Alþýðublaðið - 23.08.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.08.1966, Blaðsíða 10
I A. Þýzkaland sigraði ísland í tugþraut Pradel sigraði hlaut 7043 stig- flestir náðu sínum beztu afrekum i ,|. i Austur-Þjóðverjar sigruðu Is- íendinga með nokkrum yfirburð Úm í tugþrautarlandskeppninni um helgina hlutu 14061 stig, en íslendingar 13428. Yalbjörn Þor láksson varð fyrir því öhappi í stangarstökkinu, að meiðast lítil lega, þannig að hann gat ekki beitt áór í tveim síðustu greinunum. ís land var með örlitlar sigurvonir, ef Vajbjörn hefði ekki meiðst. Áður en keppnin hófst á laug ardag flutti Ingi Þorsteinsson, for maður FRÍ stutta setningarræðu Hann bauð hina erlendu gesti vel komna og ræddi þá góðu sam vinnu, sem ávallt hefði verið milli FRÍ og austur-þýzka sambandsins. Ernst Sehmidt fararstjóri Au-Þjóð verja þakkaði boðið og góðar mót tökur. Hann bauð íslendingum til kejppni í Dresden 1967. Síðan voru þjóðsöngvar landanna leiknir"og keppnin hófst. ( í heild var viðureignin skemmti leg og árangur góður, enda var vej5rið gott, norðangola og bjart Pradel tók forystu eftir 100 m. hlaupið, en hann hjjóp á 11 sek. rétjtum. Hinn ungi og efnilegi Kirst sigraði í langstökkinu, stökk 7,23 m. og hafði flest stig að tveim greinum loknum. Hann hélt síðan forystu í tugþrautinni þar til í síðustu grein, að Pradel fór fram úr og sigraði með 7043 stigum. Aftur á móti náði Kirst sínum bezta 'árangri í tugþraut og fór í fyrsta sinn yfir 7000 stig eða 7018. Kjartan Guðjónsson varð þriðji og náði sínum bezta árangri 6933 stigum. Hann átti bezt áður 6703 stig frá 1964. Kjartan er greini lega í mikilli framför sérstaklega í hlaupunum. Hann náði sínum bezta tíma í 400 m. hlaupinu, 52,3 sek. Við höfum áður skýrt frá meiðslum Valbjarnar, en miðað við hans fyrri afrek er líkjegt að hann hefði fengið ca. 7100 stig, en til þess hefði hann þurft að kasta spjóti rúma 58 metra og hlaupa 1500 m. á 4:56.0, sem er mjög líklegt. Ólafur Guðmunds son náði sínum bezta árangri í tug þraut og einnig Jón og Erlendur. í heild fór keppnin hið bezta fram og áhorfendur voru allmarg ir. " ÚRSLIT: Sigfried Pradel, A-Þýzkalandi, 7- 043 stig. (11,0 — 6,68 — 14,15 — 1,65 — 50,2 — 14,8 — 44,24 — 3,90 - 49,36 — 5:06,9) Joachim Kirst, A-Þýzkalandi 7018 stig, (11,1 — 7,23 — 14,49 - 1,97 - 53,1 - 16,7 — 41,26 — 3,80 - 54,00 — 5:27,4) Kjartan Guðjónsson ísl. 6933 stig, (11,4 — 6,97 — 14,37 — 1,88 - 52,3 — 15,5 - 38,25 - 3,50 - 52,31 — 4:58,4) Axel Richter A-Þýzkalandi 6600 stig, (11,7 — 6,52 — 13,07 - 1,79 - 55,1 — 16,3 - 40,65 — 3,80 - 52,83 — 4:51,5) Ólafur Guðmundsson ísl. 6495 stig, (11,2 — 7,12 — 10,74 - 1,73 - 50,5 - 17,5 — 30,68 - 3,20 - 53,31 - 4:27,4) Val'björn Þorláksson ísl. 6420 stig, (11,4 — 6,66 — 13,04 - 1,76 - 50,6 — 15,2 — 38,41 — 4,40 - 39,47 - 000 — Auk keppninnar var tugþraut in einnig keppni um íslandsmeist aratitilinn. Kjartan varð íslands meistari, Ólafur annar og Valbjörn þriðji. Fjórði í greininni varð Jón Þ. Ólafsson, ÍR, með 5938 stig 11,5 — 6,60 - 12,80 — 2,00 - 57,8 17.4 - 40,29 - 3,00 — 51.55 — 0) Erlendur Valdimarsson ÍR, hlaut 5600 stig (12,2 — 6,18 — 13,84 - 1,79 — 59,6 — 20,4 — 43,64 — 3.20 — 36.84 - 5:06,9) — 4x800 m. boðhlaup. íslandsmeistari Sveit KR, 7:53,8 mín. fsl. met, í sveitinni voru steinn Þorsteinsson, Agnar Levý Þórarinn Ragnarsson og Halldór Guðbjörnsson. Gamla metið átti Framhald á 11. síðu Víðbragðið í 1500 m. hlaupinu. næst Ijósmyndaranuum er Ólafur Guðmundsson. sem sigraði í hlaupinu. Verðlaunaafhending. sigurvegari er Pradel, annar varð Kirst og þriðji Kjartan Guðjónsson. Lengst til vinstri er Ernst Schmidt, far- arstjóri Austur-Þjóðverjanna og virðir fyrir sér bikarinn, sem sig- urvegararnir hlutu til eignar. SIGRÚN VARÐ MEISTARI í FIMMTAR- ÞRAUT EN LILJA SETTIMET í 80 M. GR. Fimmtarþraut kvennameistara- mótsins var háð í sambandi við tugþrautarkeppnina um helgina Keppnin var skemmtileg, og lauk með sigri Sigrúnar Sæmundsdótt ur, HSÞ, sem náði sínum bezta árangri, 3263 stigum. Met Sigríðar Sigurðardóttur ÍR, er 3532 stig. Sigrún setti m.a. þingeyskt met í hástökki, stökk Í.50 m. Lilja Sigurðardóttir HSÞ varð önnur en setti íslenzkt met i 80 m, grindahlaupi, hljóp á 12,7 sek. sem er 1/10. úr sek. betra en gamla metið, sem Sigríður Sigurð ardóttir átti. Lilja hljóp mjög fall ega og getur þó bætt þetta afrek allverulega. Úrslit: íslandsmeistari Sigrún Sæmunds dóttir HSÞ, 3263 stiig, (80 m. gr.hi. 14,0 sek. — kúluvarp 7,35 -— há stökk 1,50 — langstökk 4,64 — 200 m. hlaup 29,0 sek.) Lilja Sigurðardóttir HSÞ 3196 stig, (12,7 - 7,21 - 1,25 - 4,73 — 27,9) Ólöf Halldórsdóttir HSK 2918 stig, (15,1 — 8,43 — 1,35 - 4,27 — 29,8) Guðrún Guðbjartsdóttir HSK 2884 stig, ( 15,3 - 1,30 - 6,84 - — 4,61 - 28,6) Kefhnkingar voru heppnir að sigry. Þrótt í Njarðvíkum á sunnu- daginn. Þeir skoruðu eina mark leiksins rétt fyrir leikslok. Þar með má segja að Þróttur hafi enga möguleika á áframhaldandi veru í I. deiid. Það var Karl Hermanns- son, sem skoraði mark ÍBK. Nán- ar á morgun. Frjálsíþróttamót í Laugardal í kvöld í kvöld kl. 8 hefst á Laugardals vellinum frjálsíþróttamót með þátt töku þýzku tugþrautarmannanna og Kanadamannsins Hylke van der Wal ásamt flestum beztu frjáls íþróttamanna okkar. Keppt verður í eftirtöldum grein um: 100, 200, 400 og 800 m, ihlaup um, 11 m. grindahlaupi, 1500 m. hindrunarhlaupi, 1000 m. boð- hlaupi, 200 m. h-laupi sveina, 100 m. hlaupi kvenna, kringlukasti kúiuvarpi, hástökki og langstökki. Búast má við skemmtilegri keppni í öllum greinum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.