Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 16
Varúð gegn vísindum
Það ber ekki allt upp á sama
daginn, segir gamalt íslenzkt mál
tæki, sem er hverju orði sann
ara. Nú hafa vísindamenn úti í
aiinum stóra heimi, sem eru óstöð
ugri -en veðrið á íslandi, sent frá
sér nýja fullyrðiingu, sem koll
varpar öllu því, sem áður var
sagt. Látum vera þótt þeir gefi
út slíkar yfirlýsingar um tungl-
ið eða eitthvað sem engum kemur
við. En að þessu sinni snertir full
yrðingin sennilega helminig alls
mannkynsins. Og þessi stóri hóp
ur hefur fyllstu ástæðu til að rísa
upp á afturlappirnar og hrópa
framan í vísindamennina.:
— Þið hafið haft okkur að fífl-
um!
Og ekki sakaði að sveia þeim
dálítið um leið og segja þeim að
skammast sín.
Orðsendingin, sem hefur gert
ekkur baksíðumönnum svona
grarnt í geði, hljóðar á þá leið
að filtersígarettur séu líka stór
hættulegar og jafnvel hættulegri
en þær filterlausu.
-■ Það er ekki svo ýkialangt síðan
að tóbaksskýrslan fræga var birt
<*g öllum reykingamönnum gefið
í skyn, að ef þeir vildu ’hp’J
líftórunni, væri réttast fvrir bá
að reykja fíltersígare’tur. Þetta
tóku margir gott og gilt og 'hafa
nú reykt þann fjanda bragðlaus
an eins og hvert annað hey, en
fórnað 'ánægjunni fyrir heilsuna.
Hvernig eiga þessir sömu vesa
lingsmenn að kyngja því umyrða
, laust að þeir hafi allan tímann
•ekki aðeins reykt verri sígarett
ur en áður, heldur einnig miklu
liættulegri oig geta átt á hætfu.
að breytingin ríði þeim að fullu.
Mikill fjöldi manna hefur hringt
í Baksíðuna og látið í Ijós mikja
óánægju út af þessu, svo að vægt
sé til orða tekið. Sérfræðingur
•okkar í ályktunargerð og mótmæl
um hefur tjáð okkur, að löng grein
argerð sé væntanleg frá lionum,
þar sem lagt er til, að þegar í stað
verði stofnuð samtök almennings
og sérfræðingur okkar í nafngift
um leggur til, að samtökin verði
látin 'heita: Varúð gegn vísindum.
Þegar reiðikastið var ofurlítið
farið að dvína, hringdu þessi sömu
menn, mun rólegri en áður og
sögðust vera búnir að fleygja fílt
erpakkanum og fá sér almcnnilegt
tóbak í staðinn.: Hvílíkur munur,
sagði einn. Ég skil ekki hvernig
Þetta er ekki P, og hættið þersvo að kalla mig ungfru goð!
óg hef farið að anda allan þennan
tíma.
Þessi sami maður kom með þá
uppástungu, að Varúð gegn vís-
indum hefði svohljóðandi einkunn
arorð: Það sem er gott er heilsu
samlegt. Einnig lagði þessi ánægði
maður til (um leið hefur hann
vafalaust blásið reyknum velsæld
arlega út í loftið), að slagorð fé
lagsins hljóðaði svo:: Trúarbrögð
eru ofar öllum sannleika. . . En
þegar við bentum honum á, að
slíkt gæti verið móðgun við Guð
spekifélagið. féllst hann á að slag
orðið væri kannski ekki heppi
legt.
Hvað sem því líður mega vísinda
mennirnir sveimér fara að vara
sig. Það fer nefnilega að verða
vafamál hvort sé hættulegra, hætt
urnar sem þeir eru að glíma við
—eða þeir sjálfir. , . .
v v, w M.
' )k dé, ú
KENNARANÁMSKEH):
Græðsluskrifstofa Reykjavík
ur efnir til 10 daga námskeiðs
í emeleringu fyrir handavinnu
kennara drengja. . .
Augl. í Mogga.
Auðvitað var ég að horfa á
Tékkann leika listir sínar í
loftinu. Ég er nú orðinn svo
nærsýnn, að ég sá ekki nema
hluta af þessum spekálum, sem.
maðurinn gerði. En á meðan
var ég að velta því fyrir
mér , hvort það gætí nú ekki
leynzt einhver biýantur í þess
ari flugvél. . .
Með því að lesa þessar nú
tímaskáldsögur, sagði kallinn í
gær, — þá fer maður að halda
að allar dýpri tilfinningar
mannsins séu fyrir neðan belt
isstað. . . .
Til þess að hjónaband bless
ist þarf konan að elska eigin
manninn sinn jafn mikið og
hann elskar — sjálfan sig.