Alþýðublaðið - 17.07.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1966, Síða 4
 Bttstjfirar: Gylfl Grðndal (íb.) og Benedikt GrÖndal. — RltstíSrnarfull. trtSl: KiBur GuBnaaon. — Símar: 14900-14903 — Auglýstngaafmi: 1490«. ASsetur AlþýBuhúsiB við Hverflagötu, Keykjavlk. - PrentsmlBJa AlþýSu bUOain!!. — Aakrlftargjald kr. 93.00 — t lausasðlu kr. B.00 tíntakltt, Utgefandl AiþýSuflokkuriniL BARNAVINNAN ÞAÐ MEGA HEITA árlegir atburðir, að 14—15 ára unglingar rneiðist alvarlega eða láti lífið í slys- um á vinnustöðum, þar sem böm á þeim aldri ættu alls ekki að vinna. Þrátt fyrir miklar umræður virðist ástandið í vinnumálum barna lítið batna. Sú staðreynd verður ekki véfengd, að á íslandi eru börn látin vinna margvísleg störf, sem þeim eru harðlega bönnuð í öðrum löndum. Þrátt fyrir mik- inn félagslegan þroska, virðist íslendingum ómögu lagt að skilja þau viðhorf, sem ríkjandi eru í öðrum löndum. Þar er börnum aðeins leyfð sú vinna, sem talin er samrýmast uppeldi þeirra, en algeng- ast er að tryggja þeim vist í sumarbúðum. þegar þau ekki eru í skólum. Hér á landi er litið á bömin sem nauðsynlegan vinnukraft, sem þjóðarbúið verði að hagnýta, hvað sem hollustu eða uppeldishugmynd um líður. Síðastliðið vbr afgreiddi Alþingi ný lög um barna vernd. Voru þar á ferð margvíslegar breytingar til foóta á því sviði, nema hvað einn þáttur löggjafarinn iar var óbreytíur. Það var kaflinn um vinnuvernd barna og unglinga. Á sínum tíma afgreiddi menntamálanefnd neðii deildar og síðan deildin öll þennan kafla í nýrri og foetri mynd. En þá sögðu peningahagsmunirnir til sín. Hófst andróður gegn frumvarpinu með þeim árangri, að það náði ekki fram iað ganga fyrr en ári síðar og þá án nokkurra breytinga á ákvæðum um vinnu barna. Þetta mál er íslenzku þjóðinni og sérstaklega al þingi til háborinnar skammar. Þröng peningasjónar mið eru látin ráða, en heilbrigðar hugmyndir um uppeldi og velferð barna eru settar til hliðar. í þessum efnum verður þjóðin að taka sig á. Það verður að hefja nýja sókn og brjóta á bak aftur sérhagsmunamennina, sem standa í vegi fyrir eðlilegri og mannúðlegri löggjöf um vinnuvernd barna og unglinga. 1 Um leið og þessi mál eru rædd er ástæða til að geta þess, sem vel er gert fyrir bömin. Það kom frapri í svörum við fyrirspum Björgvrns Guðmunds sorjar í borgarstjóm í síðastliðinni viku, að Reykja vík veitir 500 unglingum holla atvinnu í vinnuskól anum og 650 bömum í skólagörðunum. Það er leitt, að um 100 börn urðu að hverfa frá görðunum, en samt sem áður er hér um mikið og gott átak að ræka. Það er ólíkt betra að vita börn sín í vinnu- skóla en í byggingavinnu eða við uppskipun við höfnina. 4 .17. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HÚSBYG6JENÐUR Eftir sumarfríið, um miðjan ágúst, getum við boðið — auk okkar þraut- reyndu HELLU- OO EIRAL-ofna nýjasta miðstöðvarofninn í Evrópu, J A-Ofninn. Hann er tengdur á miðju og með fyrirfram stilltum krana á rétta hita- gjöf eftir stærð ofnsins og útreiknaðri hitaþörf stofunnar. Látið verkfræðing reikna hitaeining arþörf íbúðarinnar og fáið verðtil- boð hjá okkur áður en þér festið kaup á miðstöðvarofnum. h/fOFNASMIÐJAN Í.NHOIT. lO - BI»KJAV.'.r - ÍSlANO* SKOLPRÖR 2M>’ 4” og 6” ásamt tilheyrandi fittings, væntan- legt fyrir mánaðamót. Pantanir óskast endurnýjaðar. B YGGIN G AV ÖRUVERZLUN fsleifur Jónsson hf. Bolholti 4 símar 36920—26921, Auglýsingasími Alþýðublaósins er 14906 AMtRítMMIMUMUMMHMMU Skemmtiferð Kvenfélagsins KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins í Reykjavík fer skemmtiferff á Snæfellsnes dagana 19. og 20. júlí. Upp- ' lýsingar eru gefnar í símum: 14313, Katrín Kjartansd., 10488, Aldís Kristjánsd., 12497, Kristbjörg Eggerts dóttir. á krosssötum ★ GÖLLUÐ VARA DREGIN TIL BAKA. Kaffikerling hringdi til okkar í gær, og lét svo ummælt, að betur væri, ef fleiri fyrirtæki hegðuðu sér í líkingu við O. Johnson & Kaaber, sem fengu gallaða hráefnissendingu og draga nú tU baka gölluðu vöruna, sem óviljandi fór á markað og hætta kaffiframleiðslu unz þeim á ný hefur borizt fyrsta flokks hráefnl. — Þetta finnst mér virðingarverð afstaða, sagði kraffikerl ingin. Vafalaust hefði einhver samviskulaus kaupa héðinn kosið þann kostinn að láta málið danka, — biða og sjá hvort kæmu fram einhverjar kvartan- ir og láta síðan skeika að sköpuðu. Það er því miður ailt of mikið um það hér ,að gölluð vara sé seld sem ógölluð og þess vegna er það eftirtektarvert, þegar fyrirtæki bregð ast svona við, og mættu vafalaust ýmsir taka þetta sér til fyrirmyndar. ★ ALLT í ATHUGUN. Kaffikerlingin hafði fleiri mál á sinni könnu. Hún kvaðst fyrir rúmlega ári hafa keypt gólfteppi af stóru fyrirtæki hér í bæ. Tepp- ið kostaði um þrjátíu þúsund krónur, sem óneitan- lega er talsverð fjárfesting. Nokkru síðar komu í ljós miklir framleiðslugallar í teppinu, — það var allt blettótt. Framleiðandinn, neitar að skipta um teppi og hefur sagt síðastliðið hálft ár, að málið væri í athugun úti í Englandi, og hann vissi ekkert hvenær þeirri athugun lyki. Og fyrr mundi hann ekkert hafast að. Nú veit ég, hélt kaffikerl- ingin áfram, að þessi sami framleiðandi hefur skipt um teppi hjá einhverjum þar sem þessir sömu gallar höfðu komið fram. Og nú spyr ég sagði kaffikerlingin að lokum, hvað get ég varnar- laus neytandi gert til að fá hlut minn réttan í þessu máli? ★ HYLDJÚPAR HOLUR OG GJÓTUR. Þá hefur okkur borizt bréf um vegamál: ,,Svo er það ennþá um vegina hérna, ef vegi skyldi kalla. Vegirnir hérna sunnan- lands hafa verið afleitir í vor eins og öllum er kunnugt, enda gerðir fyrir helming þeirrar um- ferðar sem á þeim er, eða tæplega það. Ailt er víst gert sem hægt er til þess að hægt sé að aka þessa vegi. En það er lítið þorp, austan við Hellisheiði, sem Hveragerði heitir. Það, getur víst enginn sagt að umferð þar sé svo óskapleg að veg- irnir þar þurfi að vera í eins aumu ástandi eins og raun ber vitni. Þar er að vísu ein steypt gata, en allir aðrir vegir þar eru eins og maður gæti hugsað sér vegi í gullgrafaraþorpi, sem verið hefir í eyði í það minnsta 50 ár. Ekki er borið við að hefla göturnar og holurnar eru hyldjúpar, ruslahrúgur víða meðfram götunum og alls kyns drasl. Ekki væri til mikils mælst þó farið væri fram á að göturnar væru heflaðar í það minnsta einu sinni í mánuði þannig aö hægt væri að aka um þær á meira en 3—4km. hraða. < Vegfarandi.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.