, sem nú er ráð gesgn kunnum rithöfundum, verði
einnig látin ná til nokkurra manna, sem flokkurinn segir til-
tieyra „borgarastéttinni“. Öli blöð í Peking birtu í gær á for-
Síðu greinar rneð gagnrýni á tvö blöð, „Víglínan“ og „Dagblað
íð“. sem eru málgögn kínverska kommúnistaflokksins. Blöð
.|>essi eru gsgnrýnd fyrir það að hafa á undanförnum vikum
birt greinar, sem eru sagðar fjandsamlegai- flokknum. Höfund-
ar greinanna eiga sæti í stjórn flokksins.
LONDON: Utanríkisráðherra Spánar, Fernando Marpa
éastiella, kom í gær til Lundúna að ræða við brezka ráðherra
litn kröfu Spánverja til Gíbraltar. Bretar krefjast þess, að
Sjánverjar hætti að hefta ferðir milli Spánar og Gíbraltar og
^tialda iþví fram að Sjánverjar hafi í rauninni sett Gíbraltar í
ytðskiptabann. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem hvöttu deilu
aðila til að finna lausn á deilunni. Castiella utanríkisrá:ð-
(fcerra sagði við komuna til Lundúna í igær, að Spánverjar
tteyndu nú í fyrsta sinni í 250 ár að finna varanlega lausn á
vandamáli, sem gæfi sífellt tilefni til deilna milli Spánverja og
-Breta.
KAUPMANNAHÖFN: Giuseppe Saragat, forseti Ítalíu, kom
í gær til Kaupmannahafnar í opinbera heimsókn.
— EF HINN ungi kjósandi,
sem nú gengur í fyrsta skipti
að kjörborðinu vill láta taka
lit til atkvæðis síns og knýja
fram stefnubreytingu, — þá hlýt
ur hann að kjósa Alþýðuflokkinn. í
Það eru ungu kjósendurnir sem
ráða úrslitum í þessum kosning
um. — Þið ungu kjósendur, sem
nú gangið að kjörborðinu í
fyrsta sinn, kjósið, að vel yfir-
veguðu máli, — kjósið Alþýðu-
flokkinn. Sigur Alþýðuflokksins
er sigur unga fólksins og fram-
tíðarinnar. Á þessa leið mælti
Jóhanna Sigurðardóttir, flug-
freyja í útvarpsumræðunum í
gær, en hún skipar fiinmta sæti
Zetterling kvik-
myndar á íslandi
MAI Zetterling, kvikmynda-
leikkona og kvikmyndaframieið-
andi kom hingað til lands aðfara-
nótt sunnudags. Mun hún dvelja
hér á landi til mánaðarmóta. í för
með Zetterling er eiginmaður
hennar og sænskur kvikmynda-
tökumaður. Munu þau vlnna hér
að kvikmyndatöku og fór hópur-
inn þeirra erinda upp í Borgar-
fjörð þegar á sunnudag.
Sem kunnugt er gerði Zetterl-
ing nokkra kvikmyndaþætti á ís-
landi fyrir nokkrum árum, sem
sýndir voru x sjónvarpi í Eng-
landi og í Svíþjóð. Síðan hefur
hún gert tvær langar kvikmynd-
ir og kom önnur þeirra á markað
í fyrra, en hhin er væntanleg inn
an skamms.
Jóhanna Sigurðardóttir.
á lista Alþýðuflokksins í Reykja
vík.
Jóhann ræddi í upphaíi ræðu
sinnar um baráttu Alþýðuflokks-
ins á ltðnum árum. Margt af því
sem flokkurinn hefði á sínum
tíma knúið fram með harðri bar
áttu, væri i dag talið sjálfsagt
og menn leiddu varla hugann
að því hvernig ástandið hefði áð
ur verið.
— Er þér ljóst ungi kiósandt,
sagði hún, að þegar þú fæddist
voru aðeins tveir igagnfræðaskól
ar í Reykjavík, annað var einka
skóli, en hinn tilkominn vegna
baráttu Alþýðuflokksins? Hafa
stúlkurnar, sem nú kjósa fyrsta
sinni fylgst með því að Alþýðu-
flokkurinn hafði frumkvæði um
launajafnrétti kvenna og karla við
sömu störf? — Það er öUu öðru
nauðsynlegra, að hinir fjö'mennu
árangar, sem nú ganga að kjör-
borðinu í fyrsta sinni kj'nni sér
staðreyndirnar í stjórnmálabarátt
unni.
Einnig ræddi Jólianna um íbúða
mál unaa fólksins, sem ekki ætti
annars kost en að kaupa íbúðir,
hjá „mönnunum", sem borgin læt
ur hafa lóðrr til að braska með,
ef efnahagurinn þá leyfð’ að ráð
ist væri í slíkt. Hún ræddi um
skortinn á barnaheimilum í borg
inni, sem ekki gætu sinnt helm
ing umsókna.
— Yantar borgarj'fii-völdin okk
ar ekki svoltinn skilning á félags
legri hugsun sagði Jóhanna.
Skilja þau unga fólkið? Horfa
þau nokkurn tíma fram á við?
Framhald á 15. síðu
Sýning á vatns-
litamyndum
Þessa dagana stendur yfir í sýn
ingarkjallaranum að Ilafnarstræti
1 sýning á vatnslitamyndum eftir
Elínu Karitas Thorarensen. Alls
eru á sýningunni 46 mjmdir og
eru langflestar þeirra af Reykja-
vik eða landslagi í nágrenni borg-
arinnar. Um fjórðungur mynd-
anna eru í einkaeign, hinar eru
til sölu.
Þetta er fyrsta sýning sem Elín
Karitas lieldur og hefur hún ekki
tekið þátt í samsýningum til
þessa.
Elín, sem er dóttir séra Jóns
Thorarensen, hefur ekki stundaB
listnám, en teiknað og málað frá
unga aldri. örfáar myndanna &
sýningunni gerði hún á aldrinum
12—13 ára. Sýningin verður opin
til 26. maí.
IWWWWWSWWWWWWSWWWWWWWVWWWWWS
17. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ