Alþýðublaðið - 10.09.1966, Síða 13

Alþýðublaðið - 10.09.1966, Síða 13
Stórfengleg breiðtjaldsmynd í litum tekin í Indlandi af ít- alska leikstjóranum Mario Cam erini. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Sautján 18. sýningarvika sýnd fcl. 7 Bönnuð börnum. Rauða gríman. Spennandi skylmingamynd í lit um og cinemascope. Sýnd kl. 5. Börsi Grants skfpstjóra Walt Disriey kvikmynd í litum. Hayley Mills. Sýnd kl. 5, 7 og' 9. við að gleði hennar yfir björg- uninni væri blönduð söknuði. Aldrei hafði neitt verið jafn dásamlegt og heita baðið sem hún fór í þegar liún kom heim. Hún minntist hrærð móttökunn- ar, sem þau fengu. Jafnvel Ho- hepa, sem aldrei lét á sér sjá, grét, þegar hann þrýsti henni að sér og tautaði maóríbænir. Margir gestanna höfðu neitað að fara frá Þrumufirði áður en þeir vissu, hvort þau myndu bjargast. Læknir beið þeirra. Hann hafði komið fljúgandi og var mjög undrandi yfir því, hve vel þau voru á sig komin. Samt var hann yfir nóttina til-vonar og vara. Það sama gerðu blaða- mennirnir, sem voru fcomnir til Þrumufjarðar. Einn þeirra bað Hugo um að segja orðrétt frá því, sem gerzt hafði. — Þetta er einmitt eins og fólk vill hafa það — tilfinningar og vonir, hræðsla og gleði. — Taktu ailt með. Og svo vildi ég gjarnan fá einhverja rómantík í kaupbæti. Það væri nefnilega punkturinn yfir i-ið. Prudence roðnaði og flýtti sér að segja: — Nei, og aftur nei. Við Hugo erum systkinabörn. Hugo hló og sagði við blaða- manninn: — Hún ýkir eins og venjulega. Við erum ekki syst- kinabörn. Við áttum aðeins sam- eiginlega frænku, því hún var gif't fræanda Prue. Hún arfleiddi okkur að hótelinu hérna með því skilyrði að við rækjum það saman. Við höfðum aldrei sést nema hvað við hittumst af til- viljun við járnbrautarslysið í Rotorua í fyrra. Ég varð yfir mig undrandi þegar ég sá hana lijá lögfræðingnum! — Stórkostlegt — fínt, sagði blaðamaðurinn og skrifaði og skrifaði. Þegar þau voru aftur ein leit Prudence á Hugo. — Hugo Mac- Aiiister! Hefurðu gengið af göfl- unum? — Finnst þér ekki vera kom- inn tími til að hætta þessu tali um frænda og frænku? spurði hann glottandi. — Það hefur þegar gert sitt gagn. Prudence stamaði af reiði. — En einmitt nú þörfnumst vlð þess mest. Við vorum þarna á eyju í marga daga. Hugo hló. — Og Murdoch passaði að við gerðum ekkert af okkur. Svo varð hann alvarlegur. — Þetta skiptir engu máli, Prue. Enginn sem þekkir þig, trúir neinu illu á þig. Hún steinþagnaði og varð undrandi og orðlaus. Hún snéri sér undan og kyngdi — svo að hann sæi ekki hamingjuna sem skein úr augum hennar. Hún fór að róta í bréfunum á skrifborð- inu. Hugo vildi sem sagt gleyma þessu með Godfrey. Vertu nú ró- leg, Prudence, hann þarf ekki að elska þig fyrir það, hann ber að eins virðingu fyrir þér .... Góða veðrið hélzt áfram og þrenn hjón komu til Þrumufjarð- ar. Prudence tók ekki á móti þeim á bryggjunni. Hugo vísaði þeim til herbergja þeirra og bað þau svo um að fara á skrifstof- una og skrifa sig inn í gestabók- ina. Hún var með allt tilbúið og beið gestanna, þegar hún heyrði kunnuglega rödd segja: Guði sé lof fyrir að þú ert komin aftur heil á húfi, Prud- ence. Það var mikið áfall fyrir mig, þegar ég heyrði auglýst eftir þér. — Godfrey! Hún leit niður í bókina. — Ég átti ekki von á þér hingað. — Ekki það, Prue? spurði Hugo úr gættinni. Andlit hans var stíft og stirt. — Nei, ég leit yfir pantanirn- ar, en Simmond er algengt nafn. Godfrey fann að eitthvað var að. Hugo leit í augu hans. -r- Það var ekki undarlegt að mér fannst við hafa sést fyrr. Eða að yður skildi finnast það. Ég hélt kannske að þér hefðuð séð mynd af mér á bókaskáp eða álíka stað. En þér munið vonandi núna jafnvel og ég — að við hitt- umst við járnbrautarslysið. Ég geri ekki ráð fyrir að það borgi sig að tala um það meðan frú Simmonds heyrir til? Prudence svimaði. Godfrey fölnaði, rétti svo úr sér og leit í augu Hugos. — Mér þætti vænt um það konu minnar vegna. Ég vissi ekki að við myndum hittast hér. Ég áleit aðeins að við Prudence og svo ókunnur maður þekktum til þeirrar sögu — ókunnur maður, sem við sæjum aldrei framar. — Ég skal þegja, sagði Hugo hranalega. — En eitt skuluð þér muna, Simmonds, að halda yður frá Prudence í framtíðinni. Hann snérist á hæl og fór. Seinna var Prudence önnum kafin við bréfaskriftir og þá var barið að dyrum. Hugo, hugsaði hún. En það reyndist vera God- frey. — Hún spratt á fætur. — Ég vil helzt ekki að þú talir við mig^ Godfrey. Hann brosti. — Ég er að fara. En þaS var dálítið, sem ég þurfti að ræða um við þig, Prudence. Getum við liitzt við Finnans Point eftir klukkutíma? — Nei, þakk fyrir, sagði Prud- ence þurrlega. — Því er öllu lok- ið. Þú skalt halda þig frá mér. Ég hef byrjað nýtt líf hér — þú átt hvergi heima í því lífi. — Því kom ég — til að vita — Dyrnar opnuðust. — Þér kunnið svei mér að nota hverja mínútu, Simmonds! Hugo stóð í gættinni reiðileg- ur á svipinn. — Komið inn í dagstofuna og ég skal segja yður sannleikann. Prue, gerðu það sem óþverrinn þarna bað þig um, farðu upp á Finnans Point. Þú átt bara ekki að bíða eftir h o n u m — held- ur eftir m é r . Rödd hans varð blíðlegri. — Ég þarf líka að tala við þig. Ég þarf að segja þér dá- lítið, sem ég vonast eftir að þú viljir heyra. — Farðu nú. Prudence fór út á svalirnar og niður í garðinn. Hún var blátt áfram máttlaus í hnján- um. Hvað myndi Hugo segja við Godfrey? Eða það sem verra var — hvað myndu þeir gera hvor öðrum? Hún varð að vita, hvað gerðist. Hún gekk upp á svalirn- ar og yfir að dagstofugluggan- um, sem var opinn. Hún gægðist varlega inn fyrir. Mennirnir 2 stóðu þarna og störðu hvor á annan. Bara þeir færu nú ekki að slást. Svo heyrði hún Hugo segja: — Nú skuluð þér segja mér til hvers þér komuð hingað. Þér hafið eyðilagt líf Prues fyrr. —> Ég leyfi ekki að það verði aftur. Hvað viljið þér væntanlegri kon- unni minni? Gcdfrey ljómaði af gleði. — Þetta var það sem ég vildi heyra, sagði hann. Augun í höfði Hugos ætluðu út úr liöfði hans, þegar hann heyrði hvað Godfrey sagði. En hann jafnaði sig og hélt áfram: — Heyrið þér mig nú, Simm onds. Ég lield að Prue hafi orðið hrifin af yður meðan hún var Agfa Icopan Iss i öllum stærðum fyrir svari, hvitt og Ut. Góð film* fyrlr svart/hTítar myndir tefcnar i slæmu veðrt eða yið léleg IjósasfcilyrSi. Agfacolor CN 17 Universal tilma fyrir Ut- og avart/hvítar myndlr. Agfacolor CT 18 Sfcuggamyndafilman se*a far iff hefnr sigurför um ailaa hetm. Fllmur í ferðalagiS FRAMLEITT Aí Vimiuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússinga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinhorvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fl. LEinAN S.F. Sími 23480. MOÍ* V ©PIB ccpihmíjIN 10. september 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ U

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.