Alþýðublaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 5
Fyrir nokkrum dögum kom til
mín kona, sem er mjög kirkjuræk
in. En iiún hefir áhyggjur af
þeim glundroða, sem henni finnst
eiga sér stað við guðsþjónustur
kirkjunnar, þar sem ekki messi
allir prtestar með sama formd,-
Prestar sé t.d. ekki allir eins
skrýddir. Henni fellur heldur ekki
sá ,,kaþólski“ blær, sem sé á mess
unni í hennar eigin prestakalli.
Guðsþjónustuform kirkjunnar
er ef til vill ekki talið til persónu
legra vandamála. Og þó er næsta
eðlilegt að svo sé hjá fólki, sem
sækir sér andlega uppbyggingu til
guðsþjónustunnar. Ég fyrir mitt
leyti er ekkert smeykur við það
þó að ýms tilbr;gði eigi sér stað í
helgisiðum kirkjunnar. Og sann
færður er ég um það, að ýmsar |
endurbætur verða gerðar á þeim
í náinni framtíð. Merkur, íslenzk
ur guðfræðingur hefir nýlega líkt
guð.þjónustu íálenzku kirkjunn
ar við hauslausa líkneskju. Þetta
er nokkuð svakalega til orða tek
ið, og staðhæfingin á engan
rétt á sér. Við höfum allt frá
barnæsku átt of margar helgar
stundir, við messugjörðir íslenzku
kirkjunnar, til þess að við getum
líkt þeirri athöfn við einhvers
konar afskræmi. Hitt er annað mál
að endurskoðun er nauðsynleg. Ég
fyrir mitt leyti er því fylgjandi
að hefja messuna með syndajátn
ingu og aflausn, innleiða að nýju
bæði kyríu og gloríu, og gera sam
félagsatriðið sterkara í formi altar
isgöngunnar. En þessar breytingar
þarf að gera með vandlegri yfir
veaun, en helzt ekki þannig, að
hver prestur innleiði það, sem hon
um gott þykir. Höfum það samt í
huga. að í glundröðanum, sem fólk
ið talar um, er verið að leita að
nvium formum þó að enginn viti
'fvrtr • vÞ-t, hvað bezt á við í
framtíðinni. Þess vegna er ég þeirr
ar skoðunar. að við eigum að hafa
form:n einföld, dramatísk og skýr
en forða'-t allt sem seinni kyn
slóðir kvnnu að líta á sem pírum
pár. Endurskoðun á auðvitað að
bveoía á lútherskri hefð en ekki
kahólskri.
En — hver er meginmunur ka
þó’sku og lúthersku í þessu efni?
Því verður auðv:tað ekki svarað
til hlítar með fáeinum setning
um. Kaþólska kirkjan kennir, að I
presturinn breyti brauði og víni 1
í Krists heilaga hold og blóð, og |
krossfórn Krists sé endurnýjuð |
með „athöfn prestsins“ í messunni j
Gildi athafnarinnar er byggt á
,,valdi“ prestsins, sem verður að
hafa að baki sér „biskuparöð"
frá forkirkjunni. Það er engin
furða þótt slíkar kenningar ieiði
af sér tilhneigingu til þess að upp
hefja prestinn yfir aðra menn,
og gera siðina þýðingarmeiri en
predikunina.
Hið lútherska sjónarmið er í
meginatriðum þannig: Fórn Krists
var fullgild, og enginn prestur
hefir neitt vald til að endurnýja
hana. Meglnkjami 'gnðs^jón’ust
unnar er sá ,að orð Krists sé boð
að, og söfnuðurinn veiti því við
eigandi andsvar. Kvöldmáltíðin
fær gildi sitt við það, að orð Krists
eru flutt, þau hin sömu og hann
mælti við po tula sína, og máltíð
in er veitt af drottni sjálfum.
Presturinn hefir ekkert vald til
annars; en að „þjóna undir borðum"
og boða orð drottins í hans nafni.
Það er orð Guðs, fagnaðarerindið
sem helgar embættið og athöfnina
en ekki embættið, sem gefur at
höfninni gildi.
Sem sagt: Aðalatriðið er það,
að fagnaðarerindið sé boðað. Ytra
form!ð er aukaat.riði, skipulaa kirkj
unnar sömuleiði". Þetta þýðir alls
ekki, að guðsþiónustan eigi að
vera formlevsa. Síður en svo. En
formin þurfa að breytast, eins
og umgengnisvenjur, bragarhættir
í skáldskap, stíll í klæðaburði
og annað þess háttar. Nú um skeið
stefnir flest í þá átt að gera at
hafnir einfaldar í sniðum. Þess
vegna eigum við að leita að aðal
atriðunum og reyna að komast
að sameiginlegri niðurstöðu um
þau. Það er viss styrkleiki í því
að me san sé flutt í sama formi
í afskekktari sóknarkirkju og höf
uðkirkjum landsins, því að manns
sálin þarf hins sama við á báð-
um stöðum. Þau einföldu form
sem við notum, á svo auðvitað að
framkvæma með virðingu og lát-
leysi, en forðast allan uppstilltan
bótíðleik. Hvernig svo sem form
ið kann að vera í framtíðinni, þá
á það fyrst og fremst að beinast
að því að söfnuðurinn, sem kom
inn er saman í Guðs húsi, samein
ict í þjónustu við Krist.
Á seinni árum hafa farið fram
rannsóknir á sögu og eðli helgi
siðanna, og margir ágætir kirkju
menn hafa unnið að því að endur
vekja tilfinninguna fyrir gildi tákn
málsins í messunni. Þetta starf er
allra góðra gjalda vert. En því
miður hefir farið svo sumsstaðar,
að helgi iðahreyfingin hefir orð
ið svo sterk, að hún hef'r seitt
fjölda manns inn í einskonar fom
hyggju með tilliti til siða og söngs
og gleymt því að skáldskaparmál
heilags anda getur búið yfir tölu
verðri fjölbreytní. Andanum verð
ur ekki skotaskuld úr því að end
urnýja umbúðir orðs og lífs, svo
að það er hreinn óþarfi að reyna
að stöðva þróunina hér fremur en
annars staðar með fornhyggju pg
formhyggju. Ég vona að minnsta
kosti, að það reynist rétt, sem góð
ur maður hefir spáð, að þær ítil
raunir til breytinga, sem korgbn
ræddi um við mig, eigi ekki efi|r
að teygja okkur til þeifrar ijá-
kirkjulireýfingar, sem í sumum þá
grannalöndunum hefur orðið til
að ýta jafnvel lútherskum pfest
um yfir til Rómarkirkjunnar. Mér
finn t það alltaf háitfurðulegt,
að þegar formhyggjan er að bila
í kaþólsku kirkjunni, svo að jafn
vel Rómarbiskup, páfinn, er far
inn að slaka tii við fi'jálslyndari-
öflin, — þá skuli meðal lútherskr-a
manna finnast tilhneiging til að ■
ganga formhyggjunni á hönd. /
Eitt er að minnsta kosti víst:
Það er kominn tími til þess, aíl
íslenzka þjóðkirkjan myndi sér eift
hverja ákveðna stefnu í svo þýðing
armiklu máii sem þessu. Og þyi-
ekki að hlusta á raddir þeirrai,
sem siálfir lifa í heimi kirkjunA
ar, við guðsþjónustuna, eins og
hún hefir verið framkvæmd, líkt
og konan , sem ræddi málið við
mig, hefir gert? Rreytingar eiga
eft’r að verða, en aðalatriðið el'
bað að hver einstakiingur geti Þ
guð þiónus.tunni fundið sig í samfé
lag; við suð og menn — við ljós
þessa orðs, sem frá Kristi er koró
ið. Og bað er betra að ræða um
þetta v!ð Guð sinn í hljóði. hel<l
ur en við mennina með ofstæki og
aðgangj. ^
Jakob Jónsson.
Kópavogur
Blaðburðarbarn vantar í Austurbæ.
Uppiýsingar í síma 40753.
óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem verða til sýnis föstu-
daginn 24. júnj, 1966 ki. 1—4 í porti bak við skrifstofu
vora, Borgartúni 7:
Volvo Amazon, fólksbifreið .................. árgerð 1963
Mercedes Benz, fólksbifreið.................. — 1960
Taunus 17 M, station ............................ — 1959
Willys, station ................................. — 1959
Willys station .................................. — 1959
Tauntis Transit, sendiferðabifreið .............. — 1961
Volvo, vörubifreið 8 tonna .................. —■ 1955
Gaz 69. rússajeppi .............................. — 1959
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Borgartúni 7
sama dag kl. 5 e.h„ að viðstöddum bjóðendum, Réttur
áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS.
Auglýslfigaslinl
ALÞÝÐUBLAÐSINS
•r 14900
A þjóöhátíðardaginn undirritaði Carl Sæmundse n kaupmaður gjafabréf Alþingls, þar sem hann geji*-.-
ur húsið sem Jón Sigurðsson bjó legst í i Kaupmannahöfn. Myndin er tekin í Alþingishúsinu viS unúh '
v ritun bréfsins og á henni eru talið frá vinstri: Friðjón Sigurðsson skrífstofustjóri Alþingis, Sigur^ður
f ngimundarson, alþingismaður, Sigurður Óli Ólafsson forseti efri deildar, Carl Sæmundsen stórkaup*
maður, Bh. Andersen lögijvaður og Benedikt Gröndal alþingismaður.
________________________________________;_________________________________;__________________________i__:
= Maurice Bejart hefur samið
ballet, byggðan á níundu sin-
íu Beethovens, og hefur balietinn
þegar verið fluttur í Brussel. Um
þessar mundir er verið að setja
balletinn á svið í Cirque d'Hiver í
Parjs og koma 375 manns fram í
uppfærslunni.
Þeim til Vísbendingar, sem
hyggjast fara til Frakklands í
sumarleyfinu, má geta um sýn
ingu, sem fram fer um helgar á
tímabilinu 29. maí til 30. júni og á
hverju kvöldi eftir það til 30.
október undir rústum Castelbouc
kastala skammt frá Trangljúfrum
í Suður Frakklandi. Sýningin er
haldin til að minnast hinnar hetju
legu og sorglegu sögu Signor Ray
monds , sem uppi var á tímum
krossferðanna og bjó í þessum
kastala.
Kastalarústirnar , sem sjá _œ4‘
á meðfylgjandi mynd, standa á ■«-
60 metra háum kletti, sem er svo
til hringlaga. Við rætur kletta
ins standa rústir lítils þorps, sem
þarna var eitt sinn, og þarna etr - -
uppspretta smáár, sem fellur út %■—
ána Tarn, er kastalarústirna*
gnæfa yfir. ; , «■>
r .
ALÞÝÐUBIAÐIO - 22. juní 1966 ^