Alþýðublaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 9
ands: :iPAN SVEITANNA sama má segja um Vindhælis- hrepp sem er skipt í 3 hreppa, án þess að neitt verulegt kaup tún komi til, þótt Höfðakaupstað ur væri þar raunar til sem verzl unarstaður, en fámennur og um ekki neitt sérstæður né merkileg ur. Og hreppaskiptaþróunin — ef þróun skyldi kalla, heldur áfram allt fram til þess tíma. Það næg ir að minna á skiptingar hreppa slíkar sem Svarfdælahrepp, Hofs hrepp í Skagafirði Ölvushrepp, og Seltjarnarneshrepp. Nokkra sér- stöðu hafa Selforshreppur og Egils staðahreppur sem nýir hreppar, og skipting eldri hreppa í sambandi við þá nýmyndun. ■Tl— ■!—II II IUI I II III.. FYRRI HLUTI ■m— HIIBMHIHI I II I I lll■lll llianM MUl Ekkert sýnir betur hugmynd ir manna um þess hluti en að það skuli lengi hafa verið í lög um — veit ekki síðan hvað — að þar sem myndast lítilsháttar þéttbýli, kauptúns- eða þorps- nefna, megi stofna nýjan hrepp, til þess þarf ekki nema 300 manna þéttbýli. Og þetta er enn í lögum og jafnvel verra en það. í sveit arstjórnarlögunum frá 29. marz 1961, eru ákvæði sem gera heimilt að stofna nýja hreppa — skipta hreppum — með allt niður í 200 manna mannfæð. Ótrúlegir hlut ir. Allt er þetta bersýnilega ávöxtur fámennis og fátæktar, og ef til vill um leið misviturrar sjálfstæðis löngunar og hugmynda. Og nú súpa sveitirnar og raunar þjóðin öll seyðið af þessu ráðslagi. II. Tala hreppa á landinu er nú talin 215 þar af tveir með öllu fallnir í óbyggð, en 213 byggðir. Raunar er niðurbrytjun hreppanna og fjölgun meiri en þessu nemur, þegar þess er gætt að á sama tíma hafa hreppar gengið undan og hlotið kaup-taðaréttindi og telj ast því eigi til hreppa ]engur. Og þótt þjóðinni hafi fjölgað drjúgum hefur hlutur hreppanna yfirleitt orðið fólksfækkun, jafn vel víða svo að til auðnar stefn ir. Og þó svo sé ekki með öllu, stefnir mannfæðin til uppgjafar mest allrar félagsmenningar, inn an hrepps. Af þessum 213 hrennum eru 40 með minna en 100 íbúa, o“ 67 með 100 — 200 íbúa og ekki rema 61 hreppar með vfir 300 íbúa. fimm hreppar , eru með yfir 1000 íbúa bar af er Se’fosshreop Ur með 2068 íbúa.Meðaifólk'fjöldi hreppanna al]ra er ekki nema 292 íbúar. Þetta hefur ?keð á því tíma bili sem samgöngur hafa stórbatn að og ný samgöngutæki komið til notkunar, svo að nú er víða stórum léttara að fá fólk úr heilli sýslu saman til mannfunda heldur en áður var úr einum hreppi. í samræmi við þessar breyttu aðstæður og samgöngubætur, og fleiri framfarir margvíslegar, hefir félagshyggja fólksins í sveitunum og kauptúnunum fámennu, beinst inn á nýjar leiðir um félagsstarf semi og samt. margs konar. Ég nefndi kauptúnin fámennu, því hveð er það annað en fámenni þótt fáein hundruð manna búi við einn verzlunarstað, eða Þar sem smærri útgprð þróast. Sem dæmi um félagsmálakerfi er stígur yfir mörk hinna smáu og fámennu hreppa má nefna: Kaupfélög og verzlunarfélög, sem mjög víða miðast við heilar sýslur, og þar sem fleiri en eitt kaupfélag er í sýslu mun yfirleitt vera talið að bezt fari á því að sameina þau, þannig að kaupfélag ið verði ekki nema eitt í sýslunni með útibú þar sem henta þykir. Með sláturfélög og sláturhús gi]d ir hið sama mjög víða, enda er sú starfsemi oftast nær nátengd kaupfélögunum. Um mjólkurbúin er sama að segja, öll hin stærri þeirra. Þar eru það sýslumörk sem ráða en ekki mörk hreppa, jafnvei seilist víðar um með þau merku samtök. Búnaðarsamböndin eru flest mið uð við sýslur Og Ræktunarsam böndin voru í upphafi miðuð vil sýslurnar. í framkvæmdinni urðu þau líka sýslusamtök þar, sem bezt var á haldið, en fyrir linleg átök forsjárstjórnar liðaðist þessi starfsemi sums staðar niður í hreppa-framkvæmdir þannig fór hér á Suðurlandi, illu heilli að mínu áliti. Samtök hestamanna er eitt hið nýjasta slíkra menningarsamtaka sem um skipulag sitt miða venju lega við heilar sýslur. Nautgripa ræktarfélög má einnig nefna. Samtök húsmæðra miðast nú orðið mjög við sýslur, og sýslu bókasöfn (héraðsbókasöfn) leysa lestrarfélög hreppanna af hólmi. Þannig mætti fleira telja. Sím stöðvar eru stækkaðar og þeim fækkað þannig að kerfi hverrar stöðvar nær yfir stærra svæði en áður var, og hið sama er um póst hús. Enn ber að nefna héraðs rafveiturnar. Yfirleitt kemur eng um til hugar að bæta slíka al menn þjónustu með því að kljúfa a!lt niður í smáheildir á hreppa vísu Hitt er talið vænlegra að miða við stærri svæði oft sýslurn- ar. III. Forfeður vorir voru snjallir um márgt, eh svo snjallir voru þeir ekki, að þeir gætu sétt ser skipu lag, sem heritaði jáfnvel síðari hluta 20. áldar eins og á 10 öld. Margt er um breytt frá því að fátæktarmálin og fóðurbirgðamál in voru mál málanna í hverjum hreppi Lengi var svo, lengi var þjóðin svo fátæk og umkomulítil, að smáu varð þar um þokað. Nú hefir ekki bara rýmkast um á þessu sviði, hitt hefir einnig skeð að verkefni hreppanna hafa gufað upp ef svo má segja hvert af öðru eða þau hafa færst frá vettvangi hreppsins yfir á sýsluna í sumum tilfellum, og í öðrum yfir á þjóð féjlagsheildina. ISem dæmi jþess má nefna framfærslumálin og fá tækramálin, einnig sjúkrahúsmál in. Hið sama er að segja um sam göngumál og að mjög verulegu leyti um fræðslumálin. Um fræðslumálin, að því er snertir barnafræðsluna, má segja að þar hefir lífið kvatt sér dyra svo notuð séu orð skáldsins. Menn hafa blátt áfram neyðst til, ekki aðeins að líta yfir hreppamörkin, heldur einnig að stíga yfir þau, stækka hreppana sem fræðsluað ila víða um land, en bví miður án nauðsynlegrar heildarskipunar þeirra mála. Einstakt dæmi um þá hluti er Ölvushreppur. hann var klofinn svo se m kunnugt er, hið litla þorp í stútungshreppi þurfti endilega að verða sérstakur hrePD ur, Hveragerðishreppur. En raun veruleikinn sagði til sín á þann bátt, að barnafræðsla hins gamla Ölvushrepps og raunar öll félags starfsemi og fundahöld yfirleitt fara fram innan liin- nvja hrenns í Hveragerði, þéttbvlinu fámenna sem gamli hreonurinn burfti að irv^o cio, o„0 ag þag varð sér stakur hreppur. Það er hin mesta nauðsyn að gera sér þess grein, þegar rætt um málefni hinna strjálbýlu sveita að þess er engin von að hin sama skipan eigi nú við stjórnarfarsleg heimanfyrir í sveitunum, eins og átti við fyrr á öldum, jafnvel fyrir 500—1000 árum. IV. Ég hygg að það séu eyðihrepp arnir alauðu, (í öðrum þeirra býr raunar vitavörður með fjölskyldu sína,) sem hafa vakið dálítið af mannskap þjóðarinnar til nokk urrar vitundar um, að ekki sé sem bezt ástatt um málefni hrepp anna sem fámennastir eru. Það ætti líka að vera ljóst þeim er sjá vilja og hugsa dálítið, að skammt er á milli vesællar byggð ar og dauða og auðnar, þegar svo er komið, að telja má byggð býli í hreppi á fingrum sér, já, jafn vel á fingrum annarrar handar. Og um leið er fæð hreppsbúa orð in svo mikil, að ekki eru til karl menn á aldrinum 18—70 ára svo að nægi í þær nefndir og stöður sem að lögum eiga að vera starf andi í hreppi hverjum. Ef koma skal nafninu á þessa hluti verður sami maður að anna fleiri verk efnum hrepps og sóknar. Einn er þó sá aðili og hann ekki lítill fyrir sér, sem og litt virðist hafa komið auga á vanda hrepp anna fámennu og hálfeyddu, og Framhaid á 15. síðu. Fyrir 17. júni Terylene regnkápur, margir litir Sumarkápur í fjölbreyttu úrvali. Dragtir. Fyrirliggjandi samkvæmiskjólar, stuttir og síðir Sumarkjólar, allar stærðir í Fjölbreyttu úrvali. Tízkuverzlunin GUÐRÚN Rauðarárstíg 1. t •I Ráöskona og síldarstúlkur Vantar margar (ekki aðeins nokkrar) stúlk- ur á söltunarstöð „Neptún” h.f. á Seyðisfirði í sumar. Einnig vantar ráðskonu og karl- menn til söltunarstarfa. Upplýsingar hjá Karli Jónssyni, Hótel Borg (herbergi 206) í dag og á morgun og hjá Neptúnusi, Seyðisfirði. Símar 174 og 211. ÓDÝRT Helanca sundbolir og sundskýlur. Heildverzlun Andrésar Guðnasonar Hverfisgötu 72 — Símar 20540 - 16230. Áskriftasíminn er 14901 ALÞÝUBLAÐIÐ - 14. júní 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.