Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.06.1966, Blaðsíða 15
Sjónvarp rrauiliatd úr opnu. hún sé skýr og einföld í sniðum og laus við smáatriði, sem vont er að greina á svo smáum fleti. Sjónvarpskennslan örvar nem- endur til sjálfstæðra athugana og knýr þá til aukinnar ábyrgðar á eigin námi. Þannig gerizt það, að sjónvarpsnemendur nota mun meira bókasöfn og ýmis einstakl- ingsbundin hjálpargögn en þeir nemendur, sem aðeins njóta hefð- bundinnar kennslu. Sjónvarpskennsla hefur þannig ýtt undir meiri vinnu af hálfu nemenda og minnkað stagl og yf- irheyrslur af hálfu kennara. Árangurinn er sá, að þessir nemendur virðast standa sig betur á prófum og muna lengur, það sem kennt var, samkvæmt áreið- anlegum samanburði. Ótaiinn er sá kostur sjónvarps- kcnnslu, að ýmis þau kennslutæki sem sjónvarpskennari getur not- fært sér, eru alls ekki til í eigu venjulegra skóla, svo sem vísinda- tæki í stórum rannsóknarstofum, heil iðjuver og einstök tæki, sem þar eru notuð; listaverk á söfnum eða annað það, sem ekki verður fært úr stað, en flutt inn í skólana með aðstoð kvikmyndar eða sjón- varpsupptöku á myndaband. Óþarft ætti að vera að benda á þá sérstöku aðstöðu, að geta boð- ið nemendum upp á heimsókn mik- ilhæfra manna, skálda, rithöfunda eða listamanna, sem e.t.v. læsu úr verkum sínum eða túlkuðu list sína á annan hátt. Og enn má nefna þann kost sjón varpskennslu, að þar má hafa á boðstólum framhaldsflokka í sér- hverri námsgrein fyrir þá, sem þannig gætu unnið tíma í námi, öðrum nemendum að skaðlausu. Þannig gefst bekkjarkennaranum oft kærkomið tækifæri til að sinna frekar þeim, sem hægar fara. Það vinnst ekki tími til að skýra frá því, hvar og hvernig allar mín- ar fullyrðingar um kennslusjón- varp eru fengnar, en mál mitt byggi ég fyrst og fremst á rcynslu Bandaríkjamanna og nákvæmum rannsóknum á notagildi sjónvarps í þágu kennslu. Þar starfa nú 102 kennslusjónvarpsstöðvar og nokk- ur liundruð lokuð sjónvarpskerfi á öllum skólastigum. Sjónvarpskennslu njóta tugir milljóna nemenda og í marz 1965 var meðaltal kcnnslustunda í liverj- um skóla, cr sjónvarpskennslu naut, 18 stundir á viku. Lokuð sjónvarpskerfi eru þann- ig, að útsendingin ferðast ekki á ljósbylgjum eins og þgar um venjulegt útvarp eða sjónvarp er að ræða, heldur eftir sérstökum jarðstreng, sem þannig tengir hina ýmsu skóla fræðsluhéraðsins við sjónvarpsstöðina. Stofnkostnaður við slíkt kerfi er meiri en ella, en helzti kostur er sá, að þannig er hægt að sjón- varpa mörgum kennslustundum samtímis. Stærsta skólakerfi í Bandaríkj- unum, sem slíkt kerfi notar er í Hagerstown í Maryland-fylki. ~. Svæðið er 468 fermílur að stærð Og íbúatala milli 90 og 1<)0 þús- und manns. Þarna eru 50 skólar . með 2-30 þús. nemendur tengd ir saman í eitt kerfi. 6 kennslu stundum er sjónvarpað samtímis, alls 34 stundum dag hvern, 5 daga vikunnar. Þarna eru kennsluþættirnir ekki teknir upp á myndbönd, held- ur eru starfandi nægilega margir kennarar til að sjónvarpa jafn- harðan. Það er mjög algengt, að banda- rískir háskólar hafi sitt eigið sjón varpskerfi, og tengi þannig sam- an hinar ýmsu deildir. Einnig ! skiptast skólar innan hvers fylkis á kennslukröftum á þennan hátt. , í vöxt fer, að sýnikennsla fyrir kennaraefni fari fram í sjónvarpi, þannig að nemendur geta setið kyrrir i stofum sínum og notið athugasemda og leiðbeininga kenn ara síns samtímis því að þeir horfa á kennslu í fjarlægum skóla. Ein merkilegasta tilraun með kennslusjónvarp og það eina í heim inum sinnar tegundar, er „flug sjónvarp“ það, sem rekið er í Indi anafylki. Þessi starfsemi hófst 1961 með því að keyptar voru tvær DC—6 flugvélar og þær innréttaðar sem sjónvarpsstöð. Á jörðu niðri störfuðu og starfa enn kennarar að því að framleiða kennsluflokka á myndböndum. | Önnur flugvélin er á lofti í einu og sjónvarpar 24 kennslustundum á dag yfir svæði, sem er 127000 fermílur að flatarmáli eða til hluta úr 6 fylkjum Bandaríkjanna; — svæði sem er 3 sinnum stærar en Ísland. Rúmlega 1100 skólar með 465 þús. nemendum notfæra sér þessa kennslu og greiða tvo dali á nemanda til sjónvarpsins. Á svæðinu eru hins vegar um 17 þúsund skólar með yfir 7 millj. nemenda. En þess ber að gæta, að á þessu svæði starfa mörg lokuð sjónvarpskerfi fyrir. Ég hef ekki fleiri orð um banda- I rískt kennslusjónvarp, til þess ; vinnst ekki tími. En æt.ti ég að gera tillögur um slíka starfsemi á íslandi, mætti hugsa sér þær í þá átt, að; 1. látin yrði fara fram rannsókn á þörf skólanna fyrir bætta kennsluhætti; 2. gerð yrði athugun á því, ; hvort sjónvarp væri talið æski- legt, ef bóta er þörf; 3. athugað yrði livort hinar j dreifðu byggðir, sem ekki munu hafa aðgang að sjón- j varpi næstu árin, hefðu áhuga á að koma sér upp lokuðum kerfum og nota t.d. færan- leg myndsegulbönd til sinnar starfsemi; 4. athugaðir verði möguleikar á því, að skipuleggja sjónvarps- kennslu fram í tímann og taka þegar tillit til þess við bygg- ingu nýrra skólahúsa; 5. kennurum verði gefinn kostur á námskeiðum í sjónvarps- kennslu og kennslufræði sjón- varps og kennsluæfingar verði gerðar að föstum lið í námi kennaraefna frá Kennaraskóla og B-A-deild Háskóla íslands. Það verður ekki sagt með sanni, að sjónvatP hafi komið þegjandi og hljóðlaust inn í íslenzkt þjóðlíf. Um tilverurétt þess hefur tals- vert verið deilt og svo mun enn verða um hríð, og er það vel. En því fyrr, sem menn gera sér grein fyrir, að íslenzkt sjónvarp er staðreynd innan skamms tíma, þeim mun eðlilegra væri að vænta þess, að upp kæmu jákvæðar skoð- anir á því, hvernig tækni þessi og fjárfesting verður bezt notuð, lítilli þjóð og fátækri til gagns og ánægju. Sú skemmtan, sem sjónvarpi er ætlað að veita landsmönnum er út af fyrir sig góðra gjalda verð. Ekki er vafi á, að ef sú stefna ríkir, sem ráðið hefur vali útvarps efnis á íslandi um langt skeið, þá verður íslenzkt sjónvarp bæði fróðlegt og skemmtilegt. En minnugir þess, að bezta fjárfesting hvers ríkis er mennt- un borgaranna, hljótum við að gefa gaum að þeim leiðum, sem aðrar þjóðir feta í þeim efnum. Sjónvarp er afkastamesta tæki, sem enn hefur verið notað i þágu kennslu og almennrar fræðslu. • Það er ástæða til að vekja. at- hygli á því við upphaf sjónvarps reksturs á íslandi í þeirri trú, að skólakerfi landsins megi þar nokft- urs af njóta. ; ' Umboðsmenn H.A.B. úti á landi 1965 Akranes: Helgi Daníelsson, Brekkubraut 7. Akureyri: Stefán Snæbjörnsson, Stórholti 6. Bakkafjörður: Jón Ámason, útibússtjóri. Blönduós: Hjálmar Eyþórsson. Bolungarvík: Ósk Guðmu'ndsdóttir. Borgarnes: Grétar Ingimundarson. Dalvík: Jóhann G. Sigurðsson. Eskifjörður: Bragi Haraldsson. Eyrarbakki: Vigfús Jónsson, oddviti. Flateyri: Emil Hjartarson. Garður í Gerðahreppi: Guðlaugur Tómasson, símstjóri. Grafarnes: Stefán Helgason. Grindavík: Svavar Árnason. Hafnarfjörður: Ingvar Viktorsson, c/o Brunabóta- félag íslands. Hellisandur: Ingi Einarsson. Hnífsdalur: Jens Hjörleifsson. Hrísey: Sigurjón Jóhannsson. Húsavík: Gunnar P. Jóhannesson, Kaupfélag- laginu. Hveragerði: Ragnar Guðjónsson, Breiðumörk 19. ísafjörður: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Keflavík: Gunnlaugur Guðmundsson, Engja- vegi. Kópavogur: Hörður Ingólfsson, Auðbrekku 25. Neskaupstaður: Sigurjón Kristjánsson. Ytri-Njarðvík: Helgi Sigvaldason, Hólagötu 27. Ólafsfjörður: ’ Sigurður Ringsted. Ólafsvík: Ottó Árnason. Patreksfjörður: Ágúst H. Pétursson. ' Raufarhöfn: Guðni Árnason. Reyðarfjörður: Guðlaugur Sigfússon, Brú. Sandgerði: Ólafur Vilhjálmsson, Suðurgötu 10. Sauðárkrókur: Guðbrandur Frímannsson, Hóla- vegi 17. Selfoss: Jóhann Alfreðsson. Seyðisfjörður: Ari Bogason. Siglufjörður: Jóhann Möller, Laugavegi 25. Skagaströnd: Björgvin Brynjólfsson. Stykkishólmur: Ásgeir Ágústsson. Súgandafjörður: Eyjólfur Bjarnason. Tálknafjörður: Kristján Hannesson. Vestmannaeyjar: Vilhelm Júlíusson, Bröttugötu 19. Vopnafjörður: Sigurður Karl Jónsson, Daufási Þingeyri: Steindór Benjamínsson. Þorlákshöfn: Magnús Bjarnason. Þórshöfn: Steinn Guðmundsson. Önundarf j örður: Séra Lárus Þ. Guðmundsson. pi i; ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. júní 1966 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.