Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 2
Enn mótmæla Kínverjar stefnu Rússa: W Peking (ntb-reuter.) Allan mánudaginn og sunnudag iíin raunar líka var f jölmenni fram an við sendiráð Sovétríkjanna í Peking til að mótmœla „endur skoðunarstefnunni", en svo nefna Kínverjar stefnu Sovétríkjanna. Hermenn og lögreglumenn héldu vörð um sendiráðið, en mótmæl ih voru vel skipulögð og kom ekki <til neinna átaka. Júgóslavneska fréttastofan Tan jug tilkynnti í gær, að kínversk ir unglingar hefðu ráðist á tvo austur-þýzka sendiráðsstarfsmenn i Peking á sunnudaginn. Að sögn fréttastofunnar varð eiginkona ann ars sendiráðsstarfsmannsins og éohur þeirra 17 óra gamall einn ig fyrir árás, Annars gátu erlend ir sendiráðsmenn og blaðamenn, eem hafði verið boðið að véra viðstaddir mótmælin við sovézka ftendiráðið farið að vild um mann fjöldann án þess að eiga neitt á tiættu. Mannfjöldinn kom aldrei nær sendiráðinu en í 100 metra fjar QægS. Aðaldyr sendiráðsbyggingar innar voru lokaðar og her og lög regla mynduðu tvöfaldan vegg fyr ír framan dyrnar. Mótmælin hóf ust með formlegri atthöfn, en þá var gatan, sem liggur frá breið Ktræti að sendiráðinu, skírð upp og kölluð ,,Gata baráttunnar gegn endurskoðunarstefnunni." Sumir vestrænir fréttamenn telja aS mótmæli þessi séu svar við snótmælaorðsendingu Rússa í fyrri viku, er til ótaka kom við sendi ráðið. Flestir, sem tóku þátt í raótmælunum í gær voru „Bauð ir varðliðar". Þeir settu upp risa ! stórar myndir af Marx, Engels I Stalin og Lenin fyrir framan ; sendiráðið og lokuðu með þeim götunni. Hins vegar sáust engin merki mannaferða í sendiráðinu, Og er talið að Rússar hafi notað Ibakdyr á byggingunni. Pramhald á 14. síðu.J Þessi teiknirnynd er kínversk. Tveir ungir menn eru að ræða stefn- una. Annar er hneigður til trúafvillu, en hinn er óbifandi maóisti. Innrétting og húsbúnaður á myndinni sýnir, að enn eimir eftir af borgaralegum áhrifum í Kína. Eldur oð Laugavegi 2: Manni bjargað á síðustu stundu Itvík, — OT.I Meðvitundarlansuin manni var bjargað út úr brennandl husi að Laugavegi %, síðastliðinn laugar dag'. Þeafar slö&kyliliðið kom á vettvang stóð eldur út um bak glngga, og mikinn reyk lagði um alU húsið, Slökkviliðsmennirnir réðust til atlögu við eldinn, og tókst að ráða niðurlögum haus á tæpri klukkustund, en þá höfðu orðið' niiklar skemmdir, bæði af eldi, reyk og vatni. Eldurinn hafði kviknaö á efstu hæðinni, en tveimur hæðum þar fyrir neðan er Dömubúðin Lauf ið og í kjaiiaianum, Kjötbúð Tóm asar. Sem fyrr segir lagði reykinn um altt hús, og vatn komst alla leið niður í kjallara. Olli það tölu verðum skemmdum á fatnaði í dömuverzluninni. Maðurinn sem Framhald 14. síðu. Hver vill læra grænlenzku? I jjárlögum fyrir árið 1966, eru veittar kr. 60.000,— til ís- lendings, er taki að sér sam- kvæmt samningi við mennta- málaráðuheytið að læra tungu Grænlendinga. Er hér með auglýst eftir umsóknum um styrk þennan, og skal þeim komið til menntamálaráðuneyt- isins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 20, september n.k. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um námsfer- il ásamt staðfestum afritum prófskírteina, svo og greinar- gerð um ráðgerða tilhögun grænlenzkunámsins. . Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. ^V^^^^WWWVWVWtWWVWWWW^^M&WiAMAWWMM&WWWM* egar framkv Samband íslenzkra sveitarfélaga efnir til þriggja daga ráðstefnu um verklegar framkvæmdir sveit- arfélaga dagana 31. ágúst til 2. september n.k. Ráðstefnan er und irbúin í samráði við menntamála- ráðuneytið og samgöngumálaráðu- neytið og verður sérstök áiierzla lögð á gatnagerð og skólabygging- ar. Ráðstefnan vorður sett í Tjarn- arbúð í Reykjavík n.k. miðvikudag kl. 9,30 árdegis og verður fyrsta dagirih fjallað um gatnagerS úr varanlegu efni í kaupstöðum og kauptúnum. Ávarp fiytur Ingólf- ur Jónsson, samgöngumálaráð: herra en framsöguerindi flytja Sigfús Örn Sigfússon, deildar- verkfræðingur, Vegagerð ríkisins, Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri Reykjavíkurborgar og Stef- án Hermannsson, verkfræðingur hjá borgarverkfræðingi. Síðdegis verða skoðaðar malbikunarstöð og pipugerð Reykjavíkurborgar svo og ekið suður á hina steinsteyptu Reykj anesbraut. Annan dag ráðstefnunnar verð- ur rætt um skólabyggingar. Fram- söguerindi flytja Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og Torfi Ás- geirsson, hagfræðingur, skrif- stofustjóri Efnahagsstofnunarinn.- ar. Síðdegis þennan dag verða skoðaðar skólabyggingar. Föstudaginn 2. september verð- ur rætt um skipulagningu og hág- ræðingu við verklegar fram- kvæmdir. Framsögu hafa Sveinn Björnsson, framkvæmdastjórj Iðn aðarmálastofnunar íslands, Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðing- ur, Guðmundur Einarsson, fram- kvæm'dastjóri íslenzkra Aðalverk- taka sf. og Siguröur Ingimundar-. son, forstöðumaður Verkstjóranám skeiðanna. Ráðstefnunni lýkur með við- ræðufundi þátttakenda með stjórn Samband íslenzkra sveitarfélaga. 70—80 manns taka þátt í ráðstefn- unni. i Svíar setja upp fjölskyldufan Stokkhóimur (NTB) í Svíþjóð verða innan skamms tekin í notkun fang elsi, þar sem fangar geta af plánað dóm sinn í félagsskap með fjölskyldu sinni, sagði Thorsten Eiriksson yfirmað ur sænskra fangelsa í útvarps viðtali á sunnudagskvöldið. Hann kvað hér vera um tilraun að ræða, en tvö slík fangelsi yrðu tekin í notkun á næsta ári. Annað þessara fangelsa, sem verður gert fyrir um 60 fanga verður þannig innréttað, að f jöl skyldur fanganna, eiginkonur þeirra unnustur og born. geta komið í heimsókn og dvalizt hjá þeim í fáeina daga I senn. í hinu fangelsinu verður gengið lengra, en þar verða innréttað ar fimm venjulegar íbúðir og geta fangarnir búið þar hjá f jöl skyldum sínum langtímum sam an. Eriksson var í viðtalinu spurð ur, hvaða fangar fengi að njóta þessara forréttinda, og sagði hann. að það yrðu þeir fangar er hefðu sérstáka þörf á að dvelj ast með ástvinum sínum. Auk þess kvað hann, að aðrir kæmu ekki til greina en þeir sem ör uggt væri að strykju ekki. Hann kvaðst búast við að mjög marg ar umsóknir um vist í þessum nýju fangelsum bærust og yrðu allar umsóknir kannaðar mjög Framhald á 15. síðu. Eldsvoðí í Kópavogi Rvík, - ÓTJ. Eldur kom upp í ftuSarhúsi við Álfhólsveg 145 aðfaranótt síð astliðins sunnudags. Það er stórt forskallað tiniburhús, ein hæð og ris. Fólkið var allt í fastasvefni þegar eldurinn kviknaði, en einn nágrannanna sá eldbjarmann og hljóp þegar uppeftír til að aðvara það. Slökkviliðið kom fljótlega á staðinn, og tókst að kæfa eldinn sem kviknað hafði í stofu á neðrl hæðinni. Vár stofan mikiff brunn in, og líklega allt ónýtt sem f henni var, en hefði nágranni hjón anna ekki séð eldinn er hætt við að ver hefði farið. Talið er mögu legt að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnslampa en ekki vitað fyrir víst ennþá. Nýr seodiherra Sovétríkjanna Moskva (NTB) Stjórn Sovétríkjanna hefu,r skip að Nikolaj Vasjnov sen^iherra Sov étríkjanna á íslandi í stað Nikol í aj Tupitsyn, sem tekur við nýju ! embætti. Vasjnov er 57 tára að I aldri. ^,' ^ 30. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.