Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 3
Per Borten kemur
hingað á morgun
Eeykjavík, —
Annað kvöld kl. 20.25 er for-
sætisráðherra Noregs, Per Borten,
væntanlegur til Reykjavíkur með
flugvél frá Flugfélagi íslands. Ek-
ur hann þá rakleiðis til Ráðherra
bústaðarins í Tjarnargötu, þar
sem hann mun gista á meðan
ferðinni stendur.
Á fimmtudag mun Per Borten
heimsækja forseta íslands að
Bessastöðum, ræða við Bjarna
Benediktsson, forsætisráðlierra og
Emil Jónsson utanríkisráðherra.
Þá mun Per Borten minnast í
kirkjugarðinum í Fossvogi Norð-
manna þeirra, er féllu í her
Bandamanna é stríðsárunum og
jarðsettir eru í Fossvogi.
Hádegisverð snæðir ráðherrann
að Bessastöðum í boði forseta ís-
lands og síðar um daginn mun
hann skoða Reykjavík og nágrenni
m. a. er í ráði að hann heim-
sæki klakstöðina við Mógilsá í
Kollafirði. Um kvöldið situr ráð-
herrann veizlu í boði ríkisstjórn-
arinnar á Hótel Sögu.
Wilson harðorður
á verkðlýðsbingi
BLACKPOOL, 5. september,
(NTB-Reuter).
Harold Wilson forsætisráðherra
staðhæfði í dag, að brezka stjórn
in hygðist halda áfram haráttu
sinni gregn verðbólgunni unz jafn
vægi kæmist á i efnahagsmálum.
Stjórnin mundi ekki slaka á
stefnu sinni í efnahagsmálum fyrr
en Bretar gætu staðið á eigin
fótum og öðrum yrði það einnig
ljóst.
Forsætisráðherrann sagði þetta
á þingi brezka verkalýðssambands
ins (TUQ), sem hófst í Black-
pool í dag, en þar'hefur verið bor
in fram ályktunartillaga, sem
gagnrýnir stefnu stjórnarinnar í
kaupgjalds- og verðlagsmálum.
Forsætisráðherrann sagði, að um-
ræðurnar á þinginu snerust ekki
aðeins um efnahagsþróunina held
ur framtíð landsins.
Wilson sagði að á síðustu sex
mánuðum síðasta árs og fyrstu
sex mánuðum þessa árs hefðu
raunveruleg laun í Bretlandi
hækkað um 9-10% en á sama
tíma hefði framleiðni aðeins auk-
izt um 3%. Við eigum það á
hættu að einangrast ef við lifum
um efni fram og látum blekkjast
af hinu léttúðuga slagorði „við
liöfum aldrei haft það jafngott",
sem merkir að við vanrækjum
að gera það sem nauðsynlegt er
fyrir þá meðlimi þjóðfélagsins,
sem aldrei hafa haft það gott,
sagði Wilson.
Wilson lagði áherzlu á þá von
sína, að markinu yrði náð með
samvinnu, en að öðrum kosti
mundi stjórnin ekki hika við að
sniðganga þingið.
Nokkrum sinnum var gripið
fram í fyrir forsætisráðherranum,
en þegar hann hafði lokið máli
sínu risu aRir úr sætum og hylltu
hann. En ræðan varð ekki til þess
að helzti andstæðingur Wilsons,
Frank Cousins fv. tæknimálaráð-
herra skipti um skoðun. Ég hei
aldrei verið sammála þessari
stefnu og ekkert af því sem ég
hef heyrt í dag hefur fengið mig
til að skipta um skoðun, sagði
hann. Á miðvikudaginn ber Cous-
ins fram álykt.unartillögu þess efn
is, að hætt verði við stefnuna í
kaupgjalds- og verðlagsmálum.
Stjórn TUC hefur borið fram
frumvarp þess efnis, að landsfund
urinn styðji Wilson.
Kunnugir telja, að stjórn TUC
tryggi sér stuðning landsfundar-
ins, en með naumum meirihluta.
KAUPMANNAHOFN, 5. sept.
(NTB-RB).
Margrét krónprinsessa cr tilvon
andi eiginmaður hennar, franski
greifinn Henri de Laporde de
Monpezat, dvöldust um helgina í
höll konungs, Fredensborg á Norð
ur-Sjálandi.
De Laborde de Monpezat greifi
kom til Kaupmannahafnar með
flugvél á laugardaginn og hefur
fengið góðar viðtökur hjá almenn
ingi í Danmörku og blaðamönn-
um. Ríkisþingið samþykkir senni
lega ráðahaginn 5. október og
brúðkaupið fer líklega fram næsta
vor.
Krónprinsesson og greifinn hafa
ekki haft frið fyrir blaðamönn-
Framhald á 15. síðu.
Biskupsvígsla í Skálhoiti
Rvk - GbG.
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson, vígði í gær séra
Sigurð Pálsson, Selfossi til vígslu
biskups í Skálholti. Mikill mann
fjöldi var saman kominn í Skál
holti tU að vera við vígsluna. Þetta
er x annað sinn í sögu þjóðarinn
ar að biskupsvígsla fer fram í
Skálholti.
Vígsluathöfnin hófst með skrúð
göngu presta til kirkju. Fór þar
mikill fjöldi presta víðsvegar að
af landinu. Vígsluvottar voru
skrýddir rikkilíni en biskupar
báru kórkápur. Auk vígslubiskupa
þjóðkirkjunnar var herra Jóhann
es Gunnarsson, biskup kaþólska
safnaðarins, viðstaddur vígsluna.
Ekki rúmaði kirkjan nema um
helming gesta, en troðfullt var
út úr dyrum. Mikill viðhafnarblær
var á athöfn þessari. Safnaðar
kórinn flutti mjög vel undirbú
inn söng og að lokinni vígslu pred
ikaði hinn nývígði biskup.
Þetta er í annað sinn í sögu
staðarins, að biskupsvígsla er fram
kvæmd í Skálholti. Hið fyrra sinn
var þar vígður til biskups að Hól
um Jón Vigfússon, en vígsluna
framkvæmdi Brynjólfiu- Sveins-
son, biskup. Þetta gerðist fyrir
um það bil 300 árum. Biskups
vígsla í Skálholti nú er því sann
arleiga merkur atburður í sögunni.
Að lokinni vígsluathöfn bauð
kirkjumálaráðherra, Jóhann Haf
stein, forseta íslands, biskupum
klerkum og öðrum embættismönn
um kirkjunnar til veizlu mikillar
að Hótel Selfossi.
Sigurður Pálsson, vígslubiskup
er fæddur árið 1901. Hann lauk
embættisprófi í guðfræði 1933 og
var sama ár vígður tij Hraungerð
is, sem hann hefur þjónað síð
an. Vígsluathöfnin var kvikmynd I þar filmuðu einnig þýzkir sjón-
uð af hálfu sjónvarpsins hér, og | varpsmenn.
Heildaraflinn orðinn
rúmar 300 þús. lestir
Á miðnætti sl. laugardags-
kvöld var heildarmagn síldar kom
ið á land 330.499 lestir, eða 113.
649 tonnum meiri en á sama tíma
í fyrra. Búið er að salta samtals
233.340 tunnur, en það er 96.827
tunnum meira en á sama tíma
í fyrra. Auk þess afla, sem að
framan var tilgreindur, hafa er
lend veiðiskip landað 4.258 lest-
um í bræðslu og salt.
\ Aflinn sl. viku nam 30.424 lest-
um, þrátt fyrir gott veður. Si.
sólarhring var farið að kalda á'mið
unum og litla veiði að fá. 16 Skip
r
tilkynntu um afla, alls 751 lest.
Hæsti löndunarstaðurinn ; til
þessa er Seyðisfjörður með 70í191
lest, Raufarhöfn, 50.306, Neskaup
staður 42. 927, Reykjavík 31.977,
Eskifjörður 24.652 og Siglufjörð-
ur 18.043 lestir.
6. september 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 3