Alþýðublaðið - 26.06.1966, Síða 5

Alþýðublaðið - 26.06.1966, Síða 5
Benedikt Gröndal UM HELGINA Vandamál okkar - og margra annarra ÞaÐ ER skammsýni að kenna ríkisstjórninni einni um vandræði landbúnaðarins, sem nú valda óróleika í sveitum. Að vissu marki heíur verið samhengi í landbúnaðarstefnu um langt árabil. Er erfitt að sjá, að ekki hefði leitt til sömu vandræða, þótt einhver framsóknarmaður hefði verið ráð- herra. Hins má einnig minnast, að miklir erf- iðleikar steðja að landbúnaði svo til allra landa, og er það mál of stórt til að kenna ein- stökum ríkisstjórnum um. Vandinn er í stórum dráttum þessi: Allar þjóðir hafa heitið að veita bændum sambæri- leg lífskjör við aðrar stéttir. Til að svo megi verða, þarf að greiða þeim meira fyrir afurð- irnar. Þegar búskapurinn verður á þennan hátt sæmilega arðbær, eykst framleiðslan, og getur komið til stórfelldrar offramleiðslu. — Verður þá ýmist að flytja hana úr landi með útflutningsuppbóíum, lækka afurðaverð innanlands til neytenda til að auka sölu eða greiða mismuninn úr ríkissjóði. Ýmsar leiðir eru farnar til að leysa þennan vanda. í Bretlandi er flutt inn ódýr landbúnaðarvara til að lialda verði hennar til neytenda niðri. Rikið greiðir uppbætur með innlendu framleiðslunni, svo að hún seljist á sama verði og hin innflutta. En þær uppbætur eru miðaðar við takmarkað magn afurða. Ef bændur auka fram- leiðsluna fram yfir þetta mark, verða þeir sjálfir að bera ábyrgðina og selja uppbótalaust á frjálsum markaði. í reynd er þetta ekki ó- svipað því, sem hér hefur gerzt, að útflutningsuppbætur eru tak- markaðar, en eftir að þeim lýkur, verða bændur sjálfir að taka við ábyrgðinni. Á þcíta hefur ekki reynt fyrr, og er von að þeir beri sig illa. Kjarni málsins er sá, sem Alþýðuflokksmenn hafa bent á, að einhver stjórn verður að vera á því, hve stefnt er að mikilli fram- leiðslu. Nú ósk i bændur eftir slíkum ráðstöfunum, en þær hefði þurft að gera fyrir nokkrum árum. Um það má deila, hver hefði átt að hafa frumkvæði að slíkri stjórn, bændur sjálfir, framleiðslu- ráð laudbúnaðarins eða ríkisstjórn. Svisslendingai eru líklega komnir allra manna lengst í áætlunar- gerð fyrir landbúnað. Þeir vilja geta framleitt nóg fyrir þjóð sína, ef þeir einangrast i ófriði eins og 1940—45. Til að tryggja það, reikna sérfræðingar 8tjó;narinnar út, hve mikinn kaloríufjölda þurfi að tr.vggja fyrir hvert mannsbarn í landinu, og live mikið þurfi af hverri tegund landbúnaðarafurða til að ná því marki. Síðan er haft tilbúið — en ónotað — nægilegt ræktað land til að auka framleiðsl- una frá því, sem nú er, ef landið einangrast. Allt er þetta reiknað á óhemju flókinn hátt í nútíma reikningslieilum og endurskoðað á liverju ári. Þelta kerfi, sem hefur vakið mikla athygli, sýnir hvað hægt er að gera til að skapa samræmi milli framleiðslu og markaða, jafnvel fram í tímann. í fyrrasumar liittu nokkrir alþingismenn landbúnaðarráðherra SvissJendinga í Born. Hann flutti yfir þeim forláta ræðu. um ágæti íslenzkra fornbókmennta, sem hann kunni á góð skil. En hann fórn- aði höndum, þegar hann var spurður um landbúnaðinn í Sviss, og sagði, að bændurnir ætluðu sig lifandi áð drepa. Það eiga fleiri erfitt en Ingólfur Jónsson. SUMARSKÓR karla, kvenna og barna STRIGASKÓR lágir og uppreimaðir SANDALAR úr leðri og plasti KASTLJÓS Framhald af 3. síðu „Hvernig á að myrða þjóðhöfð ingja" og „Hvernig á að vinna ást konu án þess að kvænast' henni“ og Hvernig er vopnum og sprengiefni smyglað yfir landamæri?" Á aðeins einu ári var varið um 15 millj. kr. til að þjálfa um 300 flugumenn frá Kongó Brazzaville, Swazilandi, Mala- \vi, Mozambique og Kanaríeyj um. Nkrumah var því á góðri leið með að gera Ghana að „Kúbu Afríku.“ Aðalstöðvar njósíiaþjónúst- unnar voru í nýtizkulegri tveggja hæða byggingu, sem að nafninu til var bækistöð „Hinn ar þjóðlegu vísindarannsóknar stofu." Yfirmaður leyniþjónustunn- ar var austur-þýzkur sérfræð ingur, „Jurgen Kruger“ sem réttu nafni heitir Rogalla. Hann er 33 ára að aldri og majór í öryggisþjónustu Ulbrichts. Hægri hönd hans var Rolf Stoll mayer, kapteinn úr austur- þýzku öryggi‘þjónu.stunni, sem er sérfræðingur í hlerunar- og míkróljósmyndatækni. Margar þær upplýsingar sem þeir öfl uðu sér, fóru áleiðis til Aust ur-Þýzkalands og þaðan til Sóv étríkjanna. Stojlmayer hafði fieppnina með sér þegar byltingin var gerð gegn Nkrumah og tókst að forða sér um borð í þýzkt flutningaskip. Kruger öðru nafni Rogalla, var handtekinn og afleiðingiu var sú að Austur Þjóðverjar settu alla verzlunar fulltrúa Ghana í stofufangelsi svo og 300 Ghanastúdenta, sem þá voru staddir i Austur-Þýzka landi. Síðar var Rogalla vís- að úr landi. Uppljóstranir nýju stjórnar innar í Ghana um einræðis stjórn Nkrumah — eyðslusemi ein^æðisherrans og splllingu lians og ekki hvað sízt hinar nákvæmu áætlanir um að gera sig að voldugasta manni Afriku með neðaniarðar- og skemmd arverkastarf'emi, hafd haft mik il áhrif í hinum nýfrjálsu ríkj um blökkumanna. Þeir hafa komizt að raun um að „iieimsve1di'hættan“ getur stafað frá öðrum en hinum gömlu heimsveldum hvítra. manna. „Hin svarta heimsveld;s- stefna" kann að vera hættu- legri — ckki sízt þar sem hún Pússningasandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af Pússningasandi heim- fiuttum og blásnum inn Þurrkaðar vikurplóoir og einangrunarplast Sandsalan við Elliðavog s.f. Eiliðavogi 115 sími SOlZð, Tilboð óskasf í að byggja vélahús við fyrirhugað póst- og símahús á Brúarlandi. Útboðsgagna má vitja * á skrifstofu aðalgjaldkera pósts og síma, gegn eitt þúsund króna skilatryggingu Tilboðin verða opnuð á skrifstofu síma- tæknideildar, Landssímahúsinu 4. hæð kl. 10 f.h mánudaginn 11. júlí n.k. Skipatæknifræðingur óskar eftir atvinnu. — Tilboð sendist í póst- hólf 577 Reykjavík fyrir 1. júlí. SÖLTUNARST ÚLK UR Söltunarstöðin Síldin h.f. Raufarhöfn ósk- ar eftir söltunarstúlkum. Fríar ferðir og kauptrygging. Upplýsingar hjá Síldinni h.f. á Raufarhöfn eða í síma 50865 Hafnarfirði. FLOGIÐ STRAX FARGJALD |BI GREITT SÍÐAR Y////S. í Verð: 11.500,00 kr. fyrir 19 daga. ////A Fararstj.: Steinunn Stefánsdóttir '///// listfræðingur. ££ Hin árlega Eystrasaltsvika verður haldin dagana 9,-18, júlí í Rostockhéraði, — Við skipulcggjum ferð þang að sem hér segir: 7. júlí: Flogið til Kaupmannahafnar. 8. júlí: Farið verður til Warnemiinde. 9. —18.júlí: Dvalizt á Eystrasaltsvikunni. 18. —24. júlí: Ferð með langferðabílum um Austur-Þýzka tand. Komið í Berlín, Dresden og Leipzig. 24. júlí: Farið frá Berlín til Kaupmannahafnar. 25. iúlí: Flogið til íslands. í Rostockhéraði hittast árlega á Eystrasaltsviku hóp- ar frá. öllum löndum er liggja að Eystrasalti, auk Nor- egs ug íslands. Þar fer fram allskonar skemmti- og fræðslustarfsemi. Baðstrendur ágætar, loftslagið milt og þægilegt. Þátt- taka er takmörkuð við ákveðinn hóp. Hafið samband við okkur fyrir 25. júní n.k. LAN I /////////////////^^^^ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní...l?66 <$ FERÐASKRIFSTOFA Laugavegi 54. — Sími 22875 og SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.