Alþýðublaðið - 23.08.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.08.1966, Blaðsíða 8
NÝLEGA íók til starfa barnaheimili að Fitjakoti á Kjalarnesi. Heimilið er einkaheimili og rekur það Hulda Gísladóttir. Heimil ið er eins konar dvalar- heimili barna, þar eð fyr- irkomulag er þannig, að hörn eru tekin þangað í eins dags til mánaðar dval ar í senn. Þar sem fyrirkomulag barna- heimilis sem þetta mun vera nýj ung hér, var ekki úr vegi að heim sækja Fitjakot og líta á heimilið sem er skammt frá Reykjavík. Hulda Gísladóttir var úti með börnunum, er við komum. — Hérna hafa verið í sumar sjö börn, sagði hún, en nú hefur leyfi nýlega fengizt fyrir að reka þetta sem barnaheimili, og mun verða hér rúm fyrir tuttugu börn, tíu drengi og tíu telpur. Einnig mun ég taka við ungbörnum, en þá verður fólk að kofna með þau í rúmum eða vögnum. Ég hef látið gera ýmsar breytingar á húsinu tiérna, og Hulda sýnir okkur heim ilið. Uppi eru barnaherbengin tvö, annað fyrir drengina og hitt fyr ir stúlkurnar. Leikherbergi er niðri. — Hérna hafa börnin líka svo gott svæði til leikja úti, segir Hulda. Þau mega vera á öllu land inu hér í kring og þar eru engar hættur. Að sjálfsögðu er svo allt af verið meg börnunum. Aðspurð um aðsókn, svarar Hulda: Jú, það eru margir búnir að bringja í dag eftir að fréttin um heimilið kom í blöðunum. T. d. hringdi -hingað kona áðan og bað um að koma sex börnum sín um hér fyrir í prjá daga. Einnig hringdu hjón rétt í þessu og pönt uðu mánaðardvöl fyrir börn sín í okfóbermánuði. Það fólk. sem aðallega vill koma hörnum sínum hér fyrir er fólk, sem þarf að skrenpa úr bænum og getur ekki komið börnunum fyr ir hiá ættingjum. Einnig er mjög HOt.t fvrjr sængurkonur að koma börnum sínum fyrir hér, meðan þær lieeia á sæhg. — Fvað er hér daggjaldið fyrir barnið? — Það eru 150 krónur. — Á hvaða aldri eru börnin hér? Á aldrinum frá tveggja til 8 ára en eins og ég tók fram áð an mun ég einnig reyna að taka við ungbörnum. — Og hér er margt starfsfólk? — Við erum fjórar, ég og þrjár dætur mínar. —Og ætlunin er að halda þessu áfram í framtíðjnni? — Ég ætla að reyna þetta í tvö ár fyrst og sjá til hvernig tekst. Fyrir utan húsið eru börnin að leik. Með þeim eru tveir falleg ir hundar, Prins og Fía. Fyrir ut an húsið hefur verið komið fyrir litlum leikvelli, með rólum, sölt um, rennibraut oa hringekju. Við tökum nokkrar myndir, meðal ann ars af Ragnari. 5 ára frá Njarð vikum og með honum á mvndinni er Fía. Þegar verið var að mvnda Pagnar og Fíu vildu hin börnin líka fá mynd af sér. Hún rennir sér í rennibrautinni og unir sér vel í sveitinni ' í> Ilið hýja barnaheimilli er til húsa í Fitjakoti á Kjajarnesi. Þar geta dvalizt tuttugu börn. !> 0 Þeim finnst popp-kornið gott. Stúlkan til vinstri er dóttir Huldu Gísladóttur og er barnfóstra á hesmiiánu, ásamt tveimur systr um sínum. <1 — Það er svo gott pop-korn, sögðu litlu telpurnar, sem sátu í kring um stóran kassa fullan af svokölluðu popkorni, og brátt bættust drengir í hópinn í kring um kornkassann og það leið ekki ó löngu þar til kornið minnkaði að mun. Hann heitir Uagnar og á heima í Njarffvíkum. Með honum á mynd inni er Fía. í Fitjakoti er einnig annar hundur, sem heitir Prins. !> — Ætlið þið ekki að gefa Fíu og Prins svolítið líka? spurðum við. — Uss nei, þau vilja ekki sjá pop-korn. Og það virtist ekki fjarri lagi, Prins þefaði af pop- korn kassanum og skundaði svo í -burtu alveg heim að húsvegg og Fía horfði syfjulega til barn anna, þar sem hún lá og sleikti sólskinið. Fviir utan húsið er leikvöllur. 3 23. ágúst 1966 - ALÞYÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.