Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 1
 Flugumferð eykst yfir N-Atlantshafi Stárir sltarar Reykvíking'a horíðu á tékkkneska listflug manninn Hulka síðastliðinn sunnudag, þegar hann lék hinar ótrúlegustu listir yf ir Hljómskál|agarðinum og nágrennj, í Trener Master vél Félags ísl. einkaflug- manna. Flug Tékkans vakti mikla athygli og undrun áhorfenda. Bar öllum saman um, að þetta væri eftirminnileg sýn ing og vonandi eiga okkar éigin flugmenn eftir að vekja jafnmikla aðdáun á flugsýn ingum — (Mynd JV) WWWWWWWWWWMWWWWé Dagur tré- og hús- gagnaiðnaðarins Frá Iðnsýningunni höfum við þær fréttir, að í dag sé dagur Itré- og húsgagnaiðnaðarins. Af því tilefni verða þar að störf um 2 bólstrarar og tveir smiðir frá kl. 4 — 11. Annar bólstrar inn ætlar að dunda sér við að bólstra rókókóstól á meðan hinn ibölstrar annan nýtízkulegri í sniðum. Framhald á 15. síðu. Nýju Ijósi varpaö á uppruna handrita Reykjavík,-ST. Nýlega komu í bókabúðir tvö hefti af Stndia Islandíca, sem gef ið er út af Heimspekideild Há- skóla íslands og Bókaútgáfu Menn ingarsjóðs. Að þessn sinni komu 24. og 25. hefti ritsins. 24. hefti þessa rits flytur ritgerð eftir Ól- af Halldórsson cand, mag, og fjall ar hún um Helgafellsbækur forn- ar. Eru þar færð að því sterk rök, að nokkur handrit séu upphaf- lega rituð í klaustrinu á Helga- felli. Ólafur Halldórsson rannsakar að allega handritin ÁM 350 fol., sem löngum hefur nefnzt Skarðsbók, Codex Scardensis, en það er sú bók, sem keypt var á uppboðinu í Lundúnum og gefin íslenzku þjóðinni. Þá kannar Ólafur hdr. ÁM 653 a 4t0, ÁM 23 8 fol., fragm. VII. ÁM 156 4t0, ÁM 61 fol, ÁM 233 a fol. og loks ÁM 239 fol. Höfundur rekur rækilega sögu þessara skinnbóka, hverjir eigend ur þeirra hafi verið, rannsóknir annarra fræðimanna,, þá kannar hann rithandir þessara bóka og ber saman. Hann rekur feril þess ara bóka til Skarðs á Skarðs- strönd. En honum þykir það ólík legt, að bækumar hafi verið skrif aðar þar veigna þess að þær fjalla um heilaga og hálfheilaga menn. Honum þykir það miklu senni- legra, að bækurnar séu settar saman í einhverju klaustrinu. Þá berast böndin að skrifurum í klaustrinu á Helgafelli. En enn enga sönnun í höndunum. Ólaf- ur Halldórsson komst að því, að Codex Scardensis og ÁM 658 er skrifað af sama manni, bæði handrit fara eftir sama forriti. Þetta forrit reyndist vera enn Framhald á 15. síðu. Stöðugt eykst flugumferð yfir Norður-Atlantshaf, bæði vegna fólks- og vöruflutniniga, sam- kvæmt upplýsjngum Alþjóða flug málastofnunarinnar, IATA. Með áætlunarferðum stofnunar innar á þessum leiðum, flugu 1. 761.122 farþegar fyrstu 6 mánuði ársins, en það er 19,2 af hundraði fleiri farþegar en flugu sama tíma bil í fyrra. Vöruflutningar jukust um 27.5 af hundraði. Til gamans má geta þess, að far þegatala stofnunarinnar á flugleið um yfir Norður- Atlantshaf var aðeins 325,886 fyrs'u 6 mánuði ársins 1956. Árið 1964 var talan komin í 1,2 milljónir og hefur stöðugt vaxið s'ðan. Flestir far þeganna ferðast á II. farrými, að eins tæp 147 þúsund farþeganna ferðast á I. farrými á þessu ári. Farþega rými hefur aukizit um 174.5 af hundraði frá því í fyrra Framliald á 15. síðu. Vanræksla olli dauða 5 manna TOURNON, 5. sept. Ntb-Rt. Vörður við hlið á mótum götu og járnbrautarlínu var í kvöld á- kærður um að hafa valdið dauða 5 raanna, sem biðu bana þegar hrað Iestin frá París til Briancon úk á vörubifreið í morgun. Hiiðið var opið þegar slysið varft, en átti aö vera Iokað. Tveir þeirra sem bíðu bana voru í vörubílnum en hinir úr lestinni, sem var full af her- mönnum. Alls voru 600 farþegar í lestinni. OHEMJU SALAISJONVARPSTÆKJUM Rvk, - OTJ. Mikil sala hefur verið í sjón varpstækjum undanfarna mán- uði en nú nokkra síðustu daga liefur hún aukizt um allan lielm ing. Alþýðublaðið hafði sanir band við nokkrar verzlanir sem selja sjónvarpstæki og var svar íð alls staðar það sama, að unn ið væri daga og nætur við upp setningar á loftnetum. Tækin ern nú Jafnan seld tilbúin fyrir eru engin helgarfrí hjá þeim báðar stöðvamar og þá sett upp með tveimur loftnetum. Það sem uppsetningarnar annast og þeir berja upp hvort sem er. á nóttu eða degi, enda auðfúsu- gesiir. Eins og blaðið skýrði frá sl. sunnudag hefjasiti út sendingar frá íslenzka sjónvarp inu um miðjan þennan mánuð, og má því búast við að enn auk ist salan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.