Alþýðublaðið - 03.09.1966, Síða 4
Ritatjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RltstjórnaríuU-
trúi: EiBur GuBnason. - Símar: 14900-14903 — Auglýalngasimi: 1490«.
ASaetur AlþýBuhúslð víS Hverflsgötu, Keykjavik. — Pr*otsmiSja AlþýOu
blaCsins. — Askriftargjaid kr. 95.00 — X lausásölu kr. 7,00 elr.takKJ.
Ctgefandl AlþýBunokkurinH.
SAMGÖNGUR
ÞAÐ ER mikið byggt um allt land. Hvarvetna má
sjá hús í smíðum og hvers konar önnur mannvirki
reist. Þessar gífurlegu framkvæmdir eru í senn
glæsilegt einkenni okkar samtíðar og orsök verð-
bólgunnar, sem á meginþátt í flestum erfiðleikum
efnahagsmála í dag.
Samgöngur eru einkenni bættra lífskjara. Fátækt-
in fjötrar manninn við vinnustað og heimili. Jafn-
skjótt og efni leyfa, brýst útþráin fram og fólk leit-
ar til annara byggða til að sjá og heyra, hvernig
þar er umhorfs. Þess vegna mæðir mjög á sam-
göngutækjum í þjóðlífi, þar sem lífskjörin eru að
taka stakkaskiptum, eins og gerzt hefur á íslandi
undanfarin ár
Samgöngumál á ísiandi taka stökk fram um veg á
.hiverju ári. Framkvæmdir við hafnir, vegi og flug-
velli nema 3-400 milljónum króna á ári, og er það
mikið átak. En hvergi nærri nægilegt.
k
' Islendingar eru að komast í sjálfheldu í þessum
,;málum. Þeir kaupa þúsundir bíla á ári hverju, svo
;að fáar þjóðir eiga meira af þeim ágætu tækjum, en
/vegirnir eru engan veginn í samræmi við bílakost-
inn. Þeir kaupa fiölda stórra báta á ári hverju, setja
heimsmet í síldveiðum hvernig sem á er litið, en hafn
ir eru engan veginn í samræmi við hin nýju skip.
Þær eru flestar gerðar fyrir 30-100 tonna báta Og
Islendingar kaupa þotur og skrúfuþotur til að kom-
ast hratt og þægilega um himingeiminn, en verða
að lenda á malarvöllum, þar sem steinkastið getur
stórskemmt vélarnar.
Þessi vandi, að tækin eru fullkomnari en sú að-
staða, sem til er fyrir þau, er hættulegur. Hann
leiðir tii þess, að bátar, bílar og flugvélar geta
skemmzt og siitnað meir en ella og þjóðin tapar á
þann hátt miklum verðmætum. Þess vegna er ó-
hjákvæmilegt að stefna hratt að því, að hafnir séu
í samræmi við flotann, að ivegir séu í samræmi við
bílakostinn og flugvellir í samræmi við flugvélarn-
ar. Þetta kostar mikið fé, og er án efa ekki um ó-
notaðar fjármagnslindir að ræða í þessu landi hinna
verðubólgumyndandi framkvæmda. Einhverjir munu
því finna fyrir þessum málum, en þörfin er svo brýn,
að óhugsandi er að gera ekki nýtt átak á þessu sviði.
íslendingar eru í þeirri aðstöðu, að þá langar til
öð gera margt og þeir telja knýjandi nauðsyn á
margháttuðum framkvæmdum. Vandi stjórnmál-
,-anna er að velia og hafna eða fresta. í þeim efnum
gera samgöngurnar miklar kröfur, því þær eru í
.serpi, nauðsyn fyrir framleiðsluna og þáttur í þeim
lífskiörum, sem stefnt er að.
4 3. sepember 1%6 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
INNIHEIDUR
OLL
HELZTU
VÍIMIii
HOll
00
ER
lliA
600
f
krossgötum
★ VANMAT Á HLUTUNUM.
Okkur hefur borizt svoliljóðandi
bréf: — „Ég las hina ágætu predikun dr. Jakobs
Jónssonar í Alþýðublaöinu í dag, (28./8.) og vakti
athygli mína frásögn hans um barnið, sem hélt
á blóminu og sá fyrst og fremst verðgildi þess í
peningum, en ekki fegurð þess og yndisleika.
Frásögn prestsins minnti mig á
atvik, sem mér var sagt frá fyrir nokkrum árum
erlendis. Ég kom eitt sinn sem oftar til vinar míns
erlendis i stórborg einni, sem verið hafði sendi-
herra íslands erlendis. Átti hann lítið hús með
sérlega fallegum slcrautgarði bak við húsið. Var
það yndislegur reitur, sem hinn virðulegi embætt-
ismaður hafði lagt mikla alúð við og ótti þar mörg
handtök. Dáðist ég jafnan að þessum fagra reit.
Hafði sendiherrann yndi af að gefa konum sér-
staklega, því þær kunna oft betur að meta feg-
urð blómanna en við karlmennirnir — blóm í far-
arnesti.
í umrætt skipti sagði sendiherr-
ann mér að stórútgerðarmaður einn íslenzkur hefði
þá nýlega heimsótt sig og bauð hann gesti sín-
um út í skrautgarðinn, og það fyrsta, sem útgerð-
armaðurinn sagði var, að þessi garður væri nokk-
urra tugþúsunda króna virði, væri hann staðsett-
ur á íslandi. Á fegurð garðsins minntist hann
ekki. Sendilierranum sárnaði þetta mat á þessum
fagra bletti, enda fór útgerðarmaðurinn þaðan án
þess að fá blóm í hnappagatið.
★ ALLT METIÐ
TIL FJÁR.
\
En saga prestsins af litlu telp-
unni og saga mín, eru mjög nú á dögum sígilt.
dæmi hjá okkur íslendingum um það, að verðgildi
flestra hluta er metið til peningaverðs, en síður
litið á hina hliðina, sem gefur lífinu mest gildi.
Það er að kunna fyrst og fremst að meta yndisleik
hlutanna, en hugsa miklu síður um hitt: Hvað get
ég haft upp úr því að selja hlutina?
Á þessu þyrfti að verða höfuð-
breyting, ef þjóðin vill lifa virkilegu menningar-
lífi í landinu.”
ðjorn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaður
Lögfræðiskrifstofa
Sambandshúsinu 3. hæð.
Símar: 12343 og 23338.
Hnnsson b*
I.ÖGFRÐISKRIFSTOFA
Tilboð óskasf
í nokkrar vörubifreiðir og vörubifreiða-
grindur er verða sýndar á vélasvæði ís-
lenzkra aðalverktaka á Keflaívíkurflugvelli
naánudaginn 5. sept. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð á afgreiðslu vorri á
Keflavíkurflugvelli kl. 5 sani'a dag.
Sölunefnd varaarliðseigna.
Sölvhólsgata 4. (Sambandshúsinu)
Símar: 23338 og 12343.
Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906