Alþýðublaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 11
t= Ritsti6ri~Örn Eidsson Jafntefli ÍA og KR í hörkuleik 1 gegn 1 MIKILL baráttuleikur, en kann- ske helzt til harður á köflum, sem hins vegar bauð upp á mörg spennandi augnablik, þar sem að- eins sekúndubrot skipti sköpum, fór fram á Melavellinum á mánu- dagskvöldið. Fjöldi áhorfenda lét óspart í ljós ánægju sína, hvað eftir annáð, yfir góðum tilþrifum snarpra kappa, sem hlífðu sér hvergi í sókn né vörn. Þarna áttust við annars vegar núverandi íslandsmeistarar KR, og Akurnesingar, sem hvað skemmtilegast hafa komið við sögu íslenzkrar knattspyrnu á liðnum árum. Vindur allsterkur, sem stóð á annað markið, var á, er leikurinn hófst, en fór minnkandi er á leið. Akurnesingar áttu völina og kusu hinn „blásandi byr” sér til full- tingis, til að byrja með, en þrátt fyrir það reyndust KR-ingarnir þeim ofjarlar í fyrri hálfleiknum, Sovét vann ★ Sovétríkin sigruðu Bretland með yfirburðum í frjálsum íþrótt um um helgina, 134-87 í karlagrein um og 71—53 í kvennagreinum. í karlagreinum sigruðu Rússar í 16 greinum af 21, en í kvennagrein- um í 8 af 12. Blitsnetsov setti sov- ézkt met í stangarstökki, 5,09 m. Skvortsov stökk 2,19 m. í hástökki. John Bolter, Bretlandi, hljóp 800 m. á 1.46,5 mín. Kuryan, Sovét, varð fyrstur í 3000 m. hindrunar- hlaupi á 8.31,2 mín. og Kudinski, Sovét, sigraði í 5 lcm. á 13.47,0 mín. Hann hljóp síðustu 200 m. á 25 sek. Klim setti sovézkt met í sleggju- kasti, 69,62 m. Herriott, Bretl. sem varð þriðji í hindrunarhlaupi, setti samveldismet, 8,32,8 m. bæði er tók til hraða og snerpu. í hléi var staðan eitt mark gegn engu KR í hag. Mark sitt skoruðu KR-ingar er um 15. mín. voru af leik. Það kom eftir hornspyrnu, sem Hörður Markan framkvæmdi mjög vel, en Ellert Schram skallaði síðan með snilli úr og lagði boltann fyrir fætur Baldvins miðherja, — sem þánnig áttu næsta auðvelt með að senda boltann í netið. Var prýði- lega að ölíu þessu staðið af KR hálfu, enda afraksturinn eftir því. En tvívegis áður en þetta skeði, höfðu KR-ingar átt næsta upplögð færi, Baldvin þegar á fyrstu mín- útum leiksins, fyrir opnu marki eftir sendingu Harðar en mistókst hörmulega — og Eyleiíur skömmu síðar, er hann skaut framhjá og þá úr opnu færi. Með þessum tveimur klaufa- legu tilvikum má segja að sigur- inn brysti úr hendi KR. Því þrátt fyrir mikla sókn liðsins megin- hluta hálfleiksins, fékk það ekki önnur eins tækifæri aftur. Hins vegar tókst Skagamönnum eiginlega aldrei’að setja KR-mark- ið í neina verulega hættu í þess- um hálfleik, en næst komst það þó úr hörkuskoti Þórðar Jónsson- ar, miðja vegu milli miðlínu og vítateigs, er knötturinn fló rétt yfir slá. Almennt mun hins vegar hafa verið búizt við því að í síðari hálf leiknum myndu KR-ingar „láta kné fylgja kviði” og kveða mót- herjana algjörlega í kútinn, er vindurinn kæmi til liðs við þá. En þar varð raunin önnur á. Var sem Skagamenn tvíefldust er aftur liófst leikurinn. Var leikur þeirra þá miklu ákveðnari og harðskeytt- ari, en í hinum fyrri hálfleiknum, hins vegar dró af KR-liðinu. — Leyndi sér þá ekki hvor aðilinn hafði af meiru úthaldi og þoli að má. Sóknarharka og samleikur Skagamanna var og allur annar og betri en áður. Mæddi nú mjög á KR-vörninni og aðrir liðsmenn komu og aftur henni til stuðnings. þannig, að stundum var allt KR- liðið komið í varnarstöðu að und- anskyldum Baldvin miðherja, sem beið frammi eins og eftir opin- berun að ofan í langspyrnulíki, sem honum mætti svo með hraða takast að breyta í mark og stig. En ekkert slíkt skeði. Hins vegar skeði það á 35. mínútu, eftir harða Skagamanna sóknarlotu, að þeim tókst að jafna. Það var Þórður Jónsson, sem skotið átti, og þrátt fyrir þétta vörn smaug knöttur- inn milli varnarmanna, illverjandi fyrir Heimi og hafnaði í netinu. Við þessi „óvæntu tíðindi” laust mannfjöldinn upp ferlegu fagnað- arópi. En KR-ingar hófu þegar sókn, til þess að endurheimta stig ið, sem þetta „óvænta” skot hafði hrifsað frá þeim. En þrátt fyrir snarpa baráttu tókst það ekki, þó litlu munaði er nokkrar mín- útur voru eftir, er Eyleifur skaut vel að markinu, eina almennilega skot hans í leiknum, en mark- verði Skagamanna tókst að slá í horn af miklu snarræði. f liði KR var Hörður Markan útherji án efa bezti leikmaðurinn, eldsnar, fylginn sér og öruggur í spyrnum. Auk þess var Ellert hinn öryggi og sterki leikmaður, sem veitti liðinu í heild jafnvægi og kjölfestu, svo sem áður. Byggði upp áhlaupin með nákvæmum sendingum. Eyleifur átti og all- góðan leik, sinn bezta til þessa, en óöruggur mjög og jafnvel klaufsk ur í skotum, og Baldvin vakti kát- ínu áhorfenda með hörkusprett- Framhald á 10. síðu. Það leikur vart á tveimur tungum, að Bandaríkjamenn hafa haft og hafa enn forystu í frjálsum íþróttum, í heimin- um. Fyrir nokkrum dögum settu þeir tvö heimsmet, Jim Ryun í 880 yds hlaupi, 1.44,9 mín. og Tommy Smith í 220 yds. 20,0 sek. Þegar höfð eru í huga afrek þessara manna fyrir nokkrum vikum, koma þessi met ekki á óvart. Ryun hljóp enska mílu á 3.53,7 mín. nýlega og Tommy Smith 220 yds. á beinni braut á hinum frábæra tíma, 19.5 sek. Ýmsir velta því fyrir sér hvers vegna Bandaríkjamenn virðast sterkari í þessari grein íþrótta og reyndar fleiri grein- um. Ekki er hægt að segja að íþróttamenn annarra þjóða æfi lítið. Sumir segja, að íþróttirn ar séu teknar fastari tökum í skólum Bandaríkjanna og ekki er ólíklegt að svo sé. Athygli vekur aldur Jim Ry- un, en hann er aðeins 19 ára. Margir eru á þeirri skoðun, að hann verði fyrstur til að hlaupa enska mílu á betri tíma en 3.50,0 mín. Hið frábæra met Herb. Elliott í 1500 m. hlaupi frá OL. í Róm er einnig í hættu. Fróðlegt verður að fylgjast með ferli þessa hlaupara á næstu ár- um. Tommy Smith er negri, en þeir eiga stóran þátt í hinum glæstu afrekum Bandaríkja- manna í frjálsum íþróttum. öe. HWWWWVWVWWMMtWWWWWMMW ÞórSur Jónsson skoraði mark Akurnesinga. ★ Michael Jazy hélt upp á 30 ára afmæli sitt með því að setja Evrópumet í 1500 m. hlaupi á móti í Rennes. Hann hljóp á 3.36.3 mln. Gamla metið, 3.36.4 mín. átti Jur- gen May, sett í fyrra. HeimsmetiO' á Herb Elliott, Ástralíu, 3.35.6 mín., sett á Olympíuleikunum I Róm -1960. í viðtali eftir hlaupiO; sagðist Jazy hugsa til þess að hætfa keppni bráðlega, sér þætti efckl lengur gaman að hlaupa. § ★ Rúmenía sigraði Uruguay V gegn 0 í Búkarest á sunnudag, Uruguay sótti mestallan leikinn, en Ionescu stóð sig frábærlega J markinu og hélt því hreinu. ★ Á móti í Pyhjærvi í Finn- landi á sunnudag stökk Ron Mou is, USA, 4,90 m. á stöng. Crame» USA stökk 4,80 m. og Kariento, Finnlandi, 4,70 m. Repo, Finnlandi kastaði kringlu 54,75 m. „Bridgestone-Camel" mót Golfklúbbs Suðurnesja ★ Miðvikudaginn 15. júní kl. 19,30 hófst á Hólmsvelli í Leiru Bridgestone-Camel golfkeppni, — sem opin er fyrir alla kylfinga. Keppt er um tvo bikara, sem umboðsmaður Bridgestone-Camel, Rolf Johannsen, hefur gefið. Fyrirkomulag keppninnar er þannig, að miðvikudaginn 15. verða leiknar 18 holur í höggleik. Sunnudaginn 19. júní hófst keppnin kl. 08,30 um morguninn og voru þá leiknar 2x18 holur, eða 36 holur alls. í dag verða úrslit og þá leiknar 18 holur. Fæst högg eftir 72 holur for- gjafarlaust vinna Bridgestone bik- arinn og fæst högg með forgjöf vinna Camelbikarinn. Breytingar hafa nýlega verið gerðar á golfvelli klúbbsins og nýtt land verið tekið í notkun til viðbótar því sem fyrir var. Verð- ur höggmat vallarins (par) nú 68 fyrir 18 liolur, en samanlögð lengd brauta 4800 metrar á 18 holur. Nú hafa verið leiknar 3 um- ferðir í Bridgestone-Camel keppn- inni, eða 54 holur af 72, sem leiknar verða. Þátttaka í keppninni hefur ver- ið mjög góð, en 25 kylfingar hófu keppni, þar af 3 frá Golfklúbb Reykjavíkúr og 1 frá Golfklúbb Ness. Keppt er um Bridgestonebik- arinn án forgjafar og Camelbikar- inn ,með forgjöf. Keppnin er mjög tvísýn og má búast við að úrslit verði ekki ráð- in, fyrr en á síðustu holu. Árangur 6 beztu manna í hvorri keppni. Bridgestone — án forgjafar. l.-2.Pétur Björnsson, G. Ness 1.-2. Ólafur Bjarki, G.R. 3. Jón Þorsteinsson, G.S. 4. 'Þorbjörn Kjærbo, G.S. 5. *Einar Guðnason, G.R. 6. Þorgeir Þorsteinsson, G.S. Camel — með foi'gjöf. 1. Haukur Guðmundsson, G.J 2. Ólafur Bjarki, G.R. 3. Jón Þorsteinsson, G.S. 4. -5. Pétur Björnsson, G. Ness 4.-5. Þorbjörn Kjærbo, G.S. 38 35 43 41 41 40 = 238 41 41 42 38 39 37 = 238 35 40 39 41 42 42 = 239 37 37 43 41 43 40 = 241 41 37 41 43 44 36 = 242 46 37 42 44 44 41 = 254 263 — 72 _ 191 238 - 42 — 196 239 — 42 — 203 238 — 33 — 205 241 - 41 — 205 Sex kylfingar hættu keppni, eÁ‘ 19 luku að leika 54 holur. íú: ★ Júníleikirnir í frjálsum > þróttum fóru fram í Stokkhólml á miðvikudag. Bo Forssander gerðS „come-back” og sigraði í 110 ffei grindahlaupi, hljóp á 14,0 sek. Met hans í greininni er 13,8 sefeic Bengt Persson jafnaði met Essor Larssons í 3000 m. hlaupi, 7,58Ji mín. Gerlach, V-Þýzkalandi s»gt“. aði á 7.58,6 mín. Haglund sigraði í kringlukasti 55,88 m. Bo Jons- Framhald á 10. síðn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. júní 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.