Alþýðublaðið - 23.08.1966, Side 6

Alþýðublaðið - 23.08.1966, Side 6
Miklar imræöur hafa átt sér stað i London um vandamál um- ferðarinnar sem sífellt aukast og verða flóknari viðfangs. London Transport heitir fyrirtæki það, sem sér um rekstur strætisvagna og neðanj;-rðarlesta í þessari höf- uðborg, sem telur um það bil 10 milljónir íöúa, og daglega ferðast nálægt 8 milljónir farþega á þeirra vegum. Samkvæmt lögboðinni reglugerð er þessari umfangs- miklu un ferðarstofnun lögð sú skylda á herðar að veita farþeg- um þá þjónustu, sem að öllu leyti svarar kröíum stórborgarinnar og jafn framt að sjá svo um, að jafn- vægi haldist í fjármálum stofnun- arinnar. Ifpp á síðkastið hefur ekki tekizt að uppfylla þessi tvö höfuðboðorð, og því var sett á laggirnar nefnd, sem ásamt til þess kvödc um sérfræðingum á að reyna að trjóta til mergjar ástæð- urnar fyrir því að svo er komið og einnig hvað til' bragðs eigi að taka, svo ástandið verði eðlilegt á nýjan leik. Nefndarálitið hefur nú yerið lagt fyrir þingið, þar sem það hefur mikið verið rætt og kemur í ljós við lestur þingskjala, sem fjalla um þetta vandamál að fram hafa komið bæði frumleg og djörf viðhorf, sem varla nokkur stjórnmálamaður hefði vogað sér að drepa á fyrir nokkrum árum síðan. Um það ríkir fullkomin eining, að þjónusta sú, sem strætisvagn- arnir veita farþegum, er ófull- nægjandi. ÍEinnig er enginn ágrein ingur um það, að þar er um að kenna ástandi, sem London Trans- port getur enga ábyrgð borið á, nefnilega umferðaröngþveitinu á götunum. Hin mikla og þétta um- ferð hefur í för með sér seink- anir, niðurfellingu ferða, lestar- keyrslu og síðast en ekki sízt — óreglulegar ferðir, sem flæma burt farþegana. Einn þingmann- anna, sem hafði farið með flug- vél frá Diisseldorf til London, gat þess við umræðurnar, að það hefði tekið sig lengri tíma að fara nokkra kílómertra í strætisvagni í London. Á tíu árum hefur tala farþega, sem ferðast í strætis- vögnunum lækkað um 32 prósent, á meðan tala þeirra, sem fara með neðanjarðarlestunum, þar sem engar hindranir eru fyrir hendi, hefur hækkað um 9 prósent. Ekki alls fyrir löngu var mjög hert eft- irlitið með bifreiðastæðum í mið- borginni og varð það til þess, að ástandið þar batnaði til mikilla muna, en aflei’ðingarnar urðu bær, að öngþveitið og bílamergðin fluttist yfir á þau svæðl, þar sem leggja má bilum að kostnaðar- lausu svo eftir sem áður voru menn engu nær Iausninni. Áætl- anir eru uppi um að stórauka það svæði, þar sem gjalds er krafizt fvrir bílastæði, en það er alls eng- in lausn heldur, hún krefst árang- ursríkari aðgerða. Allir virðast sammála um að auka verulega að- albrautarréttinn og hindrunar- lausan akstur, og einkum verður i iö"ð áherzla á aðskildar akrein- I ar. helzt neðanjarðar, ennfremur aukningu og endurbætur á neð- aniarðarlestunum. Viðvíkjandi umf°rð ofanjarðar er talið, að stofnt yerði að þvi að koma upp cér akbrautum fyrir strætisvagn- ana á vissum svæðum og þar sem nmforð er jnikil. I>á er talið víst, að teknir verði í notkun sporvagn- ar á gúmmíhjólum. Bent hefur ver:ð á, að i þeim borgum, í Bandaríkjunum, þar sem teknar hafa verið í notkun sér akbrautir fvrir strætisvagna, eins og t.d. í Baltimore, hr.fi tímasparnaður aukizt mjög eða um 12—18 pró- sent. hjá strætisvögnunum og 7— 9 prósent fyrir almenna umferð. Við umræðurnar í þinginu kom það í ljós, að ef skráning nýrra bíla vex jafn hröðum skrefum og hineað til, þá verður ekki pláss f'u-ir þá á götunum árið 1970, jafnvel þótt bíll nemi við bíl. Mörg fleiri dæmi voru nefnd til að sýna hið vaxandi umferðaröng- þveiti, og því er það ofur eðli- legt að samgöngumálaráðherran- um hafi hrotið nokkur vel valin orð af vörum við umræðurnar í þinginu. M.a. skýrði hann frá því, að takmörkun bifreiðastæða þjón- aði ekki þeim tilgangi einum að göturnar megi vera til aksturs eingöngu, heldur og til þess, að losa borgina við alla óþarfa keyrslu, einkum þó á mestu anna- tímum umferðarinnar. Þá var ráð- herrann ekki frábitinn þeirri hugmynd, að takmörkun bílaum- ferðarinnar í borginni yrði fram- kvæmd með innheimtuaðgerðum, þar sem bílarnir, sem valda hinu mikla öngþveiti, tækju sinn þátt AUs staðar skapar hinn ört vaxandi fjöldi einkabíla erfið vanda- mál. Þessi mynd er frá Bandaríkjunum og sýnir hvernig lausnin | er fyrirhuguð með byltingu í samgöngukerfinu. Það er víðar en á Kslandi, sem vanda- mál ört vaxandi umferðar kalla á róttæk ar aðgerðir af hálfu hins epinhera. í London fjölgar ökutækjum svo ört, að með sama áframhaldi veröur ekki rúm fyrir bílana á götum borgarinnar árið 1970, þótt bíll nemi við bíl. I grein þess- ari segir frá þeim vanda, sem við er að etja í höfuðborg EngEands og tillögum að lausn hans. wmm. '' ' í að gi-eiða nauðsynlegan kostnað — m.a. einnig hallareksturinn á al menningsvögnunum, sem að nokkru leyti naá telja beina af- leiðingu þess, hve tafirnar í um- ferðinni eru miklar. Með þessum orðum samgöngumálaráðherrans var skapaður umræðugrundvöllur fyrir því, hverjir ættu raunveru- lega að þola útgjöld vegna ríkj- andi ófremdarástands í umferð- inni, sem berlegast kemur í ljós á mestum annatímum dagsins, svo sem á mjrgnana, þegar allir eru á leið í vinnu, í hádeginu eða að loknum vinnudegi, en þetta á- stand kostar bæjarfélagið óhemju mikið. Á liverjum morgni fara 1,2 millj- ónir manna inn í borgina, og jafn margir fara svo heim á kvöldin. Lauslega áætlað ferðast um 90 prósent þessa fólks með opinber- um farartækjum, vögnum og neð- anjarðarlestum, en aðeins um 10 próscnt með bílum, og þv; er haldið fram, að þessi 10 prósent valdi öllu öngþveitinu í umferð- inn. Af þessum sökum hefur ver- ið talið eðlilegt, að akandi vég- farendum beri að greiða sín gjöld miðað við það pláss, sem þeir nota á götunum. Það verður auð- vitað dýrt íyrir bifreiðaeigendur og tiltölulega ódýrt fyrir farþega strætisvagna, en á þennan hátt verður skipting kostnaðar betri og eðlilegri en liingað til. Margir sérfræðmgar hafa fjall- að um það, hvernig væri bezt að framkvæma þetta ,,taxtakerfi“. En tillagan er sú, að þeir ökumenn, sem óska eftir því að aka á svæð- um, þar sem umferð er mikil, skuli, kaupa sér skírteini, sem festa megi við framrúðu bílsins. Skírteini þessi verði hægt að kaupa til eins dags notkunar eða fyrir lengri tíma. Verðið fari svo eftir því, hve mikil umferðin sé á hver.ium stað — í London og Glas- gow yrði gjaldið fyrir akstur í miðborginni eðlilega hærra en í minni borgum landsins. Slíkt fyr- irkomulag, að láta menn greiða fyrir það pláss, sem notað er af akbrautinni, er talið vera réttlát- ara en stöðumæiagjöldin, sem þeir bílstjórar komast undan er aðeins aka í gegn um miðborgina. Það er hins vegar ekki ljóst enn sem komið er, hvort gengið verð- ur eins langt í þessum málum og hér hefur verið lýst, en það eitt að framámenn í stjórnmálum taka málin jafn föstum tökum og raun ber vitni er athvglisvert og sýnir bezt, hve ástandið er alvarlegt. ,,Sá ráðherra, sem beitir sér fyrir tak- mörkun á aksti bíla í borgum. Framhald á 15. síðu <1 f MÍLANÓ hefur verið gripið til þess skynsamlega ráðs að útbúa sérstakar akgreitiar fyrir aimenn ingsvagna, svo tafir á ferðum þeirra verði tninni en ella. £ 23. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLA0ÍÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.