Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.08.1966, Blaðsíða 4
mjm&íM^m Hltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal — Ritstjórnarfull- trúi: JSiSur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglysingasími: 14906. ASsetur AlþýSuhúslS viS Hverfisgötu, Reykjavík. — PrentsmiSja Alþýðu. blaSsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasöhi kr. 5.00 eintakiS. Utgefandi Alþýðufiokkurinn. VELFERÐARÞJÓÐFÉLAG Með lögunum um verkamannabústaði, sem sett voru fyrir tilstilli forystumanna Alþýðuflokks- ins,' og stuðluðu að því að gera hinum efnaminni kleift að eignast góðar íbúðir á sanngjörnu verði, hófust fyrstu veruleg afskipti ríkisins af húsnæðis- málum. Lögin um verkamannabústaði ivoru stórt skref í réttlætisátt í húsnæðismálum og þau hafa margsannað gildi sitt og ótaldar fjölskyldur hafa not- ið góðs af framkvæmd þeirra. Lögin um verka- mannábústaði hafa gert mörgum fjölskyldum kleift að eignast sitt eigið húsnæði með viðráðanlegum kjörum, sem annars hefðu alls ekki átt þess kost. Framkvæmdanefnd byg'gingaáætlunar, mun nú senn bjóða út smíði- nokkurra fiölbýlishúsa með íbúðum, sem verða ætlaðar láglaunafólki og verða fáanlegar með sérstaklega hagkvæmum kjörum. Þetta nýja kerfi, sem þarna er verið að byggja samkvæmt, er angi af verkamannabústaðakerfinu, enda byggt á sömu grundvallarsjónarmiðum. Það er því ekki rétt, sem haldið var fram í for- ystugrein Vísis fyrir nokkrum dögum, að hér væri verið að fara inn á nýjar leiðir í þjóðfélagsþjónustu ríkisins. Þessi þjóðfélagsþjónusta, að útvega efnalitlu fólki ódýrar íbúðir, hefur verið við lýði um langt skeið, þótt svo ritstjóri Vísis, hafi ekki orðið henn- ar var. Þegar Alþýðuflokkurinn hefur átt aðild að ríkis- stjórnum hefur verið vel og dyggiiega unnið að efl- ingu verkamannabústaðakerfisins og síauknu fé veitt til framkvæmda á þess vegum. Það er hins vegar önnur saga, að þegar Alþýðuflokkurinn ekki hefur átt aðild að ríkisstjórn, bá hefur kerfið stundum verið látið danka og þá úrelzt og komið að litlu gagni vegna hraðra verðbreytinga. Hér er því ekki um nýia þjóðfélagsþjónustu að ræða eins og Vísir heldur fram, heldur aðeins aukningu þeirrar þjónustu sem fyrir hendi var og því ber vissulega að fagna. í áðurnefndri ritstiórnargrein Vísis, er látin í ljós ánægja yfir því að loks skuli risið hér velferðarbjóð- félag. Það hefðu hér fyrr á árum bótt harla mikil tíðindi, að tilkomu velferðarþjóðféíagsins væri fagn að í íhaldsblaði. Þetta sýnir hve miklu barátta Al- þýðuflokksins fyrir velferðarþjóðfélaginu hefur á- orkað. Nú er það talinn sjálfsagður hlutur, sem áður var deilt um. Þessa hugarfarsbreytingu hefur langvinn barátta skapað; barátta fyrir aukinni félags legri samhjálp og aukinni þjónustu af hálfu hins op- inbera við þegnana, barátta fyrir hugsjónum velferð- arþjóðfélagsins. Lengi vel mátti Alþýðuflokkurinn heyja þessa bar- áttu einn og óstuddur. Ber vissulega að fagna því, að nú hafa aðrir flokkar fallizt á Skoðanir Alþýðu- fiö'kksmanna í þessum efnum. Frá íbróttaskóla Jóns Þorsteinssonar Kennsla hefst að nýju fimmtudaginn 1. sept- ember. Baðstofuböðin byrja einnig sama dag. FRÁ BARNASKÓLUM REYKJAVlKUR Börn fædd 1959, 1958, 1957, 1956, 1955 og 1954 eiga að sækja skóla frá 1. september n. k. 1. bekkur (börh f. 1959). Komi í skólana 1. sept. kl. 10 f.h. 2. bekkur (börn f. 1958). Komi í skólana 1. . sept. kl. 11 f.h 3. bekkur (börn f. 1957). Komi í skólana 1. sept. kl. 1 e.h. 4. bekkur (börn f. 1956). Komi í skólana 1. sept. kl. 2 e.h 5. bekkur (börn f. 1955). Komi í skólana 1. sept kl. 3 e.h. 6. békkur (börri f. 1954). Komi í skólana 1. sept. kl. 4 e. h. Kennarafundur verður í skólunum 1. sept. kl. 9 f.h. Ath..\Börn búsett í nýrri byggð við Norður- brún og Kleppsveg (nr. 66-90) eiga að sækja Laugalækjaskóla. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Agfa filmur Agfa lcopan Iss i öllmn stærffum fyrir svart> hvftt or lit. Góð filma fyrir svart/hTitar myndii- teknar i slæmo veSri eða við léleg Uósaskilyrði. Agfacolor CN 17 TJniversal filma fyrlr Ut- oc gvart/hvítar myndlr. Agfaeolor CT 18 Skuggamyndafilman sem far 05 hefur sigmrför nm allaa heim. Filmnr i ferðalaffig FKAMLEITT AT AGFA- GEVARET Bifreiðaeigendur sprautum og réttum . Fljót afgreiðsla BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS h.f. Súðavog 30. Sími 35740 • ENN UM MJÓLKINA OkVcur hefur borizt bréf frá les- anda, sem kallar sig t'étur. Bréfið fjallar um mjólk- ursölumálin í Reykjavik, og er dálítið stóryrt, og það svo að við urðum að strika út nokkur áherzlu- orð. En hér kemúr bréflð: „Um kl. 17,30 í dag, 24/8, fór ég út í mjólk- urbúð, sem er hér á Háaleitisbrautinni og hugð- ist kaupa mjólk, en svarið sem ég fékk, er ég spurði um mjólkina var: „Búin". Það er vítavert að á sama tíma og bændur eru að mælast til að opinber mjólkurbú verði lögð niður vegna þess að offramleiðsla er á mjólk og ríkissjóður látinn ausa milljónum í bændur vegna útflutn- ings á illseljanlegum mjólkurafurðum, þá skuli maður fá slík svör er maður hyggst kaupa sér mjólk, þetta er náttvírulega aðeins'það sem borg- arbúar eiga alltaf von á frá þessum Framsókn- armönnum, sem ráða mjólkursölumálum borgarinn- ar. Orðið þjónusta virðist óþekkt hugtak í hugum þessara manna og veitti sannarlega ekki af fyrir bændur að losa sig við þessa karla. Pétur". Við þetta bréf er aðeins því að bæta, að Alþýðu- blaðið hefur oft gagnrýnt stjórn þessara mála, sem yfirleitt hefur ekki einu sinni haft svo mikið við að svara peirri gagnrýni, sem að henni hefur ver- ið'béint. • „SAÚTJÁN" í HAFNARFIRDI Kona, sem kvaðst vera bæði móð- ir og amma, hringdi til okkar fyrir helgina til að láta í ljós mikla vanþóknun á kvikmyndinni „Saut- ján", sem undanfarið hefur verið sýnd í Hafnar- firði. Hún kvaðst ekki vera hneykslunargjörn að eðlisfari, en sér hefði þó gjörsamlega ofboðið þessi kvikmynd, sem yæri neðan við allt velsæmi. Hún sagði, að unglingar virtust komast viðstöðulítið til að sjá þessa mynd, enda þótt hún ætti að heita bönnuð. Þessi mynd gerir það að verkum að ó- þroskaðir unglingar sem sjá hana fá algjörlega rang ar hugmyndir um lífið, sagði konan, og ég hefði gengið út, hefði ég verið þarna með barnabörnum mínum, sem sum hver eru þó um sextán ára aldur. Drengurinn, sem leikur aðalhlutverkið i myndinni er gerður að hálfgerðum vitfirrlng og í heild fannst mér 'þetta fyrir neðan allar helíur. Og svo er verið að fjargviðrast yfir efninu í Keflavík- ursjónvarpinu, en það er eins og guðsorð saman- borið við þetta, sagði konan að lokum. Við hér Á krossgötunum höfum Hka séð þessa mynd, og er það skoðun okkar, að Danir eigi að halda sig við svínakjötið, en láta kvikmyndafram- leiðslu eiga sig. Ef myndir eru bannaðar eiga þier að vera bannaðar og þess gætt að börn fái ekkl aðgang að þeim. Karl. 4 30. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.