Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 6
SKOÐUÐ í nokkuð stóru sam- hengi er dönsk stjórnmálasaga þessarar aldar stórum 'áhrifa- meiri en menn gera sér ef til vill í hugarlund. Að minnsta kosti er þetta niðurstaðan eftir lestur nýrrar bókar“, Dansk politik i gSr og i dag“, sem for lagið „Fremad" hefur sent frá sér. Höfundur bókarinnar er Har ald Westergárd-Adersen lektor við Blaða- og samtíðarsögustofn unina í Árósum. Höfundur lætur þess getið í for mála, að bókin sé ekki byggð á sjálfstæðum rannsóknum held ur sé hér safnað og skeytt sam an túlkunum annarra manna á þinum ýmsu vandamálum sem Öanir hafa átt við að stríða á þiessari öld. Hér er því um að ræða yfirlits- og kennslubók, sem upphaflegn var ætluð til kennslu í dönskum stjórnmálum í Blaða- mannahásícóla Danmerkur. En fullyrða má, að allir þeir, sem hafa einhvern snefil af áhuga á stiórnmálum, finni margt at- hygl'svcrt í bókinni og margir munu komast að raun um, að hún er beinlínis spennandi aflestr ar. Jafnvel þeir, sem telja sig hafa fylgzt vel með atburðum síð ustu tuttugu ára, munu komast að raun um, að þeir hafa gleymt ýmsu í sambandi við liðna at- burði eðH látna leiðtoga sem mfikilvægt er að rifja upp til að verða betur fær um að dæma þróunina fram á síðustu ár. Og bókin er ekki sízt mikilvæg vegna þess, að hún nær allt fram í ; febrúar 1966, og þannig má skoða vandamál þau, sem nú eru efst á baugi, í ljósi þess sem á undan er gengið. ★I SDÉRVÍKURMÁLIÐ. [Bókin heftfr að geyma ;ýsingar á góðum iafnt sem vondum hlið um söeiifi-ægra stjórnmálamanna fattíðarinnar. ‘Lesendur bókarinnar komast að raun um, hve Alberti-hneykslið var gífurlega umfangsmikið þeg ar þeim er sagt, að fjárdráttur íslands- og dómsmálaráðherrans, sem nam 15 milljónum danskra króna, samsvaraði einum áttunda hluta skattaálaga heils árs. Al- berti var úr Vinnstriflokknum, og þegar hann sagði af sér 1908 vegna hneykslisins náði Róttæki flokkurinn sér á strik og komst í valdastólana. Og flokkurinn var við völd öll styrjaldarárin og allt fil ársins 1920, þegar stjórn iiokks ins var vikið frá fyrir tilstilli konungsins. En það voru hinar miklu þjóðerniihræringar vegna Suður-Slésvíkur-málsins er áttu drjúgan þátt í falli stjórnarinn- ar. Segja má, að sagan hafi endur tekið sig 25 árum síðar þegar engu minni þjóðernishræringar ”rðu þess valdandi að leiðtogi íhaldsflokksins, Christma= Möll- er, sá sig tilneyddan að segja sig úr flokki sínum, og ollu bví nokkru síðar, að forsætisráð herra Vinstri flokksins Knud Kristénsen, hrökklaðist frá völd um og því næst úr flokk< sínum. í dag geta flestir verið sam- mála um, að það var mikil gæfa. að í báðum tilvikum var Jafn aðarmannaflokkurinn hin trausta brjóstvörn gegn glæfralegri stefnu, sem öll gætin og hófsöm öfl fylktu sér á bak við. ★ KLOFNINGUR BORGARA- FLOKKA Á það skal lögð áherzla, að þessir atburðir eru ekki tengdir saman í bókinni, en nefna má þetta sem dæmi um, hvernig bók in vekur lesendur til umhugsun- ar, er þeir fá heildaryfirlit yfir hálfrar aldar sögu í samþjöppuðu I—mi, án þess þó að sieppt sé nokkru, sem máli skiptir. Sjá má einnig, að allt sem hef ur verið rætt og ritað fyrr og nú um klofning innan Jafnaðarmanna flokksins hefur verið hrein ósk- hyggja hjá andstæðingum jafnað armanna þegar hafður er í huga sá raunverulegi klofningur sem risið hefur í röðum Vinstri flokks ins og íhaldsmanna um árin. Vinstri Jlokkurinn, sem var mjög öflugur á síðustu öld klofn aði í tvær eða þrjár fylkingar um aldamótin, og klofnineurinn varð endanlegur þegar „Det Radi kale Venstre" klauf sig úr flokkn um 1905, án þess að snúa nokkru sinni aftur til föðurhúsanna, að minnsta kosti ekki til þessa dags. Árið 1953 endurtók sagan sig Framliald á 10. síðu Hans Hedoft ásamt Viggo Kampmann á þingfundi 1954. f 8. júní 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Grafarnes verður Grundarfjörður í fyrrasumar fór fram allsherj aratkvæðagreiðsla í því þorpi Graf þrnesi í Grundarfirði um það, hvort leggja skyldi niður nafnið lir&i'arnes og- taka upp nafnið Grundarfjörður í þess stað. Allir ! þorpsbúar, að undanteknum tveim eða þrem , samþykktu breyting una og nú nýverið lesum við í dagblöðunum, að sýslunefnd hafi samþykkt að leggja málið fyrir stjórnvöldin til fullnaðaraf- greiffslu.. í tilefni af þessu umróti í hug um þeirra Grundfirðinga, snerum við okkur til tíðindamanns blaðs ins á Grundarfirði, Stefáns Helga sonar, og inntum hann eftir ýmsu er varðaði sögu staðarins og ástæð um fyrir nafnbreytingunni, ef til væru. — Árið 1929 eru aðeins fáein grasbýli á nesinu. Götuhús, Fagur hóll, Lengja, Sólvellir og Neshús. Þeir kotbændur, er þarna bjuggu höfðu máske eina kú og fáeinar rolluskjátur, en lielzta atvinna beirra var sjósókn. Eina býlið, sem nokkra reisn hafði sem slíkt var Gröf. Þegar Landssíminn fór að hefja framkvæmdir á nesinu gaf hann því nafn og kallaði Graf arnes. Þetta var um 1940, en þá fer þorpið fyrst að myndast. En upphaflega var Grundarfjörður löggiltur verzlunarstaður með því nafni, sama ár og Reykjavík fékk sína löggildingu fyrir heimsstyrj öldina síðari var dálítil útgerð þarna og þá eingöngu smábáta útgerð, því að bryggjuskilyrði voru engin. Fiskur var þó verkaður í landi. Fyrstur manna með íshúsverkun var Sigurður Þorsteinsson. Síðan koma fram háværar raddir um nauðsyn-þess, að byggja brygg-ju og var aðalhvatamaður að þeim framkvæmdum Pálj heitinn Þor leifsson skipstjóri, en hann gerði út bát. sem þekktur var undir nafninu Hamra-Svanur. Síðan kem ur bryggjan og bryggjuhús til vinnslu aflans, Utan um þessar framkvæmdir var stofnað eitt af fyrstu almenningshlutafélögum landsins, en svo til allir íbúar Framliald á 10. síðu. 9.334 tonn bárust á land í Úlðfsvík Ólafsvík — OÁ Fjórir bátar hófu róðra með línu þegar upp úr áramótum. Tíðarfar var mjög erfitt, róðrar fáir og tregur afli. Fyrstu bátarn ir lögðu net sín um 20. jan. en almennt hófst þorsknetaveiðin upp úr mánaðamótum jan. febrúar. Síð ustu bátarnir tóku upp net sín 18. maí. Tíðarfar var mjög slæmt fram an af vertíðinni og afli lélegur Þetta kom mjög hart niður á hin um minnj netabátum, því að auk þess, sem tíðarfar var mjög óhag stætt, lá fiskurinn að þessu sinni í norðurkantj álsins, en aflinn í suðurkantinum, þar sem undan farnar vertíðir hefur verið ágæt ur afli, var mjög lítill nær alla vertíðina. Tíðarfar í apríl var ágætt og þá var sæmilegaur atfliw Heilsúfar var ágætt á vertíðinni og um telj andi slysfarir eða óhöpp var ekki að ræða. Heildaraflinn í verstöðinni var 15. maí 9,334 tonn í 948 sjóferð um á 16 báta. Þar af voru 2 að komubátar. Aflahæstur var Halldór ■Tónsson með 1001 tonn. Afli á ein staka báta sem hér HaPdór Jónsson 75 segir: r. 1001 tonn Valafell 76 r. 902 tonn Jón Jónsson 68 r. 816 tonn Sveinbj. Jakobss. 65 r. 812 tons .Steinunn 72 r. 813 tonn Stanafell 61 r. 809 fonn Guðbiörg 55 r. 576 tonn Jón á Stapa, 58 r. 624 tonn Hrönn 63 r. 532 tonn Leifur Haraldsson, skipstjóri Frosti 44 r. Bárður Snæfellsás 49 r. Ólai'ur Bekkur 31 r. Auðbjörg Geysir Ólafur Gylfi Mestur 68 r. 54 r. 59 r. 50 r. 473 tonn 416 tonn 409 tonn 374 tonn 345 tonn 214 tonn 172 tonn afli í sjóferð var 48 tonn hjá mb. Halldóri Jónssyni í marz. Skipstjóri á mb. Halldóri Jóns syni var Leifur Halldórsson'. Leif ur er sonur Halldórs Jónssonar út gerðarmanns hér í Ólafsvík. Hann er 32 ára gamall og hefur verið skipstjóri síðan 1960, fyrst á mb. Bjarna Ólafssyni og síðan á Hall dóri Jónstyni og alla tíð verið í röð fremstu fiskimanna okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.