Alþýðublaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 6
HERTOGINN Á TlMAMÚTUM { PHILIP PRINS, eiginmaður ílísabetax Englandsdrottningar, varð 45 ára hinn 10. júní sl. og $etta var jafnframt síðasti af- mælisdagurinn, sem hann heldur Hátíðlegan sem varaþjóðhöfðingi Énglands. Charles prins og ríkis- erfingi, elzta barn hans og drottn- ingarinnar, verður 18 ára í nóv- ember og því nógu gamall til að set.jast í hásætið ef þörf krefur. Það má því búast við, að meira fari að bera á unga prinsinum, og Philip prins, — því miður, — láti af hluta skyldustarfa sinna, en í raun og veru getur enginn gert sér Philip prins í hugarlund sem hinn hæggerða mann í skugganum. Til þess hefur hann allt of sterkan persónuleika, auk þess sem hann er ákaflega vinsæll og atorkusam- ur. Hann lýsti því eitt sinn yfir, að hann hataði iðjuleysi. „Mér leiðist það.” Þá er hann vinsælasti ræðu- maður Englands í hádegisverðar- boðum og við svipuð tækifæri, hann er eftirsóttasti „vinsælda- sendiherra” landsins næst á eftir drottningúnni, og hann er vernd- ari aragrúa félaga, samtaka og stofnana. Hann er mikill stuðnings maður ýmissa æskulýðssamtaka. Hann er traustur, en stundum gagn rýninn, stúðningsmaður vísinda og iðnaðar í landi sínu. Hann er fremsti póló-leikari Englands og æfir af kappi £ reiðskólanum hjá Buckingham-höll. Hann hefur lagt crickett og knattspyrnuna á hill- una og siglir ekki eins mikið og áður fyrr. Philip prins er nærsýnn, en al- menningur sér hann sjaldan með gleraugu. Hann lærir allar ræður sínar utan að — skrifar þær reynd = Saltfiskútflutningur Færeyj inga hefur stöðvast svo til alger lega. Ástæðan mun vera hátt verð á saltfiski, sem á undanförnum árum hefur leitt til stöðugt minnk andi útflutning. Ennfremur kem ur til, að Norðmenn og Frakkar selja saltfisk á miklu lægra verði. = Ráð Efna-hagfsamvinnustofn- unar Evrópu hefur endurkjörið Danann Torkild Kristensen sem framkvæmdastjóra sinn. Hann hef ur gegnt þessu starfi frá stofnun samtakanna 30. september 1961. = í maí mánuði jókst atvinnu leysi í Bandaríkjunum úr 3,7% í 4%. Talsmaður Bandaríkjastjórn ar segir að hér sé aðeins um smá breytingu að ræða og full ástæða sé til að ætla að efnahagurinn muni halda áfram að blómstra. . M' x-:'. : £ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. júní 1966 ar sjálfur, en hann er með gler- augu, þegar hann skrifar eða sit- ur við stjórnvöl flugvélar. Philip prins er einkasonur And- rews, prins Grikklands og Dan- merkur. Móðir hans, Alice prins- essa, er enn á lífi. Hann ólst upp í Frakklandi, Þýzkalandi og síðar í Englandi. Þegar hann hafði lok ið námi við Gordonstoun skólann í Skotlandi, en þar stundaði Char- les sonur hans einnig nám — gekk hann í brezka flotann árið 1939, og var í honum styrjaldar- árin. Hann var sjóliðsforingi án nafnbótar, þegar hann trúlofaðist Elí abetu prinsessu árið 1947. Þá var hann orðinn brezkur ríkisborgari, og hafði sleppt til- kalli til nafnbótarinnar prins Grikklands. En skömmu fyrir brúð kaupið hinn 20. nóvember sama ár, gerði tengdafaðir hans, George VI. hann að hertoga af Edinborg, jarl af Merioneth og barón af Greenwieh. Eftir brúðkaupið hélt hann á- fram störfum sínum í flotanum, og árið 1949 var honum fengin yfir- stjórn freigátunnar HMS „Mag- pie”. Þegar George konungur lézt árið 1952 lauk ferli hans í flotan- um, og við tók staða, sem honum féll greinilega miður. Það sýndi vel athugasemd, sem hann lét falla, þegar hann var kynntur fyrir frægri vísinda- konu, og eiginmaður hennar sagði, að hún væri mikilvægasti meðlim- ur fjölskyldunnar. — Ég þekki það, sagði Philip prins, við höfum við sama vanda- málið að stríða í minni fjölskyldu. Frá fyrstu tíð ráðfærði drottn- ingin sig við hann, gerði hann að æðsta manni ríkisins og síðan að prinsi, en hann var og er útilok- aður frá starfi hennar sem þjóð- höfðingi, hann Ies ekki leyniskýrsl- ur þær, sem lagðar eru fyrir hana, og hann er ekki viðstaddur, þegar ráðherrar hennar hátignar gefa skýrslur sínar. Það hefur stundum borið við, að Philip prins hafi átt í útistöð- um við blaðamenn. Það er flestum í fersku minni, þegar hann á Gíbraltar stóð með handfylli af hnetum og spurði: Hverjir eru aparnir og hverjir eru blaðamennirnir? — og svo fleygði hann hnetunum í blaðamennina. Brezkir sjónvarpseigendur fengu smá sýnishorn af kerskni hans, þegar hann dvaldi í Bandaríkjun- um í marz sl„ og sagði við mann einn, sem hélt á hátalara: Komið þér nú enn einu sinni með þessa taðmaskínu. Hvers vegna læsið þér hana ekki niður? LOSNA NU VIÐ JOHNSON verksmiðjurnar eru löngu orðnar heimsfrægar fyrir utanborðsmótora sína, sem njóta mikilla vinsælda meðal sportsigl- ingamanna. En nú lætur Johnson sér ekki lengur nægja að „leggja undir sig” yfirborð vatnanna held- ur skal nú líka leitað undir það. Froskköfun er orðin geysivinsælt sport um heim allan, og fyrir skömmu kynntu verksmiðjurnar ný tæki til þeirra nota. Það er fljótandi loftdæla og úr henni liggja t.vær 25 feta langar loft- slöngur í sérstaklega útbúnar kaf- aragrímur. Þó að mörgum köfur- um finnist það sjálfsagt ókostur að vera bundinn við 25 feta langa línu hefur dælan ýmsa kosti fram yfir venjuleg köfunartæki, sérstak lega fyrir byrjendur. M. a. er þeim óhætt að vera eins lengi niðri, og koma eins oft og hratt upp og þeim sýnist, án þess að eiga á hættu að fá köfunarveiki eða aðra slæma kvilla. Einnig gæti hún í mörgum tilfellum verið hentug fyrir atvinnumenn, sem aðallega vinna að því að losa úr skrúfum eða aðstoða báta á ann- an hátt. Með því að nota hana losna þéir við hina fyrirferðar- miklu loftkúta og geta auk þess verið mun lengur niðri. Þetta er loftliplan, sem getur komið i stað köfunarkútanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.