Alþýðublaðið - 01.06.1966, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 01.06.1966, Qupperneq 7
VIÐRÆÐUM UM stjórnarmynd un í Fjnnlandi er lokið og jafn' aSarmannaleiðtoginn Rafael Paa sio hefur myndað „þjóðfylkingar stjórn“, sem þrír stærstu stjórn málaflokkar landsind: Jafnaðar- mannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn, standa að auk hins litla flokks vinstri jafnaðarmanna. Flokkur jafnaðarmanna vann glæsilegan sigur í þingkosning- unum x Finnlandi í marz sl. og var því eðlilegt að Kekkonen for- seti fæli leiðtoga flokksins, Raf ael Paasio, að mynda stjóx-n á breiðum grundvelli. En viðræð- urnar um stjórnarmyndunina hafa verið langar og erfiðar eins og við var búizt og um tíma virt ist vafasamt hvort lionum tækist að mynda samstöðu um samsteypu stjórn. Paasio var rétti maðurinn til að reyna stjórnarmyndunina. Hann er orðlagður samningamaður og án efa er það ekki hvað sízt hæfi leiki hans að miðla málum og bræða saman ólík sjónarmið sem hefur lyft honum í forsætisráð herrastólinn. Hin varkára stefna Paasios hef ur borið árangur og jafnvel and stæðingar hans játa, að hann hafi unnið frábært afrek og mikinn per sónulegan sigur. Hann varð ekki einungis að standa í löngum og erf iðum viðræðum við aðra stjórn- málaflokka heldur og að jafna al varlegan ágreining, sem reis í röð um jafnaðarmanna, urn stefnu hinnar nýju stjórnar. En að lokum tókst Paasio að ná samstöðu um myndun stjórnar á breiðum grundvelli eins og Kekk onen for^eti fól honum að reyna og jafnframt að fá meirihluta í flokki sínum til að fallast á stefnu yfirlýsingu nýju stjórnarinnar. Paasio, sem verður 63 ára 6. júní, hefur brotizt áfram í lífinu af eiein rammleik. 17 ára gam- all hóf hann nám í prentiðn í smá þorpi í Suðvestur-Finnlandi, en þar var faðir hans timbursmiður. Hann var vélsetjari og síðan prent. smiðju^tjóri unz hann sagði skilið við prentsmiðjustörf og gerðist blaðamaður. Hann stóð sig frá- bærlega vel í blaðamennskunnj og varð hann aðalritstjóri jafnaðar mannablaðsins ..Turun Paivalehti“ í Ábæ 1942. Blaðið er gefið lit á finnsku og Paasio^ talar ekki önnur tungumál. Hann tók snemma virkan þátt f starfj verkalýð~hreyfingarinnar tók einnig þátt í bæjarstjórnmál lim og síðan 1948 hefur hann átt . sæti á þingi. Ári síðar varð hann formaður utanríkismálanefndar þingsins og formaður þingflokks jafnaðai’manna. Eftir þjngkosning arnar í marz sl. var hann kosinn þingforseti — en talið er líklegt að Johannes Virolainen fráfarandi forsætisráðherra taki nú við því starfj. Paasio hefur tvívegis gegnt ráð herrastörfum, fyrst í annarri stjórninni sem Kekkonen myndaði 1951 og síðan í þriðju stjórn Karl August Fagerholms 1958, en sú stjórn vai-ð að segja af sér að kröfu sovézku stjórnarinnar. Árið 1961 var hann frambjóðandi jafn aðarmanna í foi-setakosningunum eftir að jafnaðarmenn höfðu neyðzt til að draga framboð Honka til baka að kröfu Rússa. PAASIO Rússar héldu uppi ákafri bar- áttu gegn finnskum jafnaðai-mönn um og báru þeim á brýn að þeir væru fjandsamlegir Sovétríkjun um og óábyrgir í utanríkisstefnu sinni. Þessi barátta Rússa gegn jafnaðarmönnum leiddi til alvar legrar sundrungar í verkalýðs- hreyfingunni. Árið 1963 lét Vanio Tanner af formennsku í flokkn um, en liann var mjög umdeildur stjórnmálamaður og höfðu Rúss ar meiri vanþóknun á honum en. nokkrum öðrum, finnskum stjórn- málamanni. Á landsfundi flokksins var Paas io kjöi-inn eftirmaður Tanners þar sem hann var hófsamur og allir gátu sætt sig við hann sem foringja, en vegna þessara kosta var hann talinn allra manna bezt til þess fallinn að bera klæði á vopnin og sameina flokkinn. Paasio átti erfitt verk fyrir hönd um. Pólitískar illdeilur og pei'sónu kritur ríkti í flokknum. En ekki leið á löngu þar til stai-f Paas- ios fór að bera árangur. Deilurn ar innan flokksins voru til lykta leiddar og traust þjóðarinnar á flokknum óx til svo mikilla muna að jafnaðarmenn náðu mjög góð um árangri í bæjar- og sveitar stjórnarkosningunum 1964. Vel- gengnin í kosningunum treysti samstöðuna í flokknum og í þing. kosningunum fyrir tveimur mán. vann hann glæsilegan sigur og varð á ný stærsti þingflokkurinn. En þótt Paasio hefði verið brú arsmiðurinn sem sameinað hafði flokicsbrotin, töldu fæstir að hann yrði í forsæti nýrrar ríkisstjórn ar. Ýmsir sögðu sem svo, að Paa sio væri frábærlega laginn samn ingamaður og sáttasemjari, en hefði ekki til að bera þann mynd ugleika, sem foi-sætisráðherra yrði að hafa. Þetta voru sömu röksemd ir og andstæðingar Paasios beittu gegn honum í forsetakosningun um 1962. Flestir voru þeirrar skoð unar, að KarlAugust Fagerholm fv. forsætisráðherra kæmi fram á sjónarsviðið á síðustu stundu og tæki við forystu nýrrar ríkis ar. Framh á 5. bls * BILLIN Rent an Icecar ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM Athugið, að merki þetta sé ó húsgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. Kaupið' vönduð húsgögn. 02542 f RAMLElÐÁHÐt í : NO. pB lÚSGAGNAMEISTARA ÉLAGl REYKJAVÍKUR 1 HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR Auglýsingasíminn er 14906 SJO SINNUM SJO TILBRIGÐI, EFTIR KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK Kristján frá Djúpalæk er harp slagi („lyriker”). Honum er létt um að yi’kja. Hann er að vísu fyi-st og fremst skáld tilíinninga, kenndaskáld, en lxann er líka vit skáld, og glampar oft á hugrænar perlur i ljóðum hans. Nýútkomin bók eftir hann, „Sjö sinnum sjö tilbrigði“, ber öll einkenni lxans sem skálds. Þessi sjö tilbrigði eru 7 kaflar, og nefnist 1. kaflinn „Landið," 2 kaflinn „Myrkur,“ 3. kaflinn ,,Hverfleiki“, 4. kaflinn „Guðinn1, 5. kaflinn „Minni“, 6. kaflinn „Glettur” og hinn 7. „Bibl íusögur". Konxið hafa út 7 ljóðabækur eft ir Kristján og er þessi hin síð- asta 8. ljóðabókin. Hvenær sem hann kveður sér hljóðs sem skáld hefur hann eitthvað að segja en þó eru flest kvæði hans bless unarlega stutt, og þannig eiga kvæði að vera. Löngu kvæðin eru oftast iðnaður að meira eða minna leyti, skáldið í raun og veru bú ið að syrgja sig út eftir nokkrar hendingar. Kristján er skemmtilegt skáld og skemmtilegur maður, gi'eind ur vel, víðsýnn og djax'fmæltur, án þess að vera orðljótur í ræðu eða x'iti. Hann er og ekki lxrædd ur við að aðhyllast það, sem sum ir hugsunai'leysingjar telja vit- leysu eina, og láta það í ljós, Kristján frá Djúpalæk. i samanber viðtal hans við .Tónas Jónasson í útvarpinu ekki alls fyrir löngu. Þessi fáu orð eru ekki ritdóm ur, heldur ritfregn: Þau eru aðoins skrifuð til að vekja athygli á eft irtektarvei-ði'i og skemmtilegri bfek Kærar þakkir, Kristján! Gi-etar Fells. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. júní 1966 7'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.