Alþýðublaðið - 17.08.1966, Page 2
lieimsfréttir
....siáastlidna nótt
CANBERRA: —• Ástralíustjórn hefur ákveðið að hækka fjár-
veitingu til landvarna um 34%. Fjármálaráðherrann sagði í dag
f sambandi við þessa hækkun, að nauðsynlegt væri að styrkja
varnir landsins og aðstoða þau lönd sem Ástralía er í hernaðar
bandalagi við. 4.500 Ástralíumenn taka þátt í stríðinu í Suður-
Vietnam.
MOSKVU: — Rússneskur Gyðingur, Robinovitsj að nafni
Og margfaldur milijónamaeringur, hefur verið dæmdur af dóm-
stóii í Moskvu fyrir þátttöku í einhverju mesta svindlbraski sem
Um getur í rússneskri réttarsögu. Er hann ákærður fyrlr að hafa
étolið og selt vefnaðarvöru fyrir nær 20 milljónir ísl. kr. Réttar
fiöldin hafa staðið yfir í marga mánuði ,en ekki er upplýst hve
áiargir aðilar eru blandaðir í málið.
j Rabinovitsj var þekktur í Moskvu sem milljónamæringurinn í
Árbatgötu. Hann notfærði sér aðstöðu sína sem tæknilegur for
Stjóri fyrir nokkrum vefnaðarverksmiðjum til að koma sér upp
kerfi, þannig, að hann gat stolið efnum og klæðnaði og komið
þýfinu undan. Hann hafði samstarfsménn víða um laníið sem sáu
um að koma þýfinu á markað.
HAAF: — 19 þúsund tonna norskt flutningaskip strandaði í
gær við Hollandsströnd. Nokkrum klukkustundum síðar var því
náð á flot og dregið til Rotterdam.
MOSKVA: — Sovétmenn munu fyrir árið 1970 taka í notkun
farþegaþotu sem flýgur hraðar en hljóðið og tekur 120 farþega
jþotan munfljúga með 2.500 kílómetra hraða á klukkustund. Fram
leiðsla á henni er þegar liafin. Heyflarnir verða staðsettir aftar
lega á bol flugvélarinnar.
STOKKHÓLMUR: — Aftonbladet, málgagn sósíaldemókrata
í Stokkhólmi, sagði í gær að íhaldsblaðið Expressen reyndi að
villa um fyrir lesendum sínum með þeim ummælum að hin borg
•aralcga stjórn Noregs hefði stöðvað verðbólguna í landinu. Aft
onbladet segir að samkvæmt hagskýrslum Hagstofu Noregs hefði
verð hækkað, jafnmikið á fyrra helmingi þessa árs og allt síðasta ár.
AGADIR: — Að minnsta kosti 13 manns drukknuðu og 20 er
saknað eftir að fiskibát hvolfdi í AkadirflÖanum við Marokkó í
•gær. Báturinn hafði farið í skemmtiferð með 50 manns innanborðs
og var á heimleið þegar slysið vildi til. Áttl báturinn þá aðeins
tiokkur hundruð metra ófarna að bryggju. Flestlr farþeganna voru
Itonur og börn. Orsök þess að bátnum hvolfdi var að nær allir
farþegarnir hlupu út í sama borðið um leið og báturinn tók beygju.
18 manns var bjargað frá landi.
IÐNSÝNINGIN:
Undirbúningur í fullum gangi
ALLUR undirbúningur fyrir
íðnsýninguna 1966 gengur sam-
kvæmt áætluri. Er nú lokið upp
setningu sýningarstúka fyrir um
140 sýnendur, sem munu nú taka
við stúkum sínum og hefjast handa
um skreytingu þeirra og koma
sýningarmununum fyrir. Þeir
fyrstu eru þegar byrjaðir á því
verki. Stærstu sýningarstúkuna
heíur Sláturfélag Suðurlands.
við Jón Ragnarsson, veitingamann
um að annast allar veitingar á sýn
ingunni Verða á boðstólum heitir
og kaldir réttir, smurt brauð,
kaffi og kökur,.öl, gosdrykkir, tób
ak o. sv. frv.
Athugasemd frá
borgarstjóra
MINNING:
Ottó N. Þorláksson
í dag verður gerð frá Fossvogs
kapellu útför Ottós N. Þorláksson
ar, fyrsta forseta Alþýðusam-
Ijands íslands, en liann lézt síð
astliðinn þriðjudag, 9. ágúst, 94
ára að aldri.
Ottó N. Þorláksson var fæddur 4.
cóvember 1871 að Holtakoti í
IBiskupstungum. Hann lagði
Ottó N. Þorláksson.
t
snemma fyrir sig sjómennsku
og lauk prófi frá Stýrimannaskól
anum árið 1895. Frá fyrstu tíð
lét liann verkalýðsmál til sín taka
og gerðist eindreginn talsmaður
ráttinda verkafólks bæði til sjós
og lands. Hann var einn aðalhvata
maðurinn að stofnun Sjómanna
félgasins Bárunnar árð 1894 í
Reykjavík, og var hann formaður
Sambands Bárufélaganna meðan
það var við lýði. .
Þegar Alþýðusamband íslands
var stofnað árið 1916 varð Ottó
N. Þorláksson fyrsti formaður
þess og gegndi því starfi í eitt
ár, en sæti átti hann í stjórn ASÍ
fram til ársins 1926.
Verkalýðshreyfingin átti erfitt
uppdráttar fyrstu árin og reið
því á miklu að þar veldust liæfir
menn til forystu; kjörin voru
kröpp og baróttan hörð. Ottó N.
Þorláksson var einn af forvígis
mdnnum íslenzkrar > verkalýðs-t
hreyfingar meðan hún var að
slíta barnsskónum og að komast
yfir erfiðasta hjallann. Hann var
því einn af brautryðjendum, sem
Framhald á 10. síð.t
Hraðað hefu verlð ýmsum fram
kvæmdum við Sýningar- og íþrótta
höllina i Laugardal vegna Iðnsýn
ingarinnar, m.a. hefur verið unn
ið að frágangi í anddyri og aðal
sal.
Ýmislegt verður gert utanhúss
til skreytinga og til að vekja at
hygli á sýningunni Fyrirhugað er
að reisa stóra grind úr stálpípum í
grennd við JuwJ og á hún að vera
táknræn íyrir iðnaðinn.
Hópferðir á sýninguna.
Til að auðvelda fólki úti á lands
b.vggðinni að komast á sýning-
una verða sérstakar hópferðir
skipulagðar í því skyni. Mun
ferðaskrifstofan Lönd og leiðir ann
ast' hópferðir frá flestum hinum
stærri kaupstöðum og kauptún
um.
Þá mun sérstakur strætisvagn
fara úr miðborginni á hálftíma
fresti með sýningargesti.
Auglýsingaspjöld á sýningar-
svæðinu.
Fyrirtæki, stofnanir og aðrir að
ilar, sem ekki taka þátt í sýning
unni eiga þess koSt að auglýsa á
soiöldum, sehi sett verða upp á
sýningarsvæðinu Sp.iöldin munu
verða af tveim stærðum, Wz og
3 fermetrar.
Iðnsýningarnefnd hefur samið
Alþýðublaðinu hefur borizt svo-
’hljóðandi frá borgarstjóranum í
Reykjavík:
í Alþýðublaðinu sl. sunnudag
var varpað fram þeirri spurningu,
livort „bæjarstjórnarsamþyk>t
væri til fyrir því, að ekki mætti
bræða síld í Örfirsey í norðanátt".
Engin samþykkt bannar rekstur
verksmiðjunnar skilyrðislaust í á-
kveðinni vindátt.
í tilefni þessarar fyrirspurnar
skal það tekið fram, að starfræksla
verksmiðjunnar er ekki komin í
fullnægjandi horf að mati borgar
yfirvalda.
Heilbrigðisyfirvöldin telja það
skyldu verksmiðjunnar sjálfrar
að koma rekstri í slíkt horf að
ekki stafi óþæg’ndi af honum,
eins og vart hefur orðið öðru
hverju í sumar, en jafnhliða hef-
ur heilbrigðisnefnd ásamt sér-
fræðingum unnið að tillögum tij
úrbóta og mun áfram vinna að
þeim í samráði við verksmiðju-
stjórnina.
Ekki get ég látið hiá líða að
víkia sérstaklega að öðrum þætti
greinarinnar, þar sem því er hald-
ið fram, áð blaðinu' hafi ekki tek-
\7.i að ná til min ..nokkrar vikur“.:
Með því að ég hef enn ekki
brugðið mér frá starfi nú í sumar,
nema örfáa daga, hef ég ástæðu
til að ætla, að tilraunir blaðsins
hafi ekki verið mjög alvarlegar.
Símarvarzla borgarskrifstofanna
tjáir mér í tilefni þessarar grein-
ar, að Alþýðublaðið hafi einu sinnl
fyrir 1—2 vikum, eftir því sem
bezt er vitað, spurt um mig, en
ég þá verið bundinn við önnur
störf. Hvorki þá né síðar hafi ver
ið beðið fyrir nein skilaboð til
mín frá blaðinu. Aðrir samstarfs-
menn mínir, svo sem staðgenglar,
fulltrúi, ritarar eða dyravörður
hafa ekki heldur verið beðnir fyrir
skilaboð, en daglega fæ ég ýmis
konar skilaboð fyrir milligöngu
þessara starfsmanna, að svo miklu
leyti sem þeir leysa ekki sjálfir
úr málunum, sem til úrlausnar
koma.
Geir Hallgrímsson.
ATHS: Alþvðublaðið vill aðeins
bæta því hér við, að í rúmlega
heila viku hringdi einn af blaða
mönnum blaðsins á borgarskrifstof
urnar og kynnt.i sig, og bað um að
fá að tala við borgarstjóra. Hon-
um voru ævinlega gefin þau svör,
að borgarstióri „væri ekki við“.
Eftir að hafa revnt í heila viku,
var enn haldið áfram með nokk-
urra daga millibili alllengi, en
loks hætt, bar sem árangur varð
ekki sem erfiði.
Ritstjóri.
2 17. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ