Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 4
Hiistjírar: Gylft Gröndal (éb.) oZ Benedikt Gröndél. — Rltstjórnarfull- trúJ: EiSur Guönason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngaafml: 14905. AOsetur AlþýBubúslö vlS Hverflsgötu, Reykjavlk. — PnOtsmlöja Alþýöu blaBslns. — Askrtftarg.iald kr. 95.00 — 1 lausásölu kp. 7.00 elntakW, tftgefanal AlÞýDuflokkurinii. Sigur iðnaðarins HVER VIÐBURÐURINN rekur annan á Iðnsýning- , unni í Laugardal, er einstakar greinar ið-naðarins helga sér daga til að leggja sérstaka áherzlu á starf- | semi sína. , Géstir sýningarinnar hljóta að 'vera sammála um, | að þessi sýning leiði í Ijós mun fjölbreyttari og full- j ikömnari iðnað en hægt hefur verið að kynna á fyrri , sýningum af þessu tagi. Iðnsýningin er í augum margra leikmanna staðfest- ing á því, að íslenzkur iðnaður hafi í aðalatriðum náð valdi á tækni nútímans. Það er ekki lengur megin- | vandamál, hvort íslenzkt iðnverkafólk og sérfræðing- ar geti framleitt sams konar vöru jafn góða og er- lendis. Landsfólkið kemur ekki lengur á iðnsýningu fullt vantrúar á, að íslenzk framleiðsla geti nokkru /Sinni verið eins góð og erlend. Sú vantrú er að mestu fúr sögunni. I Hins vegar virðast vandamál íslenzks iðnaðar í dag fVéra frekar á sviði reksturs og sölumennsku. Þar er ,við margþætta erfiðleika að etja, sem oft á tíðum |e*tl ekki auðleystari en vandi sjálfr.ar framleiðslunn- jíár, Smæð íslenzks markaðs og fjarlægð frá öðrum £ löndum er eitt vandamál. Að hvað miklu leyti er hægt að beita aðferðum fiöldaframleiðslu til að lækka ■einingarverð, þegar markaðurinn er svo lítill? Þá skapar verðbólga iðnaðinum sömu vandræði og öðr- um, bæði hvað rekstursfé og framleiðslukostnað snertir. Margt hefur verið gert til að styðja iðnaðinn á þessum sviðum, ekki sízt með eflingu lánastofn- ana hans. Hins vegar verða stjórnendur hvers fyrir- tækis að meta. hvort viðkomandi framleiðsla er arð- bær og hagstæð við íslenzíkar aðstæður án þeirrar tollverndar, sem til skamms tíma hefur verið. Á þessu mati byggist velmegun fyrirtækjanna oft á tíðum, og er þá rétt að hafa í huga, að framleiðsla og neyzla í bjargólna þjóðfélagi er og iverður stöðugum breytingum háð. Iðþsýningin 1966 staðfestir mesta sigur, sem ís- lenzkur iðnaðui- hefur unnið, sigurinn á hinni rót- grónu tortryggni almennings gagnvart gæðum og verði. Sýningir, leiðir í liós mikla tækniþróun, sem ,þiócjin þarf að beina inn á hagstæðustu brautir í framtíðinni. Og hún minnir á ýms vandamál sam- tíðapnnar, sem eru iðnaðinum þung í skauti ekki síð- ur gn öðrum atvinnugreinum. Fáar þjóðir hafa náð góðum lífskjörum án fjöl- bréýtts iðnaðar. Iðnaðurinn á meginþátt í núverandi velmegun fslendinga og verður um langa framtíð ein af undirstöðum þjóðarhags. 4 6. scptember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skyndisala Skyridisala KARLMANNAFÖT KARLMANNAFÖT Stórlækkað verð Aðeins í dag og á morgun ★ HVERS VIRÐI ER - SKOÐANAKÖNNUN? Bandaríkjamaðurinn dr. Gallup er sennilega brautryðjandi nútíma skoðanakönnunar, og er slík starfsemi oft við hann kennd. Eru til í flestum lýðræðislöndum sérstakar stofnanir, sem láta reglúlega fara fram könnun á viðhorfi almenn- ings til manna og málefna. Er misjafnt, hvað menn hafa mikla trö á slíkri könnun, enda dæmin mörg bæði um nákvæmni og ónákvæmni. En jafnvel hrapaleg mistök hafa ekki haft meiri áhrif en svo, að þau dagblöð, sem vöndust eru að virðingu sinni, birta enn úrslit skoðanakönnunar reglulega. Skoðanakönnun fer fram á mjög einfaldan hátt. Kjarni hennar er að finná lítinn hóp fólks, sem telja má líklegt, að sé smækkuð mvnd af skoðuhum heillar borgar eða heillar þjóðar. f>að kemur leikmönnum oft á óvart, hversu fátt fólk er spurt, en þó á sá fjöldi að byggjast á rökstuddum skoðunum um, hve marga þátttakend- ur þurfi. Það mun til dæmis vera álit sér- fróðra, að nóg sé að spyrja um 250 manns í Reykjavík, ef fólkið er valið af handahófi, til að fá glögga mynd af skoðunum borgarbúa á einföldum og almenhum spurningum. Hér er sfmi á nálega hverju heímíli ög er handhægt að nöt'a hann til að spyrja, ef númerin eru valin algerlega af hahda- liófi. Ef ætlunin er að flokka sundur skoðanir karla og kvenna, aldursflokka eða atvinnustétta, þarf að sjálfsögðu að velja fólk til spurninga á annan hátt. Einu sinni var talað um Gallup- stofnun á íslandi, og átti hún að styðjast við slíkt fyrirtæki í Noregi. Líklega hefur þó reynzt erfitt að tryggja henni tekjur, því fáir aðilar á íslandl mundu greiða stórfé fyrir niðurstöður skoðana- könnunar, eins og ráðamenn, stjórnmálamenn, blöð, útvarpsstöðvar og fleiri aðilar gera erlendis. ★ MÆTTI REYNA OFTAR HÉR Á LANDI. Enda þótt skoðanakönnun verðl varla gróðafyrirtæki á íslandi, mættu blöðin gera meira af því að kanna hug fólksins til ýmissa mála á skipulegan hátt. Verður að vanda undirbúning og birta heiðarlegar niðurstöður hvort sem blöð- unum líkar bétur eða verr.. Pólitískar umræður hér á landl og raunar einnig umræður um ýmis mál, sem ekki ættu að vera pólitísk, — eru í föstum skorð- um vegna yfirráða flokkanna á blöðunum og þess „hlutleysis” sem þeir þvinga upp á Ríkisútvarpið. Þess vegna mundi skoðanakönnun oft geta haft liressahdi áhrif. Huh mundi ekki aðeihs losa um viðjar opinberra umræðna, heldur gæti almenn- ingur þar hlotið hýja leið til áhrifa, því stjórn- málamenn mundu fljótt hræðast skoðanakönnun, sem væri heiðarlega og vel framkvæmd. — KARL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.