Alþýðublaðið - 03.09.1966, Side 6
IÐNAÐUR OG VIÐSKIPTI
Námskeið fyrir kennara
Námskynning og starfsfræðsla
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
ýmsir aðilar lálið svo sem hags-
munír iðnaðar og verzlunar væru
að mörgu leyti ólíkir og reynt í
því sambandi að ala á tortryggni
miiii þessara atvinnugreina og
þeirra, sem þær stunda. Þvi hef-
ur verið haldið fram, að stefna
ríkisstjórnarinnar í viðskiptamál-
um væri í þágu þeirra, sem
stunda viðskipti, en andstæð hags-
munum iðnaðarins. Hefur hér
verið átt við hvort tveggja, annars
vegar þá stefnu ríkisstjórnarinn-
ar að gera innflutning til lands-
ins sem frjálsastan og vöruúrval
á íslenzkum markaði sem fjöl-
breyttast og hins vegar þá stefnu
hennar að lækka smám saman
tolla.
Það er þó mesti misskilningur,
að slík stefna í viðskipta- og tolla-
málum sé einvörðungu hagsmuna-
mál verzlunarstéttarinnar. Iðn-
rekendur og iðnverkamenn muna
eflaust þá tíð, þegar innflutnings
leyfi þurfti fyrir flestum erlend-
um hráefnum og stöðugir erfið-
leikar voru á því að fá þau vegna
gjaldeyrisskorts. Nú er innflutn-
ingur hráefnaiðnaðarins yfirleitt
frjáls. Það hefur haft mikla þýð-
ingu'fyrir þróun og eflingu iðnað-
arins. Og ekki má gleyma því, að
jafnframt því, sem tollar á full-
unnum vörum hafa lækkað, hafa
tollar á hráefnum og vélum einn-
ig íækkað.
Ráðstafanirnar til aukins inn-
flutningsfrelsis hafa auðvitað
fyrst og fremst verið gerðar í
þágn r.evtandans, til þess að hann
eigk kost á sem fjölbreyttustum
Gylfi Þ. Gíslason.
og beztum vörum og til þess að
auka samkeppni á markaðnum og
stuðla þannig að sem lægstu
vöruverði. Þetta hefur einnig leitt
til eflingar hvers konar viðskipta,
þar eð aukinn innflutningur og
aukin fjölbreytni á því sviði eyk-
ur veltu verzlunarinnar og þeirra
greina, semj tengdar eru henni.
En innflútningsfrelsið hefur
einnig auðveldað mjög starfsemi
iðnaðarins og stuðlað að því, að
hann hafi getað aflað sér ódýr-
ari hráefna en áður.
Það er þess vegna skiljanlegt,
að ekki aðeins forustumenn við-
skiptastéttanna, heldur einnig
forustumenn iðnstéttanna hafi
eindregið stutt þá stefnu ríkis-
stjórnarinnar, að hafa innflutning
til landsins sem frjálsastan. Milli
þessara aðila hefur í raun og veru
ekki verið neinn hagsmuna-
árekstur í þessu tilliti. Það hafa
verið sameiginlegir hagsmunir ís-
lenzkra neytenda og þeirra, sem
starfa að viðskiptum og iðnaði, að
framfylgja stefnu innflutnings-
frelsisins.
Ekki fá orð hafa fallið um
það á undanförnum árum, að
vegna stefnu rikisstjórnarinnar í
viðskiptamálum eigi íslenzkur
iðnaður í vök að verjast. Sem
flestir ættu að heimsækja iðn-
sýninguna, sem nú stendúr yfir í
Reykjavík, til þess að ganga úr
skugga um, hvað hæft sé í þessu.
Iðnsýningin er að öllu leyti stór-
glæsileg og íslenzkum iðnaði, ís-
lenzkum iðnrekendum og íslenzk-
um iðnverkamönnum, til hins
mesta sóma. íslenzkur iðnaður er
sannarlega ekki á fallanda fæti.
Iðnsýninein er ljós vottur þess,
að íslenzkur iðnaður er í sókn,
hann er styrkari stoð í íslenzku
efnahagslífi en nokkru sinni fyrr
og þjónar íslenzkum neytendum
betur en hann hefur nokkurn
tíma gert áður.
GARÐAR VERÐLAUNAÐIRI KOPAVOGI
EINS og undanfarin ár, hefur
bæjarstjórn Kópavogs og Lions-
og Rotaryklúbbar Kópavogs veitt
viðurkenningu fyrir fegurstu
garða í Kópavogi á þessu ári.
í dómnefnd áttu sæti af hálfu
bæjarins. þeir: Hermann Lund-
holm, garðvrkjuráðunautur, Pétur
Guðmundsson, heilbrigðisfulltrúi
og Sigurbjartur Jóhannesson
byggingafulltrúi. Af hálfu Lions
klúbbs Kópavogs og Rótaryklúbbs-
ins í Kópavogi: Ingibergur Sæ-
mundsson yfirlögregluþjónn og
Johan Shröder garðyrkjumaður.
Hinn 26. ágúst sl. bauð bæjar-
stjórþ þeim sem viðurkenningu
hlutú að þessu sinni til kaffi-
drykkju í Félagsheimili Kópavogs.
Hjálpiar Ólafsson bæjarstjóri
lýsti j niðurstöðum dómnefndar og
afhe|iti verðlaun og viðurkenning-
arskjöl bæjarins. Heiðursverðlaun
bæjarstjórnar hlutu hjónin Jak-
obíná og Johan Schröder að Birki
hlíð Ivið Nýbýlaveg fyrir langt og
árangursríkt brautryðjendastarf
og garðrækt ög skógrækt í Kópa
vogi; Þau hjónin hafa búið í
Kópdvogi um þrjá áratugi.
Fyrjr fegursta garð í Austurbæ
afhenti sr. 'Gunnar Árnason form.
Rotary-klúbbsins sérstaka viður-
kenningu hjónunum frú Guðrúni
Guðmundsdóttur og Kolbeini Kol-
beinssyni, Reynihvammi 40, og
form. Lions-klúbbsins Ingibergur
Sæmundsson færði þeim systrum
Sigríði og Kristrúnu Bjarnadætr-
um sérstaka viðurkenningu fyrir
garðinn að Þinghólsbraut 59, sem
fegursta garð í Vesturbæ.
Þá hlutu hjónin frú Óþ'na G.
Sigurðardóttir og Dagur Daniels-
son og frú Alda Sófusdóttir og
Þorsteinn Jónsson, Álfhólsvegi 82
heiðursskjöl fyrir sérstaka snyrti-
mennsku, svo og hjónin frú
Hrefna Maríasdóttir og Björn
Gíslason, Melgerði 34.
Bæjarstjóri gat þess, að bær-
inn hefði tekið miklum stakka-
skiptum á undanförnum árum,
gróðurblettum fari ört fjölgandi.
Þótti honum sjálfsagt að halda á-
fram að örva íbúana til átaka í
þessum efnum með því að vekja
athygli á þeim görðum, sem skör-
uðu fram úr og þakka eigendum
þeirra sérstaklega.
Að lokum sýndi Kristinn Guð-
steinsson garðyrkjufræðingur fagr
ar litskuggamyndir af erlendum
og innlendum jurtum, sem hér
eru ræktaðar í görðum. Var gerð-
ur góður rómur að myndum hans
og fróðleik.
Vinnuvélar
tll leigu.
I.eigjurn út. pússninga-steypu-
hrærivélar og hjólbörur.
Rafknúnir grjót- og múrhamrar
með borum og fleygum.
Steinborvélar — Víbratorar.
Vatnsdælur o.m.fl.
LE^GAN StF.
Sími 23480.
Pu ngasandm
Vjk niötur
Ein trrunarpiast
Seljum allar gerðir af
pússningasandi heim-
fluttum og blásnum inn
Þurri'aðar vikurplötur
og einangrunarplast.
SANDSALAN við
ELLIÐAVOG S.F.
Elliðavogi 115, sími 10120
Rvík, - GbG
Fræðslumálaskrifstofan gengst
fyrir nokkrum námskeiðum fyrir
kennara í þessum mánuði. Nám-
skeið fyrir dönskukennara ög söng-
og tónlistarkennara hófust 1. sept
ember en á mánudag hefjast nám
skeið fyrir kennara í íslenzku,
stærðfræði, eðlrsfræði, félagsfræði
og starfsfræðslu. Námskeiðin fara
1 fram í Kennaraskóla íslands. Nám
skeið fyrir íslenzkukennara stend-
ur tii 16. september og fer ein
göngu fram á morgnana. Er fjall
að um fjesta þætti móðurmáls
kennslu og bókmenntir, fornar og
nvjar, skýrðar af kunnáttumönn
um.
Námskeið fyrir stærðfræði- og
eðlisfræðikennara tekur m.a. til
meðferðar það, sem almennt er
nú kallað ,,ný stærðfræði", en þar
mun átt við ný viðhorf til reikn
ingskennslu, nýjar aðferðir og að
bví er talið er, fljótvirkari við
kennslu þessarar greinar. Grund
''aliarhugmyndin um þessi nýju
vinnubrögð eru þó ævafornar, en
^afa nú verið endurvaktar og þær
færðar í nýtízkulegt form. Erlend
!s telja skólamenn engin tvímæli
~ að aðferðin sé afbraeðs góð —
"n höfuðvandinn virðist vera í
hví fólginn, að kenna foreldrum
com lært hafa gömlu aðferðina,
•'ossa nýju, svo að bau aeti leið
v,o!nt börnum sínum með heima
”!nnu, Af þeim sökum Hettur blaða
"’onni í hug, að foreldrar hefðu
""man af að glugga ' bessi nviu
‘■’-mfii 0g bendir á bók eftir Guð
mund Arnlaugsson, rektor: Tö]ur
~a mengi.
Námskeið í starfsfræðslu og fé
Uiesfræði er hið þriðja sinnar teg
undar. Þar verður fjallað um at
"'nnuvegi landsmanna, atvinnu-
sögu og þróun verkmenningar og
menntunarleiðir. Á námskeiðinu
"«rður kynnt ný kennslubók, Star
rcfraeði, eftir ICristin Biörnsson
ó'fræðing og Stefán Ólaf Jóns
~on, námsstjóra.
Á fyrri námskeiðum hafa kennt
‘veir Danir og einn Norðmaður
en í þetta sinn verður aðalkenn
ari sænsk kona, frú Margareta
Vestin, skrifstofustjóri sænsku
'"æðslumálaskrifstofunnar. Hún
w sérmenntuð á þessu sviði og hef
”r kennt starfsfræðslu í Noregi
Danmörku auk síns heima.
Fréttamaður náði snögvast tali
" Stefáni Ólafi og innti hann nán
eftir tilhögun ög tilgangi nám
-veiðsins. Stefán kvað námskeið
’ ”=si byggð þannig upp, að þeir
-°m sæktu þrjú námske’ð hefðu
Kar með hlotið 120 kennslustund
' • í starfsfræðslu og félagsfræð
m. Gerði hann sér vonir um, að
‘mskeiðin yrðu viðurkennd sem
" a.mhaldsnám er veitti réttindi til
'--'nnslu í þessum gre'num, skv.
' -avtingu á námskrá fvrir nem
-”dur á fræðsluskvidualdri er
’-'mður á um upotöku þessarar
'msgreinar á skv!d”«rHfli. Stetán
•’iðst vilja undirs't-iVn nauðsvn
S"s.s að flétta þessar -Hr»r greinar
~man, þjóðfélagKfVvpí oe leið
' "íni'ngar um náms- oz stöðuval
en þetta væru í raun tvær grein
ar á sama stofni.
„Starfsfræðslan er tvíþætt sagði
Stefán, „Þjóðfélagsfræði, sem
byggist á almennum upplýsingum
um samfélagið, menntunar- og
starfsleiðir, og svo einstaklings
bundnar ráðleggingar, sem ýmist
eru almenns eðlis eða að um þær
fjalla sálfræðingar eða aðrir sér
fróðir menn.“
Stefán lýsti ánægju sinni með
fundi sína með skólafólki, þar sem
hann hefur kynnt náms- og starfs
möguleika. Kvað hann tvímæla
laust þörf fyrir slíkt starf á öll
um skólastigum, en það hafi kynn
ingarferðir hans í Menntaskóla
sannfært sig um. Taldi liann, að í
náinni framtíð yrði brýn þörf á
sérstakri stofnun, sem tæki að sér
leiðbeiningar fyrir fólk almennt
sem af ýmsum ástæðum þyrftu
á slíkri hjálp að halda.
Varðandi undirbúning námskeið
anna sagði Stefán, að hann hefði
leitað til fjölmargra fyrirtækja og
stofnana í sambandi við væntan
iegar heimsóknir þátttakenda þang
að. Hefði málaleitan sinni hvar
vetna verið tekið með afbrigðum
vel, en það bæri vott um skiln
ing og fómfýsi í þágu þess mál
efnis. sem námskeiðin þjóna.
ipnTsýningin
wm
Skoðið sýningar
stúku okkar
nr. 204
Úrval af:
Prjónakjólum
Dömupeysum
Herrapeysum
Barnapeysmn.
ALLT NÝ MODEL
Anna
Þórðardóítir
Mm
Ármúla 5 Sími 38172
£ 3. sepember 1966 - ALÞÝÐUBLAOIÐ