Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 7
TÍMI sumarferðalaganna er nú haíinn, eða í þann veginíi að hefj- ast hér á iandi, og um allar góð- viðrishelgar í sumar má búast við enn meiri umfer'ð en var í fyrra- sumar á öllum lielztu vegunum í grennd við borgina, Miklu máli skiptir að sjálfsögðu að allt sé í lagi á þessum ferða- lögum, bæði ökumenn og öku- tæki. Til að minna menn á að hafa ökutækin í lagi birtum við mynd- ina hér að ofan, en hún var tekin í gær við skoðun bifreiða við Bif- reiðaeftirlit ríkisins við Borgar- tún. Þar stendur nú sko'ðunin sem hæst og margir eru gerðir aftur- reka vegna þess, að þeir gæta þess ekki að hafa allt í lagi. Auðvelt er að spara sér aukaferð og töf með því að ganga úr skugga um □ Mjög mikil aðsókn hefur verið að þvottastöðinni við Shell við Suðurlandsbraut. Víst er að þvottur þar tekur skamman tíma og er ekki tiltakanlega dýr. Ýmsa hefur þvotturinn þó kostað útvarpsstöng, og er þá þvottaferðin orðin alldýr. Ýmsir hafa einnig heyrzt kvarta yfir því að burstarnir, sem þarna eru notaðir séu fullharðir, og eigi það til að rispa lakkið. Ekki þorum við þó að leggja neinn dóm á þá full- yrðingu. □ Margir bíleigendur hafa ekki tíma til að bóna og þrífa bíla sína sjélfir, þótt slíkt geti verið innisetumönnum næsta hollt og hressandi. Það hefur því farið talsvert í vöxt að ýmsir aðilar tækju að sér að annast þetta fyrir menn. □ Sá sem þetta ritar hefur með stuttu millibili reynt tvenns konar þjónustu af þessu tagi. Á fyrri staðnum var bónað yfir bílinn að utan — ekki hreyft við honum að innan, nema hann væri þá skítugri, þegar hann kom en þegar hann fór. Þetta kostaði þrjú hundruð krónur. □ Á hinum staðnum, það var nánar tiltekið á Klöpp við Skúlagötu, kom bíllinn til baka spegilfagur og gljáandi, tand- ur hreinn jafnt að utan sem innan, sem nýr væri. Það kost- aði líka þr.iú hundruð krónur, en verkið var vissulega þess virði. Það er sem sé ekki sama hvert farið er. En vafalaust eru margar góðar bónstöðvar í bænum en hér talar aðeins einn ökumaður af- eigin reynslu. Ekill. að ekkert stórvægilegt sé að áð ur en farið er með bifreiðina í skoðun. Hver og einn getur sjálfur geng- ið úr skugga um hvort hljóðmerki er í lagi, hvort rúður eru sprungn- ar, eöa einhvcr hjólbarðinn órð- inn sléttúr af sliti. Allt getur þetta valdið því að menn séu gerðir afturreka. Nú í vor fær engin skoðun, nema hafa látið framkvæma ljósa- stillingu á bifreið sinni. Þeir sem eru félagsmenn í PÍB, og raunar aðrir líka, geta fengið stillinguna framkvæmda í stillingarstöð fé- lagsins inni á Langholtsvegi. þar sem kunnáttumcnn fjalla um ljósa- búnaðinn. Mörg af stærri bifreiða verkstæðunum í Reykjavík inna einnig þessa þjónustu af hendi. En í skoðun þýðir ekki að fara nema búið sé að stilia ljósin. Sumir hafa sjálfir aðstæður til að athuga liemla og stýrisútbúnað, en ýmsir kjósa sjálfsagt heldur að láta bifvélavirkja framkvæma þær athuganir. Sé langt síðan viðgerð cða athugun hefur verið fram- kvæmd á stýrisbúnaði cða heml- um er sjálfsagt að láta bifvéla- virkja athuga þessi nauðsynlegu stjórntæki. Það getur sparað auka ferð í skoðun og mikla töf og um- stang. Hér að framan hefur aðeins ver- að talið það einfaldasta, sem höf uð máli skiptir. Ýmislegt annað þarf einnig að athuga, til dæmis varahjólbarða, spegla og verk- Framhald á 10. síðu. HJALP! Brezk frá ’65. Leik- stjóri: Richard Lester. Fram- leiðandi: Walter Shenson. Handrit: Marc Behm og Char- les Wood eftir sögu Marc Belim. Kvikmyndataka: David Watkins. Klipping: John Vict- or Srnith. Tónlist: Ken Thor- ne. Söngvar: John Lennon, George Harrison, Paul Mc- Cartney. Framleiðsla: Walter Shenson. Subafilms. United Artists. Eastman colour. Tóna bíó. 90 mín. Richard Lcster, leikstjóri Bítlanna í þessari mynd og fyrri mynd þeirra, „A Hard Day’s Night” er einn þeirra leikstjóra, sem náð hafa umtali almcnnings á skömm- um tíma. Dick, eins og hann er venjulega kallaður, gerði sína fyrstu mynd (ef trúa má prógramm inu) í félagi við Peter Sellers. Síðan gerir hann hverja myndina á eftir annarri unz ,.A Hard Dav’s Night” færir hann í fremstu röð leíkstjóra í Englandi. Eftir að sú mynd er komin á markaðinn, hvíl- ir hann sig á Bítlunum um stundar sakir og gerir myndina „The Knack .. and how to get it.” — Hlaut sú nij'nd Grand Prix verð- launin og Gullpálmann 1965. — „Help” er ekki þess vænleg að vinna sér inn mörg verðlaun eftir í Tónabíói. Þessi mynd er frá- brugðin hinni fyrri Bítlamynd í þvi, að hún er tekin i litum, tekih á mismunandi stöðum í heiminum og hefur ákveðinn söguþráð (ef söguþráður getur kallast). Það er ef til vill ekki réttnefiíl að kalla þessa mynd heimsfræga. í raun réttri er myndin ekki fræg nema fyrir þá sök eina, að Bítl* arnir koma fram í henni. Og myncl ir eru yfirleitt ekki taldar frægar, ef þær hafa ekki annað til brunnb að bera en nöfn frægra manna. —• Sjálfir segjast Bítlarnir ekki líta á sig sem leikara, þó að þeir hafi komið fram í þessum tveimuv myndum, enda hefur ekkert reynt á leikhæfileika þeirra, þar eð þeii’ leika aðeins sjálfa sig. í viðtali sögðu Bítlarnir m. a. um myndina: Við vildum að hún yrði ekkert lík fyrri myndinni, og fengum að breyta öllum þeim at- riðum, sem okkur fannst vera oií lík. Dick og Walter voru á sama . j máli og vildu að þetta yrði okkar mynd. En aðal vandamálið var að ^ eins að koma söngvunum fyrir i ! myndinni, án þess að það kæmi i asnalega út, „þvi við verðum að horfast í augu við það, að það verða að vera söngvar í myndinni vegna þess að þetta erum við, og án söngvanna mundum við allg ■ ekki vera í myndinni.” i Vandamálið er leyst á þann vafasama hátt að fækka söngv- Framhald á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. júní 1966 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.