Alþýðublaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 4
 RttatJArir: Gylfl Grðndal (áb.) og Benedlkl Gröndel. - RlUtíómarfuIl- trúl: KlBur GuSnuon. — Slmar: 14900-11903 — Auglýilngaaiml: 1490«. ASaetur AlþýOuhúsld vtO Hverftsgötu, Keykjavfk. — PrentsmlOJa AlþýOu UaOdna. - Aakrlftargjald kr. 95.00 - 1 lausasölu kr. 6.00 tíntakMt Utgefandl AlþýOuflokkurlniL Bændur mótmæla FULLTRÚAR BÆNDA eru komnir til Reykja- víkur til að fjalla um mjólkursölumálin. Krefjast þeir áfnáms innvigtunargjaldsins, sem svo er kallað, en í jþess stað verði mjólk hækkuð í verði til neytenda, tútflutningsbætur úr ríkissjóði hækkaðar, lán til land- - Uúnaðarins aukin og bændum veittir hagræðingar- etyrkir eins og frystihúsum. Kjarni þessa máls er offrámleiðsla á mjólk. Mjólk 'in er greidd niður í stórum stíl til neytenda innan- lands. Þar að auki greiðir ríkið um 200 milljónir í út- ‘fiutningsuppbætur. Eru þá enn eftir óseldar mjólk- turvörur fyrir rúmlega 100 millj. Er nú um það deilt, - 'thver eigi að greiða þessa vöru. Vilja bændur eðlilega 'velta þeirri byrði af sér yfir á aðra landsmenn. Deilt er um það, hvers vegna bændastéttin sé Itomin í þessar ógöngur. Segja stjórnarandstæðingar, að það sé allt viðreisninni að kenna og verðbólgunni. Aðalástæðan er þó önnur. Um langt árabil hafa Fram- -eóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn keppzt um frylli bænda með því að hvetja þá taumlaust til að auka framleiðslu sína, án þess að gera sér grein fyr- -ir, hvernig farið gæti um sölu afurðanna. Pólitískar - atkvæðaveiðar hafa orðið efnahagslegri skynsemi yf- irsterkari. - Bændur æt'tu að taka eftir því, hvað aðrar stétt- ir gera til þess að tryggja afkomu sína á þessu sviði. Þær gera margvíslegar ráðstafanir til að jafnvægi verði um framboð og eftirspurn. Á sama hátt hefðu bændur sjálfir átt að sjá fyrir iöngu, að takmarkalaus framleiðsluaukning á mjólk -gæti leitt þá siálfa út í mestu vandræði, eins og nú er komið á daginn. Hefðu bændasamtökin átt að krefj- &si þess, að gerðar yrðu áætlanir um aukningu mark- að$ fyrir mjólkur- og sauðfjárafurðir og síðan að sjá til þess, að framleiðsluaukningin yrði í samræmi við ■iþáj aukningu. ' — I Alþýðúílokksmenn hafa á undanförnum árum þrá faldlega varað hændur við þeirri þróun, sem nú veld- úr þeim nær óleysanlecum vanda. Þessum aðvörun- -ium hefur verið illa tekið og margir bændur virðast HTeggja fæð á Alþýðuflokksmenn fyrir að henda á hætt- cirnar í stað bess að taka undir sálmasöng framsókn- ar- og sjálfstæðismanna um aukna framleiðslu án Jsess að hugsa nokkuð um sölu hennar. I j Það eru ekki efnileg ráð, sem ríkisstjórninni eru gefin í þessu máli. Bændur segja, að verðbólean eigi Sök á vandræðunum, en þeir vilia levsa málið með í • því að hækka mjólkina og auka ríkisútgjöld. sem llvorttveggja mundi magna verðbólguna enn meir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. júní 1966 SKEMMTIFERÐ Fjölmennið í skemmtiferðina sunnudaginn 26. júní rn. k. — Skoðaðir verða sögustaðir í Ámes- og Rangárvallasýslum. Leiðsögumaður verð- ur Björn Th. Bjömsson. Miðar seldir í skrifstofu Alþýðuflokksins, símar 15020 — 16724. Alþýöuflokksfélag Reykjavikur Félag ungra jafnaðarmanna Kvenfélag Alþýðuflokksins krossgötum AF HVERJU er svona mikið um plerbrot um allan bæ? Þannig spurði kunningi, sem leit inn á ritstjórnina. Og hann hélt áfram: Það er sama, hvert litið er. Þessi ósómi er um allar gangstéttir og þar að auki víða á götunum. Mikið eð ekki hefst verra af þessu en raun ber vitni. ★ GLERBROT Á GÖTUNUM. VIÐ VERÐUM AÐ JÁTA, að maðurinn héfur lög að mæla. Það er furðulegt, hvaðan öll þessi glerbrot koraa, og sýnir órúlegt kæruleysi þeirra, sem þeim valda. Götuhrelnsun er nú mjög ábótavant í Reykjavík og stafar það án efa af manneklu, en ekki af ófullnægjandi starfi þeirra, sem vinna þetta nauðsynjaverk. Einhver skaut inn í, að líklega væri bezt að hefja baráttu gegn glerbrotunum með þvi, að Áfengisvérzlunin hætti að selja brennivín í glerflöskum — eða hætti alveg að seija það, cagði enn annar. Án efa stafar mikiS af glerbrot- unum af þessu voðalega götufylliríi íslendinga, sem varð okkur endanlega til ævarandi skammar nóttina eftir 17. júní. ★ HVAÐ KOSTA KOSNINGAR ? ÞAÐ ER SJALDGÆFT að dag- blöðin okkar sem öll eru ram pólitísk, minnist á fjárhagslegan kostnað við kosningár. Þó hefur vottað fyrir þessu í Alþýðublaðinu í seinni tið og þar verið bent á, að það sé veigamikill þáttur lýð- ræðis, hvernig áhrif peninga séu á kosningar. Nú hefur Magnús Torfi Ólafsson, formaður Alþýðubandalagsins, rætt þetta i ræðu A félagsfundi hjá sér. Hann taldi, að Alþýðubanda- lagið hefði varið 550.000 krónum í kosningakostn- að í Rykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar, Framsóknarflokkurinn 3 milljónum og Sjálfstæðis- flokkurinn 8 milljónum. Við getum bætt þvi við, að Alþýðuflokkurinn hafði sízt meira fé en Alþýðu- bandalagið. Það er alvarlegt umhugsunarefni, hvort þessi mikli munur milli flokkanna gefur þeim ekki mjög mismunandi aðstöðu til að vinna fylgf. Það er mikið hægt að gera fyrir fé, auglýsa, gefa út blöð og bæklinga, ráða starfsfólk, smala kjós- endum o.s.frv. Er það heiðarlegt lýðræði að sinna í engu fjárhagshlið þessara mála? 1 öðrum löndum gilda um þessi mál strangar reglur. En gaman væri að sjá skrá yfir þá, sem útveguðu Sjálfstæðisflokknum 8 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.