Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 13
ÆJABBi Síml 50184. Stórfengleg breiðtjaldsmynd í litum tekin í lndlandi af ít- alska leikstjóranum Mario Cam erini. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Sautján 16. sýningarvika sýnd kl. 7 Bönnuð börnum. Húsvörðurinn og fegurðardísirnar Ný bráöskemmtileg dðnsk gaman tnynd • litum Sýnd kl. 7 ogr 9. Næst síðasta sinn. — Bless á meðan Prue. Gangi þér vel, og svo var hann far- inn. Þegar Prudence sá flugvélina verða æ minni og minoi uppi milli skýjanna fannst henni hluti hennar sjálfrar hafa farið og horfið með. Hún hafði mikið aS gera. Gestirnir söknuðu Hugo mjög og Prudence komst við þegar hún sá að Janet og Keith fóru ekki að hugsa um sín mál eins og- venjulega heldur voru hjá gestunum og reyndu að hafa ofan af fyrir þeim. í>að var von á flugvélinni frá Te Anau klukkan þrjú. Hohe- pa ætlaði að fara með gestina í bátsferð um fjörðinn svo þeir fengju að sjá ' meira af , lands- laginu áður en þeir færu. — Farðu og legðu þig í hálf tíma, sagði Bessie. — Annars sofnarðu standandi í dag. Þú svafst jú ekkert í nótt. Prudence þáði boðið því hún vissi að þetta var einmitt það sem hún þarfnaðist. Þegar hún kom inn í sameig- inlega setustofu þeirra sá hún bréf Gregorys. Hún leit á póst stimpilinn og kipptist við Það var ekki þennan föstudag sem hann ætlaði að leggja af stað heldur s.l. föstudag. Hann var þegar lagður af stað til Nýja Sjálands ef hann var þá ekki kominn! Þegar Hugo findi Jill færu þau til Christchurch og biðu þar eftir öllum flug- vélum frá Sidney og Melbourne. kannski þau myndu bíða þar í nokkra daga til að vera viss um að missa ekki af honum. Þetta gat ekki verið satt. Þegar Prudence gekk niður að ströndinni til að taka á móti flugvélinni frá Te Anau ^issi hún að hún gat ekkert gert. Hún varð að bíða og sjá til. Ef hún hefði aðeins getað farið á eftir Hugo og sagt honum þetta! En hvernig átti hún að gera það? Tækifærið, barst upp í hend- urnar á henni. Einn af farþeg- um flugvélarinnar varð svo hrifinn af umhverfinu að hann ákvað að yera nokkra daga í Þrumufirði. En á hótelinu var hvergi herbergi að fá. Þá kom Prudence dálítið til hugar. Hún bauð farþegunum herbergi sitt gegn því að fá sæti hans í flug vélinni! Hann var fljótur að slá til. — Ég verð að fara til Hugos. Hann fékk áríðandi skilaboð í dag, sagði hún við Keith og Janet enda var þetta hvít lýgi og hún gat ómögulega farið að útskýra fyrir honum allt samhengið. Prudence vildi að 40 eins komast af stað og innan skamms hófst flugvélin á loft. Það var skemmtHegt að fljúga og hún naut hverrar mínútu. Alltof fljótt voru þau komin til Invercargill flugvallarins sem var heimaflugvöllur flugvélar- innar. Nú varð hún að fá flug far til Dunedin. En á skrif- stofu flugfélagsins var henni sagt að flúgvöllurinn væri lok- aður sakir þoku. — Af hverju reynið þér ekfci að taka lang ferðavagninn? spurði afgreiðslu stúlkan. — Ferðin tekur aðeins þrjá til fjóra tíma. Hún ákvað að fara að ráðum stúlkunnar og fékk að vita að bíllinn væri að fara: Það var verst að hún hafði ekki tíma til að fá sér matarbita eða te- bolla en hún vonaðist til- að þau næmu staðar í Gore og hún gæti fengið eitthvað þar. Á leiðinni hugsaði hún um það hvað hún ætti að gera þeg ar hún kæmi til Dunedin. Fyrst ætlaði hún að fara á National Airways Centre. Þar á eftir færi hún til City Hotel en þar höfðu þau búið þegar þau heim sóttu börnin og svo gæti hún talað við hin hótelin, Prud- ence sat allan tímann og hall- aði sér áfram eins og hún væri að neyða bílinn til að aka hrað ar. Loks voru þau komin og óku inn á flugvöllinn. Svo var guði fyrir að þakka að hún hafði aðeins handtöskuni með- ferðis og þurfti því ekki að bíða eftir farangrinum. Hún strauk höndinni yfir úfið hárið og fór inn í forstofuna og sá þar strax mann sem hún þekkti, vera að tala við lögregluþjón. Hún trúði naumast sínum eigin augum og hrópaði upp yfir sig: — Hugo! Hann torökk við, snérist á hæl og starði á hana. Síðan þaut hann til hennar greip um hönd hennar og þrýsti hana fast og hlýlega. — O hvað ég er fegin Hugo. Ég hélt að þú værir lagður af stað til Christc'hurch. Hann fer ekki n. k. föstudag. Hann fór á föstudaginn var. Hugo starði á hana. — Við hvað áttu eiginlega? Hvaðan kemur þú? Hvertiig stendur á því að þú ert hér? Lögregluþjónninn hvíslaði lágt að afgreiðslustúlkunni. — Svona er sumt fólk. Hann kem ur hingað til að spyrja, um systur sína og þegar, hann hef- ur fundið hana má hann naum ast mæla af undrun! Prudence tók fram tösku sína og sótti bréfið. Hún benti á póststimpilinn. — Sérðu . dagsetninguna? Þú veizt hve lengi pósturinn er á leiðinni til Þrumufjarðar. Gre- gory vissi það ekki. Og við vor um alltof undrandi til að líta á stimpilinn. — Guð minn góður, En hvar er hann þá núna? Hann gæti meira að segja verið kominn til Milford. — Já, en Bessie passar hann þegar hann kemur. Hefurðu heyrt nokkuð frá Jill? — Nei, ég er búinn að setja lögregluna inn í málið. Ég vona að árangurinn komi fliótlega. Nú kom lögregluþjónninn brosandi til þeirra. — Ég geri ráð fyrir að leit yðar sé hér með lokið herra? Þau virtust bæði undrandi en svo skildu þau allt. — Nei alls ekki, sagði Hugo, — Því miður er ekki svo Þetta eru aðeins ein vandræðin í viðn bót. . — Áttu við mig? spurði Prucl ence roggin. — Já, einmitt, svaraði hana og brosti stríðnislega til henn- ar. ; Lögregluþjónninn var ppyrj- andi á svipinn. — Hún er einnig að leita að systur minni — því miður hefur hér orðið einhver misskilningur, Eftir að ég fór að heiman komst félagi minn hér að því að eig inmaður systur minnar vissl ekki hve lengi bréf eru á leið inni til Þrumufjarðar. Hann kom sennilega til Nýja Sjá* lands á föstudaginn var Iðnsýningin Framhald af 3. síðu ur eimtfg selt sælgæti, goa drykkir og tóbak. Til þess að auðvelda fólki útl á landi að komast á sýninguna mun ferðaskrifstofan Lönd og leiðir sjá um hópferðir frá ýms um kaupstöðum og kauptúnum. Barnagæzla verður á vegum sýningarinnar kl. 17—20 alla daga og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—20. Strætisvagnaferðir munu verða á hálfti'rrfafresti úr mið borginni inn í Laugardal. Iðnsýningarnefnd hefur gef ið út vandaða sýningarskrá 160 blaðsíður að stærð. í skránnt sem er prentuð í 20 þúsund ein tökum eru umsagir um fyrir '"%-tæki og stofnanir, sem þátl taka >í svr.inaunni. svo er bar og fyr irtækiaskrá oe grunnmyndir a£ sýningarsvæðinu. Þar er eitínig birt ávaro iðnaðarmálaráðhirra og ýmls fleiri fróðleikur ei*ura íslenzkan iðnað. Merki Iðhsvningarinnar hel ur frú Kristín Þorkelsdóttir teiknari gert og kiörorð svning arinnar er ,.í kili skal kiörviS ur". Eni bessi orð sérstaklega vplin tíi besw að legeia áherzlu! á mikilvægi vörugæða og vöru vöndunar. Iðns--rninein verður onln dag le^a frn kl 9 árdeffis til kl. 23 sf8ó>eis. Tímínn fíá kl. 9-14 ver«ni- sprstakleffa ætla?5ur katmovslnmönnum til að gera viðsViritj «.'„ vi?j fT.-11-i-viMðend ur. Tíminn frá kl 14-23 er ætl iaður niium almenniTigi, en a3 siA1f<3ncr?iii er svnin.fin einnig kannctpfna bann bln+a daes A&* gpncrc: Avrir pr ílrr 4n fvrir full orftna pn Irr 9.0 fvrir börn. Prii'inmprki s^ninfsrinnar fylg ir hverinm aðeöngumiða. MOCOl 30. ágúst 1966 -~ ALÞÝÐUBLABÉ %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.