Alþýðublaðið - 03.09.1966, Side 11
fcjRitsfiórS Örn Eidsson
SOVEIRÍKIN HLUTU FYRSTA
GULLIÐ I KARLAGREI
Tveir stukku yfir 5 metra
í stangarstökkinu i gær
í DAG var keppt til úrslita í
fimm greinum á EM í frjálsum í-
þróttum.AusturÞýzkaland jlalía,
Frakkland, Póllánd og Sovétríkin
hlutu gullverðlaunin og Ítalía og
Sovétríkin sín fyrstu í karlagrein-
um.
Nordwig, Austur-Þýzkalandi
varð meistari í stangarstökki og
setti meistaramóts met, 5,10 m.
Hann er Evrópumethafi með 5,23
m. og sigur hans kom ekki á ó-
vart. Aftur á móti reiknuðu marg
ir með Grikkjanum Papanicolaou
í öðru sæti. '
Eoberto Frinolli, Ítalíu varði
meistaratitil landa síns Morale í
400 m. grindahlaupi og hljóp á
49,8 sek. Hann var eini keppand-
inn, sem náði betri tíma en 50
sek. - og var öruggur sigurvegari.
Ungur Vestur-Þjóðverji Loschdor
fer varð annar.
Hinn þeldökki Frakki Roger
Bambuck, sem flestir reiknuðu
með sigurvegara í 100 m. hlaupi
en tapaði fyrir Pólverjanum
Maniak, tókst að sigra annan Pól-
verja Dudziak, í 200 m. hlaupi
og hljóp á 20,9 sek.
Janis Lusis, Sovétríkjunum var
hinn öruggi sigurvegari í spjót-
kasti og vann þar með fyrstu gull
verðlaun Sovétríkjanna í karla-
greinum. Rússum finnst þetta
heldur mögur uppskera
ÞRÍÞRAUT F.R.Í. OG
ÆSKUNNAR AÐ HEFJAST
í vor kynnti útbreiðslunefnd
Frálsíþróttasambands íslands þrí-
þraut fyrir skólabörn, sem hún
f samvinnu við Barnablaðið Æsk-
una og fleiri aðila gengst fyrir.
Reglugerð um keppnina ásamt
ýmsum upplýsingum hana varð-
andi var send öllum skólastjór-
um og íþróttakennurum landsins,
svo og ungmenna- og íþróttafé-
lögum. Voru íþróttakennarar beðn
ir að kenna nemendum sínum und
irstöðuatriði í keppnisgreinum
þrautarinnar, 60 m. hlaupi há-
stökki og knattkasti. Margir í-
þróttakennarar brugðust vel við
þessari málaleitan. Þá birti Barna
blaöið Æskan kennsluþætti fyrir
þá, sem ekki nutu íþróttakennslu.
Ætlunin var að börnin hefðu síð-
an sumarið til að undirbúa sig
fyrir keppnina. Fréttir hafa bor-
izt um að mörg hafa æft af kappi
ýmist ein eða undir leiðsögn. Með-
al annars hefur brautin verið æfð
í sumarbúðum víða um land.
Undankeppni stendur yfir 1.
sept. — 31. október n.k. Enn hef-
ur öllum íþróttakennurum verið
skrifað og þeir beðnir að hvetja
og aðstoða sína nemendur. Að-
stöðu er víðast bvar hægt að
finna fyrir keppnina.
Markmið útbreiðslunefndar
F.R.Í. með þessari keppni er að
örva áhuga skólaæskunnar fyrir
íþróttum og gefa íþróttakennurum
kost á fjölbreytni í starfi sínu.
Keppni þessi er mikið átak og ein
fjölmennasta íþróttakeppni hér-
lendis næst Samnorrænu sund-
keppninni og Landsgöngunni á
skíðum. Er það von útbreiðslu-
nefndar, að vel takist með fram-
kvæmdina og treystir þar mest á
dugnað og áhuga íþróttakennar-
anna.
Þar sem ekki eru starfandi íþrótta
kennarar, treystir nefndin skóla-
stjórum og almennum kennurum
til að aðstoða börnin. Að lokum
þakkar útbreiðslunefnd öllum
þeim aðilum, sem hingað til hafa
stutt þetta framtak. Ber þar að
nefna Barnablaðið Æskuna, stjórn
Sambands íslenzkra barnakennara,
stjórn íþróttakennarafélags fs-
lands, dagblöðin öll, útvarpið og
síðast en ekki sízt, íþróttafulltrúa
ríkisins, Þorstein Einarsson. Þeir
sem þurfa á frekari upplýsingum
að halda, eru beðnir að snúa sér
til formanns útbreiðslunefndar
F.R í., Sigurðar Helgasonar, Laug
argerðisskóla, Snæfellsnesi, eða
íþróttafulltrúa.
Frambald á 15. síðu.
Pólsku dömurnar eru ósigrandi
í spretthlaupum. Klobukowska
sigraði í 100 m. hlaupi og Kirzen-
stein varð önnur, en í 200 m. hlaup
inu í gær snerist þetta við. Kirz-
enstein hljóp á 23,1 sek., sem er
meistaramótsmet.
Janus Lusis, va
verðlaun Rússa
á EM.
fyrstu gull-
karlagreinum
Roberto Frinolli, Italíu: 49,8 sek. í 400 m.
meistarapeningur ítala.
grindahlaupii fyrsti
ALLGÓÐUR ÁRANGUR Á
UNGLINGAMÖTI R.VÍKUR
Unglingameistaramót Reykjavík-
ur í frjálsum íþróttum hófst á
Laugardalsvellinum í fyrrakvöld
og lauk í gær. Þátttaka var sæmi-
leg, en árangur misjafn. Ólafur
Guðmundsson, KR sigraði í þrem
greinum og varð annar í þeirri
þriðju, auk þess var hann í sig-
ursveit KR í 100 m. hlaupi. Ólaf-
ur stökk 7,01 m. í langstökki.
Erlendur Valdimarsson, ÍR sigr
aði í tveim greinum og náði sín-
um bezta árangri í kúluvarpi,
14,39 m. Halldór Guðbjörnsson,
KR varð einnig sigurvegari í tveim
greinum og náði sínum bezta ár-
angri í 400 m. hlaupi, 52,6 sek.
Ragnar Guðmundsson, Ármanni
hefur náð sér eftir tognunina á
Meistaramótinu og sigraði Ólaf
Guðmundsson í 100 m. hlaupi.
Tími hans var 11,0 sek.
Ýmsir unglinga náðu sínum
bezta árangri.
Úrslit fyrri dag:
110 m. grindahlaup:
Ólafur Guðmundsson,
Guðmundur Ólafsson,
KR,
ÍR,
Roger Bambuck, Frakklan^i meist
ari I 200 m.: 20,9 sek.
sek.
17.8
19.9
sek.
11,0
11.3
12.5
12,8
13,0
sek.
52.6
54.4
55,3
1500 m. hlaup: mín.
Halldór Guðbjörnsson, KR, 4:10,1
Þórarinn Sigurðsson, KR, 4:54,5
Eyþór Haraldsson, ÍR, 4:57,3
100 m. lxlaup:
Ragnar Guðmundsson, Á,
Ólafur Guðmundsson, KR,
Guðmundur Ólafsson, ÍR,
Snorri Ásgeirsson, ÍR,
Ragnar Haraldsson, KR,
400 m; hlaup:
Halldór Guðbjörnsson, KR,
Gestir:
Þórður Guðmundsson, UBK,
Sigurður Geirdal, UBK,
1000 m. boðhlaup: mfn.
Sveit KR, 2:08,1
Sveit ÍR, 2:19,5
Sveit Ármanns. 2:26,5
Spjótkast: b.:
Ólafur Guðmundsson, KR, 49,02
Arnar Guðmundsson, KR, 47,32:
F.rlendur Valdimarsson, ÍR, 42,95 '
Snorri Ásgeirsson, ÍR, 41,41
Stefán Jóhannsson, Á, 41,07
Einar Thoroddsen, KR, 40,10
Gestur:
Hafsteinn Eiríksson, FH, 46,14
Kúluvarp: m.
Erlendur Valdimarsson, ÍR, 14,39
Arnar Guðmundsson. KR, 13,28
Einar Thoroddsen, KR, 9,71
Langstölck: m.
Ólafur Guðmundsson, KR, 7,01
Einar Þorgrímsson, ÍR, 5,97
Hróðmar Helgason, Á, 5,51
Guðmundur Ólafsson, ÍR, 5,03
Gestur:
Donald Jóhannsson, UBK, 6,51
Hástökk: m.
Erlendur Valdimarsson, ÍR, 1,65
Einar Þorgrímsson, ÍR, 1,60
Hróðmar Helgason, Á, 1,55
Ágúst Þórhallsson, Á, 1,55
Gestur:
Donald Jóhannsson, UBK, 1,70
Bifreiððeigendur
sprautum og réttum
t Fljót afgreiðsla
BIFREIÐ AVERKSTÆÐIÐ
VESTURÁS h.f.
Súðavog 30. Sími 35740
3. sepember 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ %%