Alþýðublaðið - 17.07.1966, Side 9
Saufján
Sytten)
Dönsk litkvikmynd eftir hinni um
töluöu skáldsögu hins djarfa höf
undar Soya.
Aöalhlutverk:
Ghita Nörby
i> Ole Söltoft.
Bönnuö innan 16 im.
Sýnd kl. 7 og 9
10. sýningarvika.
KONUNGUR SJÓRÆNINGJ-
ANNA.
kl. 5
Sýnd kl. 5 og 9.
Barnasýning kl. 3.
JÓLAGLEÐI MEÐ SJÁNA BLÁA
Carpetbaggers
Heimsfræg amerísk stórmynd.
George Peppard
Alan Ladd
ísienzkur texti.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5 og 9.
ÆVINTÝRI UM GOSA
kl. 3.
SMURT BRAUÐ
Snlttur
Oplð frá kl. 9-23,30
Brauðstofan
Vesturgötu 25.
Sími 16012
SMURSTÖÐIN
Sæíúni 4 — Sími 16-2-27
Billinn er smurðúr fljðtt og Vr3.
SeUomalUr tegu adiraf stnuroliu
legt eftir að sumrin voru yfir-
staðin.
Prudence leit öðrum augum
á hlutina.
— Þá er einmitt ástæðan til
að reyna að auka ferðamanna-
strauminn!
— Þér talið eins og ferðaskrif
stofustarfsmaður sagði Gherring-
ton-Smith hlæjandi.
— Fyrrverandi starfsmaður,
leiðrétti Prudence.
Hugo MacAUister varð spyrj
andi á svipinn og Cherrington-
Smith sagði honum að ungfrú
7
Sinclair hefði unnið á ferðaskrif
stofu í Rotorua og vissi þar af
leiðandi heilmikið um allt sem
viðkæmi ferðalögum.
Meðerfingi hennar virtist ekki
sérlega hrifinn.
— Þið getið vitanlega ekki tek
ið ákvörðun um þetta hérna
sagði Cherrington-Smith vin-
gjarnlega. — Ég legg til að þið
farið út og fáið ykkur bita sam
an. Síðan getið þið rætt þetta í
friði og komið hingað aftur síðar
í dag. En þið þurfið vitanlega
ekki að taka neina ákvörðun í
dag. Þið getið hugsað ykkur um
í fáeina daga og verið samt kom
in til Þrumufjarðar þegar fyrstu
gestirnir koma þangað.
Hugo virtist langt frá því á-
nægður. Þa® var greinilegt að
honum fannst sér íþyngt með
henni. Prudence lofaði sjálfri sér
að hún skyidi róa hann um leið
og lögfræðingurinn heyrði ekki
lengur til. Hún vildi alls ekki
tala neitt við hann. Um leið og
þau fóru sagði Cherington-Smith:
Ef ykkur vantar peninga get ég
látið ykkur fá þá út á væntanleg
an arf — sérlega þar sem við
skiljum vel að þetta hefur komið
róti ááætlanir ykkar.
Þau þökkuðu fyrir boðið en
neituðu því og fóru út. Þegar þau
komu út fyrir námu þau staðar
og litu óvinsamlega hvort á ann
að. Prudence varð fyrri til máls:
— Verið þér rólegur hr. Mac-
Allister. Það er alls ekki nauð-
synlegt að við borðum saman. Ég
tek mína ákvörðun án alls sam
ráðs við Þig. Og ég skai
segja Cherrington-Smith frá
minni ákvörðun og hann getur
svo komið henni á framfæri við
Þig.
Hann leit reiðilega á hana.
— Hagaðu þér ekki eins og asni.
Þú hatar mig af því að ég veit
hverskonar manneskja þú ert en
við ættum samt að geta hagað
okkur eins og siðmenntað fóik.
Komdu að borða.
Hún gekk reið með honum yfir
götuna að Diamond Grill. Þau
fengu þar borð og Hugo Mac
Allister sagði:
Eigum við ekki að ljúka við
steikina áður en við byrjum að
rífast? Það er synd að eyði-
leggja góðan mat með rifrildi.
— Ég get fullvissað þig um að
það verður ékki rifist hér, sagði
Opnan
Framhald úr opnu.
hátt, að það lætur okkur sjálf
greiða kostnaðinn af þessu hlálega
ferðaæfintýri — greiðir síhækk-
andi reikninginn í sífjölgandi
krónum og minnkandi — og kref
ur hann af okkur aftur í sífjölg-
andi krónum og minnkandi.
Útsvars- og skattaskrárnar, sem
nú eru að byrja birtast, eru dálít-
ill vottur um hver skriður er á
þessari ferð — og þó mikiu frem
ur hinar sífelldu verðhækkanir á
vöru og þjónustu, sem dynja á
heimilum frá degi til dags. — Og
á bak við þennan yfirlætisfulla
hrunadans er það falið eftir föng-
um, að við erum í raun og veru
styrkþegar á alþjóðlegum vett-
vangi og höfum lengi verið —van-
þróuð þjóð. Ekki í framleiðslu, af-
köstum, starfi, heldur vitiborinni
| búmennsku, ábyrg'S, hófsemi, skyn
samlegri þegnlund og drengskap.
— Á bak við hið mikilfenglega
kröfugerðaverk okkar er töluvert
af brýnni lífsnauðsyn — en óhemju
mikið af snobbi, tildri, hégóma,
stertimennsku, yfirlæti — eftir-
öpun — og hreinum — en rándýr-
Prudence stutt í spuna. - Ég ætla
að framfylgja minni upprunalegu
áætlun. Þjónarnir og hjónin sem
sjá um hótelreksturinn þurfa á
aðstoð að halda og ég fer eins
fljótt og unt er til Fiondland.
— Almáttugur! sagði Hugo
MacAllister og gleymdi öllum
góðum fyrirætlunum um að
borða mat sinn í friði. — Ég geri
ráð fyrir að þú haldir að þú get
ir rekið hótel vegna þess eins að
þú kannt að vélrita eða hefur
unnið á ferðaskrifstofu. Ég get
fullvissað þig um að Þrumufjarð
arhótelið er í þörf fyrir annað og
meira en snotra skrifstofustúlku.
Prudence lagði frá sér hníf og
gaffal. — Þú veizt ekki neitt
um mig ... byrjaði hún en hvöss
blá augu hans litu beint í rafgul
augu hennar.
Nú var reiðin að taka völdin af
Prudence en henni tókst samt
að halda sér í skefjum.
— Þú veizt afar fátt um mig
sagði hún ákveðin. — Ég skal
um apakattarhætti. Ég er nú svo
bjartsýnn, að ég held, að mikið
af þessu séu þjóðfélagslegir barna-
sjúkdómar — eins og rauðir hund-
ar og mislingar — og sumt beinlín
is óþrif eins og kláði, — með öðr-
um orðum, ég leyfi mér að vænta
bata. En ég er ekki svo bjartsýnn,
að ég haldi að hann komi af sjálfu
sér. Ég held, að við verðum hrein
lega að hætta að skipta hver við
annan og við samfélagið eins og
yfirgangsseggir og ræningjar á
hvalfjöru Ég held, að við verðum
að finna okkur félagslega stöðu og
markmið eitthvað í líkingu við
unga bóndans, sem ég gat um í
upphafi máls míns, — stöðu þegns-
ins og drengskaparmannsins.
Þetta kostar endursiðvæðingu ó-
verulegs hluta þjóðarinnar, endur
siðvæðingu í beitingu stéttarmátt-
ar og félagslegra afla. Það kann
að vera, að einhverjum þyki það
beinlínis hlægilegt! Ég kippi mér
ekki upp við það. Það er hlegið
að svo mörgu góðu á íslandi nú
á dögum. Það kostar endurskipu-
lagningu, þjóðaruppeldisins að
verulegu leyti og á henni er af
fleiri ástæðum brýn þörf. Það er
vonandi, að þær rannsóknir, sem
að tilhlutun menntamálaráðherra
cru hafnar á því sviði leiði til já-
kvæðs árangurs.
Endurskipulagningu þjóðarupp-
eldisins. Það er stórt orð Hákot!
En hún kallar að Hingað til hefur
það verið stolt okkar inn á við
og út á við, að það væri ekki til
skríll á íslandi, að þjóðin væri
menningarlega óklofin heild, talaði
sömu tungu og ætti öll aðild að
sameiginlegum menntum þjóðar-
innar — ríkir og fátækir jöfnum
höndum — án tillrts til atvinnu
stétta eins og var. Þekking var að
sjálfsögðu meiri í ýmsum greinum
meðal lærðra manna en alþýðu,
en bókmenntir og sameiginleg
þjóðarmennt sameign allra. Snjall
fagurt tungutak mátti heyra af
vörum sjómanna og bænda og kunn
átta í bókmenntum, ljóðum og
sögu landsins furðu útbreidd þrátt
fyrir skólaleysið. Á þessu liefur
orðið veruleg breyting síðustu ára
tugi. Við erum að eignast óffiæl
andi lágstétt í landinu, orðsnauða
málhalta, fávísa og freka — is-
lenzkan cockney-lýð — sem aldrei
hefur verið til hér áður — og is-
lenzkan srkíl, sem fer herjandi
spillandi og eyðileggjandi um með
ólátum og siðlausum vesaldómi
jafnvel á helgum liátíðisstundum
þjóðarinnar. Það var þetta fólfe,
sem átti síðasta orðið og setti
punktinn yfir 17. júní hátíðahöld-
in á sumum stöðum á fslandi í ár.
Þessu er engin ástæða til að leyna,
enda hafa dagblöðin ekki getað
orða bundist um málið. Þessi rudda
lýður hefur vitjað helgistaða þjóð
arinnar í flokkum og eftirlætls-
staða náttúruunnenda og saiinrar
fegiffðar með vissu millibili und-
anfarin ár, og unnið þar sín her-
verk, brjótandi vegarmerki í leið-
inni og vinnandi álíka þrekvirfei.
Er nokkuð hlægilegt að tala um
endursiðvæðingu í því sambandi,
aga, eftirlit, og sjálfsagða ábyrgð
á hendur skemmdarvörgunum?
Sem betur fer er þetta botnfall
ennþá í algerum minnihluta meðal
æsku landsins. Það þarf ekki ann
að en minnast hins ógleymanlega
landsmóts Ungmennafélaganna á
Laugavatni f fyrra sumar til að
sannfærast um það. Þár sem tutt
ugu og fimm þúsund manns —
mest megnis æskufólk úr öllum
byggðum landsins — var saman
komið og gerði þennan einstæða
atburð að sannri og mjög gla}Sl-
legri þjóðhátíð. Prúðmennska,
virðuleiki, glaðværð, traust skipu-
lagning örugg framkvæmd og feg
urð voru einkenni þessa æsku-
móts sem efalaust ér hið fjðl-
mennasta, sem haldið hefur verið
á íslandi. Af slíkum atburðum
stafar ljóma á komandi daga, þé
að skugga kunni að leggja á næstu
sporin.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júlí 1966 9|